Norðri - 16.03.1906, Blaðsíða 3

Norðri - 16.03.1906, Blaðsíða 3
Nr. 11 NORÐRl, 45 bezt séð dýrðina; en undan urðu menn að láta hestahófum hermannanna og hnefum lögreglunnar! Borgarlýðurinn var allur á stjái, allir þeir sem að vetlingi gátu valdið, mörg hundruð þúsunda, menn og konur á öllum aldri. Margmenni safnaðist og úr öðrum borgum landsins og fjöldi fólks úr sveitum ofan; ank þess eigi all- fáir úr öðrum löndum hvaðanæfa. Allar dyr, og svalir. er út að götun- um vissi, voru alþaktar fólki; leigðu margir íbúendur þá «Iysthafendum« fyr- ir ærna fé. Menn lágm í hrúgum á húsa- þökunum, héngu á grindum og trjám, er í nánd voru. Ekki gat hjá því farið, að ýmsum þeim, er veilirvoru, yrði flökurt í þrengsl- unum; sumir urðu innkulsa, aðrir meidd- ust. Meðlimir hjúkrunarfélags, er nefn- ist «Krossinn rauði» voru því á höttun- um hingað og þangað og hirtu þá, er í valinn féllu. Meðan á «göngunni« stóð, hættu stofnanir borgarinnar störfum, húsin voru skrýdd blómum og fánum (við hálfa stöng) og víða sveipuð svörtum, dúk- um, svo einkennilegt og tilkomumikið var á að líta. Kirkjuklukkur hringdu í sífellu, og sem sorgarkveðja drundu fallbyssuskot frá hervirkjunum. I’á kom líkfylgdin. í fararbroddi var flokkur gönguliðs með merkisbera og lúðurþeytara, því næst herdeild úr flota- liðinu, svo riddarasveit úr lífverðinum, þá stórskotalið; þar á eftir Iögreglustjóri Kanpmannahafnar í vagni, 4 ofurstar og og 4 yfirforingjar (sem eru Iíkmenn, báru þeir kistuna í vagninn og úr honum aftur), þá hirðmarskálkurinn og siðan líkvagninn. Gengu fyrir honum 6 hest- ar, hjúpaðir dökku klæði og teymdir af hesthúsþjónum konungs sorgarbúnum; báðum megin gengu 6 varðmenn (liðs- foringjar). Eftir líkvagninum var teymd- ur reiðhestur Kristjáns konungs, með höfuðforingjareiðtýgjum. og loks ók Friðrik konungur, konungsfjölskyldan, höfðingjafólk erlent o. s. frv. Ríðandi hermenn ráku lestina. Á járnbrautarstöðinni biðu borgarstjórn og ráðaneyti (einnig ráðgjafi íslands; hafði hann komist hingað til Hafnar svo fljótt, sökum þess að loftskeyti flutti fregnina um dauða konungs þegar til Rvíkur). Aukalest ók með líkið (í sér- stökum sorgar-eimvagni) og konungs- fjölskylduna til Hróarskeldu (dómkirkj- unnar). — Þjóðhöfðingjar og sendibræður þeirra eru nú sem óðast að tínast hingað til borgarinnar, til þess að vera viðstaddir «síðasta þáttinn«, klefasetninguna í Hró- arskeldu, er á að framfara á morgun (18. þ. m.); en frá henni mun verða skýrt næst. Sagt er að Marconi loftskeytaféiagið ætH enn að breyta um stöðvar til skeyta- sendinga yfir Atlandshaf. Stöðvarnar sem félagið lét reisa á Cape Breton í Nova Scotia gera ekki svipað því það gagn, sem við var búist. Segja þeir sem stöðvanna gæta, að það sé mjög erfitt þar að ná í skeyti þau, sem þangaðeru send, þó hægt sé að senda skeyti það- an í burtu. Eitt hundrað og fimmtíu þúsund dollara hafði það kostað að reisa þessa stöð á Cape Breton, er nú reynist vei'a svo ónóg er til framkvæmdanna kemur. Eftir »Lögbergi«. Trésmíðaverkstæði stofnar Ingvar ísdal á Seyðisfirði. Vatns- afl verður notað til að reka vélarnar. Bærinn ábyrgist 6 þús. kr. lán til fyrir- tækisins og er það afborgunarlaust í 2 ár. Nokkur orð urn siðmenning og siðleg-t gildi vorra í'ornu rita, o. fl. Eftir Matthias Jochumsson. III. Óþarft niál er að taka fram bókfræðisgildi fomrita vorra, þótt misjöfn séu, bæði að efni og búningi. Fegra mál og framsetning finst óvíða í bókmentum heimsins en á beztu rit- um Snorra Sturlusonar, eins og Ólafssögu helga, og lesmáli Eddu, eða á Egilssögu (sem Snorri hefur eflaust sett smiðshögg sitt á, eins og B. M. Olsen færir rök fyrir; sama er að segja um Njálu, Laxdælu, Gunnlaugs- sögu, Gísla Súrsson og margar fleiri sögur eða þá kafla úr sögum, svo sem Sturlungu. En hvaða siðmenning lýsa þessi ágætisrit, sem svo oft er lialdið franr sem cinhlýt væru til eflingar og menningar æskumönnum vor- um? Vér megum og ekki gleyma, úr því að þessari spurningu er hreyft, að rit þessi hin fornu hafa verið og kallast, eða eru ætluð til að vera enn, helztu fræði og ment- unarbækur íslenzkra heimila. Er sú siðmenn- ing, sem fornritin lýsa, há? er hún lág? er hún misjöfn og blönduð? er hún verulega ti| fyrirmyndar nú, hér um bil 7—10 öldum eftir hennar daga? Vér svöruin: Siðmenning þessi er margfaldlega of lág, hörð, grimm og hrá til þess að verða fengin í hendur æskulýð þessara tíma, óbætt og einvörðungu. Forfeður vorir, sem síðast færðu sögurnar í letur, fylgdu mjög svo breyskum og »barbariskum« siðum, að því er sögurit þeirra sjálf bera með sér — þrátt fyrir hin ótal glæsilegu dæmi, sem margar af þeim prýðir, þrátt fyrir Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njál, þrátt fyrir hetjur, skör- unga, spekinga og alskonar skörunga. Hinir ráðsömu og góðu menn eru þó of fáir; sé ekki valið úr fyrir hina ungu týnast margir hinir bétri í sorpi fjöldans. Öldin var hnefa- réttaröld og fyrir því réttnefnd >barbarisk,« hvenær sem friðnuni sleit: Oftlega fellur að vísu hinn seki á verkum sínum eða er veginn, en í vígaferlunum í fornsögum vor- um munu fæstir unglingar, sem nokkur hygg- indi hafa, finna nokkrar fyrirmyndir, sem sýna vit og réttlæti. Blóðhefndirnar eru að- al bletturinn á sögunum. Og lögin þá — svo viturleg og einkar skarplega orðuð sem þau voru — hvað læra afþeim vorir æskumenn? Lögsóknir og lögskil feðra vorra mynda ærið viðsjárverðasiðakenningu.Framkvæmdarvald áttu lögin ekkert við að styðjast hér á landi. Því fór alt sem fór. Það var ekki nóg, að »lögvillur og rangindic eltu hvern fimtardóm auk heldur fjórðungs og héraðsþingadóma, heldur varð sí og æ að fylgja málum fram með liðsafla, ofríki, ógn og ofstopa. Hið gjörspilta réttarfar sýnir sig einmitt bezt í tilbúningi, og allri hinni óendanlegu hárfínu framsöguflækju saka - - eins og Njála ber á borð fyrir oss. Flvernig mátti heilbrigð réttarvitund lifa eitt augnablik við það gjör- ræði og orðaskvaldur? Að vísu var, eins og auðvitað er, réttu máli hversdagslega lög- lega fylgt til réttra úrslita. Er þetta gert sakir minni háttar manna, og þá skortir eigi »réttvísina« — hina grimmu sektardóma. Skóggangssektin var hin grimmasta hegning, en verra var, að hún var einnig lögð við litla sök sem stóra, ef svo stóð i lögum (venjum). Hið versta morð og koss tekinn af nauðugri konu varðaði jafnt fulla sekt(!) Að öðru leyti hafa fæstir unglingar svo mikið vit á málafylgjum fornmanna, að áhrifin frá þeirra hlið sé teljandi. Hinu skal ltka játa, að áhrif hinna beztu dæma, svo sem Þor- kels mána, Ingimundar garnla, Áskels goða og ýms dænii úr Njálu, Laxdælu og víðar, munu oftlega betur festast hinum ungu í minni en hin verri dænii, þótt miklu algeng- ari séu. En vígaöld er og verður ójafnaðar og ofsaöld og liennar siðmenning afar-lág í sjálfri sér og skaðleg og skammarleg, sé hún gefin formálalaust til fyrirntyndar. Að sögur vorar hafi alt önuur og heilnæmari áhrif áþroskað og nientað fólk en á óþroskaða tilsagnarlausa unglinga, er óneitanlegt, og þarf það ekki hér að taka fram. Hinu er heimska að neita, að rit þessi eru ekki hæfi- leg fyrir unglinga, sízt óbætt eða leiðsagnar- laust, og er löngu kominn tími tíl að brýna þetta fyrir þjóðinni, og þó einkum leiðtog- um hennar: foreldrum. prestum, kennutum og löggjöfum. Ekki fjölga heldur fyrirtnynd- irnar né batna siðirnir að sýnilegum mun í sögunum við kristnitökuna. Þó eru til sögur með mildari blæ og jafnvel kristilegum; en þær, einmitt þcer, eru niinnst kunnar ©g lesn- ar. Það eru vorarr fornu biskupasögur, Jóns I verzlun mína kom með s/s «Mj’ölnir« og kemur með s/s «Kong Inge», mikið af als- konar vörum. Mót borgun út í hönd er allt mjög ódýrt til dæmis: Kaffi pundið á 60 au. Export pundið á 45 au. Melís — á 45 — Rúgur — á 81/4— Bankabygg — á 10 — Hveiti — á 10 — Flórmjöl á 13 — Hrísgrjón nr. 1 pd.á 12^/2— Hrísgrjón nr. 2 pd.á 11 — Munntóbak Aug. pd. á 2,20 Neftóbak pundið á 2,00 Kramvara fjölbreyttari og ódýrari en dæmi eru til hér áður. Veiðarfæri kaðlar og fleira til útgjörðar sérlega ódýrt. Otto Tulinius. helga, Hungurvaka, Páls biskups saga, og enda Þorláks helga og Guðmundar góða, þótt hjátrúar- og oftrúarsögur séu meðfram, þá eru og Árna biskups saga og einkum Lár- entíuss einkar merkilegar og siðkennandi. Ett alþýða þekkir ekki þessar sögur. Þá skal benda á skáldskap fornmanna. Um hann má segja, að ekki villi hann ung- lingana né spilli hugsunarhætti þeirra: Þeir skilja hann ekki — sem og betur fer. Hans fegurð og yfirburðir liggja í búning hans, eða list, en ekki í efninu eða þýðing vísna og kenninga. Fiptia má móral og siðbæt- andi kenningar í drápitm og vísum forn- skálda, t. d. í erfikvæðum Egils og einkum í kveðskap Sighvatar, seni á sinni tíð mátti heita siðameistari Norðmanna. En yfirleitt kenna drápur fornmanna fáa góða siði né fyrirmyndir. Að vísu lofa skáldiu höfðingj- ana sem þau kveða um. En fyrir hvað? »Bauð Ulfum hræ — Eiríkur of sæ,« fyrir hernað og hreysti, svo og örleik að gefa gull og vín og góð vopn og klæði. A 12. öld- inni fara að fjölga kvæðin um dýrðlinga og kirkjunnar stórmerki; þá voru ort kvæðin Geisli (um Ólaf helga), Garmsól, Líknar- braut, Heilagsanda vísur sem enn er til af og mörg þesskonar ljóð. En þau kvæði verða aldrei þjóðleg. Er þó sumt smellið í þeim, og í mínu minni hefir stöku vísuorð tollað stðan í æsku, t. d. þetta »Glymr vas hárr af hömrum heyrðr, þás nagla keyrðu hjálms gnýviðir hilnti hafs í ristr og lófa.« Maríuvísur Kolbeins Tumasonar eru ein- stakar fyrir einfaldleik og auðmýkt: »Minstú inildingur mín, mest þurfumsk þín. — Eg em þrællinn þinn, þú ert drottinn minn.« En slíkt er alVeg einstakt dæmi. Á Sturl- ungaöldinni var fátt eða ekkert guðlegt eða siðbætandi ort. — Meira. — Reykjavík, 23. febr. 1906. Tíðarfar. — Ritsímastöðin á Akttreyri. — >Þjóðreðisherinn«. — Sorgarhátíð. Frá bví eg skrifaði síðast hefir tíð- arfarið verið nokkuð rosasamt. Lengst af við útsuður og v tau átt. Snjór er hér kominn unð mesta móti nú í sa na tburði við undanfarin ár. Frost hafa ckki verið mikil nema vikutíma um miðjai þennan mánuð. Mest frost va ð hér 13° á R. í gær var hlákaog ei .; í dag, hefir leyst mikið snjóinn mcð rigningu og ofsa roki. Eg sá í «Norðurlandi« þær fréttir, sem pað hefir eftir Benedikt frá Kast- hvammi, að á Akureyri eigi ekki að ann 30. og 31. marz verður opinbert uppboð haldið á verzlunarlóð Höepfners á Akureyri, og þar seldur ýmiskonar verzlunarvarningur úr sölubúð verzlunarinnar bæði yngri og eldri. Uppboðið byrjar kl. 11. f. h. Á uppboðiþessufá menn mestukjara kaup, því fátt mun verða boðið inn. Akureyri 15. marz 1906. Kr. Sigurðsson. Mustads norska smjörlíki nýkomið til Otto Tuliniusar. vera ritsimastöð. heldur að eins tal- símastöð. og að launin eigi ekki að vera nema 1400 krónur. Stjórnarand- stæðingablöðin hér syðra gleyptu við þessari frétt og þóttust þar hafa fengið höggstað á stjórn landsins. En það mun verða skammgóður vermir. Sann- leikurinn er sá aðá Akureyri á að vera ritsimastöð og laun þess. sem fyrir henni stendur eiga að vera 2000 kr. eins og síðasta alþiugi hefir ákveðið. Það hefir heyrst að þjóðræðisherinn sé farinn að þynnast og að forstjór- arnir séu farnir að hafa fult í fangi með að halda honum saman. Á göt- um bæjarins sjást í viku hverri aug- lýsingar um, að halda eigi skemtun í þjóðræöisfélaginu, söng, upplestur, dans, o. fl. Fundir munu vel sóttir svo að húsfyllir er venjulega, en fátt kvað þar vera af kosningabærum mönnum, sýnist það benda á, að flokkurinn sé ekki eins sterkur eins og blöðin láta af. Með loftskeyti barst hingað sú frétt, að jarðsetja ætti konung vorn Kristján IX. 18. þ. m. í dómkirkjunni í Hróars- keldu. Var sorgarhátíð haldin hér í báðum kirkjunum þann dag, sem byrj- aði kl. 12 á hádegi. Voru kirkjurnar tjaldaðar innan með svörtum dúkum, sungnir tveir sálmar fyrir ogræða hald- in, síðan tveir sálmar á eftir. Söngvarnir voru sérprentaðir fyrir báðar kirkjurnar í sameiningu. Voru báðar kirkjurnar fullar og komust ekki nærri allir inn, sem ætluðu að vera þar við, Fór Guðs- þjónustan hátíðlega og vel fram.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.