Norðri


Norðri - 28.04.1908, Qupperneq 4

Norðri - 28.04.1908, Qupperneq 4
64 NORÐRI. NR, 16 — vo Lítill ágóði^^^i V Fljót skil .J "í verzlunina E D I N B O R G er nýkomið fádæmin öll af allskonar álnavöru. Einnigsjöl, kliitar, kvenkápur, kvenpeysur, svuntur, millipils, kvenhattar. — Borðdúkar, matdúkar, hand- klæði, þurkur o. s. frv. — Prjónagarn, tvinni, hnappar og ótal m. fl. Omögulegt að telja upp allar tegundir; bezt er því að konia og skoða vörurnar, sem nú — eins og áð- ur eru seldar samkvæmt meginreglu verzlunarinnar: LÍTILL ÁGÓÐL FLJÓT SKIL. af uns lofu leps? mtn y 3 E a = o> Q>f UPPBOÐ verður haldið á Svalbarðseyri Laugardaginn þ. 23 maí n. k. Meðal annars verður boðið upp: Ymislegur búðarvarningur, bátar, síldarnet, ný og brúkuð og jarðyrkjuverkfæri ýmis- konar, svo sem kerra, plógur ofl. Uppboðið byrjar kl. 11 árdegis. Söluskilmálar verð birtar á uppboðsstaðnum. Svalbarðseyri 25. apríl 1908. Guðm. Pétursson. Dansk-Islandsk Handels-Compagni. Import, Export og Comn issionsforretning Paa Forlangende tilstiller vi vore Prislister paa alle önskede Varer samt Op lysninger. Islandske Produkter íf hvilken som hels* Art modtages i Commission. Forskud gives, hurtig Afregning. Söassurance besörges. Albert B. Cohn og Carl G. Moritz. Telegramadresse: St. Annæplads 10 » V i n c o h n » Köoenhcvn. Otto Mönsteds danska smjörlíki er bezt. Chr. Augustinus Munntóbak reyktóbak neftóbak fæst alstaðar hjá kaupmönnum. í EDINBORG fæst mótorolía (smurningsolía) af beztu tegundum: \L. fyrirtaksgóð á 0,40 pundið, og Fkstra'< ágæt - 0,32 — smásölu; minna í stórkaupum. Einnig fæst ágæturMÓTORTVISTUR á 0,48 pd. Sport-sokkar 3 tegundir eru nýkomnir í verzlun Jósefs Jónssonar. Erfðafestul an Sjúkrahússins áj Akureyri er til sölu. Tilboð í eigninasendist formanni spít- alanefndarinnar fyrir 14. maí næstkomandi. Spítalanefndin. ,Norðril kemur út á hverjum þriðjudegi 52 blöð um árið. Árgan?urinn kostar 3 kr. innanlands en 4 kr erlendis; í Ameríku einn og hálfan dollar. Ojalddagi er fyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn sé bundin við árganga- mót og er ógild nema hún sé skrifleg og afhent ritstjóra fyrir 1. seft. ár hvert. Auglýsinga kosta eina krónu fyrir hvern þumh dálkslengdar og tvöfalt meira á fyrstu síðu. Með samnitigi við ritstjóra geta sem auglýsa mikiðfengið mjög mikúin afslátt. Enginn sjúklingur má undanfella að reyna Kína-lífs.elixír frá Waldemar Petersen í Frederikhavn, Köbenhavn, því sá elixír er útbreiddur um allan heim og alstaðar hafður íhávegum, og allirsem heilbrigðir eru, og allir sem vilja varðveita heilsuna, sem er bezta skilyrðið fyrir ánægjulegu og góðu lífi, ættu daglega að neyta þessa heimsfræga matarbitters. Kína-lífs-eiixírinn er að eins búin til úr þeim jurtum, sem mest eru styrkjandi og læknandi fyrir mannlegan líkama af þeim, sem læknisfræðin hefir reynt og viðurkent til þessa dags; þess vegna er hann hið ágætasta matarlyf, sem heldur meltingunni í reglu og hreinsar og endurnýjar blóðið, og þess vegna sjá menn þau und- ur við daglega neyzlu Kína-lífs-elixírsins, að gigtveikir menn fá aft- ur krafta sína og þol, taugaveiklaðir verða værir, lundillir verða glaðir og ánægðir og þeir sem eru óhraustlegir útlits verða litprúð- ir og hraustlegir ásýndum. Hin mörgu verðlaun og medaliur, sem Kína-lífs-elixírinn hefir áunnið sér á flestum hinum stærstu heimssýningum, sýna það mjög glögt að hann hefir alstaðar staðist reynsluna, sem hið ágætasta matarlif gegn alls konar veiklun, en ennþá betri sönnun fyrir ágæti Elixírsins eru þó þau þakklætisbréf, sem stöðugt koma þúsundum saman, til manns þess er býr hann til, frá fólki er losast hefir við ýmsa sjúkdóma við það að taka hann inn, svo sem gigt, kvef, jómfrúgulu, magakrampa, móðurlífsprautir, steinssótt, mdttleysi, taugaveiklun, svefnleysi, hjartslátt o. m. fl. Þess vegna ættu allir bæði sjúkir og heilbrigðir að neyta þessa ágæta meltingarlyfs Kína- lífs-elixírs, en þó einkum hér á íslandi, þar sem veðráttan er jafn óstöðug, ætti hann að vera til á hverju einasta heimili. Kína-lífs-elixír fæst alstaðar á Islandi, en varið yð- ur á ómerkilegum eftirstælingum, sem ekkert gildi hafa, gætið þess vandlega, að á einkennismiðann sé prentað vörumerkið, sem vernd- aðer með lögum, en það er Kínverji með glas i hendi og auk þess nafn verksmiðjueigandans Waldemars Petersen, Fredrikshavn Köhenhavn, og enn fremur merkið í grænu lakki á flöskustútnum. Læknisvottorð. Mér hefir verið bent á Kína-lífs-elixír þann, sem búinn er til af Waldemar Petersen og hefi notað hann við sjúklinga mína og hefi veitt því eftirtekt, að hann hefir læknandi kraft að ýmsu leyti. Eftir að niér hefir verið skýrt frá sam- setningi Elixírsins, get eg vottað það, að jurtaefnin í honum eru mjög gagnleg fyrir heilsuna. Caracas Venezuela. I. C. Lucíanl. Dr. med. Andþrengsli. Eg undiritaður hefi í mörg ár þjáðst af andþrengslum, en við notkun Kína- lífs-elixírs hefirmér batnað til muna og get eg því mælt með lyfi þessu við hvern sem þjáist af þessum sjúkdómi. Fjeder skósmíðameistari, Lökken. Jómfrúgula. Eg hefi í 10 ár þjást af jomfrúgulu, sem svifti mig heilsunni hvað sem eg reyndi. Læknir minn réði mér þá til þess að reyna Kína-lífs-elixírs og við notk- un hans er eg orðin heil heilsu. Sofie Guldmand, Randers. Lífsýki Pegar mér hefir orðið kalt hefi eg oft fengið ákafan niðurgang- Mér var ráð- lagt að neyta hins heimsfræga Kína-lífs-elixírs og af öllu því, sem eg hefi reynt, er þessi elixír eina meðalið, sem hefir getað komið reglu á meltingarfæri mín. Genf 15. maí 1907. G. Lin. verkfræðingur. Magakvef. Eg undirritaður hefi í mörg ár þjáðst af uppsölu og magaveiki og leitað læknishjálpar árangurslaust, en við það að neyta China-lífs-elixírs er eg orðinn svo alheill aftur. Lemvig 6. Des. 1907. Emil Vestergaard verzlunarmaður. Máttleysi. Undirritaður hefir í mörg ár þjáðst af máttleysi og veiklun, svo eg gat ekki gengið, en við það að neyta Kína-lífs-elixírs er eg orðinn svo heilsuhraustur, að eg ekki að aðeins get gengið heldur einnig ekið á hjólhesti. D. P. Biroh, úrsmiður Strognes pr. Holeby.

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.