Norðri - 21.01.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 21.01.1909, Blaðsíða 3
NR. 3 NORÐRI. 11 Tillögur um skattamál íslands VI. Um sveitargjöld. Samkvæmt 2. gr. laga 31. júlf 1907 er það eitt af verkefnum skattamálanefndar- innar að athuga, hvort haganlegt muni vera að breyta gildandi ákvæðum um sveitargjöld. Oæti þá legið nærri, að taka jafnframt bæjargjöld í kaupstöðum til athugunar, enda er það vitanlegt, að í þat að lútandi lagaákvæðum er allmik- ið ósamræmi og þeim áfátt í ýmsum greinum, svo að full þörf væri á að endurskoða þau. Nefndin verður þó að telja eðlilegast, að bæjarstjórnirnar hafi frumkvæði í þeim málum eins og öðr- um, er bæjarfélögin varða sérstaklega. Ennfremur eru líkur til, að skoðanir kaupstaðaborgara um gjaldaálögtil bæjar- þarfa séu næstu sundurleitar, svo að fyrir þá sök þurfi lengri tíma til að undirbúa hagkvæm lög um það efni en skattamálanefndinni er ætlað að starfa. Af þessum ástæðum bindur nefndin að svo stöddu-tillögur sínar við sveitar- gjald í eiginlegum skilingi, eða með öðrum orðum gjöld til sveitarsjóða í hreppum. Hinn eini fasti skattur, sem nú er greiddur í sveitarsjóð, fyrir utan hunda- skattinn, sem ekki er beintá lagður í því skyni að afla sveitarsjóði tekna, er fátækratíundin af fasteignum og lausafé. Eftir reikningum sveitarsjóðanna fyrir árið 1902—1903 er upphæð tíundar- innar 22411 kr., en við hliðina á tíund- inni er aukaútsvar eftir niðurjöfnun að upphæð 241189 kr. Þetta sýnir að fastir skatturinn er jafnvel ekki */io móts við niðurjöfnunargjaldið. Og eftir því, sem úigjöld sveitarsjóðanna aukast, og þá um leið sú upphæð er jafna þarf nið- ur áriega hlýtur tíundin, sem að miklu leyti stendur í stað, að verða tiltölu- lega minni hluti teknanna. Þetta fyir kom.ulag er næsta óhagfelt fyrir það, hversu niðurjöfnun eftirefnum ogástæðum er miklum vandræðum bundin. Og þeir annmarkar hljóta að koma því fremur í Ijós því meiri sem upphæð sú er, sem þarf að fást á þann hátt. Fyrst og fremst getur ekki hjá því farið, að menn þeir sem um það mál fjalla, séu misjafn- lega vandvirknir og samvizkusamir, og hafi þar að auki mismunandi skoðanir um, hvað aðallega beri að Ieggja til grundvallar fyrir gjaldaálögum, og loks er oft og|tíðum mikill misbrestur á því, að menn þessir hafi svo náinn og við- tækan kunnugleik, sem nauðsynlegur er, til þess að trygging sé fyrir því, að niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum, sem ekki er neinum reglum eða tak- mörkum bundin, fari jafnan vel úr hendi. Þótt ekki verði hjá því komist að halda slíkri niðurjöfun að einhverju Ieyti, er það þó hagkvæmt, að hún sé sama semeina leiðin til að útvega sveita- sjóðum aukatekjur. Nú er það fyrir- sjáanlegt, að útgjöld sveitarsjóða og sýslusjóða fara vaxandi, ekki að eins fyrir almenna framsókn þjóðarinnar, heldur einnig fyrir það, að með lögum ern stórvægilegar byrðir lagðar sveitar- félögum á herðar, til dæmis til fræðslu- mála, vega o. fl. Það verður því að teljast öidungis nauðsynlegt að auka fast- ar tekjur sveitarsjóðanna, og kemur þá til álíta, hverjir tekjustofnar séu hag- kvæmastir. Því hefir verið hreyft, að haganiegt gæti verið að veita sýslunefndum heintild til að leggja toll á aðfltitta vöru í viðb ót Hús til sölu með kostakjörum. Nýtt og vandað hús við Strandgötuna á Oddeyri 20><15 al. einlyft, mjög rúmgott og haglega útbúið, verzlunarbúð niðri, með stórri skrif- skrifstofu og geymsluklefa. Hús á Oddeyri, 16X9 al. með stóru geymsluhúsi og pen- ingshúsi, alt í mjög góðu ástandi. Verðið er afar lágt. — Borgunarskilmálar ágætir. — Selt sakir pen- ingaskorts og atvinnubreytingar. — Stórgróði fyrir þá sem kaupa. — Umboðs- maður seljanda er Björn Líndal cand. jur., Brekkugötu 19. Heimastjórnarfélag Akureyrar heldur samkomu 1. febrúar næstkomandi. Öllum flokksmönnum, þótt utan félags séu, gefst kostur á að taka þátt í samsætinu. Björn Líndal. fónas Gunnarsson. Eggert Stefánsson. við tollgjöld til landssjóðs. En það er hvortveggja, að eins og nú stendur, verður landssjóður sakir eigin þarc?. að fara á fremstu grös í tollálagningu á einstakar vörutegundir, enda mundi sú tilhögun, sem hér er bent á, reynast örðug í framkvæmdinni fyrir það, að menn sækja iðulega verslun til kaup- túna utan sýslu, og yrðu þá að greiða tollinn til annars sýslufélags, en þeir væru búsettir í, það getur því í þessu sarn- bandi naumast verið umtalsmál um ann- að en beina skatta, og er nefndin þá ekki í neinum vafa um, að þeim verði bezt hagað á sama hátt og lagt er til um landssjóðsskatta. Til grundvallar fyr- ir þeim tillögum liggur sú viðleitni, að gjöra öllum stéttum og atvinnuvegum sömu skil. Og þó að reyndin svari ekki til hugsjónarinnar þegar í stað og fyrst um sinn, þá er markið sett, sem allir geta stefnt að, og markmiðið er það, að enginn, eða sem fæstir, dragi sig í hlé að bera sameiginlega útgjaldabyrði. Þessum tilgangi er einmitt hægra að ná með því, að láta sveitasjóði hafa sömu gjaldstofna og landssjóð, með því að síður er hætt við undanbrögðum í tilliti til sveitargjalda fyrir kunnugleika innsveitamanna, og sakir þess að allur undandráttur einstakra manna kemur þá fram við samsveitunga þeirra í auknum gjöldurn. Þetta á einkum við þá skatta, sem bygðir eru á framtali, svo sem tekjuskatt og eignarskatt. Um fasteignar- skatt er að þessu leyti nokkuð öðru máli að gegna. En aftur eru aðrar gild- ar ástæður til þess að láta sveitarsjóð hafa beinar tekjur af öllum fasteignum, sem liggja í hreppnum. Auk þess sem það er eðlilegt, að fasteignirnar séu ein af aðaltekjustofnum þeirra sveitarfélaga, þar sem þær liggja, svo er það og nauðsynlegt til þess að tryggja tjár- hagslegt sjálfstæði þeirra, þegar svo stendur á, að margar jarðir í sama hreppi, eru eign utansveitarmanna, er byggja þær félausum mönntim, sem ekki geta borið nema lítið aukaútsvar, með því að heimildin í 36. gr. sveitarstjórn- arlaganna, að leggja aukrútsvar á ábúð á jörð eða jarðarhluta og leiguliða-af- not af jörðu, þótt engin ábúð fylgi, kemur þá ekki að fuliu haldi. Að því er snertir tekjur sýslusjóðs, þykirréttað halda óbreyttu því fyrirkomu- lagi, sem nú er, að láta þau gjöld greiðast úr hreppssjóðum eftir árlegri niðurjöfnun sýslunefnda. En reglum fyr- ir þeirri niðurjöfnun þarf auðvitað að breyta í samrærni við þá tekjustofna, sem gjöldin leggjast á. Ljósmóðir í 50 ár. 14. þ. m. heimsóttu nokkrar konur þessa bæjar húsfrú Guðnýu Jónsdóttur, konu Friðbjarnar bóksala Steinssonar í tilefni af því, að þann dag hafði hún tekið próf í yfirsetukvennafræði fyrir 50 árum, með 1. einkunn. — Húsfrú Guð- nýju hafði hepnast það starf mæta vel; hún er góðlynd, stilt og þrekmikil kona. Hún liefir tekið á móti nær 1000 börnum. Fyrir þrem árum lét hún að mestu af yfirsetukonustörfum sökum heilsubrests, þá orðin vanfær til ferða- laga, enda er hún nú hálf áttræð að aldri. x. Úr Eyjafirði — fram. Hér í Hólasókn er almenn heilbrigði nú uni þessar mundir. Á Þorláksdag síðastliðinn andaðist Hall- dóra Randversdóttir, kona Sigfúsar bónda Jónssonar á Arnarstöðum, eftir langa legu. Tíðarfar hefir verið afar óstilt undanfar- andi tíma, einlægir ofsar, og sk'iptast á hláku- blotar og hríðar, er nú vont til jarðar á fremstu bæjum. Þingmálafundur Austur-Húnvetninga. Sakir rúmleysis í blaðinu verða athuga- senidir við fundargjörð þeeea að bíða næsta blaÖs. Norðurland og landsreikningarnir. Landsreikningurinn fyrir árið 1907 er nú kominn út og hefir tekjuhallinn á árinu orðið 88076, kr. 11 au. »Norðurland» virðist vera mjög hróð- ugt yfir þessu, og telur að nærri liafi farið spásögn sinni um það mál. En því miður hafa spádómar Norðurlands verið svo margir og sundurleitir, bæði um þetta mál og önnur, að ekki er gott að gizka á við hvern þeirra blaðið á, En ef tekinn er sá spádómurinn, sem mest hefir verið haldið á lofti, að við- lagasjóður yrði jetinn upp, þá skýtur hér allmjög skökku við. Sé tekið tillit til þess, að á fjárlög- unum er tekjuhallinn áætlaður kr. 147400,32 og aukafjárveitingar og út- gjöld samkvæmt nýjum lögum hafa numið kr. 458114,32, eða þetta til sam- ans kr. 605544,50, verður éigi annað sagt með sanni, en að niðurstaðan sé ágæt. í sambandi við þetta getur >Norð- urland» þess, að konungsfagnaðurinn í fyrra hafi kostað landið rúm 300 þús. kr. Þetta getur nú heitið að kríta lið- ugt, því til þessa gengu rúm 220 þús. krónur. Líklega hefir <'Nl.«komið kostnaðin- upp í 300 þús. kr. með því að telja til hans vegabætur og húsabætur, sem gerðar voru í tilefni af konungskom- unni, en landið þó hefir varanlegt gagn af. Slysfarir. í gærdag, kl. milli 3 og 4, druknaði í Kollafirði syðra Guðmundur bóndi Kolbeinsson á Esjubergi á Kjatarnesi, á heimleið frá Reykjavík, og með honum tveir karlmenn og tveir kvenmenn. Ofsaveður hafði verið og hvolfdi bátnum og sökk hann á svipstundu. Var það upp við landsteina. — Guðmundur er sagður að hafa verið mesti dugnaðar og myndarbóndi. (Símfrétt.) Ferðamenn í bænum. Karl Sigurgeirsson óðalsbóndi á Bjargi í Miðfirði og Jóhannes Jóhannesson bóndi á Útibleikstöðum við Miðfjörð. komu hingað til bæjarins með sunn- anpósti síðast, og verða honum sam- ferða heimleiðis aftur 28. þ. m. Þeir eru báðir eindregnir frumvarpsmenn. Margar tegundir af KAÐLl, °g mÍög góður TJÖRU- HAMPU R fæst í verzlun Snorra Jónssonar. Steinolfutunnur, hreinar, kaupir J. V. Havsteensjverzlun á Oddeyri, sem áður, með hæzta verði. Priggja krónu virði fyrir ekki neitt í ágætum sögubókum fá nýir kaupend- ur að VIII. árg. »Vestra» ef þeir senda virði blaðsins (kr. 3,50) með pöntun. Arg. byrjar 1. nóv. otsölumaður á Akureyri er Hallgrímur Pétursson bókbindari. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur. fiæjarstjórn höfuðstaðarins gerir ráð fyrir að útgjöld- bæjarins þetta ár muni neina 146099 kr. 59 au. Verður það 14 kr. og 60 aurar á hvern íbúa Reykjavíkur, ef þeir eru taldir 10000. Samkvæmt fjárhags- áætlun Akureyrar komu þó ekki nema hér um bil 10 kr. á mann og þykjaþó útgjöld- in full há. Sjúkleiki er enn mikill í Skagafirði, Tauga- veiki geysar úti á Skaga. — Nýlega eru þar dánar úr henni tvær fullorðnar dæt- ur merkisbóndans Sigurðar Gunnarssou- ar á Fossi, en yngsta " dóttit hans og kona liggja mjög þungt haldnar. Einka son sinn, Björn að nafni, misti Siguið- ur í fyrravor, hann var við fuglaveiðar í Drangey og hrapaði þar til bana. — Barnaveikin legst þungt á, fram í firð- inum, en þar hefir Sigurður læknir Páls- son yfirtök til þessa, svo enginn hefir enn dáið. Sýslufundur Skagfirðinga byrjar 24. þ. m. Er ráð gert fyrir að þingmálafundur verði haldinn að honum afstöðnum. — Kaupfélag Skagfirðinga byrjar aðalfund sinn 1 febrúar. Heimastjórnarfélag Akureyrar hélt aðalfund siun á þriðjudaginn er var. í stjórn félagsins voru kosnir þeir Björ- Lindal cand. jur„ Eggert Stefánsson símrit- ari og Jónas Gunnarsson kaupmaður. Ráðherra Hannes Hafstein er væntanlegur í nótt til Reykjavíkur með Vestu. (Símfréft).

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.