19. júní - 01.11.1926, Blaðsíða 5

19. júní - 01.11.1926, Blaðsíða 5
19. J Ú N 1 69 ósjálfráð meðvitund um sitt persónulega gildi, gagn- vart hveijum sem væri. En víst er um það, að amtmaðurinn gleymdi ekki alveg ungmeyjunni í rkinnsokkunum. — Veturinn, sem hún var á Grund, hittist svo á, að hann var þar um tíma við skriftir. Þar sá hann hana aftur, og frá því leið ekki langur tími þangað lil að hann bað hennar formlega við frænda hennar. Unga fólkið, sem nú er að vaxa upp, getur varla dreymt um, hve hátt alþýðu manna fanst slíkir höfðingjar standa fyrir ofan sig um þær mundir. — Þessi ráðahagur mun því flestum hafa fundist harla glæsilegur, einkum þegar efnalítil stúlka átti í hlut, enda þótt prestsdóttir væri, sem þá var álitið meira virði en nú. En Kristjönu Gunnarsdóttur fanst það eflaust meiii vandi en svo, að tilvinnandi væri fyrir vegsemdina, enda var hún heldur aldrei neitt sólgin í völd né virðingar. — En hvað sem um þetta var, þá varð það úr, að hún trúlofaðist Hafstein amt- manni þá um veturinn með ráði frænda síns á Grund og foreldra sinna. Þau giftust sumarið 1856 á Möðru- völlum. þá var hún á tvítugasta árinu. Mér er enn í minni, að ég hefi heyrt fólk tala um, hvað fögur og sakleysisleg hún hafi verið sem brúður. »Hún var eins og Guðs engill«, sagði kona við mig, sem þá var ung stúíka a »Friðriksgáfu«. Efalaust hefir hún, tvítuga litla sveitastúlkan, fundið mikið til vand- ans, sem á henni hvildi sem húsmóður á þessu heimili og eiginkonu æðsta valdsmanns norðanlands. En hver veit nema hana hafi þá líka dreymt um að eignast með honum »ágætasta soninn, sem á þeim tíma mundi vaxa upp á íslandi«, og þá mundi hún hafa sætt sig við vandann. Þau bjón áttu saman 9 börn. Af þeim komust 7 til fullorðinsára: Hannes Þórður Hafsteinn, skáld og ráðherra siðar, Gunnar, Marínó, Sofi'ía, Lára, Jó- hanna og Elín. Öllum þessum börnum hefir frú Haf- stein mátt sjá á bak látnum, nema Gunnari og Marínó. Þegar frú Hafstein misti mann sinn, voru börnin ung. Efnin voru lítil og eftirlaun ekkna, þótt það séu ekkjur eftir háttstandandi embættismenn, eru ekki næg til að lifa af með mörg börn, auk heldur líka þeim til fullkominnar mentunar. Þegar svo þar við bætist heilsuleysi, þá má nærri geta, hvað nærri sér má taka til að láta fjölskyldunni líða vel að öllu leyti. En kærleikurinn þolir alt og umber alt, og sigrar svo að lokum. Frú Hafstein fylgdist með börnum sínum, þegar þau áttu að fara að ganga í skólana, bæði hér í Reykjavík og síðar í Kaupmannahöfn, þar sem hún hélt hús fyrir dætur sínar í þrjú ár, meðan þær stunduðu nám við skóla fröken Zahle. Hún fylgdist einnig með veikri dóttur sinni til Suður-Frakklands, henni til heilsubótar. Ekkert var það til, sem hún ekki lagði á sig, ef það gæti orðið börnum hennar til gagns og gleði. En það voru fleiri en börn hennar, sem mættu góðvild og samúð hjá henni. Allir, sem af benni höfðu einhver kynni, elskuðu hana og virtu. Hún gerði sér engan mannamun. Það sýnir bezt allur sá skari af gömlu þjónustufólki hennar og barna hennar, sem si og æ heimsótti hana og sótti til hennar ýmsa hjálp og ráð, góðyrði og uppörvun. Hennar húsdyr voru þeim öllum opnar, þvi þar var nóg hjartarúm fyrir. Frú Kristjana Hafstein var sérlega fríð kona og gáfuleg. Húu var mjög fínbygð og alt hennar útlit og framkoma bar vott um göfugmensku og góðleik. Hún var svo vinsæl, að enginn maður bar á hana lastyrði. Hún las mikið og fylgdist mjög vel með öllum landsmálum fram á elliár. Mun hún jafnan hafa fylgt fram skoðunum sonar síns H. Hafsteins og bróður síns Tryggva Gunnarssonar, sem eðlilegt var. Hún er og hefir ætíð verið rnjög trúuð kona, án þess þó að fordæma nokkrar aðrar skoðanir í þeim efnum. — Nú er ellin loksins farin að beygja hennar and- legu krafta. En enn þá man hún þó vini sína og þekkir þá, og enn þá minnist hún hinna, sem farnir eru á undan, með sama glaða, þolinmóða kær- leikanum. Við, sem höfum haft þá gleði að þekkja hana í marga tugi ára, þökkum henni allan kærleikann, vináttuna, fróðleikinn og gleðina, sem við höfum notið hjá henni. Við biðjum guð að blessa hana lífs og liðna. Briet Bjarnhédinsdótlir. Frá Vostm’lioimi. Hið mikla samband kvenfélaga Bandarikjanna »Feder- ation of Womens Clubs«, sendi nýlega út fyrirspurnir um ýmislegt, er lýtur að vinnubrögðum húsmæðra í sveitum og pví hverja aðstöðu þær hefðu til að halda heimili sínu uppi og ala upp börn sín. Svör komu úr öllum áttum, og segir formaður félagsins Mrs. Sherman að konur hafi svar- að mjög nákvæmlega jafnvel hinum »nærgöngulustu« spurningum, og að þetta sýni að konum sé kært að þessu máli sé hreyft og að þær vænti að það muni leiða til endurbóta. Svörin varpi ljósi yfir ástandið sem viða sé alt annað en glæsilegt, því mörg heimili vanti jafnvel hin allra nauð- synlegustu húsgögn. Mörg heimili eigi ekki einu sinni oliulampa en verði aö láta sér nægja birtuna frá eldstónni. Sumstaðar séu húsin gluggalaus, í stað glugga séu op á veggjunum með tréhierum fyrir. »En ekki megið þið halda að sveitaheimilin séu yfirleitt sneidd öllum þægindum, eða að þau vanti áhöld er létti heimilisstörfin«, segir Mrs Sherman. »Rannsóknin sýnir að víða er vatn leitt inn í húsin, vatnssalerni og ofnar og önnur þægindi heyra frekar til hins algenga en til undan- tekningannaw. Mrs. Sherman getur þess ennfremur að fjölda mörg svör sýni að heimili bænda séu útbúin með öllum nýtísku þægindum, rafmagni til ljóss og hita, til að snúa skilvindunni og þvottavélinni, þau heimili eiga lika saumavélar, víðvarpstæki og bifreiðar. Fari þetta að sjálf- sögðu eftir efnahag manna, en það liggi i augum uppi að nú, er öll vinnuhjálp er afardýr eða ófáanleg, sé engum eyrir betur varið en þeim, er notaður sé til þess að auka þægindi heimilanna og sparar vinnukaftinn.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.