Alþýðublaðið - 22.09.1963, Qupperneq 4
RABBAÐ VIÐ
RAUÐU STJÖRNUNA
EITT þckktasta blað Sovét-
ríkianna er „Krasnya Zvezda”,
sem mun þýða „Rauða stjarn-
an.” Það hefur tvívegis birt
greinar um Hvalfjarðarmálið,
báðar eftir V. Polyanski majór,
og virðist liann hafa haft ítar-
legar fregnir af blaðaskrifum
um málið hér heima.
Það er skemmst frá að segja,
að ,,Rauða stjarnan”, scm
venjnlega túlkar skoðanir sov-
ézku stjórnarinnar, tekur ná-
kvæmlega sömu afstöðu í Hval-
fjarðarmálinu og Tíminn.Þjóð-
viljinn og I’rjáls þjóð, enda eru
þessi blöð aðalheimildir Poly-
anski majórs. Hlýtur að vera
ánægjulegt fyrir framsóknar-
menn að sjá, hvernig Tíminn
færir flokk þeirra í áttina til
kommúnista, þannig, að afstaða
blaðsins er nákvæmlega hin
sama og Sovétstjórnarinnar, og
skrif Þórarins Þórarinssonar
eru endurprentuð með hrifn-
ingu í „Rauðu stjörnunni.” —
Tmislegt er athugavert við
hin rússnesku skrif um þetta
mál. Majórinn gefur hvað eft-
ir annað þá mynd af íslenzkum
máium, að hópur ráðámanna sé
að undirbúa að gera ísland að
áráSarbækistöð, en á móti
þeim sé allur almenningur, —
þjóðin og ættjarðarvinir! Hann
sér ekkí ástæðu til að skýra
rússneskum lesendum frá því,
að í mörgum frjálsum kosning-
um hafi íslenzka þjóðiu fengið
að velja á milli utanrikisstefnu
kommúnista og stefnu lýðræð-
is með samvinnu við Atlants-
hafsbandalagið. Ef hann segði
frá því, yrði hann einnig að
upplýsa, að 80-85% íslenzkra
kjósenda hefðu hvað eftir ann-
að kosið stefnu lýðræðis, en
hafnað stefnu kommúnista.
Majórinn er ekki yfir það
hafinn, að kríta dálítið liðugt.
Hann scgir í siðari greininni, að
reisa eigi „25-28 olíustöðvar,”
bryggju, viðlegufæri og ,,aðra
aðstöðu.” Hann segir: „í raun-
inni er ætlunin að setja þarna
upp bækistöð, fyrst og fremst
fyrir ameríska kjarnorkukaf-
báta á Nörður-Atlantshafi.” —
Þetta kallar hann afdráttarlaust
„árásarfyrirætlanir NATO-leið-
toga” og annað eftir því.
Majórinn skýrir ekki frá því,
að ísland hafi eins og Noregur
og Danmörk fylgt þeirri stefnu
að leyfa engin árásarvopn og
alls engin kjarnorkuvopn í
landinu. Þetta vita rússneskir
ráðamenn mætavel, en þeim
þykir ekki hlýða að segja sínu
fólki frá því. Slikar rangfærsl-
ur eru sízt til að bæta friðar-
húg þjóða, og hefur verið nóg
kjarnorkuvopnaglamur í heim-
inum, þó að því sé ekki Iogið
upp á smáþjóðir að auki.
Sérfræðingur ,,Rauðu stjörn-
unnar” heldur fram, að bygg-
ing olíumannvirkja í Hvalfirði
sé skref í ófriðarátt og íslenzka
ríkisstjórnin stígi á móti aukn-
um friðarvonum Moskvusátt-
málans með því að leyfa slíkt.
Gaman væri að vita, hvort
Rússar hafa hætt við alla bygg-
ingu olíugeyma í tilefni af sátt-
málanum. Eða hafa þeir hætt
við byggin'gu hins mikla flug-
vallar í Yemen, sem þúsundir
sovézkra sérfræðinga vinna við
og mun gefa Sovétríkjunum
stökkpall á leið til Afríku? Og
er það til að auka friðarhorfur
að ný gerð rússneskra kafbáta,
sem hver hefur sex flugskeytl
með 25 megatonna kjarnorku-
sprengjum, hefur nýlega siglt
framlijá íslandi suður í haf?
Það er óheiðarlegt af „Ranðu
stjörnunni” að bera íslenzku
rikisstjórninni á brýn svik við
Moskvusáttmálann um bann viö
kjarnorkutilraunum, þótt fyrir-
huguð bygging olíumannvirkja í
Hvalfirði væri ekki stöðvuð.
íslendingar hafa neitað öllum
kjarnorkuvopnum og mann-
virkjum í landi sínu og þeir
munu ékki síður en aðrir
leggja fram sinn litla skerf til
að þær vaxandi friðarvonir,
sem tengdar eru við Moskvu-
sáttmálann, verði að vernleika.
Polyanski majór segir, að
„íslenzka þjóðin” krefjist
breyttrar stefnu af ríkisstjórn-
inni. Vonandi man hann, sem
fylgist svo vel með íslenzkum
málum, að kommúnistar sátu í
ríkisstjórn á íslandi á þriðja ár
og sættu sig við dvöl Varnar-
liðsins í landinu, án þess að
“gera teljandi tilraunir til að
koma því burt! Af hverju völdu
þeir þann kost? Var það ekki af
því, að þeir vissu mætavel. aö
85% íslenzku þjóöarinnar styð-
ur þá utanrikisstcfnu, sem fylgt
hefur verið — og liafnar stefnu
kommúnista?
nVtt aðvörunartæki
FYRIR FLUGVÉLAR
í Bandaríkjunum er verið að
iprófa nýtt aðvörunartæki til notk
-xrnar í flugvélum, en það er þann
ig, að róleg konurödd segir í
♦leyrnartæki flugmanna, að hætta
asé á ferðum ef eldur kemur upp
•i einhverjum hreyfli viðkomandi
-fiugvéiar eða eldsneytisbirgðh’
-Ctu að þrotum komnar.
| Tilraunir þær, sem þegar hafa
verið gerðar, benda í þá átt, að
átlugmenn bregði fljótar við, þeg
Údýrar
kvenpeysur
{ .
Við Miklatorg.
i
|
ar þeir heyra slíkar munnlegar að
varanir, en þegar notazt er við
bjöllur, suðara eða ljósmerki. Og
konurödd liefur orðið fyrir val-
ihu af því að hún er í algerri mót
sögn við karlaraddir þær, sem
flugmaðurinn heyrir jafnan í
heyrnartækjum sínum, þegar
hann hefir samband við menn á
jörðu niðri eða einhvern mann-
anna í áhöfninni.
Gert er ráð fyrir að aðvörunar
kerfi þetta muni reynast sérstak
lega vel í nýtízku hraðfleygum
flugvélum, þar sem hraðinn er
svo mikill, að aðeins nokkurra
sekúndna hik getur skilið á milli
feigs og ófeigs.
Tuttugu aðvaranir, sem eiga við
50 mismunandi hættutilvik, hafa
verlið lesnar á segulband, sem
kpmið er fyrír í flugvélunum.
Sjálfvirk segulbandstækin fiytja
svo aðvörun þá sem við á hverju
sinni, þegar hættuskilyrði hafa
skapazt. Er aðvörunin endurtekin
æ ofan í æ, unz flugmaðurinn ger
ir þær ráðstafanir, sem við eiga.
Um leið og þörf er á, að koma að
vörun af, hljóðnar annað íal, sem
fram kann að fara í tækjum vél-
arinnar, svo að flugmaðurinn
heyrir þegar. hvað er á seyði.
Ef margt gerist
í senn.
Nú getur það komið fyrir, að
margar hættur steðji að samtimis
en þá tekur sjálfvirkur heili seg
ulbandstækisins til starfa og vel
ur þá það hættuástand úr, sem
hann metur mikilvægast að snúast
gegn í uppliafi. Þegar flugmaður
inn hefur gert sínar ráðstafanir
í því efni, tekur röddin til við að
skýra frá næstmesta liættuástand-
inu, og þannig koll af kolli.
Orðalag aðvarananna er eins
greinilegt og ljóst og hægt er.
Þær eru allar stuttar markvissar
svo að ekki á að geta orðið um
misskilning að ræða. Dæmi um
aðvaranir þessar eru til dæmis:
„Vökvakerfið bilað,“ „Lendingar-
tæki ótrygg," ísing myndast," og
„Rafall óeðlilegur.”
Það eru Northrop-flugvéla-
sjniðjurnar í Kaliforníu^acm fur.d
ið hafa upp aðvörunarfæki þetta,
er vegur 3,6 kg.
4 22. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ
LEIKLISTARSKÓLIKÓPA-
UM næstu mánaðamót mun taka
til starfa leiklistarskóli á vegum
leikfélaganna í Kópavogi og í
Hafnarfirði, og mun skólinn verða
starfræktur í allan vetur. Kennsla
fer fram seinnipart dags eða að
kvöldinu og verður kennt 3svar í
viku.
Auk kennslu í framsögn og leik
list, verða tímar um leikbókmennt-
ir, förðun, afslöppun og ballet leik-
fimi.
Þar að auki verða fyrirlestrar
eða fræðslutímar um ýmis efni í
sambandi við námsgreinarnar, sem
í ráði er að fá hina færustu menn
í lelkarastétt til að flytja, og verða
þeir tímar þá einnig ætlaðir þeim,
sem lengra eru komnir og eru fé-
lagar í félögunum.
Leikfélögin i Kópavogi og Hafn-
arfirði hafa bæði á undanförnum
árum starfað af miklum áhuga að
leiklistarmálum, og bæði starfrækt
leiklistarskóla hvort í sínu byggð-
arlagi, en-hafa nú ákveðið að starfa
saman um rekstur skóla og reynd-
ar um fleiri þætti sinna .áhuga*
mála. Félögin eru bæði um þess-
ar mundir að hefja starfsemi sína
og er í ráði að sett verði upp 5-6
leikrit á vegum félaganna í vetur.
NÁMSSTYRKIR
KVENSTÚDENTA-
FELAGSINS
NÝLEGA úthlutaði Kvenstúd-
entafélag íslands tveimur styrkj-
um að upphæð 20 ■ þús. kr. hvor,
eða samtals 40 þús. kr.
Styrkina hlutu:
Þórey Sigurjónsdóttir, læknir,
Reykjavík, til náms í barnalækn-
ingum í Bandaríkjunum, og Sigrún
Helgadöttir, stud. polyt., Tröðum,
Mýrasýslu, til seinni hluta náms í
verkfræði í Danmörku.
Um vlrkjun Blöndu
og flutning Áburð-
arverksmiðjunnar
Oft hefur mönnum ofboðið hve
lítið tillit er tekið til hagkvæmni
í flutningum hér í okkar strjál-
býla landi. Strandferðaskipin eru
til dæmis oftast yfirhlaðin frá
Reykjavík en hálf ióm og jafnvel
galtóm til Reykjavíkur, þar sem
útflutningur fer að jafnaði með
öðrum skipum beint til útlanda,
enda kemur ekki til greina að
gera Reykjavík að umhleðsluhöf
fyrir útflutninginn. Nokkrar aðal
útflutningshafnir á aðalfram-
leiðslusvæðunum gætu sparað
stórfé árlega, ef útflutningsskipin
gætu lestað á 4-5 höfnum í stað
inn fyrir 20-30 í hverri ferð.
Aukin stóriðja hefur enn auk-
ið á flutninga frá Reykjavík en
ekkert komið á móti. Stóriðja fyr
ir innlendan markað sem hér er,
t.d. sement og áburðarframleiðsla
væri að margra dómi betur stað-
sett nær aðalmarkaðssvæðunum.
Aðalsementsnotkunin er fyrir
sunnan Hvalfjörð, en verksmiðjan
er fyrir norðan Hvalfjörð. Áburð-
arnotkun mest fyrir austan fjall
og á Norðurlandi, en áburðarverk-
smiðjan er í Reykjavík, þar sem
| notkunin minnkar ár frá ári
vegna stækkunar Reykjavíkur og
annarra bæja við Faxaflóa. Nú er
bygging olíuhreinsunarstöðvar á
döfinni og ekki er ólíklegt að allt
verði sett á annan endann til að
hola verksmiðjunni út á land, til
þess að „friða“ óánægju þeirra,
sem í breifbýli nú búa og yrði sú
ráðstöfun til að kóróna vitleysuna.
Mest öll framleiðsla þeirrar verk-
smiðju erði notuð hér í nágrenni
Reykjavíkur og kemur því ekki til
mála að reisa hana annars staðar.
Nú eru rafmagnsmálin efst á baugi
og má búast við að ekki verði tek
ið tillit til hagkvæmni fyrir heild-
ina frekar en í framangreindum
stórframkvæmdum.
Hvernig væri a ðtaka öll þessi
stórmál til rækilegrar athugunar?
Ef takast mætti að samræma flutn
inga, framleiðslu og stórvirkjanir
mætti spara milljónatugi árlega.
í stórfróðlegri grein, sem Sig-
urður Jónsson ritaði í, Alþýðu-
blaðið nýlega sézt að virkjun
Blöndu muni vera okkur langhag-
kvæmust eins og málin standa nú,
og skyldi maður ætla, að fullt til-
lit væri tekið til þeirrar stað-
reyndar. Það heyrist þó ekki, að
þar séu neinar rannsóknir gerðar,
en aftur á móti er allt í fullum
gangi við undirbúning Búrfells,
Hveragerðis og jafnvel Dettifoss
vorkjana. Byggingarkostnaður
allra þessa virkjana er það mikill
að mikið Skortir á, að fjárhags-
hliðin sé leyst.
Sigurður getur þess, að Áburð-
arverksmiðjan i Gufunesi noti 140
milljónir kilówattstunda eða 23%
af allri rafmagnsframleiðslunni.
Áburðarverksmiðjan átti á sín-
um tíma stóran þátt í fullvirkjun
Sogsins, en nú er svo komið_ að
rafmagnsskortur er yfirvofandi á
suðvesturlandi og fær Áburðar-
verksmiðjan áreiðanlega að kenna
á rafmagnsskortinum ef svo verð-
ur, en hún annar ekki eftirspurn-
inni eins og er.
Mér fginnst að beinast liggi við
að jafnframt nákvæmari rannsókn
á virkjun Blöndu, yrði athugað
hvort ekki myndi borga sig að
flytja Áburðarverksmiðjuna frá
Gufunesi norður á Skagaströnd
eða Sauðárkrók. (Vélar verksmiðj-
unnar og aðalvélahús var á sínum
tíma sett upp af íslóndingum und
Framli. á 14. síðu