19. júní - 01.11.1926, Blaðsíða 1

19. júní - 01.11.1926, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Inga L. Lárusdóttir. 19. JÚNÍ Afgreiðsla: Sólvellir. — Sími 1095. IX. árg. Reykjavík, Nóv. 1926 9. tölubl. I*ing- Jil þjóðjisjimbands kvenréttindafélaganna. Mér sýnist það ekkert árennilegt að efna loforð mitt við »19. Júni« um stutta ftásögu af kvennaþing- inu mikla, sem haldið var í París í sumar. Þing þetta héldu alþjóða kvenréttindafélögin, eða alþjóða- samband kvenna, er berst fyrir kosningarréttí kvenna og jafnri þátttöku kvenna í þjóðfélagssmiðinni. Sam- band þetta er nú orðið um 24 ára gamait og barð- ist fyrst eingöngu fyrir kosningarrétti kvenna, en eftir að því marki var svo víða náð, hefir samband- ið aukið starfsvið sitt, og vill nú sameina konurnar um að nota sér hin fengnu réttindi, og taka á sig skylduruar, sem þeim fylgja. Samband þetta hefir deildir í 42 löndum, og hefir Kvenréttindafélag íslands verið meðlimur þess í nærri 20 ár. í þetta sinn voru mættir fulltrúar frá 32 þjóð- um og systrafulltrúar frá 5 öðrum. Voru þarna sam- ankomnar konur af ólíkustu þjóðflokkum, trúar- brögðum og skoðunum. Var það löngum styrkur al- þjóðasambandsins hvað forvígiskonur þess voru ein- huga og markmiðið ekki nema eitt. Nú hefir mál- efnum fjölgað og félögunum líka, ólíkari konur eru nú fulltrúar sambandsins en áður, en andi gömlu forvígiskvennanna, einbeittur og skýr, svífur enn þá yfir öllu saman og heldur þessum geysi mikla fé- lagsskap. í föstum skorðum. Sambandið hefir baft 5 fastar milliþinganefndir, og var nú aukið starfssvið einnar þeirrar og bætt við 2 nýjum. Höfðu þessar nefndir undirbúið málin bréflega, en fyrstu dagar þingsins voru teknir til nefndafunda. Urðu vinnubrögðin því ótrúlega mikil og vöktu eftirtekt og viðurkenningu blaðanna. Hér er ekki tími til að ræða nánar um þessi mál, skulu þau að eins nefnd. 1. Samband kvenna við þjóðbandalagið, og starf- semi þeirra fyrir það og friðarhreifinguna. 2. Sömu vinnuskilyrði fyrir konur og karla. 3. Sömu siðgæðiskröfur fyrir bæði kynin og bar- átta gegn hvíta mansalinu. 4. Réttindi ógiftra mæðra og barna þeirra. 5. Fjölskyldustyrkir. 6. Kvenlögregla. 7. Jöfn aðstaða kvenna og karla gagnvart lögunum. Voru samþyktar tillögur, sem ákváðu stefnu sam- bandsins í öllum þessum málum og var mjög fróð- legt að fá yfirlit yfir starfsemi kvenna á þessum sviðum, um allan heim. Lagalega eru Norðurlandskonurnar einna frjáls- astar allra kvenna, og vakti það meðal annars eftir- tekt á íslandi, að við skyldum hér njóta margra réttinda, sem konur i stærstu löndum heimsins fara á mis við. Mig hafði ekki dreymt um það, að ís- land ætti annað erindi á svona þing en að hlusta á það, sem aðrir legðu til málanna, en það fór þó svo við umræður um réttindi óskilgetinna barna, að ég gat ekki stilt mig um að segja frá því hvernig is- lenzkar konur litu á það mál, ég held að hvergi í heiminum sé almenningsálitið heilbrigðara á því sviði en einmitt hér, af hverju sem það nú kemur. Ég held nærri að þetta hafi orðið til þess að breyt- ingartillagan, sem þótti of frjálsleg í nefndinni og var feld þar, var samþykt af þessum stærra fundi og af þinginu sjálfu. það þarf stundum svo lítið til að snúa skapinu á fundum, rödd íslands kemur úr svo miklum og furðulegum fjarska, að menn vilja hlusta eftir henni innan um sterkari raddir. Á kvöldin voru haldnir afarfjölmennir almennir fundir. Hin geysimikla hringhöll Sorbonne háskól- ans var troðfull við þingsetninguna. Voru fundar- konur boðnar þar velkomnar af fulltrúa frönsku stjórnarinnar, og kveðjur fluttar frá fulltrúum kvenna úr 5 heimsálfum. Annie Furuhjelm, forvígiskona finsku kvennréttindakvennanna, og þingkona þeirra um margra ára skeið, flutti þar ræðu. Minti hún á orð Kiplings um að austur vestur mættust aldrei. Sagði hún að þau orð ættu ekki lengur við því hér hittust dóttur hins vestræna íslands og dæt- ur austursins frá Japan og Indlandi. Var ég þá beðin að heilsa indverskri systur minni á viðeigandi hátt og kystumst við þar eins og góð börn. Fanst mér það nokkuð leikhúslegt en áhorfendurnir klöppuðu lofi í lófa, og sögðu að snjóhvitur skautbúningurinn og svartur og gullofinn klæðnaður austurlensku kon- urnar hefðu farið svo vel saman, þar sem við stóð- um hjá blómunum, sem Parísarborg hafði sent þing- inu að gjöf. Það er nógu skritið, að fyrst var islenski skautbúningurinn eini þjóðbúningurinn, sem sást á þessum þingum og voru islensku fulltrúarnir altaf beðnir að hafa hann með, en nú sáust þjóðbúningar frá flestum þeim löndum, sem þá eiga enn, þó ekki væru aðrir þjóðbúningar bornir við þingsetninguna, en þeir sem voru hátíðabúningar. Merkur var fundurinn þar sem sagt var frá stöðu kvenna samkvæmt lögum Napoleons, sem enn eru í gildi i latnesku löndunum og eru mjög á eftir tímanum. Töluðu þar nokkrar helstu málafiutnings- konur Parísar, en þær eru hátt á annað hundrað.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.