Norðri - 28.04.1908, Blaðsíða 1
III. 17.
Akureyri, þriðjudaginn 28. apríl.
1908.
Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7
Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h.
helga daga 8—11 og 4—6
Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard.
5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8.
Pósthúsið 9—2 og 4—7.
Utbú Islandsbanka 11—2
Utbú Landsbankans 11—12.
Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöld kl. 8.
Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4.
Trúföst mánudagskv. kl. 8.
Vorið er komið!
BLÓMSTURPOTTAR margar teg,
SKRAUTSKÁLAR nm blómsturpotta, er
e-k-k-i hafa fengist héráður.
GARDINUTAU mjög óciýrt, niargar teg.
og margt, margt fallegt fleira nýkomið í
,.Verzlunin Akureyri“
Matvara
og allskonar
nauðsynjavara
nýkomin í
„Verzlunin Akureyri“
Seld mjög ódýrt gegti peningum.
A ðflu tningsbann.
ii.
Sú var tíðin í mörgum löndum og
er enn þá á Rúslandi og Tyrklandi og
öðrum illa siðuðum eða ósiðunum ríkj-
um, að vart var eða er unt að áð hreyfa
s'g án þess að brjóta boð eða bann
laganna. »pý skalt» eða «þú skalt ekki«
kvað við úr öllum áttum, hvort sem
mönnum kom til hugar að láta þetta
ógert eða gera hitt. Menn voru settir í
gapastokk, ef að þeir vanræktu kirkju-
göngur og fleygt í fangelsi, ef að þeir
létu í Ijósi skoðun sína á þeim hlutum,
er taldir voru að heyra Guðsríki eða
jarðneskri pólitík til. Og væri þessi
skoðun allólík þeim kenningum, er þá
VOru taldar heilagur sannleikur, lá kvala-
full dauðahegning við því að láta hana
í Ijós.
Hvergi hefir þessi pólitík fest dýpri
rætur né þifist betur en í skauti hinn-
ar kristnu kirkju, er allra trúarbragða
og kenninga mest hefir |agt áherzlu á
kærleika til náungans og jafnvel sett
hann í hásæti við hliðina á því boði,
elska drottinn guð sinn af öllu hjarta
s,nu> sem talið er hið æðsta og helzta
boðorð.
Engum sögufróðum manni kemur nú
til hugar að neita því, að höfuðorsök
alls miðaldaófrelsisins hafi verið um-
hyggja guðsmanna, keisara og konunga
fyrir andlegri og líkamlegri velferð safn-
aða og þegna. «Kærleikinn til náungans»
knúði þá til þess að kvelja lífið úr ná-
unganum á þann allra hryllilegasta hátt,
er hugvitsmönnum þeirra tíma lánaðist
að finna upp. Af sömu orsök var mönn-
um bannað að lmgsa og tala, og boð-
ið að trúa þessu eða hinu, hvort sem
þeir gátu það eða ekki.
Nú er öllum menningarþjóðum orð-
ið það fyllilega Ijóst fyrir löngu síðan,
að þetta er hið mesta og skaðlegasta
gönuskeið, sem mannkynið hefir nokk-
urn tíma tekið á framþróunarbraut sinni
og að «sannleika guðs» hefir aldrei ver-
ið breytt í meiri lýgi en á þeim tímum,
er þessar kenningar réðu lögum og
lofum.
En hvað kemur alt þetta aðflutnings-
banni áfengis við?
Eg geri naumast ráð fyrir að for-
kólfar aðflutningsbannsins muni spyrja
þannig, því að þá er þeim ekki fylli-
lega ljóst, hvað þeir eru að gera.
En til þess að spara þeim það, ef að
einhverjum þeirra kynni að verða það á
að öðrum kosti, ætla eg að svara þeim
strax.
Þeir aðhyllast sömu barnfóstrupólitík-
ina og löggjafar miðaldanna. Af »kær-
leika til náungans» og «umhyggju fyrir
velferð hans», vilja þeir beita þvingun-
arlögum til þess að sporna við því að
menn geti farið sér að voða.
Reir ætla að taka hið sama gönuskeið
og áður hefir leitt til hins mesta ófarn-
aðar fyrir lönd og lýði.
Og þeir hafa miklu minni afsökun
en hinir fyrri siðameistarar. Reir sjá
dæmin fyrir sér en láta sér þó ekki
segjast. Því meiri menningarþroska sem
þjóðirnar ná, því skaðlegri er slík lög-
gjöf.
Og því meiri samgöngur og Vlðskifti
sem eru á milli þjóða og landa, því
skaðlegri eru slík lög í einu landinu,
þegar þau eru ekki í öðru.
Margir ungir íslendingar, er til út-
landa hafa farið, einkum stúdentar hafa
brotið bát sinn sakir sjálfræðis síns og
komist á glapstigu sakir þess, að þeir
hafa ekki kunnað fótum sínum forráð.
Rar hafa þeir leikið lausum hala, án
handleiðslu foreldra eða annrra vanda-
manna og mörgum þeim, er mest hafa
notið handleiðslunnar heima fyrir, hefir
verið hættast við falli.
Islenzka þjóðin hefir mist marga og
efnilega nienn á þenna hátt.
Samkvæmt barnfóstrupólitík aðflutu-
ingsbannsmanna ætti að banna öllum
ungum mönnum með lögum að fara
utan, nema þá undir sérstakri umsjón
og handleiðslu einhverra sálusorgara og
og siðameistara.
Er forkólfum aðflutningsbannsins eigi
fullljóst, að sú hætta, er yfir vofir ung-
um mönnum, er utan fara, hlýtur að
aukast við aðflutningsbannið.
Því minni greinarmun, sem menn þekkja
góðs og ilís, því hættara er þeim við
að komast á glapstigu.— —
Eg er satnþykkur forkólfum aðflutn-
ingsbannsmanna um það atriði, að á-
fengistollurinn sé engin meginástæða
gegn aðflutningsbanni. En tíma og
fyrirhyggju þarf til þess að hrinda þeim
þröskuldi úr vegi á þann þátt, að vel
megi við una.
B. L.
• •*•*■*.. -
Svar
til Bjarnar Jóhannssonar.
Það ætlar að verða fleira en eitt,
sem mér finst athugavert í 7. tölublaði
Norðra þ. á. Fyrir stuttu síðan bað eg
um orðið sökum þess er Bogi Th.
Melsteð skrifaði í nefndu blaði. Nú sé eg
að herra Björn Jóhannsson hefir í grein
sinni í sama tölublaði beint einu skeyti
sínu í þá áttina, þar sem líklegt mætti
þykja að eg ætti með skjöldinn að
standa, og þykir mér því lítilmannlegt
að reisa ekki upp röndina.
B. J. segir svo: «Hér á landi er þó
eitthvað, sem heitir Sambandskaupfélag.
En til þess heyrist ekkert, ekki einu
sinni stuna eða hósti.»
Satt er það, að Sambandskaupfélagið
hefir lítið látið til sín heyra í blöðun-
um; þó flutti »Norðurland« útdrátt úr
aðalfundargerð þess fyrra ár. En fé-
lagið hefir gert þetta á annan hátt, sem
það taldi betur við eiga. Rað hefir
skrifa) deildum sambandsins um ýms
sameiginleg mál, og að öðru leyti í
tímariti sínu, rætt mörg sameiginleg mál,
þó ekki hafi það verið gert með stun-
um og hósta. Vona eg að B. J. sker-
ist eigi úr leik að lesa ritið, og getur
hann þá betur um þetta mál dæmt.
Félagið hefir á síðastliðnu ári haft mikil
afskifti af kjötsölu sambandsdeildanna
og mun, að líkindum, láta sauðfjárverzl-
un deildanna vera aðalmál sitt á þessu
ári, en sinna þó jafnframt hverju því
verkefni, sem deildir sambandsins kunna
að fá stjórn þess í hendur, en þau verk-
efni hafa hingað til alt of fá verið.
Af því sem B. J. segir. rétt á undan
hinum til greindu orðum hans. skilst
mér að hann hafi gert sér þær vonir,
að Sambandskaupfélagið mundi »í nán-
ustu framtíð . . . reyna með samtökum
og viturri aðferð, að gera vörurnar út-
gengilegar og halda þeim íveröi.» Pað
er nú einmitt þetta, sem Samandskaup-
félagið hefir verið að reyna og mun
reyna framvegis, ef deildir sambandsins
aðhyllast það. Eg tek því orð B. J.
eiginlega sem lö^eggjan, og þannig skil-
in eru þau góð og velkomin. En því
megum vér B. J. eigi gleyma, sem fé-
lagsmenn, að eigi .félaginu að verða
nokkuð verulega ágengt í þessu máli,
mega liðsmennirnir eigi standa dreifðir
og aðgerðalitlir, heldur fylkja sér fast
undir sama merki.
Sé þessa atriðis eigi vandlega gætt,
mun hið sama koma í Ijós og á dög-
um hins herkæna Rómverja, að það
þykir eigi óvænlegt að geta unnið sig-
ur á hernum höfuðlausa og hershöfð-
ingjunum liðlausu.
18. apríl 1908.
Sigurður Jónsson
(varaframkvæmdarstjóri
Sambandskaupfélagsins.)
Heill og sæll Norðri!
Eg er ánægður við þig fyrir að þú
gerðir þér að góðu molana hina smáu,
er eg sendi þér um daginn, og eins
er eg ánægður við húsbónda þinn fyr-
ir það að hann hefir reynt að brjóta,
að minsta kosti suma molana til mergj-
ar. En nú langar mig til að losa en
betur um kjarnann, sem hósbóndi þinn
er að krunka í kring um, en sýnist þó
varla þora að snerta við. Jafnframt vil
eg svara nokkru af því, sem ritstjóriun
hefir að mínu áliti ranglega sagt, og
beinist ýmist að mér eða íslenzkri al-
þýðu yfir höfuð.
Rá er fyrst að minnast lítillega á þá
aðferð hans, að byrja blaðið með því
að svara grein, er síðar stendur í því.
Petta gerir mér að vísu ekkert til. En
eg veit ekki betur, en að það sé al-
mennur siður kurteisra ritstjóra með
aðsendar greinar, er þeir birta í blöð-
um sínum, að láta prenta þær fyrst en
síðan athugasemdir sínar og andsvör.
Petta virðist líka í alla staði eðlilegra
og mun þægilegra fyrir lesendurna, nema
ef ritstjórarnir ætlast til að blöð þeirra
séu lesin aftur á bak.1)
Allur fyrri hluti greinarinnar »Embæt't-
ismenn« í 7. og 8. blaði Norðra er
þannig að hann þarfnast ailsengra svara,
enda varla þess verður; hann er ekki
antiað en algerlega órökstuddar getsak-
ir til alþýðu. Höf gerir alþýðu upp
ýmsar hugsanir og skoðanir, sem ekki
ná nokkurri átt.2)
Hvenær hefi eg eða nokkur annar
alþýðumaður látið- þá skoðun í ljósi, að
allir embættismenn undantekningarlaust
séu ómagar, og letingjar og að þeir
ættu alls ekki að veratil?3) Hvaða leyfi
hefir B. L, til að gefa svona fjarstæður
út, sem skoðun megin þorra alþýðu?
Eg segi óhikað ekkert nema sitt eigið
bessaleyfi. Hann þykist tala fyrir munn
alþýðu, en gerir ekki annað en með
fremur ruddalegri aðferð að reyna að
sverta málstað hennar (o. alþýðunnar).
Höf. hefði algerlega átt að spara sér
1) Til þess að reyna að komast hjá því að
styggja hinn heiðraða greinarhöfund nieira
en orðið er, ætta eg að Iáta mér nægja að
gera stuttar neðanmálsathugasenidir við
þessa löngu grein hans, og láta prenta þær
með smáletri, fyrir kurteisissakir. Honum til
fróðleiks vil eg geta þess, að það er föst
regla flestra blaða að birta allar ritstjórn-
argreinar á sömu síðu í blaðinu, og flest
hin smærri blöð flytja þessar greinar fyrst
á fyrstu síðu. Ef að aðsendar greinar þykja
gefa tilefni til ritstjórnargreina, leyfa
ritstjórarnir sér að birta báðar greinarnar
í sama blaði, án þess að spyrja höf. hin-
ar aðsendu greinar leyfis. Hefir B. J.
fyrstur mann frætt mig um það að þetta
væri ókurteisi. Ætti hann hér eftir þegar
hann sendir blöðum greinar til birtingar,
að láta þess jafnframt getið, hvar í blöð-
unum sér þóknist að greinin sé birt, rit-
stjóranum tilþjónustusamlegrar eftirbreyni.
2) Eru þetta rökstuddir dómar um fyrrhluta
greinar minnar?
3) Beinir ekki höf. orðum sínurn til allra em-
bættismanna undantekningarlaust, eins og
heimilisfeðra, kaupmanna og ungmenna-
Rúmsins vegna nenni eg ekki að tilf 6
orð annara alþýðumanna í sömu ál».