Norðri - 05.10.1907, Page 1

Norðri - 05.10.1907, Page 1
II., 45, Akureyri, þriðjudaginn 5. október. 1907 J'■ V. Havsteens verzlun tekur framvegis og til jóla nýtt kindakjöt með háu verði upp í skuldir og einnig mót vörum eða peningum. Gott, feitt nautakjöt verður einnig tekið í verzluninni framvegis í vetur og verður það selt með vægu verði frá íshúsi verzlunarinnar eftir nánari auglýsingum. Rjúpur ávalt keyptar háu verði, sömuleiðis gott nýtt smjör. Alsokka hvíta og gráa tvíbands, er helzt óskað að viðskiftavinir verzlun- arinnar tæti í vetur. G. Gíslason & Hay 17 Baltic Street LEITH. óska eftir allskonar fiski, söltuðtim gærum og haustull til um- boðssölu Noti þeir tækifærið er sæta vilja góðri sölu og greiðum skilum. Dansk-Islandsk Handels-Compagni. Inport Export og Commissionsforretning. Paa Forlangende tilstiller vi vore Prislister paa alle önskede Varer samt Op- lysninger. Islandske Produkter af hvilken som helzt Art modtages i Commission. Forskud gives, hurtig Afregning. Söassuranee besörges. Albert B. Cohn og Carl G. Moritz. Telegramadresse St. Annæplads 10 » V i n c o h n » Köbenhavn. Fabriks-Agenturei’. Mit Contoir og Prövelager er N/els Ehbesensvej 25, Köbenhavn. F. C. Moller. Telegramadresse „Husk“. Níels Finsen. Par sem breiðar bjarkir skyggja borgarþröm við Eyrarsund og í friði fuglar byggja fagurskreyttan Rósalund ;* þar sem hlé við þraut og kæti þjóðin rík í elli kýs. Þar hefir kjörið sigursæti sólarljóssins háa dís. Meðan stríðin blindu buldu, blóði flæddu meginlönd, vígasvælu himinn huldu, hræum stráðu Kínaströnd, sjúkur læknir lá á beði langa, stranga neyðarstund, horfin ró og hvíld og gleði, hrollur fór um rósalund. »Meira ljós!« Hinn sjúki segir. »Sólarfaðir« meira Ijós! Dimmir eru dauðans vegir. — Drottinn, hvar er nú mitt hrós! * d! RóSetivænget Eg vil þegja, hlýða, hreppa hvað, sem býður vilji þinn; ljósi þínu þó að sleppa þoli eg ekki, drottinn minn. »Rví á ljósi lifað hef eg, ljósið var mín einkahlíf blindur, þrotinn gjarnan gef eg gyðju ljóssins þetta líf. Seint og snema alla æfi. undi eg sem barn á strönd meðan upp úr svölum sævi sólin reis og birti lönd. Meira ljós mig dreymdi, dreymdi dag og nótt frá æsku tíð, dag og nótt eg rýndi, reyndi ráð að finna veikum lýð. Hvar er enn þá hálfur dagur? hugsaði eg, á vorri storð. Skýr oss, himinn hár og fagur, Herrans fyrstu máttarorð! »Veit eg, í hans Ijósi leynist lækning öll sem græðir liold; veit eg og að eitt sinn reynist andans gerfi steinn og mold. Blindir, véltir, voðableikir velkjast menn og falla í strá; Meiri framför, meiri þekking, meira ljós um fold og sjá! »Meira ljós! Á miðri æfi mitt er þrotið fjör og starf hjartansfús eg heimi gæfi hundrað sinnum meiri arf. Send mér huggun sólargyðja, sýn mér tákn er lokast brá, hvort hin litla lífs míns iðja lifa muni þjóðum hjá.« — »Höfgi sveif á sjúka halinn; sólin úr því reis úr mar, ljóssins gyðja gekk í salinn, gullin kransí mundum bar; blítt hún laut að lágum beði, líknarstafir fyltu rann og sem milli gráts og gleði gyðjan heilög mæla vann: »Signdur vertu sonur kæri sætt í dauða« brúður kvað. »Rennan kransinn þér eg færi, þakkarfórn frá ljóssins stað! þökk fyrir elju, dug og dáðir. dygð og trú við lífs þíns starf, þökk fyrir æfibraut sem háðir, þökk fyrir ljóssins frægðararf. »Meðan blindir, brandar æða boða þúsund dauðans kíf, þín mun hönd til heilsu græða hundrað þúsund veikra líf. Lofum þeim sem heiftum hóta hreystiverk að telja sín; fleiri heljar-hremsur brjóta heilsu-ljósin skulu þín. Meira ljós þú foldu færðir, fyllast skal þín bæn og von: Drottins englar hjarta hrærðir hylla þig sem ljóssins son gakk nú heim að skrá og skrifa skaparans dýrð við «meira ljós».* Og í minni muntu lifa meðan angar nokkur rós!«— * * * Meðan ljóssins ljúfling báru landsins börn í hinstu sæng, drifin harmadöggum sáru drupu blóm um Rósavæng. En á meðan hátt í hæðum hróður unir listamanns, sannast mun af fornum fræðum: Fjallkonan var móðir hans. M.J. * Það er rnælt (af sumum) að skáldið Oöthe hafi síðast mælt þessi orð. Samgöngumál. Á þessu fjárhagstímabili sem nú er að líða, mátti eyða 60 þús. kr. til strand- ferða og millilandaferða en talsverð óá- nægja hefir verið víða yfir því, hvern- ig þeim væri hagað og ræddi alþingi í sumar allýtarlega um það. Gerði það nú ekki fastan samning um ferðirnar eins og tíðkast hefir að undanförnu, heldur fól það ráðherra, er getur svo samið við hvern sem vill ef fullnægt er þssum skilyrðum er þingið setti: 1. Að strandferðir og millilandaferðir, verði að minsta kosti jafnmiklar, og ogfult eins hagkvæmarhinum einstöku landshlutum, eins og þær hafa beztar verið, svo sem strandferðir sameinaða- gufuskipafélagsins 1904 og 1905, og millilandaferðir sama félags nú, að fráskildum utanferðum strandferða- skipanna. 2. Að tvö af millilandaskipunum að minsta kosti séu ný, fullnægi kröfum tímans, sem farþegjaskip, hafi stór kælirúm, fyrir flutning á kjöti, fiski og smjöri, eg séu að miklum mun stærri, og auk þess hraðskreiðari en »Vesta» og «I.aura«. 3. Að til strandferðanna verði eigi höfð minni né lakari skip, en «Ffólar» og «Skálholt»; en með stærra og hagfeld- ara farþegjarúmi. 4. Að viðkomur í Færeyjum séu ekki fleiri, en f gildandi ferðaáætlun «sam- einaða gufuskipafélagsins». 5. Að fargjöld, og farmgjöld, verði eigi hærri, en nú eru, og 6. að alt að 25 stúdentum, og alt að 50 efnalitlum iðnaðarmönnum og al- þýðumönnum, árlega veitist sú íviln- un, með farmgjald milli íslands og Kaupmannahafnar, að þeir geti ferðazt á öðru farrými báðar leiðir fyrir sama fargjaldogvenjulegter fyrir aðra leið, enda sýni þeir vottorð frá forstjóraís- lenskustjórnarskrifstofunnar í Kaup- mannhöfn, eða frásýslumanni eða bæ- jarfógetaí hlutaðeigandi sýslu eða kaup- stað, og enn fremur að því til skiidu, að fluttir séu innflytjendur (immigrantar) til Islands fyrir samsvarandi fargjald því, sem sameinaða gufuskipafélagið hingað til hefir tekið fyrir útflytjendur (emi- granta) frá Islandi, milli Islands og Skotlands.» Fyrir slíkar ferðir hefir ráðherra heim- ild til að lofa alt að 80 þúsund króna styrk úr landssjóði eða 20 þús. kr. meira en á yfirstandandi fjárhagstímabili. Sennilegast þykir að «sameinaða gufu- skipafélagið« haldi ferðunum eins og að undanförnu. Frá því var hið eina tilboð er þinginu barst í þá átt, en það var því skilyrði bundið meðal annars að samningar yrðu gerðir við það til 8 ára að minsta kosti. Thor. E. Tulinius stór- kaupmaður í Khöfn skrifaði og þing- inu og kvaðst mundi gera tilboð um ferðirnar, en aldrei hafði það tilboð komið til þingsins.

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.