Norðri - 13.10.1908, Blaðsíða 2

Norðri - 13.10.1908, Blaðsíða 2
158 t NORÐRI. NR. 40 ar lengra sækir fram, þótt ekki ségjörð- ur til þess leikur, að æsa vonir hennar fyrirfram með blekkingum. Danska ráðaneytið nýja- Símskeyti til Norðra. Neergaard forsætisráðherra og her- málaráðherra, Stiftamtm. Brun fjármála- ráðherra, sendiherra greifi Ahlefeldt Laurvigen utanríkisráðherra, Claus Bern- sen innanríkisráðherra, Högsbro dóms- málaráðherra, Anders Nielsen landbún- aðarráðherra, Enevold Sörensen kenslu- málaráðherra og Johan Hansen vicekon- súll verzlunarmálaráðherra (t*að síðast talda er nýstofnað embætti). Krítey auglýsir að hún gangi aftur undir Grikkland. Austurríki innlimar Bosniu og Herze- gowinu. Ofurefli. S aga eftir Einar Hjörleifsson, Listaverk? já, óneitanlega, Gallalaust? nei, því miður; merkilegt að jafn orð- hagúr maður og smekkvís á mál eins og Einar skuli setja máls-hortitt í bók- ina, og það á fremstu síðu (<*og var leiðinleg*). Petta «rekur maður tærnar« í og svo verkjar mann í «tærnar» alla bókina í gegn. Um efni bókarinnar er hætt við að ýmsir segi, eins og kerlingin um guð- spjöllin; henni þótti ekki «gaman» að þeim, því »enginn er í þeim bardag- inn.» En réttur dómur er það ekki. Það eru bardagar í bókinni, þótt ekki sé þeir í riddarasögustílnum; þar sjást ekki «brotnir hausar» né «blóði lituð • stor𻫠eins og eftir hnútukastið hjá Goðmundi á Glæsivöllum. Og þó eru skemdarvíg í bókinni, andleg rothögg og mannorðsmorð, verri en nokkurt hnútukast —og sjálf er bókin í heild voldug «hnúta« í hvoftinná öllum þjóð- málaskúmum, og þá ekki sízt á skríln- um hugsunarlausa, sem lætur æsa sig, ginna sig, múta sér til þess að gjöra ærsl og óhljóð að öllum, sem hann heldur sér betri. — Það er valin «hnúta», henni er kastað af heljarafli, og hún hittir — hittir vbeint f hausinn á «Öndvegis»- ritstjóranum, fundarskrílnum, sóknar- nefndarformanninum, Ólafi sögvísa og svo líka Imbu vatnskerlingu. Mér sárnaði nú við Einar, að fara svona afleitlega með Imbu —en það er smátt um misk- un eða hlífð hjá Einari.— Efni bókarinnar, söguþráðurinn, er fremur veigalítið að ytri fyrirferð. Ung- ur prestur, frjáls í trúarskoðunum, kem- ur til Reykjavíkur. Sóknarnefndarformað- urinn, jgamall ráðríkis-gaur, Rorbjörn Ólafsson, tekur honum tveim höndum, hefir ráðið kosning hans, og hygst að hafa hann í vasa sínum. En prestur er einbeittur, sjálfstæður maður, og fer sinna ferða. Ljúfmenni er ,hann, hjálp- fús, en of frjálslyndur í trúarefnum, að karlsins dómi, og svo er hann einn af þessum bannsettu náungum. sem »ekki vilja þýðast skynsamra manna ráð» nfl. að sitja og standa eftir vilja F*orbjörns gamla. Svo slitnar upp úr vináttu þeirra algjörlega út af ráðskonu Rorbjarnar ungri sveitastúlku, sem prestur kom í burtu frá Þorbirni. «Öndvegis»-ritstjór- inn, handgenginn maður Porbjarnar, rægði prest í blaðinu. Stúlkan fór að drekka með »Öndvegis«-ritstjóranum og eitt kvöld í hríðarveðri fann prestur stúlkuna, dauðadrukna, sofandi í skafli á götunni, bjargaði henni heim til sín — hann var ógiftur —og lét húsmóðir- ina hátta hana ofan í sitt eigið rúm, en gekk sjálfur úr því. — Litlu síðar fór stúlkan, hálf-full, í samdrykkju við «Önd- vegis-ritstjórann að glopra með að hún hefði «sofið í rúminu prestsins.í Meira þurfti ekki. Svo tóku þeir ráð saman, Porbjörn og ritstjórinn, rægðu prestinn fyrir villutrú og óskýrlífi, boðuðu svo »safnaðarfund» og létu skrílinn hrópa prestinn af. Sagan er látin gerast í Reykjavík. en gat eins vel farið fram á mörgum stöð- um. Hún er ádeilurit í frekasta lagi, þótt ekki séu mörg í henni stóryrðin. »í góð- semi vegur þar hver annan.» Orðin eru þýð, þau eru fimlega fléttuð, all- víðast slétt-feld og fáguð, en myndin sem þau skapa, er víða afskræmi; sum- staðar eru myndirnar fagrar, gullfalleg- ar, undir niðri straumar heitra tilfinn- inga, sannleiksþrá,ogdrengskapur. Mann- lýsingarn ar eru víða meistarlegar og svo ræða yfirdómarans ! Þar er höfundurinn «kominn í stólinn.» Par titrar í hverju orði hin kuldalega fyrirlitning fyrir þessari kvikandí maðkaveitu, atkvæða- skríl Porbjarnar. Pað er kuldahlátur í ræðunni, svo fárániegur, að mér ílaug í hug stakan : kuldahlátur þykir þinn þó ei fara illa: er sem dauðs manns utan á kinn þá af er vangafylla. Öfl »myrkursins» rógurinn og lygin vinnur þar glæsilagan sigur á frjálslyndi og öllu því sanna og góða, sem sagan lýsir. «Ofurefli er stórmerkileg bók — á þessum tímum. Idem. —-— Akureyrí 13. oktbr. 1908. Tíðarfar hefir verið hið æskilegasta að undanförnu. Stormhryna var dálítil af suðri síðasta föstudag. Annars stilt veður og blítt eins og á vordag, Síldarafli er dálítill hér inni á Poll- inum; mest er það samt smásíld, sem ekki er verzlunarvara. Aðeins iítið eitt af hafsíld og millisíld. Við austurlandið standa nú 4 «Iásar» og mikið í þeim af síld, en helzt hugsað að taka þá upp, þykir ekki borga sig að taka úr þeim. Fiskafli er lítill hér inni, en úti í firðinum hefir verið dágóður afli fram að þessu. Sláturtíðin hér er nú um það bil að enda. Af sauðfé hefir færra komið til bæjarins en að undanförnu. Astæð- an til þess án efa hinn góði heyafli í sveitunum, svo bændur vilja halda lífinu í sem flestu, og svo heldur Iægra kjötverð en síðustu undanfarin ár. Kjöt 20 aura pundið hæst, mör 22 aura pd., gærur 25 aura. pd. í sláturhúsi kaupfélagsins hefir verið slátrað 4500 kyndum alls, mikið af því kjöti flutt út. Barnaskóli kaupstaðarins verð- ur settur 15. þ. m. kl. 11 f. h. Kenn- endur skólanseru: Halldóra Bjarnadótt- ir, forstöðukona; hefir um undanfarin 6 — 7 ár verið kennari við skóla í Moss, kaupstað í Noregi á stærð við Reykja- vík (c: 10,000) Fyrsti kennari Páll Jónsson sem nálægt 25 ár hefir verið kennari við skólann, og allra manna mest fyrir hann barist á undanfarinni tíð. Annar kennari er Ingimar Eydal, lýðháskólamaður frá Askov. Tímakennarar eru: Aðalbjörg Sigurðardóttir, Elínborg Bjarnardóttir frá í’ig mun reka í roga stanz þegar þú kemur í verzlunina EDINBORG og sérð allar þær nýju vörubirgðir, sem þangað hafa komið núna með síðustu skipum . W&T Lesið auglýsingarnar frá Edinborg í næsta blaði. BIÐJIÐ kaupmann yðar um Edelstein, Olsen & Cot beztu og ódyrustu <1 j Cylinderoliu OT’fl III jV/X Purkunartvist. Kardólineum, Tjöru o. fl. o. Miklabæ, frú Halldóra Vigfúsdóttir, Júl- íus Arnason, og auk þess söngkennari Magnús organisti Einarsson. Síldar-útflutningur héðan frá Eyjafirði og Siglufirði lítur út fyrir að verði aðeins lítið eitt minni en í fyrra; þá var hann rúmar 200.000 tn. Nú er búið að flytja út nál. 170.000 tn., en mikið er enn eftir óflutt út, sjálfsagt 8—10.000 tn. Mikið af hringnóta-síld- inni er víst selt fyrir lágt verð í útlönd- um, en verð á síld, einkum netasíld, er að hækka. Víst má telja að fyrir land- nótasíld mundi fást gott verð, ef eitt- hvað fengist af henni. Peir gjöra sér beztu vonir um það, nótalagaformenn hér, að fá góða veiði hér á Pollinum bráðlega og mundi þá »hækka hagur Strympu.» — Ekki mun af veita, því Peningavandræðin eru altafsöm, þrátt fyrir ársæld, afla og alla góða hluti. Bankarnir ganga hart eftir skuldum og eru jafn innautómir eftir. Ætli ekki væri tími kominn tilað snúa gömlu setningunni um «sálina prestanna» upp á bankana: «Seint fyllist sálin bankanna». Jón Stefánsson ritstjóri þessa blaðs brá sér snögga ferð til Reykjavíkur með „Ceres, en í fjærveru hans sér ritsíma- stjóri Gísli J. Ólafsson um útkomu blaðsins. Gifting. Ari Jónsson ritstjóri og al- þingismaður og Matthildur Hjörleifsson (dóttir Einars Hjörleifssonar) giftu sig í Reykjavík 10. þ. m. E/s Ceres kom hingað frá útlönd- um á föstudagskvöldið er var og fór héðan aftur áleiðis til Reykjavíkur að- faranótt sunnudagsins. Með henni fór til Reykjavíkur frú Anna Vigfússon, Jón Stefánsson ritstjóri og fleiri. E/s «Úranus» kom hingað í gær frá útlöndum og fór aftur í nótt til Rvíkur. Með honum fór ungfrú Hulda Laxdal til Reykjavíkur og margir fleiri. Tombólu hélt hjúkrunarfélagið ,H!íf‘ hér í barnaskólanum á sunnudaginn var; hún var mjög vel sótt. Stefán skólameistari Stefánsson, sem nú undanfarið hefir legið hættulega veikur í botnlangabólgu, er nú á góð- um batavegi. f Chr. Zimsen fyrveranöi frakkneskur konsúll í Reykjavík andaðist 3. þ. m. Hann var mesti heiðutsmaður og dreng- ur góður. Siglunesvitinn verður tendraður 15. þ. m. Nýtt í bókaverzlun Kr. Guðmundssonar. Æfisaga P. Péturssonar biskups. Systurnar frá Grænadal (saga). Sæfarinn, (eftir Júlíus Verne. Brasilíufararnir síðari hiuti Vinur frúarinnar (eftir H. Sudermann). Pýzkar smásögur o. fl. Paa Grund af Pengemangel eælges for 1/2 Pris finulds elegante Herre- stoffer for kun 2 Kr. 89 Ö. Al.^/ibr. Skriv efter 5 Al. til en Herreklædning, opgiv Farven, sort, en blaa eller mörke graamönstret. Adr.: Klædevæveriet í Vi- borg NB. Damekjoleklæder i alle Far- ver 89 Ö. Al. dobbr. Helt eller delvis modtages i Bytte Uld 65 Öre pr. Pd. Strikkéde Klude 25 Öre pr. Pd. Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiftamönnum mínum að af þeim útistandanni skuldum, sem verða við verzlun mína við nýjár næstkomandi reikna eg sex prósent vexti. Siglufirði 5. október 1908. Helgi Hafliðason. N ÝTT í bókaverzlun Frb. Steinssonar Akureyri: Æfisaga Péturs Péturssonar bikups í skrautbandi kr. 4,50 heft kr. 3.00. Systurnar frá Grænadal, saga 1 kr. Sæfarinn, saga eftir Julius Vernekr.1,25 Vinur frúarinnar, saga eftir Hermann Súdermann 2 kr. Brasiliufararnir 2. hef<i 2 kr. Hreiti steinolíföt kaupir hæsta verði nú eins og undanfarið verzlun J. V. HAVSTEENS á Oddeyri. BERNSKAN er að áliti barnakennara bezta lesbókin fyrir börn sem til er á íslenskri tungu. 2. hefti með myndum kemur út í næsta mán- uði. Pantið það sem fyrst hjá Pórh. Bjarnarsyni prentara.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.