Norðri - 13.10.1908, Side 1

Norðri - 13.10.1908, Side 1
III. 40. Nýir fyrirlestrar Næskomandi sunnudagskvöld kl. 6 byrjar séra Matth, Jochumsson að segja ferðasögur og annan fróðleik í sal herra Boga Daníelssonar. Inngangur kostar 25 aura. Hlutleysi. — Vopnleysi. Um «hlutleysið» í ófriði hefir mjög mikið verið rifist í Danmörku nú hátt upp í mannsaldur; vinstri-menn hafa bar- ist móti útgjöldum til hers og flota og sagt: »Við viljum fá hlutleysið viður- kent af stórveldunum, og þá þarf ekki að kosta neinu til landvarna.« Pessa sömu kenningu flytja «aðskiln- aðar- og landvarnarmenn« hér á landi, vVið fáum hlutleysi íslands viðurkent, og þá þurfum við engu til að kosta til hervarna* segja þeir. Mjög fjölmenn milliþinganefnd í Dan- mörku hefir um undanfarin ár haft þetta hervarnamál til meðferðar og undirbún- ings undir þingið. Álitsskjal nefndarinn- ar er nýlega komið fram og í inngangi þe ;s er mjög ítarlega ritað um hlutleys- ið. Um það eru allir samdóma, að það sé sjálfsögð skylda Danmerkur að halda sér utan við allan ófrið og gera sitt ítrasta til þess að fá hlutleysi sitt viður- kent. Skilyrðin fyrir því eftir alþjóðarétti, að fá slíkt hlutleysi viðurkent, tekur nefndin mjög/ skýrt fram. < Hlutlaust ríki hefir rétt á og er skyld- ugt til að halda uppi hervörnum til að vernda hlutleysi sitt. Sérhvert ríki, sem fer fram á að fá hlutleysi sitt viðurkent, verður að vera við þvi búið, að verja hlntleysi sitt með vopn í hönd. Nú brýtur her annars ríkis í ófriði gegn hlutlausu ríki, og er það þá ekki nóg að mótmæla eða veita málamynd- ar-viðnám. Hervarnirnar verða að vera svo öflugar, sem hagur ríkisins, efni þess, mannfjöldi og gjaldþol leyfa. Full- nægi ríkið, sem hlutlaust vill vera, ekki þessum skilyrðum, á það eftir alþjóða- rétti enga von þess, að önnur ríki við- urkenni hlutleysi þess, eða haldi fyrir því hlífiskildi.» Eftir alþjóðarrétti er litið svo á, að hvert það ríki, sem ekki fullnægir þess- um kröfum um hervarnir hafi svikið hina fyrstu og œðstu skyldu, sérhverrar þjóðar, þd, að leitast við að verja sjálf- stæði sitt. Það eigi því enga kröfu til þess að önnur ríki verndi það eða láti það hl.itlaust. Þetta hafa nú vinstri-menn f Dan- ipörku orðið að játa rétt að vera, þótt áð ir hafi þeir haldið því fram, að liti- ar sem engar hervarnir þyrfti, ef ríkið aldrei blandaði sér í ófrið. Til þess að gehi fengið viðurkenningu á hlutleysi sínu, verður ríkið að vera sæmilega vopn- að til varna. Árlega er í Damnörku varið nál 20 miljómtm króna til hervarna á sjó og Ritstjóri: JON STEFANSSON Hafnarstræti 3. Akureyri, þriðjudaginn 13. október 1908. landi, og það eru engin líkindi til þess að þau útgjöld lækki, þó að hlutleysi ríkisins fengi alþjóða viðurkerningu. Auk þess er þar almenn landvarnar- skylda, sem piltar, af öllum stéttum, rúml. tvítugir verða að inna af hendi Á hverju ári verða nokkur þúsund þess- ara unglinga að læra herþjónustu; það leiðir af sér ærið vinnutjón og kostar ærið fé. Geri maður ráð íyrir, að ísland slíti sambandi við Danmörku, eða væri að eins í konungssambandi, eða að Danir gæti sagt upp sambandinu um hermálin strax eða innan skamms, þannig að við sjálfir yrðum að annast laridvarnir — óðruvísi en á pappírnum —, þá ræki að því, að við yrðum að leita til annara þjóða og fara fram á hlutleysis viður- kenningu eða »verndarbréf«. Þá yrði ríkið ísland að fullnægja kröfum alþjóða- réttarins um að vopna þjóðina sæmi- lega og eftir mætti til varnar. Annars fæst ekki hlutleysis viðurkenning né verndarbréf. Konungsríkið Svíþjóð og Noregur fékk »verndarbréf» 25. nóv. 1855, hinn svo kallaða «Nóvembersamning». Þá skuld- bundu sambandsríkin tvö úr Krím- stríðinu, Frakkland og England, sig til að vernda Svíþjóð-Noreg með herafla, ef Rússland færi með her á hendur þeim. Rrátt fyrir það urðu Svíar og Norðmenn að halda uppi hervörnum sjálfir eftir mætti, hvorir í sínu landi. Regar Svíþjóð og Noregur slitu sam- band sitt 1905 hlaut þessi samningur að breytast, enda er nú komið í hans stað nýtt «verndarbréf» (Integri- tetsakt) fyrir Noreg, með samningi við Þýzkaland, England, Frakkland og Rúss- land þann 2. nóv. 1907 ogfyrir Svíþjóð samningur (Deklaration) ,.við Frakkland, England, Rýskaland, Rússland, Danmörk og Holland 23. apríl 1908. Bæði ríkin verða eftir sem áður að halda uppi hervörnum, svo sem hagur ríkjanna leyfir, og hvorugt ríkjanna hef- ir fengið hlutleysis (Neutralitets) viður- kenningi það er hinn mesti barnaskapur — ef það ekki er vísvitandi blekking — að halda því fram, að ríkið ísland geti gert sér von um hlutleysis-viðurkenningu eða verndarbréf stórveldanna, nema það komi á fót sæmilegum hervörnum. — Þær hervarnir, sem hér fyrst og fremst yrði að hugsa um, eru hervarnir á sjó. Til þeirra yrði að kosta æðimiklu, ef þær ættu að vera annað en málamynd- ar-kák. Enginn efi er á því, að rík- ið ísland yrði, ef það ætti að fá viður- kenningu alþjóðafélagsins, sem hlutlaust ríki, að leggja fram hlutfallslega annað eins til hervarna eins og hin Norður- landa-ríkin leggja nú, t. d. Danir 20 milj. af nálega 80 miljóna tekium. Eftir sama mælikvarða ætti ísland af sínum árstekjum, 1200 þúsund, að leggja fram nál. 300,000 kr. — Auk þess yrði að koma landvarnarskyldunni í verklega framkvæmd. Nokkrir tugir ungra nianna á aldursskeiðinu 22 — 23 ára yrðu ár- lega að leggja frá sér orf og ár, og slæpingarnir yrðu að loka munninum og taka hendur úr vösum, svo sem 6 — 8 mánuði, til þess'að læra herþjónustu. Það yrðu svo sem ekki bústnar her- varnir, sem ísland gæti sett á fót með þessum eða sviplíkum fjárframlög- um og kvöðum. Til þess að reyna að fullnægja kröfu alþjóðaréttarins «um að verja sjálfsstæði sitt, svo sem efni og kraftar leyfa» mun þó þetta vera hið einasta ráðið. En hvað er svo unnið með þessu? Má vera að þær séu lélegar þær her- varnir sem við höfum í skjóli Dan- merkur, enn vesælli verða þær. Hvað missum við, þótt Danir hafi á hendi hermálin, einnig fyrir okkur? Eg á hér ekki við «orðaþófið,» svo sem «fullvalda« eða «fullveðja» ríki o. þh.. Nöfnin eintóm breyta ekki eðli hluta, og ríki, sem í sjálfu sér ekki er «full- valda« (í víðtækustu þýðingu: engu háð) það verður ekki fullvalda þótt það orð væri letrað á hvern einasta stein í öllu ríkinu. Rað eru verklegir hagsmunir lands og þjóðar, sem iíta verður fyrst og freinst á. Biátt áfram spurt: Missum vér svo mikils í við að fela Dönum her- málin um óákveðin tíma, að tilvinnandi sé, að leggja á sig þær kvaðir, sem hermálunum fylgja. Ekki dettur mér í hug að segja að þetta sé landinu ókleyft, ef það ætti »lífið að verja,» en vanhyggju ráð væri það í frekasta lagi, að hafna þeim samn- ingum, sem í boði eru að þessu leyti eða ganga að uppsögn frá Dana hálfu fyrst um sinn í þessum málum, úr því þeir vilja taka þau að sér. Það sem ynnist, svarar alls eigi til þess, er það mundi kosta land og þjóð, eins og nú standa sakir. G. G, Símskeyti til Norðra. Reykjavík 9. okt. 1908/ Ritzau símar til «Lögréttu«: Matzen talaði í félagi ungra Hægri- manna um skaðsemi frumvarpsins fyrir fiskiveiðar Færeyinga; sagði að ríkisþing- ið yrði að ransaka það atriði. Honum þótti athugavert ákvæði að alþingi hefði rétt á að veita fæðingjarétt, taldi það koma f bága við grundvallarlögin. Áleit óheppilegt fyrir ísland sjálft að sleppa aðgangi að danska hæstaréttinum. Ef andstæðingar stjórnarinnar krefðust að eins orðabreytinga, mætti reyna að miðla málum (hvis islanske Oppsitionskrav formelle, kunde forhandles om Resultat), en ef um efnisbreytingar væri að ræða, einkum breytingar á uppsagnarákvæð- unum, þannig að ísland gæti breytt sambandinu í kOiiungssamband, minti hann á það, að* dönsku nefndarmenn- irnir, allir sem einn, hefðu lýst því yf- ir, að slíkt væri með öliu óaðgengilegt. (Finnur) Jónsson prófessor skrifar í Dansk Folkestyre, að allir séu samdóma um það, að konungssamband eitt sam- an sé ómögulegt, ísland geti eftir atvik- um eigi verið eiginlegt fullveldisríki, varla sé útlit fyrir að breytingar á frum- varpinu fáist í Danmörku, jafnvel ekki orðabreytingar, að ekki sé viss meiri hluti fyrir frumvarpinu sé einn hinn sorglegasti viðburður í nýrri sögu ís- lands. Ný pólitísk barátta geti orðið íslandi hættuleg. Matzen og Sambandsmálið. «NorðurIand» flytur þá frétt, að há- skólakennari Matzen telji líklegt, að breytingar fáist á Sambandslagafrumvarp- inu »eftir óskum vorum >, en þó «tæp- ast — — hreint persónusamband», og telur kosningarnar hér hafa áorkað þessu hjá Matzen gamla, sem hefir verið harð- vígastur mótstöðumaður allra samninga milli íslands og Danmerkur. Fað er ekki ólíklegt, að slíkar fréttir séu vel til þess fallnar, að vekja vonir þeirra manna, sem vilja breyta sam- bandslagafrumvarpinu, um að það gangi greiðlega að fá enda þýðingarmiklar breytíngar fram í Danmörku. T. d. stytt- ing uppsagnarfrests, breytingar gjörðar- dóms, og margt fleira; það eru þó æði- miklu þýðingarminni breytingar en hitt: algjör skilnaður þegar, að öllu nema konungsnafninu — sem þá er ekki nema «nafnið» tómt. — «Tæpast» mundi það fást á hann að hafasagt, karlfuglinn, en ekki þó «þvertekið fyrir það». Hver lýgur svona geysilega að »Norð- urlandi«? Petta hefir blaðið ekki fund- ið upp sjálft —ekki fremur en«púðrið»! — Enda ber það fyrir sig «símskeyti til íslenzkra blaða«. F*að eru þá að lík- indum einhver Reykjavíkurblöðin, sem gleypt hafa þessa flugufregn. Háskólakennari Matzer. hefir um þetta, breytingar á frumvarpinu, sagt: «Ef and- stæðingar stjórnarinnar krefjast að eins orðabreytinga, mætti reyna að miðla málum«, eins og símskeytið hér í blað- inu sýnir. Líklega hafa það nú ekki ver- ið eingöngu orðabreytingar, sem «vér»ið í «Norðl.» «óskum eftir.« En geta má nærri hvað þurfa muni til þess að fá fram efnisbreytingar, ef »málamiðlun» þarf til þess að eins að breyta orðum, án þess að efnið raskist. Fréttin er ósönn, það er víst — hvað sem að öðru leyti er hægt að segja um horfur fyrir breytingum. En það er mjög óhyggilegt fyrir þá, sem hafa nú skuldbundið sig gagnvart þjóðinni til þess að koma fram breyting- umáfrv. landinu í hag, að flytja slík- ar flugufréttir, vekja með því vonir, sem á eftir reynast tál eitt, bygðar á ósann- indum og missögnum. Rað er — því miður — hætt við, að vonbrigðin verði nóg hjá þjóðinni, þeg-

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.