Norðri - 05.05.1908, Side 1
III. 18.
Akureyri, þriðjudaginn 5. maí.
1908.
Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7
Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h.
helga daga 8—11 og 4—6
Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard.
5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8i
Pósthúsið 9—2 og 4—7.
Utbú Islandsbanka 11—2
Utbú Landsbankans 11—12.
Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8.
Brynja miðvikudagskvöld kl. 8.
Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4.
Trúföst mánudagskv. kl. 8.
Vorið er komið!
BLÓMSTURPOTTAR margar teg,
SKRAUTSKÁLAR um blómsturpotta, er
e-k-k-i hafa fengist héráður.
GARDINUTAU mjög ódýrt, margar teg.
og margt, margt fallegt fleira nýkomið í
,.Verzlunin Akureyri“
Kar/mannafataefní
ca. 100 tegundir, valið eftir tízku
nýkomið í
„Verzlunin Akureyri“
Milliríkjanefnin.
Fregnmiði NORÐRA.
Akureyri, 1. mai 1908.
Símskeyti til ,Austra‘ og Norðra
Kaupmannahöfn 1. maí 1908 kl. 8,tof. h.
»Politiken« flytur þá fregn í
gær, að undirnefnd, er milliríkja-
nefndin hefir valið, og þeir Lárus
H. Bjarnason, Jóh. Jóhannesson,
Krabbe og Conferensráð Hansen
eiga sæti í, séu orðnir sammála
um tillögu. — Ef aðalnefndin
samþykkir þessa tillögu, sem mjög
miklar líkur eru til, er starfi henn-
ar lokið með mjög heillavænleg-
um árangri fyrir ísland. Geta
þá íslendingarnir farið heim 19.
þ. m.
Þetta símskeyti virðist í fljótu bragc
eigi færa oss nein stórtíðindi, þar e
enn þá er hulið efni tillögunnar; en þ
ma fiargt og mikið af fregninni ráðí
se lmn brotin til mergjar.
Undirnefnd sú, er kosin hefir veri'
til þess að semja tillöguna, er þannii
skipuð, að af henni má vænta alls hin
bezta. I hana hefir verið valinn einn hin
helzti forvígismaður íslenzkra landsrétl
inda, síðustu árin, Lárus H. Bjarnaso
sýslumaður, og af Dana hálfu Kristc
pher Krabbe, sem er eindreginn íslands
vinur og ntanna frjálslyndastur. Má e
vali þessara manna ráða að miklu leyt
hvernig málunum horfir nú við, því ai
telja ma víst, að aðalnefndin hafi a<
eins valið þá menn í tillögunefndina,
er líklegastir væru til þesa að koma fram
með þá tillögu, er báðir málsaðilar mega
vel við una, enda er talið áreiðanlegt,
að þessi tillaga verði samþykt.
Starf þessarar tillögunefndar mun eink-
um hafa verið það, að orða tillöguna,
koma henni í þann búning, er tillaga
aðalnefndarinnar á að klæðast og koma
fram í að loknu starfi hennar. En þótt
hlutverk hennar hafi einkum verið þetta,
er það þó mjög mikils um vert, að
allir þessir fjórir menn hafa orðið sam-
mála; er þó einn þeirra, conferensráð
Hansen, hægri maður, en úr þeirri átt
höfum vér til þessa átt lítils góðs að
vænta. Virðist því sem þar sé einnig
skipt skapi í vorn garð.
Hinn ytri búningur tillögunnar, orð-
askipunin, hefir mikla þýðingu og hefir
því starf þessarar nefndar verið allvanda-
samt, jafnvel þótt aðeins þetta hafi
verið hlutverk hennar, enda mun oss
seint gleymast nöfn þeirra manna, er
átt hafa sæti í henni, hafi þeim farist
starfið vel úr hendi, en þó enn þá seinna,
sé það illa af hendi leyst.
Það eru því mjög sterkar líkur fyrir
því, að árangurinn af starfi milliríkj^-
nefndarinnar muni verða mjög að óskum
vorum. Hverjum það er að þakka skal
ekki um deilt að þessu sinni, enda skift-
ir hitt mestu, að hamingjustjarna lands-
ins er á uppgöngu þrátt fyrir alt og alt,
og mun enn þá hækka mjög á lofti ef
að þjóðin þekkir sinn vitjunartíma,
B. L.
Pingmannsefni
Heimastjórnarmanna á
Akureyrl.
Fyrir nokkru síðan skoraði Heima-
stjórnarfélagið á Magnús alþingismann
Kristjánsson að gefa á ný kost á sér til
þingmensku fyrir bæinn, og hefir hann
lýst því yfir, að hann ætli að verða við
þessari áskorun. Viljum vér því leyfa
oss að skora á alla þá kjósendur bæ-
arins, er bera heill og hamingju fóstur-
jarðarinnar fyrir brjósti og láta sér ant
um vöxt og viðgang þessa bæjar, að
greiða atkvæði með þessu þing-
mannsefni, Hann er marg reyndur að því
að vera hinn nýtasti borgari og hinn
ágætasti þingmaður. Er það samróma
dómur allra samþingmanna hans, nema
ef til vill þeirra, sem eru svo langt
leiddir af heimskulegu flokkshatri, að
þeir unna engum manni sannmælis, sem
eigi er sömu skoðunar um landsmál,
að henn megi óhikað telja einn hinna
allra nýtustu þingmanna, er setið hafa
á þingi síðasta kjörtímabil.
Allir kjósendur ættu að minsta kosti
að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir
lofa öðru þingniannsefni atkvæði sínu.
Vér höfum heyrt, að Skjaldborgar-
menn séu að reyna að telja kjósend-
um trú um, að Magnús Kristjánsson
muni eigi gefa kost á sér við næstu
kosningar. Viljum vér því vara þá
við því nú þegar, að trúa slíkum
ósannindum.
Gamli sáttmáli.
Skoðun Norðmanna — að fornu og
nýju —á frelsisuppgjöf forfeðra vorra,
stingur mjög í stúf við skoðanir vor
Islendinga, einkum á þýðing Gamla sátt-
mála. Flestir sagnafræðingar í Noregi
skoða þá »sáttargjörð« eins og hreint
og beint afsal lands vors, á öllu þess
æðsta stjórnarforræði, þrátt fyrir .«skil-
yrðin» — ápappírnum; —möguleikilands-
manna til sjálfstjórnar, hafi verið gei-
samlega liðinn undir lok um þær mund-
ir, eins og hinir vitrustu höfðingjar lands-
ins óttuðust, eins og framkom þegar á
dögum þeirra, Magnúsar konungs laga-
bætis (1264-80) og sonar hans Eiríks
prestahatara (1280-99) og einkum'Hákon-
ar háleggs (f 1319), sem fór með það
sem eftir var af sjálfsforræði íslands. í
sinni stóru Noregssögu segir O. A.
Overland svo:
«Svo virðist að vísu, að 'nöfðingjar
íslendinga hafi gert ráð fyrirf- að alt
skyldi farafram á landj^-þeirra eftir það er
þeir höfðu syarioHákoni konungi land
o^Jaegna, eins og gengið hefði áður;
þóttust þeir hafa slegið varnaglann fyrir
sjálfstæði landsins, með skilyrðinu í
«gamla sáttmála,* að þeir skyldu vera
«lausir» ef sáttmálinn yrði rofinn af
konungshálfu, samkvæmt »beztu manna
yfirsýn,» En brátt sýndi sig, að eigi
var unt eða auðið að halda þann sátt-
mála. Því þótt haun í fyrstunni stæði
eftir orðanna hljóðan að nafninu til,
varð ómögulegt að fylga honum í reynd-
inni, enda braut konungur hann óðara
sjálfur*
Síðan segir höfundurinn frá hinu helzta
af afskiftum konungs og gerræði á dög-
nm Gizurar jarls og einkum á dögum
Hrafns Oddssonar (f 1289), sem hann
þó játar, að hafa verið jafntrúr þjóð
sinni og lánardrotni. Ávalt sendi kon-
undur mann eftir mann út af örkinni
til þess að hræra í stjórn og löggjafar-
valdi landsins — móti skilyrðum sáttmál-
ans. Voru ekki 10 ár liðin áður en kon-
ungur ásetti sér að koma norrænu réttar-
fari yfir á ísland, 1271. Höfundurinn
meinar þar fyrst «Járnsíðu,» sem þó að
vissu leyti var samjn eftir sérháttum ís-
lands. Hann minnir og á hvernig fór um
hinn nýja kristnirétt Árna biskups Þor-
lákssonar, hversu konungur brást reið-
ur við, þegarhonum vartilkynt, að hann
hefði samþyktur verið á alþingi 1275;
varð biskup að senda lögin til stað-
festingar konungs og erkibiskups, og
bíða lengi uns hann yrði að lögum.
Og loks er Jónsbók send íslendingum;
átti þá að skríða til skarar, og fullgera
norrænt stjórnarform og löggjöf, eins
á íslandi og í öðrum skattlöndum Nor-
egskonungs. Deila þeirra Loðins lepps
í lögréttu 1281 annarsvegar og Hrafns
og Árna byskups af íslands hálfu er
harla merkileg.
Hart þótti Hrafni að glíma við »björn-
inn,» Árna biskup, en þó mun honum
hafa þótt tólfunum kastað, er Loðinn
lýsti yfirfurðusinni,að «búkarlargerðusig
svo digra að þeir hugðu að skipa lög-
um í landi.» Bauð hann öllum tafar-
laust að játa lögbókinni, en «biðja síð-
an miskunar um þá hluti, er nauðsyn
væri til að breyta.» Ekki skorti skör-
ungsskap til svars af Hrafns hendi, en
alt kom fyrir ekki; átti Hrafn við þrem-
ur mótstöðumönnum að sjá, þar sem
hann vildi verja þjóðfrelsið. Fyrst klerka-
flokkinn, þá áleitni konungsmanna, og
loks brigðlyndi sinna eigin fylgdar-
mannna.
«En þótt konungur breytti sáttmálan-
um eftir vild sinni, stoðar ekki» segir
höfundurinn, »að kenna honum eða rík-
isráði Noregs um allar afturfarir Islands.
Þegar á Sturlungaöldinni lá þjóðin í
dauðateygjunum.Ríkisfyrirkomulaghenn-
ar mátti þá þegar heita komið í fulla
óreiðu, svo það skorti öll skilyrði til
lengri tilveru í sögunni. Þegar fáeinar
höfðingjaættir eru frátaldar, sem um
völdin deildu, hafði fóíkið glatað öllum
áhuga á þeim málefnum, sem æðst eru
og dýrmætust í hverju þjóðfélagi. Og
loks bættist það ofan á, sem reið enda-
hnútinn: það var örbyrgð og óáran,
sem á aðra öld dró allan merg úr landi
og lýð.»
Þó versnaði stjórn Noregskonungs um
allan helmig á dögum Hákonar háleggs.
Játar höfundurinn að viðskifti hans við
Ísland, megi með réttu teljast blettur
á stjórn þess mikla, stjórnsama herra.
Eri þó segir hann, að hinar geysi
hröðu afturfarir íslendinga hafi mest
verið að kenna ósamlyndi og eigingjörn-
um smásálarskap þeirra sjálfra, og þar
næst hörmungunum frá náttúrunnar hálfu.
Hann getur þess, að íslendingar færð-
ust undan að hylla Hákon, sakir þess
að hin 6 skip með nauðsynjar frá Nor-
egi höfðu þá lengi brugðist. En kon-
ungur gengdi með því, að krefjast af
íslendingum sömu hlýðni, sem af öðr-
um skattlöndum Noregs. Árið eftir að
Krókálfur óð hér uppi, rituðu landsmenn
konungi og kröfðust aftur, að valds-
menn væri af innlendum ættum. og svo
að þola engar utanstefnur. Þetta dróg
Hákon að taka til greina, og Ioks komzt
öll landsstjórn í uppnám. Alþingi datt
niður um mörg ár, og tvö héraðsþing
voru haldin ífjórðingi hverjum (1304).
Þrátt fyrir kærur Íslendinga þyngd-
ust skattarnar ár frá ári, þvf þótt að
umkvartanir væru nógar og neyð mik-
il, nýttist lítið af landsstjórninni sakir
flokkadráttar og ósamlyndis. «Þógengdi
konungur annað veifið íslendingum.
Með bréfi sínu 19. júní 1313, átelur
hann þá fyrir það, að ekkert alþingi
hafi þá haldið verið í 9 ár. Þetta hreif.
Tveim árum síðar var lögleidd réttar-
bót mikil á þingi, dagsett í Björgvin
14. júní 1314. Þar segir, að einungis
þeim málum, sem lögmenn og sýslu-
menn fái eigi yfirtekið. skuli verða stefnt
til Noregs, með 12 mánaða fyrirvara.
En um hitt, hvort innbornir menn
einir skuli fá konungssýslur, svo og um
hin 6 skip, þegir konungur.«
Á dögum eftirmanna Hákonar háleggs,
Magnúsar smeks og Hákonar sonar hans
er íslands eða réttinda þess lítið get-
ið f sögu Norðmanna, og sama má
segja úr því að landið dregst til Dan-
merkur ásamt Noregi.