Alþýðublaðið - 22.09.1963, Síða 1
.
11 ' -
ím
»:4fcp*spf
Wk '
Smfofc •• ;-.• ?§c8
v ■vícix^' v.-'-^y-;•/*.• :• >•;•-
'N. ■ -■
# • > ^ril
j\
■
-
» •:
. '<í
>* ' >
OSLÓ 21.9 (PÍTB) Joliu Lyng,
forsætisráðherra stjórnar borgar-
flokkanna í Noregi, sem var felld
í atkvæðagreiðslunni um stefnu
yfirlýsingu stjórnarinnar í Stór-
þinginu í gærkvöldi, gekk á fund
Ólafs konungs í dag og Jagði fram
lausnarbeiðni sina. Stjóm hans
mun sitja áfram þar til ný stjórn
hefur verið mynduð.
Gerhardsen, forjngi Verka-
mannaflókksins mun væntanlega
ljúka myndun nýrrar Verkamanna
flokksstjómar bráðlega. Búizt er
við, að skipaðir verði tveir eða
þrír nýir ráðherrar.
* EKKI VONSVIKINN.
Johrt Lyng sagði við blaðamenn
eftir áð hafa rætt við konung i
morgun, að hann væri ekki von-
svikinn maður.
Hann sagði, að á undanförnum
fjórum vikum. hefði stjórnin lært
mikið. Ráðherrarnir hefðu fengið
góða innsýn í mörg mál, en liún
myndi koma að góðum notum síð-
ar.
Aðspurður hvort „pólitísk ást-
líða þar til borgarastjórn yrði
mynduð næst, sagði hann ákveðið
nei.
Aðspurður hvort „pólití ;k átar
aryfirlýsing" borgarflokka n a og
Sósíalíska þjóðarflokksin . um
Kings. Bay-málið yrði t.mabær
Framhald á 3. síðu.
Rahbað
vil RaySú
stjömyna
Um helgiria bls. 4,
MÁL SÖLUMANNANNA
SÍFELLDAR kvartanir ber- Hann sagði, að sér væri annt
ast Iögreglunni vegna söiu- um, að starfsmenn sínir kæmu
mannanna frægu. Blaðið snéri vel fram. í Englandi hefði
sér í gær til. Ólafs Jónssonar, hann t. d. rekið 20 fyrir
1 fulltrúa lögreglustjóra, og óprúttna framkomu. Mennirn-
spurði hann frétta af þessu ir segjast vera stúdentar, sem
'máli. eru með þessu að sjá sér far-
borða.”
Hann sagði: „FjTÍr nokkru Þegar fólk hringdi t„ mín
barst beiðni frá manni nokkr- með kvartanir vegna mann.
um í London til atvinnumála- aMna óskaai ég eftir skrineg-
ráðuneytisins. Hann fór þess á um Fólkið vildi þá
leit, að hann mætti safna hér ekki kæra þa> Nú verður tekin
áskriftum að nokkrum blöðum. ákvörðun eftir helgi um það,
Var talið, að hann þyrfti ekki hvort þeir fái leyfi til að
,tij þess leyfi, þar eð það iá starfa, Qg hvort þeir verði þá
• ekki fyrir, að hann myndi ekki að iéggja fram einhverja
krefja menn um fyrirfram- tryggingu fj-rir þessari starf-
greiðslu.” semi sinni.”
• „Þegar í ljós kom, að þeir Blaðið hafði spurnir af því
kröfðust greiðslu fyrir tíma- í gær, að menn þessir höfðu
ritin, var þeim gert að sækja verið á ferð í Hafnarfirði, —
um leyfi.til farandsölu. Þetta jafn Ieyfislausir og hér. Lét
leyfi hafa þeir enn ekki leyst bæjarfógetinn þá yfirlögreglu-
út. Yfirmaður þeirra mætti þjóninn vita, að ef einhverjar
Iiér hjá mér og skýrði frá kvartanir kæmu, þá. að reka þá
fei'ðum sínum og félaga sinna. umsvifalaust úr bænutn.
44. árg. — Sunnudagur 22. september 1963 — 204. tbl.
FRÆKILEGT
SJÚKRAFLUG
BJORN Pálsson, flugmaður,
flaug í gær til Vestmannaeyja og
sótti þángað mann, sem slazast
hafði alvarlega á fimmtudaginn.
Veðurskilyrðin voru mjög slæm,
6-7 vindstig SV, sem samsvarar
65 gráðum nærri þvert á braut-
ina. -Fiugið tókst giftusamlega og
kbm Björn með hinn slasaða til'
Reykjavíkur kl. rúmlega hálf þrjú
í gær..
; Maðúrinn, sem slasaðist, er Þor
steinn Þorsteinsson, Vesturvegi 4,
yestmannaeyjum. Sl. fimmtudag
var hann að setja olíu á tank við
húsvegg, en Þorsteinn er starfs-
maður Skeljungs. Meðan hann var
að því, var drengur að príla upp |
undir þakj og hékk á niðurfalls-1
röri frá þakrennu og hefur það
sénnilega ekki verið blikkrör, hedl
ur vatnspípa. Skyndilega slitnaði
rörið frá þakrennunni og féll það
ásamt drengnum i höfuð Þorstems
sem rotaðist við höggið. Hann var
þegar fluttur á sjúkrahúsið í Vest
mannaeyjum, og kom þá í ljós, að
liann var höfuðkúpubrotinn.
Á föstudaginn voru flugskil-
yrði mjög slæm í Eyjum, en ljóst
vaf, að maðurinn var í mikilli
liættu og þarfnaðist aðgerðar sér-
fi>æðinga. Var Björn síðan beðinn
að freista flugs í gær og reyndi
liann það, sem um neyðartilfelli
var að ræða. Lenti hann á flugvél
sinni, Vor, kl. 13.04 í 6-7 vindstig
um og gekk allt eins og í sögu.
Fyá Vestmannaeyjum flaug hann
síðan kl. 2 og var kominn til
Reykjavíkur kl. rösklega liálfþrjú
Með flugvélinni fóru einnig kona
Þorsteins og maður frá Skelj-
ungi. Þorsteinn var þegar fluttur
á Landakotsspítalann, þar sem
dr. Bjarni Jónsson mun gera að
sárum hans. — Vilhelm.
Bretar heiðra
Eirík skipherra
BASIL BOOTHBY, sendi-
herra á íslandi, sæmdi í gær
Eirík Kristófersson, fyrrver-
andi skipherra, oiaunni „Com-
mander of the CivU Division
of the Most Excelíent order of
the British Empire.” Fór at-
höfnin fram í sendiherrabú-
staðnum að Laufásvegi 33 að
viðstöddum mörgum gestum.
Sendiherrann sagði við það
tækifæri, að sér væri það mik-
ill heiður að færa Eiríki þessa
orðu frá hennar hátign, drottn-
ingunni. Hann kvað hann
sæmdan þessari orðu fyrir
störf á hafinu í þágu lands
síns, fyrir björgunarstörf, og
þá einnig fyrir björgun á
brezkum sjómönnum.
Þessa orðu hafa aðeins 4
íslendingar fengið áður, og er
það mikill heiður fyrir hvern
mann, er hana hlýtur. Þeir
sem hafa fengið hana áður
eru: Ásgeir Sigurðsson, Lárus
Fjeldsted, Hallgrímur Hall-
grimsson og Sigurður B. Sig-
urðsson. Er Eiríkur sá fimmti
sem er sæmdur henni.
Viðstaddir athöfnina voru
meðal annars, Barry Anderson,
yfirmaður deildar tundurdufla
slæðaranna, sem hér eru nú
að störfum. Með honum voru
aðstoðarmenn hans. Komu
þeir frá Akureyri í nótt með
bifreið, en skip Anderson
hafa verið á Eyjafirði undan-
farna daga.
Bergljót Eiríksdóttir, dóttir
Eiríks hengdi orðuna um háls
föður síns, en þrír bræður Ei-
riks voru þarna einnig við-
staddir, Jón, Sturla Hólm og
Kristófer. Þá var þar einnig
Sturla sonur Eiríks.
Af öðrum gestum má nefna
Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytis-
stjóra, Pétur Sigurðsson, for-
stjóra Landhelgisgæzlunnar,
starfsmenn Landhelgisgæzl-
unnar o. fl.
hræsnarar"
Moskva, 21. september.
Rússar halda áfram ádeilum
sínnm á kinverska kommúnista x
yfirlýsingn, sem birt var í Mos-
kva í dag, en þar eru stefna kín-
verskra kommúnlsta kölluð
hræsni og svik.
í yfirlýsingunni segir, að 1956
hafi Mao Tse-tung, foringi kín-
verskra kommúnista undirritað
irlýsingu í Moskva þar sem hvatt
var til banns við framleiðslu og
notkun kjarnorkusprengju. |
Ári síðar hafi kínverskir kom-
múnistar sagt, að þeir gætu ekki
framleitt kjamorkusprengju. Nú
vilji Kínverjar hins vegar eign-
ast kjamorkusprengju hvað sem
það kostar. Tal þeirra um afvopn-
un sé aðeins til þess að dylja
vilja þeirra.
Þá segir í yfirlýsingunni, að
Kínverjar séu Rússum ekki þakk
látir fyrir veitta efnahagsaðstoð.
Þeir skelli skuldinni á Rússa þeg-
ar áætlanir Kínverja bregðist.