Norðri - 09.12.1908, Side 2

Norðri - 09.12.1908, Side 2
190 NORÐRI. NR. 48 Bókmentir. ih. Ouðm. Friðjónsson: Ólöf í Ási. Reykjavík 1907. »ÓIöf í Ási« er saga draumlyndrar, nokkuð efnismikillar en þroskalítillar konu. Hún missir ömmu sína, er hefir fóstrað hana, í æsku, og verður utan- veltu í lífinu þaðan af; er veiklynd og er ástúðar þurfi, en fer á mis við alla samúð, bæði foreldra sinna og annara. Hún lifir því mest í draumum sínum og fær lítinn skilning á lífinu; viljakraft- urinn þroskast ekki og trúin á lífið veslast upp, enda styður að því ólán- legt ævintýri frá æskudögum. Hún verður hirðulítil um sjálfa sig; lætur sér standa á sama hverju fram vindur og lendir svo í hjónabandi, sem hún hefir ógeð á — fyrir fortölur annara og þrekleysi og vonleysi sjálfrar sín. I hjónabandinu veslast hún upp nokkur ár, unz hún fær ást á ungum manni, er hjá henni dvelur sjúkur um stundarsakir. Við það vakna sálaröflin og hún finn- ur nautn í lífinu að nyju. En ástar- sælan stendur ekki lengi; elskhuginn fer leiðar sinnar og Ólöf situr eftir, ein- mana, yfirgefin. Af þessu ævintyri leið- ir það, að hjónabandið fer út um þúfur til fulls og alls. Pó halda hjónin áfram áð búa saman »vegna barnsins« og fyrir siðasakir, 'unz maðurinn deyr að nokkr- um árum Iiðnum. Ólöf grætur yfir »kist- unni« ekki af «söknuði né iðrun«; heldur »yfir sjálfri sér«, «yfir þeim álögum, að hún var gift manni, sem hún elsk- aði aldrei, og að hún giftist aldrei manni, sem hún elskaði» Um þetta dreymir hana endalausa vökudrauma. — þangaðti! hún að lokum flytur drauma- landið yfir takmörk lífs og dauða, í «flugrúm og breiðablik«. Ólöfu er víða vel lýst og greinilega, svo sem: draumlyndi hennar í æsku; óbeitartilfinningu hennar gagnvart bónd- anum og veslun hennar í hjónaband- inu, fyrstu ástum hennar til Þórhalls og þeirri vöknun sálaraflanna, sem af því leiðir. Tökin á sálarlífinu eru sum- staðar svo djarfleg og sterk, að fátítt er í íslenzkri sagnagerð. Á hinn bóginn verður furðulítið úr Ólöfu að lokum; þ. e.:hún þroskast minna við raunirnarenn vænta mætti. Þetta kemur t. d. mjög Ijóst fram við gröfina eiginmannsins, þar sem hún grætur að eíns «yfir sjálfri sér« Að maður hennar hafi einnig átt »æfisöguefni« kemur henni til hugar að vísu, en hún verst því að rekja þá hugsun til hlýtar, með því að telja sér trú um, að hefði hún átt að «full- nægja honum« þá hefði hún orðið að »drepa sál sína». Því hún sér aldrei aðra «sál» en eigingirni. Þessvegna gengur líka hugsunaraflið alt af aðallega til eigin réttlætingar, og því finnur hún heldur ekki sína sök í hjónabandinu, eða hvernig líf hennar fer út um þúfur; sér yfirleitt fjarska lítið og fjarska skamt, þrátt fyrir allar sínar miklu hugleiðing- ar. Tilkomumikil erþví saga hennar ekki. En óeðlileger ekki hægt að segja að niður staða höf sé. F*eir eru margir, sem lenda í raunum og þroskast lítið. Aðrar persónur enÓlöf eruóljósar enda sjást ekki öðruvísi en gegnum hennar lituðu sjónargler. Aðalhugsun sögunnar er þetta: Ást- laus, holdleg sambúð karls og konu, niðurlægir manninn; drepur hann smátt og smátt, þrátt fyrir allar vfgslur og yfir söngva; en hrein ást og sterk göfgar manninn hins vegar og upphefur, jafn- vel þó hún sé f meinum. Um hvor- tveggju hliðina gefur höf. skarpar og skýrar bendingar, en hvorug ter lýsttil verulegrarhlýtar. Til þess vantar, meðal annars, það að ást Þórhalls sésvo sterk að verulega reyni á þolrifin þar, sem ástin er. — Höf. virðist heldur ekki hafa komið auga á, að hjónabandið hefir annan og stærri grundvöll en kynsást- ina. — Úrræði Ólafar að lifa áfram í hjónabandinu, en í fjandskap við mann- inn, er líka vafalaust hið vesælasta sem hugsast getur, enda fært út í óeðlileg- ar öfgar að sumu leyti. Rétta úrlausnin á svona löguðu hjúskaparstríði, er vafa- laust annaðhvort að slíta hjónabandinu til fulls, eða þá þoka því yfir á hinn stærra grundvöll þess, að byggja það upp að nýju á almennum mannkærleika. Retta gera líklega fleiri en höf. grunar, að inéira eða minna leyti. Og yfirleytt mátti kasta yfir efnið miklu meira ljósi, hver niðurstaðan, sem tekin var. Um málið á sögunni verður hér fátt sagt. Aðalgallinn er, að það ber efnið oft og tíðum ofurliði. Höf. hefir ekki lært að takmarka sig svo vel sé, kann ekki það, sem sr. Matth. kallaði einu sinni svo heppilega «sparsemi listarinn- ar.» Hann er því einatt of langorður, þrátt fyrir fyrirtaks kjarnyrði og siáandi líkingar, sem oft sýna meira í einu orði eða fáum leiftrum en langar lýsingar, en framleiða á hinn bóginn glamurhljóð þegar þeim lendir mörgum saman, um líkt eða sama efni. Smekkurinn er ekki fínn eða næmur. Aðrar eins hugleið- ingar og á bls. 68, eru t. d. alveg ó- færar af Ólafar hálfu. Og önnur eins líkingar og »brunnvök táranna«, stend- ur mjög langt að baki hinu gamla, fal- lega orði »táralind.« Á þessum og fleiri stöðum, ber fullmikið á vilja til að vera frutnlegur. Sá frumleiki sem er tilgerður, er sjaldan eða aldrei mik- ils virði. ' En þó ýmislegt megi að málinu á bókinni finna, ber það |>ó vott um að málsgáfa höf. er í framför en ekki aft- urför. Qallarnir eru ekki aðrir eða stærri en á fyrri ritum höf.; og málið er á annan bóginn, víða hreimfegra enn flest annað, sem eftir hann liggur. Honum hefir víða tekist að töfra inn í það, sjálf- rátt, eða ósjálfrátt straumþunga niðinn frá háfjöllunum, sem hann er alinti við Retta sýnir að höf. eru að opnast nýj- ir heimar málsfegurðar. Og yfirleytt mun mega fullyrða, að þessi höf. sitji inni með meiri hæfileika til að rita kraftmikið, hljómfagurt mál en nokkur annar nú- lifandi íslendingur. »Ólöf í Ási» er gallamesj af sögum þeim, er hér hafa verið ræddar. En engum sem skin ber á skáldskap ætti að dyljast það, að hún er borin fram af mestu skáldaeðli. Eldur tilfinninganna er miklu mestur og sterkastur; leiftrin af þeim eldi víða einkennilega björt og fögur; loginn stundum rólegastarfsamur — líkt og straumþunganiður fjarlægra vatna. Sigurjón Friðjónsson. Þingmenska Dr. Valtýs. «Lög- rétta» segir að sér sé skrifað frá Kaup- mannahöfn, »að Björn ritstjóri hafi skrif- að Dr. Valtý, og skorað á hann að leggja niður þingmensku, þegarfyrirþing svO þeir losni við að gera kosningu . hans ógilda á þinginu.» Svo mörg eru þau orð. Rað er ekki verið að fást um hvort nokkur ástæða sé til að ógilda kosningu Dr. Valtýs. Pað á bara að gera það svona orðalaust.!!! Dr. Valtýr kvað nefnilega, vera fylg- ismaður Frumvarpsins óbreyttur. En hver hefði trúað fyrir tæpu ári síðan að Ísafoldar-Björn mundi kveða upp sKkan dóm yfir þingmensku hans? Stefn ubreytingar Pjó ðrœ ðismanna og Kúvendingar „Norðurlands“ Framh. í öðru tölubl. sem út kom af «N1.» byrjar hann að skrifa grein með fyrir- sögninni «Yfirlit og horfur*. Grein þessi er að ýmsu leyti eftirtektaverð, og væri ekki úr vegi, að hinn núver- andi ritstjóri «N!.s« vildi athuga kafla úr henni og sjá hvernig sú grein kem- ur í bága við kenningar blaðsins nú. P. B. skoðaði svo að vér hefðum gott af sambandinu við Dana og skal eg birta kafla úr þeirri grein lesendunum til fróðleiks. »Pess er þá fyrst að gæta, að á hin- um síðari árum hefir gersamlega horf- ið allur tortrygnisandi, gagnvart sam- þegnum vorum Dönum, og svo get- um vér nú hleypidómalaust skilið stöðu ráðgjafa vors í ríkisráðinu. Pað er nú vaknaður sá andi hj i þjóðinni að sam- bandið við Dani geti verið oss til hamingju að vér getum lært mjög mik- ið af samþegnum vorum sem nú eru með fremstu þjóðum að menningu og manndáð. Vér skiljum það nú, að það er eigi aðeins sómi fyrir okkur að ráð- gjafi vor á sæti í ríkisráði konungs, og er því eins rétthár og aðrir ráðgjaf- ar konungs, heldur og að það getur orð- ið oss að stórgagni, þar eð hann getur talað máli voru og, ef þörf er á, hald- ið þar fram rétti landsins. Pað hefir áður verið eins og vér værum fæddir með þeim álögum að bera þungan mylnustein um hálsinn, en nú erum vér komnir úr álögunum, og er það að þakka vaxandi þroska sjálfra vor og svo góðvildaröldu sem síðustu árin hefir gengið yfir Danmörku í vorn garð, og vinarorðum eins og þeim: «Island er gimsteinninn í hinni dönsku krúnu.« Er þetta ekki nokkuð ólíkt því, sem »NI.» heíir flutt nú í seinni tíð um samband vort við Dani og ríksráðsset- una. Ríkisráðssetan er nú kölluð »inn- limun« og állir þeir menn sem láta rik- isráðssetuna liggja á milli hluta og ham- ast ekki móti henni «lnnlimunarmenn.« Tortryggnisandi er vakinn upp gagnvart Dönuin, og þjóðinni talin trú um að bezt væri fyrir íslendinga að hafa sem allra minst saman við þá að sælda, og og helzt að þjóðin fengi fullan skilnað við Dani, hún væri fyllilega megnug að spila upp á sínar eigin spýtur. P. B. var ekki fyrri fallinn í valinn en nýr maður fór að rita í «N1«. hverja grein- ina á fætur annari, sem gengu í gagn- stæða átt að mörgu leyti við skooanir P. B. og hafði sá maður þó haldið einna mest fram P. B. og barist öfluglega fyr- ir því að hann kæmist inn á löggjafar- þing íslendinga. Maður þessí var Guðm. læknir Hannesson. í »Nl.«hélt hann því fram að vér ættum heldur að fá fullan aðskilnað við Dani og gaf hann stuttu síðar út ritgerðir þessar í endurbættri útgáfu með nafninu »1 afturelding* Petta eitt út af fyrir sig ásamt ýmsu fleiru er sláandi dæmi sem sýnir stefnu- breytingar flokksins. Ýmist kom fram mismunandi skoðanir á örstuttum tíma hjá einstökum mönnumog stundum hjá flokkum í heild sinni. Pað er næstum óútreiknanlegt, hvað markmið flokksins er, það sýnist svo sem hann aki segl- umeftirvindi ognafnabreytingin áflokkn- um hvað ofan í annað er ein sönnun- fyrfr þvf að svö sé. P. B. áleit að sam- bandið við Dani gæti orðið oss til heilla og hamingju og að ríkisráðssetan gæti orðið oss að stórgagni. En G. H. vill helzt með flokksbræðrum sínum að vér slítum sambandinu við Dani og ríkis- ráðssetan sé innlimun. Með öðrum orð- um. Pjóðræðisblöðin hafa komið fram sem samkomulagsspillir gegri íslending- um og Dönum, það sýndi sig bezt hvernig þau reyndu að spilla heimboði þingmanna okkar til Danmerkur ásamt ýmsu fl. Framkoma flokksins hefir verið aðslítabræðraböndin enekkiaðbinda þau. Meiri ósamkvæmni er varla hægt að hugsa sér, en í stefnu þeirra manna er nú þykjast vera leiðtogar lýðsins (Land- varna-Pjóðræðismanna) og skoðunum P. B. í því efni. En svo er bezt að halda áfram og athuga það, sem P. B. skrif- ar stuttu eftir með yfirskriftinni «Enda- lok baráttunnar« Grein sú væri gott umhugsunarefn fyrir »N1.« ásamt allan flokkinn í heild sinni. Par er haldið fram ríkisráðsset- unni, búseta ráðherrans hér á landi og að vér þurfum að fá frið í landið. Rétt- indi íslendinga að hafa ráðgjafa í ríkis- ráði konungseru mjög mikilsverð stjórn- arskipulag réttindi«. Lík skoðun segir P. B. að hafi komið fram á þjóðfund- inum 1851 «íslendingar hljóti að eiga erindisreka af sinni hendi hjá konungin- um«. Pessi erindisreki átti að vera ráð- gjafi og átti að eiga sæti í ríkisráði konungs (þjóðfundartíðindi 1851 bls.505 506 og 510). Á sömu skoðun var Jón sál. Sigurðsson, og með stjórnarskrár- breytingunni 1902, þá er þetta trygt að miklu leyti með því að ráðherra vór hefir sæti í danska ríkisráðinu. — Peir sem því verjast móti ríkisráðsset- unni, berjast um leið á móti skoðun Páls sál. Briems og Jóns sál. Sigurðssonar. Síðar i greininni segir P. B. »Vér þurf- um að fáfrið innanlands«. Ef Landvarn- ar-þjóðræðisblöðin hafa brotið nokkra kenningu P. B. þá hafa þau brotið þetta boðorð. Sífeldar árásir á stjórniua og meiri hluta þingsins hefir verið þeirra »daglegt brauð« og svo alþekt að ekki þarf orðum um það að eyða. P. B. telur búsetu hinnar æðstu stjórnar í landinu stóran kost fram yfir Valtýsfrumvarpið enda hefir ekki um búsetuna verið deilt af hvorugum flokkn- um nú í seinni tíð. Við greinina: «Endalok baráttunnar» skrifar svo P. B, «Skýringar,» Par segir hann meðal annars: »Eg álít ekki rétt, að ráðgjafi eða ráðgjafar velti úr sessi þó að atkvæðagreiðsla á þingi gangi á móti í einstökum málum, en þegar það er orðið Ijóst annaðhvort við kosning- ar eða á annan hátt að þjóðin ber ekki traust til ráðgjafanna. þá getur samvinna á milli þeirra og þingsins eigi orðið til farsældar fyrir þjóðina. Ef þjóðin vill framfarastjórn en ráðgjafarnir eru í- haldsmenn þá eiga þeir að víkja úr sessi. Ef ráðgjafarnir eru framfaramenn, en kjósendur vilja íhaldsmenn til þings þá eiga ráðgjafarnir einnig að víkja.» Pjóðræðisblöðin halda því fram eftir þingið í fyrra 1907 að stjórnin hefði átt að segja af sér af því að þrjú frum- vörp hennar af 50 féllu við atkvæða- greiðsluna. Auðvitað var ekkert'af frum- vörpum þessum flokksmál, sem sýndi sig í því, að menn af báðum flokkum greiddu atkvæði með og móti frumv. í þessu sem svo mörgu öðru er skoð- un þjóðræðisblaðanna orðin á móti skoð- unum P. B. En að álit P. B. sé alveg rétt í þessu efni er vafalaust. Pegar vér nú athugum skoðanir P. B. sem hann setti fram í «NI.» og víða þau fyrstu árin sem blaðið starfaði og þegar vér nú lítum yfir síðustu árganga »Nls.« eftir að P, B. er fallinn frá, þá eru fifnar nfður óbeinlfnis kenningar

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.