Norðri - 21.01.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 21.01.1909, Blaðsíða 2
10 NORÐRI NR. 3 aldrei það er hafa þurfti, því auðsæld biskups fór eftir öðru. Hann gaf Skál- holt til biskupsseturs og lagði stól og dómkirkju feykimikil auðævi í löndum og lausum aurum. Mátti með sanni segja, að hann væri stakur auðnumaður í öllum greinum, og bregður þó rauna- blæ yfir hans síðustu æfiár. Að vísu hélzt þá ennfullur friður á íslandi, svoað víga- ferli og vopnaburður var nálega horf- ið hjá því, sem áður var. Regar hann var hálf áttræður að aldri, tók hann sótt mikla og svo harða, að hold leysti frá beinum hans að lokum. Lá hann í þeim sjúkdómi nær því heilt ár. Hann and- aðist 28. maí 1118 og hafði þá bisk- up verið 36 ár. En í byrjun sóttarinn- ar sendi hann vinum sínum orð til þings og bað þá kjósa til biskups F*or- lák prest Runólfsson; var svo gert, og bjó biskup för hans að öllu, og um alt hlut- aðist hann og sagði fyrir um áður en hann lézt. Má marka innri mann þessa staka manns á tilsvörum hans í bana- Iegunni, svo sem þá er húsfreyja hans spurði, hvort ekki skyldi gera áheit fyrir honum, og hann svaraði: »Pví að eins skal heita fyrir mér, að ávalt auk- ist mín óhægindi, því að enginefni eru í því, að eg skuli beiðast undan guðs bardaga, er svo margt hefir mér að óskum gengið.» Hann bað og að grafa sig hvergi í nándir föður sínum, eins ogfyrer áminst. F*ó var þeirri ósk ekki sint. Svo féll — segir Hungurvaka — mörgum manni nær andlát Oizurar bisk- ups, að aldrei gekk úr huga meðan þeir lifðu. Hefir það og verið allra viturra manna mál, að hann hafi af guðs »góð- gift og sjálfs síns atgerfi« göfugastur maður. verið á íslandi. Svo þótti land- ið drjúpa eftir fráfall hans, sem Róma- borgarríki eftir Gregoríus páfa hinn mikla > Tók þá og við ýms óáran og ófarir um alt land, svo og ófriður og lögleysur, sem þá var nýlunda. Verður á það betur minst í næstu grein, og þá reynt að svara því, með hvaða ráð- um Gizuri muni tekist hafa, svo lengi og sköruglega, að styrkja stjórn lands ins og tryggja frið og farsæld íslend- inga. ,Norðurland‘ og kvenfólkið Eg las nýlega í «Norðurlandi», grein um síðustu kosningar eftir ritstjórann. Mig minnir hún sje í 3. tbl. síðasta ár- gangs. í henni stendur eftirfylgjandi pistill. »Hefði kvenþjóðin og þeir karlmenn allir, sem eldri eru en 21 árs, mátt greiða atkvæði við þessar kosning- ar, þá hefði þjóðarviljinn lýst sér miklu betur. F’á hefðu í allra hæsta lagi að eins 2 — 3 heimastjórnarmenn náð kosn- ingu.» Með þessu virðist ritstjórinn gefa til kynna, að hann sé ktinnugur hug og hjarta kvenfólksins, fram yfir flesta aðra, því -engan hefi eg heyrt tala eða rita af jafn mikilli þekkingu um þetta kyn í pólitískum sökum. Ritstj. fullyrðir þetta. Hvernig stend- ur á því? Er virkilega, að alt kvenfólk geri hvað sem Sigurður Hjörleifsson vill? Ef svo er, þá er sorglegt fyrir hann að hafa ekki tómar stúlkur á þingi, því þá hefði hann verið þar einráður. Máske líka, að ritstjórinn og hans fylgifiskar treysti sér bezt til að hafa áhrif á þann hluta þjóðarinnar, sem óþroskaðastur er í pólitík. Ef það ei þannig, þá er það talað af reynslu úr því hann fullyrðir þetta. F*að væri æskilegt að ritstjórinn gerði grein fyrir þessari fullyrðing með rök- um. H. Þingmálafundur Austur-Húnavatnssýlu. Föstudaginn 8. jan. 1909 var samkv. auglýsingu frá þingmönnum sýslunnar fundur settur og haldinn á Blönduósi í húsi Goodtemplara. Fundarstjóri kos- inn Jónas bóndi Bjarnason frá Litladal, skrifari séra Jón Pálsson Höskuldsstöðum. A fundinum voru rædd eftirfarandi má! og tillögur í þeim samþyktar: /. Búnaðarmál. Tillaga frá J. J. Líndal, samþykt með 30 atkv. gegn 3: Fundurinn skorar á þingmennina að stuðla að því, að sett verði inn í reglugjörð búnaðarskóla á Hólum og Hvanneyri, að þeim einum gefist kostur á að ganga undir burtfarar- próf frá skólunum, sem sýnt geta skýrteini, sem fullnægjandi þykja, fyrir verklegri þekkingu, eða sem gengið hafa undir verklegt próf, sem í því tilefni yrði haldið við áðurnefnda skóla; engum öðrum sé leyft að út- skrifast frá skólum þessum. Að öðru leyti stuðli þeir að því, að verkleg búnaðarkensla sé aukin frá því sem verið hefir. 2. Sambandsmálið: í því kom fram tillaga frá Sig. Sigurðssyni Húnsstöðum : Fundurinn skorar á alþingi að ganga ekki að uppkasti sambandslag- anefndarinnar, nema með gagngerð- um breytingum, svo að ísland verði jafn rétthátt Danmörku. Samþykt með 27 : 1 atkv. Viðaukatillaga frá Árna umboðsm. Árnasyni : Jafnframt krefst fundurinn þess, að í væntanlegu sambandslagafrumvarpi verði skýrt tekið fram: að ísland hafi ekki sameiginleg hermál með Dan- mörku, og að bannað verði að setja upp hervirki á íslandi, að Danir skuld- bindi sig til þess, að stuðla til þess sem auðið er, að ísland verði að alþjóðalögum lýst gersamlega hlut- laust í öllum ófriði, sem koma kann fyrir milli annara þjóða. Tillagan samþykt með þorra atkv. 3. Kosningaréttur. í því máli voru samþyktar eftir- farandi tillögur: a. Fundurinn óskar að kosningaréttur sé veittur öllum körlum og kon- um, sem eru með óflekkuðu mann- orði og fullveðja, og að felt verði burt ákvæðið um útsvarsgreiðslu sem skilyrði fyrir kosningarétti. b. Fundurinn skorar á Alþingi að lækka aldurstakmark til kosninga ofan í 21 ár. 4. Kvenréttindamál. Málshefjandi frk. Margrét Stefánsdótt- ir frá Flögu lagði fram tillögu studda af uudirskriftum 260 kvenna. Fundurinn óskar, að íslenzkar kon- ur fái stjórnarfarsleg og borgaraleg réttindi á sama hátt og karlm. Tillagan samþykt með öllum atkv. 4. Kjörgengi. Tillaga fráMagnúsi kaupm. Stefáussyni. a. Fundurinn óskar að Alþingi færi aldurstakmark fyrir kjörgengi til al- þingis niður í 25 ár. Var samþykt með flestum atkv. Tillaga frá J. J. Líndal : b. Fundurinri skorar á Alþingi að lækka aldurstakmark fyrir kjörgengi til sýslunefnda og hreppsnefnda ofan í 21 ár. Einnig samþykt með meiri hluta atkv. 6. Mentamál. Eftirferflndi tillögur voru bornar fram af Jón Jónssyni Síóradal. Ræddar mikið og að sfðustu samþyktar með öllum þorra atkvæða. a. Fundurinn skorar á alþingi að hlutast til um það, að sú breyting verði gjörð á reglugerð »Hins al- menna mentaskó!a», að hámark ald- urs pilta þeirra, er setjast vilja í 1. bekk skólans verði 18 ár í stað 15; í samræmi við þetta verður þá há- mark aldurs þeirra, sem ganga vilja inn í lærdómsdeild skólans 21 ár í stað 18. b. Ennfremur skorar fundurinn á Al- þingi að gera þá breytingu á fyr- nefndri reglugerð, að utanskólasvein- um veitist heimild til að taka árspróf við greindan skóla. c. Fundurinn skorar á aiþingi að breyta fræðslulögunum svo, að inent- un kennara verði gerð að skilyrði fyrir lands-sjóðsstyrk til barnafræðslu, en ekki launaupphæð þeirra, að minsta kosti meðan ekki er naégur kostur þeirra kennara, sem hafa sérstaka kennaramentun. d. Fundurinn óskar að kqmið verði sem fyrst á heimavistum við kennara- skólann, ekki færri en stjórnarfrum- varp síðasta þings fór fram á, og verði piltar utan R.víkur látnir sitja fyrir Reykjavíkurpiltum við veitingu heimavistanna; um leið skorar fund- urinn á þing og stjórn að hlutast til um, að kennaraskólinn veiti nemend- um húsrúm til sameiginlegs mötu- neytis. e. Fundurinn skorar á alþingi að láta landssjóð bera allan reksturskostnað við kvennaskólann á Blönduósi. 7. Samgöngumál. a. Fundurinn skorar á alþingismenn þessa kjördæmis, að þeir beiti sér af alhuga fyrir því, að alþingi veiti nægi- legt fé til þess, að bryggjan á Blöndu- ósi verði bætt samkvæmt uppástungu verkfræðings Porv. Krabbe. b. Fundurinn skorar á alþingi að hlutast til um, að tafarlaust verði byrjað á akbraut þeirri, sem þegar er ákveðið að leggja í Húnavatns- sýslu, og að hún sé byrjuð við Blönduósbryggju. c. Fundurinn krefst þess að Húna- vatnssýslu verði veittur ríflegur styrk- ur til gufubátsferða um Húnaflóa. d. Fundurinn skorar alvarlega á þing og stjórn að gæta betur en undan- farið hagsmuna sýslu þessarar, hvað snertir skipaferðir um Húnaflóa, og í sambandi við það vekur fundur- inn athygli þings og stjórnar á því, að veita ekki eingöngu hinu sam- einaða gufuskipafélagi styrk til ferða, heldur styrkja einnig til ferða skip annara félaga, svo eðlileg Samkepni geti átt sér stað hér sem annarsstaðar. 8. Skattamál. Fundurinn lætur í Ijósi þá ósk, að skattamálum landsinsverði ekki ráðiðtil lykta, lyr en þjóðin hefir haft tíma til að kynna sér nefndartillögurnar og skapa sér sjálfstæða skoðun á þeim. Fundurinn vill um leið geta þess, að skaðlaust álítur hann þó að á næsta þingi verði ráðið til lykta einstökum frumvörpum, sem ekki standa í beinu sambandi við skattagrundvöllinn. Samþykt með öllum atkvæðum. 9. Fjármálastefna Tillaga frá Sig, Sigurðssyni, Húna- stöðum: Fundurinn óskar þess, að öll nauð- synleg varúð sé viðhöfð í fjármálun- um. Samþykt með öllum atkvæðum. 10. Stjórnarskrárbreyting. Samþykt þessi tillaga: Komi tll umræðu og úrslita breyt- ing á stjórnarskránni, krefst fundurinn þess, að tekið verði upp í hana af- nám konungkjörinna þingmanna, og jafnframt verði með lögum afnum- inn eftirlaunaréttur ráðherrans. 11. Simamál. x Eftirfarandi tillaga samþykt. Fundurinn skorar á alþingi aðveita fé til símalínu frá Blönduósi til Skaga- strandar, á móti fjárframlagi frá sýslu- sjóði Austur-Húnavatnssýslu og Vind- hælishreppi. 12. Verzlunarmál. A. Fundurinu skorar á alþingi að geranýja tilraun í þá átt að auka álit og verðmæti íslenzkra landbúnaðar- afurða á heimsmarkaðinn. B. Komi til þingsins beiðni frá kaup- félögum landsins, um styrk til að halda sérstakan verzlunarerindisreka erlendis, óskar furdtirinn þess,að þing- ið taki vel í það. Báðar þessar tillögur samþyktar. 13. Breyting á horfellislögum Kom fram svohljóðandi tillaga og var samþykt. Fundurinn skorar á alþingi að breyta horfellislögunum 8. febr. 1900, þannig að hægt verði að útskurða eða dæma í sekt fyrir öll brot á þeim. 14. Eftirlaun. Pessi tillaga í eftirlaunamálinu var samþykt: Fundurinn skorar áþingið að afnema öll eftirlaun, en gera embættismönn- um að skyldu að tryggja sér lífeyri. Pá hér var komið málunt, var komið langt fram á nótt, hafði fundurinn stað- ið að mestu lottilaust síðan um eða fyr- ir miðjan dag, með allntiklu fjöri, sagði þvt fundarstjóri fundinum slitið. Fundarmaður. Gunnlögur Oddsen. verzlunarmaður hér í bæ fanst örendur að húsabaki á Oddeyri að morgni dags 17. þ, m. Haldið er, að hann hafi orð- ið þar bráðkvaddur kvöidið áður. Gunnlögur heitinn var ættaður af Austurlandi. Bjó faðir hans á Ketils- stöðum í Jökuldalshlíð, var hann sonur Gunnlögs Oddsen dómkirkjuprests. Hann kvæntist fyrir rúmum 20 árum Margréti Gnnnlögsdóttur, systur stórkaupmanns Jakobs Gunnlögssonar og eignuðust þau 3 börn, sem öll eru á lífi. Einn sonur uppkominn, Halldór Oddsen verzlunar- maðnr á ísafirði og tvær systur komn- ar yfir fermingu; eru börn þessi mann- vænleg og efnileg, svo sem þau eiga ætt til. Gunnlögur heitinn var mesta lipur- menni og vel látinn, listaskrifari og vel fær reikningsmaður. Hann þótti á síð- ari árum hneigjast til víndrykkju, en var þó oft bindindismaður tímum sam- an. Konu sína misti hann fyrir ári síðan. Með hógværð og hávaðalaust, skund- aði tnaður þessi lífsbraut sína, með frið- semis dæmi góðmennis, sem engan öfundar og við engan er að metast og hvergi skilur eftir beiskju eða ógró- in sár. í kyrð fór hann héðan og íslenzk frostnótt lagði yfir hann líkblæjuna. S. Varðskipið «Islands Falk» fór frá Færeyjum 18. þ. m. áleiðis tll íslands.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.