Norðri - 20.10.1908, Page 2
162
NORÐRI.
NR. 41
Einn eldsvoðinn enn.
Tvö hös
brunnin til kaldra kola.
Skaðinn nál. 50.000 kr.
Síðastliðna sunnudagsnótt, rétt eftir
kl. 2. kom upp eldur í húsinu Nr. 31
í Strandgötu þar sem «Verslunin Akur-
ureyri* (eign Sigurðar Fanndals ogjóns
ritstj. Síefánssonar) hefir .verið. Húsið var
tvílyft á háum kjallara, og sitt hvoru megin
við það voru tvær stórar byggingar:
hús kaupm. Snorra Jónssonar að vest-
an og «Hótel Oddeyri«, eitt af lagleg-
ustu skrauthýsum bæjarins, að austan,
og þar mjótt bil á milli. Regar að var
komið, stóð húsið í björtu báli að
heita mátti.
Eldurinn hefir komið upp í geymslu-
kompu austast í húsinu að norðanverðu.
Par «stóð á stokkum» steinolíutunna og
er iíklegt að eldurinn hafi bráðlega náð
til hennar, og því svo fljótt magnast.
Vestast í húsinu að sunnan verðu, á
skrifstofu inn af búðinni sátu 3 piltar við
spil, og urðu eigi eldsins varir fyr en
reykinn lagði inn til þeirra og stóð þá
kompan í báli í hinum enda hússins.
Húsið brann til grunna á fáum mínút-
um. Fólkið, sem á efsta loftinu bjó
komst með naumindum út, berfætt og
á nærklæðum.
Logann af húsinu lagði á »Hótel
Oddeyri* og hafði eldurinn náð tök-
um á því áður en slökkvitólin komu,
svo að engin tiltök voru að bjarga því
og um tíma leit út fyrir, að verzlunar-
og íbúðarhús etazráðs Havsteens mundi
einnig brenna. Pað skemdisí nokkuð,
en með nokkrum hörku tökum af slökkvi-
liðsins hendi tókst þó að slökkva eld-
inn. Nálægt klukkan 5 sunnudagsmorg-
uninn hafði slökkiliðið unnið svo bug
á eldinum, að öll veruleg hætta var
úti. Menn af björgunarskipinu »Svava»
komu til aðstoðar og höfðu með sér
slökkvidælu af skipinu.
Hann bar upp á sama mánaðardag,
þessi eldsvoði, eins og húsbruninn mikli
18. okt. 1906. Þá kviknaði eldurinn kl.
93/í um kveldið, en í þetta skifti kl. 2
að morgni, —Pað lítur út fyrir að 18.
okt. sé óheilladagur fyrir Akureyri.
Tilraun
til að kveikja í húsi á Siglufirði.
Hingað var símað frá Ólafsfirði síð-
astliðinn laugardag, að tilraun hefði ver-
ið gerð til að kveikja í hinni afarstóru
timburbygging E. Roalds á Siglufirði
nóttina áður. Byggingin stendur auð áð
heita má að fólki; að eins einn útlend-
ingur þar, sem sefur í húsinu. En mað-
ur hafði verið vakandi í mótorbát þar
á höfninni rétt fyrir framan. Hann sá
strax þegar loga fór, og tókst að slökkva
eldinn, áður en hann magnaðist, —Bæ-
jarfógetaskrifari Jón Guðmundsson' hefir
í forföllum sýslumanns verið settur til
að ransaka málið, og fór hann með
«Ingó!fi» til Siglufjarðar.
Ný gifting. 16. þessa mánaðar gifti
Pórh. biskup frú Önnu Vigfússon (fædd
Schiöth) og landritara Klemens Jónsson
í Rvík.
Óskar Norðri brúðhjónunum allra
heilla.
Nýjar talsímastöðvar hafa verið
opnaðar á Bíldudal og Patreksfirði 2.
flokks stöðvar (opnar frá 9—12 árd.,
og 4 — 7 síðd. og 3. flokksstöðvar (opn-
ar frá 9—10 árd. og 4 — 5 síðd.) á
Rafnseyri, í Tálknafirði og í Ólafsfirði,
Aíberti
Og
„Orður og tit/ar“
«Socialdemokraten» skýrir frá því, að
það sé komið í ljós, af bréfum Albert-
is, að hann hafi selt hverjum sem hafa
vildi orður og titla. Vanalegt verð fyr-
ir riddarakross hafi verið 10,000 kr.,
annars hafi hann mikið farið eftir efnum
og ástæðum. Bréf eitt fanst hjá Alberti
frá manni nokkrum, sem segist fyrir
löngu vera búinn að senda honum 3
þúsund krónur, og sé sig nú farið að
lengja eftir riddarakrossinum, en Alberti
hafði svarað því og sagt, að sér þætti
3 þús. kr. nokkuð lítið fyrir riddarakross.
Ekki er þess samt getið, að hjá AI-
berti hafi fundist neitt bréf frá síðasta
íslendingnum, sem hann gerði að ridd-
ara, Birni ritstjóra Jónssyni.
Sumarið er að kveðja.
Nú er sumarið að kveðja; eitt hið
bezta og hagstæðasta sumar, sem elztu
menn muna eftir. Vorið var gott, svo
skepnuhöld urðu í betra lagi. Grasspretta
mjög álitleg í júnímánuði, en eftir 26.
júní. þegar hinir óvanalegu vatnavextir
gengu yfii Norðurland, brá til full-
mikilla þurka, sem héldust fullar 3 vik-
ur og drógu heldurúr grasvexti á snögg-
um mýrum, sem urðu of þurrar og á
harðvelli, þó var grassprettan í betra
lagi yfirleitt, heyskapartíðin ágæt »g
nýting á heyjum hin bezta.
Pá hefir hausttíðin verið óvanalega
góð. Pað er sjaldgæft að svo sé farið
í þrennar göngur á sama hausti að
eigi verði vart við nýjan snjó eða frost
í fjöllum. — Bændurnir í sveitunum horfa
því vongóðir til hins komanda vetrar,
enda ætlar hann ekki að sýna sig fyr en
almanakið segir til.
En hvernig stendur þá hagur sveita-
bænda að öðru leyti?
Pað kemur sjaldan fyrir hér á ís-
landi, að alt leiki í lyndi. Undanfarin
ár hafa verið mjög góð verzlunarár, en þá
voru það aftur vorharðindi, grasbrestur
og fleira, sem stóðu í vegi fyriralmennri
vellíðanbænda en nú er það aftur á móti
hækkandi verð á útlendum vörum en
lækkandi á þeim innlendu, sem stöðva að
nokkru framsókn manna í baráttunni
fyrir lífinu, en þó eru peningavandræð-
in verst.
A meðan menn fengu hiklaust pen-
inga fyrir vörur sínar hjá kaupmönn-
um, urðu öll viðskifti greiðari, og, þá
var líka í ýmislegar framkvæmdir ráðist,
sem eigi borguðu sig þegar í stað.
Pegar þess er gætt, að margir þeir,
sem ekki höfðu úr mjög miklu fé að
spila, hafa á síðustu árum fengið sér:
kerrur, eldavélar eða skilvindur, komið
á vatnsleiðslu í bæi sína og jafnvel pen-
ingshús, eins og nokkrir bændur hafa
gjört, að ógleymdum girðingunum, sem
mikíð kveður að hér í Eyjafirði, þá er
engin furða þó bændur skuldi nú tals-
vert.
Pað fé sem varið er til þessara fram-
kvæmdar, eru þó ekki eyddir peningar,
og þær ganga í þá átt, að halda hug-
um manna betur við sveitabúskapinn,
og gefa vonir um meiri arð af honum,
og meiri Iffsþægindi, en menn hafa átt
að búa víð á liðnum öldum. Pað er
einkum verkafólksskorturinn og peninga-
leysið sem í bráð er skuggahliðin á
landbúskapnum, en alt getur breyzt til
batnaðar fyr en varir, og er því engu
að kvíða, en taka því með ró sem fram
á að koma, en gæta þess um fram alt
að fara jafnan skynsamlega að ráði sínu,
B.
———
Kvöldskóli
Iðnaðarmannafélagsins
verður settur í vikunni, og verður hald-
inn í vetur með svipuðu fyrirkomulagi
ems og verið hefir. Pað hefir virzt sv^
sem mörgum þeim, er iðnaðarnám hafa
stundað hér í bænum, hafi ekki verið
það svo Ijóst sem skyldi, hvaða þýð-
ingu skóli þessi hefir fyrir þá og fram-
tíð þeirra. Það ei eins og sumum iðn-
nemum, og jafnvel lærimeisturum líka,
sé ekki svo kunn lög um iðnnám frá
16. nóv. 1893 og kröfur þær er þau
gera bæði til lærimeistara og lærlinga.
Pað má vera að ekki hafi verið hægt
að fullnægja kröfum laga þessara fram-
undir þetta, en nú er ekki lengur á-
stæða til þess að gera það ekki.
Kvöldskóli iðnaðarmannafélagsins hef-
ir nú verið haldinn hér um 3 vetur,
og er það bæði góðum fjárstyrk frá
þinginu, og liðlegri greiðvikni bæjar-
stjórnarinnar hér að þakka, að hann
hef'V getað haldist uppi. Vér höfum
líka gert okkar til að reyna að láta hann
verða að því liði sem við gátum, sem
höfum haft þar tilsögn á hendi. Nú um
tvo vetur hefir þar farið fram góð og
skipuleg kensla í trésmíðateikningu á-
samt frfteikningu, og hefir félagið aflað
sér góðru kensluáhalda í þeirri grein.
Mun nú í vetur verða gert alt það,
sem hægt er, til þess að gera kenslu
þessa enn fullkomnari, og er í ráði að
reyna líka að kenna reikning, sem standi
í nánu sambandi við teikningu þessa.
Mun því héðan af verða krafist fyllilega
alls þess, sem heimtað er í reglugerð
fyrir iðnaðarnám, til þess að smíðanem-
ar nái sveinsprófi, þegar þeir vilja inna
það af hendi. Pað er því ekki lítils varð-
andi, bæði fyrir smíðanema, sem vilja
ná sveinaprófi og líka fyrir lærimeistara
þeirra, að piltar sæki skólann, og fái
sér þar þá tilsögn, sem þar er fáanleg.
Og kröfur tímans fara óðum vaxandi
og iðnnemar verða að gæta þess, að
það er varla treystandi á það til lengd-
ar, að líttskrifandi, líttreiknandi og ó-
teiknandi mönnum geti orðið treyst til
að gera áætlanir um hús, finna hentugt
fyrirkomulag í þeim, reikna út viðagild-
leika, svo að hvergi sé of né van, leggja
niður hvað húsið muni kosta, og gera
teikningu af því samkvæmt og samhliða
áætluninni um efni og kostnað. Hingað
til hefir það því miður orðið að ganga
svo, en nú má það ekki ganga svo
lengur. Pað getur enginn heimtað með
sanngirni hátt kaup fyrir vinnu sína,
nema hann sé fær um að inna hana
af hendi.
Þessum misfellum vill kveldskólinn
reyna að bæta úr eftir föngum. En það
getur hann bezt með því, að lærimeist-
arar hvetji pilta sína til að sækja skól-
ann, og að iðnnemar verði þar iðnir,
og komi jafnt og þétt í tíma, en láti
sér ekki nægja að koma þar kvöld og
kvöld í biii.
/. /ónasson.
Þorsteinn Erlingsson skáld varð
fimtugur 27. september s. 1.
í minningu þess gekk Ungmennafélag
Rvíkur heim til hans í skrúðgöngu kl.
4 um daginn og í för með því var 5
manna nefnd: Ben. S. Pórarinsson kaup-
maður, Björn Kristjánsson kaupm., Kl.
Jónsson landritari, E, Briem skrifstofu-
stjóri og B. Jónsson ritstjóri, og færði
nefndin honum 1000 kr. gjöt frá ýms-
um bæjarmönnum, en hún hafði geng-
ist fyrir söfnun þess fjár daginn á und-
an. Björn Jónsson ritstjóri mælt nokk-
ur orð til Þorsteins í áheyrn þeirra, sem
saman voru komnir, og þakkaði honum
kveðskap hans, en Þorsteinn svaraði og
þakkaði fyrir heimsóknina. Lúðrafélag
Rvíkur var í för með Ungmennafélaginu
og lék bæði á undan og eftir.
„LögréttOi"
Hjálpræðisherinn.
Bæklingur er nýlega kominn alþýðu
fyrir sjónir á Englandi, er skýrir greini-
lega frá gengi þessara kynlegu sáluhjálp-
arvíkinga. Höf. segir, að skýrslur for-
ingja hersins séu fullar af ýkjum ogöfg-
um. Þeir teljast hafa ,,umvent“ meir en
tveim miljónum manna, en sannleikur
inn sé sá, að þótt allur þeirra ruslaralýður
sé talinn nemi talan varla tíunda parti
þeirrar upphæðar.
Herinn þykist Ieggja alla áherzlu á
góðgerðasemi og siðmenningarbætur, en
hið sanna sé, að einungis þrettándi part-
ur gjafafjárins, sem þeir safni fari í
þarfir bágstaddra, hitt alt eyðist í her-
kostnaðinn d: til þess að launa fyrirlið-
unum o. fl. Dátarnir séu látnir ábyrgj-
ast sig sjálfa að mestu, enda er engin
her í heimi dýrari að tiltölu en þessi
eftirmynd eða helgiskrýpi hins verald-
lega hernaðar. »Generalinn» sé að vísu
frábærilega hygginn karl og duglegur,
en fyrir þá sök, að trúarflokkur þcssi
sé bygður á kirkjulegum formkreddum,
ógnun og ofsa, síðan færður í hálfgal-
inn skrýpabúning hins grimmasta hern-
aðar og honum svo stýrt og stjórnað
með rússneskri harðstjórn og gerræði,
þá hafi honum þó tekist langt fram yf-
ir allar vonir. Enda fellur helmingur
ábyrgðarinnar á «barbarí« gamals heið-
ins fyrirkomulags mannfélagsins, sem
enn heldur lægstu stéttunum niðri í end-
emi örbyrgðar og lasta — eins og
Booth gamli sjálfur hefir oftlega pré-
dikað:
Og víst sé um það, að í foræðum
stórborganna hefir hernaður þessi jafn-
an komið hreyfingu á til nokkurs góðs.
En í sveitum og strjálbygðum lönd-
um eigi hann ekkert erindi.
S.
Brennimark
Jóns Halldórssonar Felli í Svarfaðardal er
J 8 L
Kunnugt gjörist
að undirritaður hefir tekið sér auknafn-
ið Lyngstað og eru menn beðnir eft-
leiðis að viðhafa það nafn.
Jón Haldórsson Felli
Svarfaðardal.
Munntóbak, Reyktóbak,
Rjól og vindlar
fráundirrituðumfæst íflestum verzlunum.
C. W. Obel Aalborg.
Paa Grund af Pengemangel
•rælges for 4/» Pris finulds elegante Herre-
stoffer for kun 2 Kr. 89 Ö. Al.^/abr.
Skriv efter 5 Al. til en Herreklædning,
opgiv Farven, sort, enblaa eller mörke
graamönstret. Adr.: Klædevæveriet í Vi-
borg NB. Damekjoleklæder i alle Far-
ver 89 Ö. Al. dobbr. Helt eller delvis
modtages i Bytte Uld 65 Öre pr. Pd.
Strikkede Klude 25 Öre pr. Pd.
DovtlÍrÍ Boxcalf-svertuna ,Sun‘
og notið aldrei aðra
skósvertu. Fæst hjá kaupmönnum al-
staðar á íslandi.
Buch,s Farvefabrik, Kaupmannahöfn.
Hér með tilkynnist heiðruðum
viðskiftamönnum mínum að
af þeim útistandanni skuldum,
sem verða við verzlun mína við
nýjár næstkomandi reikna eg sex
prósent vexti.
Siglufirði 5. október 1908.
Helgi Hafliðason.