19. júní - 01.11.1926, Blaðsíða 4

19. júní - 01.11.1926, Blaðsíða 4
68 19. JUNl ungur og unnandi öllu því, sem gott er og fagurt og líklegt að verða þjóð vorri til sannra heilla. Frú Kristjana Hatstein, nírœð. Amtmannsekkja frú Kristjana Hafstein er ein af elstu konum þessa bæjar. Hún varð 90 ára 20. september siðast liðinn, umkringd af barnabörnum og fjölda vina, sem byltu hina gömlu merkiskonn, með þakklæti og aðdáun á þessu æíikvöldi hennar. Fáar konur munu alþektari um alt landið en hún, þrátt fyrir það að hún hefir ætíð liíað óbreyttu og yfirlætislausu lífi. Eu iífskjörum hennar hefir verið þannig háttað, að menn hafa orðið að taka eftir henni. Og þeir, sem hafa orðið fyrir því láni, að kynnast henni um lengri tíma munu allir viðurkenna að hún hafi verið sú »kvennlegasta« kona, sem þeir hafi þekt í þessa orðs bestu merkingu: svo mild og kærleiksrík og umburðarlynd og móðurleg. Sígleym- andi sjálfri sér, fyrir öðrum. Móðir í hverri taug. Móðir, með öllum sínum næmu tilfinningum. Frú Kristjana Hafstein er fædd í Laufási í Höfða- hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru prestshjónin í Laufási þau sira Gunnar Gunnarsson og Jóhanna Kristjana Gunnlaugsdóttir, systir Eggerts Briems sýslumanns á Grund í Eyjafirði. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum í Laufási þar til faðir hennar dó. En þegar móðir hennar síðar giftist sira Þorsteini á Hálsi í Fnjóskadal fluttist hún þangað líka með henni. (Bræður frú Kristjönu voru þeir Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, síra Gunnar á Sval- barði í Þistilf., Eggert Gunnarsson umboðsmaður í Eyjafjarðarsýslu, sem mest og best gekst fyrir sam- skotum til kvennaskólans á Laugalandi i Eyjafirði og var fyrsti hvatamaður þess fyrirtækis, og Geir- finnur sá yngsti, sem siðar fór til Ameríku.) Á Hálsi i Fnjóskadal var um þessar mundir eitt hið mesta myndarheimili. Sameinaðist þar forsjá og siða- vendni húsbóndans og sljómsemi konu hans. Og á hinn bóginn margt gáfað og glaðlynt ungt fólk. Síra Þor- steinn átti með fyrri konu sinni 4 dætur, Valgerði, Halldóru, Hólmfríði og Sigríði, og giftust þær Val- gerður og Halldóra tveimur stjúpbræðrum sínum, Valgerður síra Gunnari á Svalbarði og Halldóra Tryggva, sem þá reisti bú á Hallgeirsstöðum í Fnjóskadalnum. Þegar svo i þenna hóp bættist fimta unga stúlkan, sem þótti ekki síst í ungmeyjahópnum og meðan bræðurnir allir fjórir voru þar meira eða minna heima, þá má nærri geta að ungu fólki hafi þótt skemtilegt að koma þangað. Þegar Kristjana Gunnarsdóttir var 18 ára að aldri, fór hún að Grund til Briems sýslumanns móðurbróður síns. Átti hún að vera þar sér til meiri menningar. í bóklegum fræðum höfðu þau Hálsbörnin fengið ágæta mentun eftir þeirra tíma sið. Til marks um það má geta þess, að enn í dag skrifar frú Hafstein mjög fallega rithönd og svo góðan stíl og réttritun, sem margar yngri konur gætu verið ánægðar með að hafa sjálfar, þó nú á tímum væri. Á þeim tímum var enga aðra mentun að fá handa konum en þá, sem helstu heim- ilin veittu, og var löngum sótt um að koma efnileg- um ungum stúlkum á þau heimili undir handleiðslu og kenslu húsmóðurinnar. Frú Jóhanna á Hálsi var ein af slíkum fyrirmyndar húsmæðrum, enda urðu þær allar systur, dóttir hennar og stjúpdætur, á margan hátt fyrirmyndar konur þeirra tíma. Á sýslumannssetrinu Grund í Eyjafirði hafði Krist- jana Gunnarsdóttir tækifæri til að sjá og læra ýmis- legt fleira en heima á Hálsi, og þar kyntist hún fyrst manni þeim, sem hún giftist siðar, Pétri Haf- stein amtmanni. Ymsar sögur ganga um það norðanlands, á hvaða hátt þessi kynning hafi orðið fyrst. Sumir segja, að það hafi orðið á þann hátt, að þær systur hafi allar verið að búa sig á engjar heima á Hálsi, og verið komnar í útiföt sín og skinnsokka. En þá hafi Krist- jana orðið fyrir því, þegar hún kom út úr skemmu með hrifu sína, að koma þar úti á hlaðinu í ílasið á amtmanninum, sem gisti þar um nóttina, og hafi hann þá heilsað henni og spurt: »Er þetta fröken Kristjana Gunnarsdóttir?« »Kristjana heiti ég«, er sagt að hún hafi svarað. Sú sem þetta skrifar hefir spurt frú Hafstein um þessa sögu, og minnir hana að tildrögin væru eitthvað öðruvísi, en hennar snar var það sama: nKristjana heiti ég«. Petta svar einkennir frú Hafstein svo vel, að það er þess vert að því sé haldið á lofti. Hennar með- fædda látleysi og hispursleysi á allan hátt, og þó —

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.