Norðri - 21.01.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 21.01.1909, Blaðsíða 1
*o Ritstjóri: BJÖRN LÍNDAL Brekkugata 19. IV. 3. Akureyri, fimtudaginn 21. janúar 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6. Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriöjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. Pósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kí. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Með öllum mjalla. ? Læti þessa «heilaga fólks» af vorum ættum, austan hafs Og vestan, ganga, svo langt úr hófi, að við sem þykjumst hafa fulla greind og skilja betur maun- kynssöguna, spyrjum oft ósjálfrátt, hátt og í hljóði: «Er fólk þetta með öllum mjalla?» og ekki bæta «trúboðarnir», heldur eru að því leyti hættulegir að þeir heilla og trylla í laumi og draga til sín hina einföldustu stétt mann- félagsins, en koma lítið eða ekki fram opinberlega, Þeirra Jerúismi er fyr- ir sig, þótt hann setji alföðurinn, sem Jesús boðaði, bak við tjaldið. En skaðlegust og heimskulegust er kenn- ing þeirra um stafréttan innblástur biflí- unnar, sérstaklega gamlatestamentisins, því það er baimeitruð kenning fyrir alla guðstrú vorra tíma og vinnur kristninni meira niðurdrep en allur inatríalismi. Hann neitar þó hvergi þeim miklu sann- indum allrar siðafræði, að eins ogmaður- inn sáir muni hann uppskera. Með þeirri steinblindni að neita öllu 'þekkingarljósi nútímans um rétt og skyldu, að skýra með skynsamlegum rökum og ransóknum hið mikla moldviðri, sem öld eftir öld varn- aði mönnutn að vita neitt greinilega um efni, sögu og tilorðning hinna gömlu bóka Oyðinga, kippa þessir missjóna- menn smátt og smátt fótunum undan allri guðstrú. Þetta fullyrða með oss hinir beztu kennimenn í löndunum, jafnvel í Noregi (þeir Klavenes) og á Skotlandi (Dr. james Robertson o. m. fl. En sárast og hraparlegast er að lesa biflíuvarnir hinna steingjörðu landa vorra í Vesturheimi. Þá kastar tólfunum! Enginn skyldi fagna sigri fyrir tímann. Eg man svo langt, að hinn gamli vin- ur minn, höfuðprestur Vestur-íslendinga, hló að «norsku Synódunni.» með henn- arofrembingsöfgar.Hvernig er mj komið? og það á «frelsisins fimbu!storð!» Auð- vitað hlýturfljótlega að koma afturkippur í þessa bernskulegu kirkjupólitík, sem eg hugsa mérframkomnasumpart fyrir mót- setningar ogvaldakepni, ensumpartvegna hins ríka kirkju- oddborgara mann- félags í kringum þá. Með slíku, og þótt minna væri, getur mörinum, eink- um geðríkum, smám saman blindast svo sjónir, að það sem áður sneri fram, sýnist nú horfa aftur! Hér heima megum vér allir /inir ljóss og frelsisv fagna því, að völdustu guð- fræðingar og kennimenn lands vors hafa allir hækkað í embættum og eiga fáa eða enga öfundartnenn yfir höfði sér. Ogþó heyrum vér aðblaðið <Bjarmi« og þess mis-sjónabræður hafi þegar þungan hug til þeirra herra, hins nýja biskups, og hinna nýju kennara presta- skólans. En sé þetta satt, má tnikið vera, að sú árás roti ekki fyr þá sjálfa en hina. Þið Ijósfælnu menn, sem dirfist að kenna, að guðs eilífu opinberun hafi verið lokið fyrir 2000 árum, og inn- blásin rit, og allir dásamlegir hlutir, hafi endað með Opinberunarbókinni, (sem enginn skilur)! Þér Ijósfælnu menn, farið upp í Surts- helli, þar sem engin hádegissól skín-og hafið með ykkur «Bjarma» og aðrar útbrunnar kolatýrur. Varizt að ganga í Ijósinu og eins og á degi, því að telj- andi eru þau «trúarsannindi» ykkar, sem tíminn hefir ekki talið, vegiðogdæml! Matth. Jochumsson. Frá ,guHöíd( Islands. Eftir M. J. III. Isleifur biskup og Gissur sonur hans. Loks kom að því, að landsmenn kjöru mann til að fara utan og taka biskups- vígslu. Sá maður var ísleifur sonur Gizurar hvíta, þess er með kristnina kom ásamt Hjalta Skeggasyni. Þá var ísleif- ur fimtugur og þá fyrir alllöngU orð- inn prestur og goðorðsmaður í Skálholti. Hafði faðir hans snemtna ætlað honum að verða löndum síiuim til nytsemdar og stoð og stólpi hins nýja siðar. Fór hann utan með hann ungan og fól hann til fósturs, góðri abbadís í Herfurðu á Saxlandi. Kom hann aftur út fulltíða maður, prestvígður og vel lærður. Um þær mundireða skömmu síðar mun Oiz- ur hvíti hafa andast, tók ísleifur prestur þá við búi og mannaforræði í Skálholti og staðfesti ráð sitt með göfugn konfangi. Í Flateyjarbók er lítill, en merkilegur þáttur um bónorð ísleifs, og set eg hann hér (með lítið breyttu orðfæri): Ettir ráði frænda sinna, reið ísleifur norð- ur til Ásgeirár í Yíðidal. Hann hafði frítt föruneyti. Á Ásgeirsstöðum bjó þá Þorvaldur Ásgeirsson, maður stór- ættaður, því að þeir frændur voru ná- skyldir Ólafi helga, og móðir Þorvald- ar var dóttir Ingimundar gamla. Dalla hét dóttir hans, hin fríðasta mær. Þeir ísleifur komu þar snemma dags. Bóndi tók þeim vel og battð þeim til stofu. ísleifttr bað þá talast við fyrst ogmælti: Svo er ástatt, að eg fer bónorðsför og bið dóttur þinnar. Góðar fréttir fara af þér, segir bóndi, en svo vil eg svara máli þínu, að þú skalt ráðast norður hingað, ef þú vilt festa ráðahaginn. Hinn svarar: Eigi get eg að mér sýnist það, að láta staðfestu mína, mannaforráð og sveit; muntim við heldur skilja. Síðan sneru þeirhestum sínum ogriðu. En hún Dalla var uppi á heydys og var hin vænligasta kona; gekk Þorvaldur þang- að. Hún mælti: Hverir menn komu oss ókunnir? Hann segir henni það. Hún mælti: Hvert var erindi þeirra?Hann sagði, að bónorðsför var til hennar. Hún mælti: Hverju svaraðir þu? Hann seg- ir henni það. Hún mælti: Eigi hefði þetta fyrir staðið, ef eg hefði ráðið. Hann svaraði: Ertu þess mjög fús? Hún svarar: Fyrið það mun ganga, því að eg hefi þá metnaðargirnd, að eiga hinn bezta manninn og hinn göfgasta soninn með honum, er á íslaudi mun fæðast. Þykir mér ekki óráðlegt að gera för eftir þeim. Þorvaldur fylgdi ráðum dóttur sinnarog sendi á eftir biðlinum; féll þá alt í Ijúfa löð um ráðahagmn. Kom það frarn, er hún fyrir sá, hvor- tveggja og var hún skörungur mikill þótt jafnan yrðu forráð þeirra þröng og vandasöm, er hann var biskup yfir öllu landi og þau þurftu jafnan að fæða fjölmenni og hald a stórveislur, en tekjurí litlar, er tíundir guldust eugar. Þv miður eru litlar sögur til af þeimfeðg- um Isleifi og Gizuri, utan þættir einir, eins og þessi, annar í Kristnisögu, og hinnlengstiíHungurvöku. Þarerísleifi lýst svo: Hann var vænn (fríður) maður að áliti og vinsæll við alþýðu, alla æfi réttlátur og ráðvandur, gjöfúll og góð- gjarn, en aldrei auðttgur, í Jóns sögu hitis helga stendur þessi grein: Það var Jóni biskupi jafnan að orðum, þeg- ar minst var á ísleif biskttp: ísleifur biskupfóstri minu var allra manna vænst- ur, allra mauna snjallastur, allra manna beztur. Þá svöruðu þeir, er áður höfðu talað: Hver gat nú, herra, ísleifs? Hinn helgi Jón svaraði: Hans mun eg ávalt minnast, er eg heyri góðs mannsgetið. Isleifirr var til biskups vígður þá er hann var fimtugur að aldri. Voru þá 56 ár liðin frá því er faðir hans stóð á lögbergi og boðaði kristnina. Vígsluför ísleifs var erfið, en um leið hin mesta frægðarför, varð hann fyrst að finna Henrik keisara og fá vegabréf suður til páfa. Hanngaf keisarahvítabjörn, er þótti hiu mesta gersimi, og greidd- ist ferð hans vel. Getur sagnaritarinn Adam af Bremen um hann og sigurför hans með miklu lofi. Kallar hann ísleif »hinn helgasta mann». Vígsluna tók hann hjá Aðalberti erkibiskupi í Bre- men. Koiuu þau orð til frá páfa, að Isleif skyldi vígja á hvít-drottinsdag, og kvaðst páfinn þess vænta með guðs miskunn, »að þá myndi lang- gæðust tign vera að þeim biskups- dómi, ef hinn fyrsti biskup væri vígð- ur til íslands áþeimdegi, er guð prýddi. alla veröld með gift heilags anda. ís- leifur var 24 ár að stóli og hafði — segiv Hungurvaka — »mik!a nauð í sínum biskupsdómi, fyrir sakir óhlýðni manna«. Lágu þar nóg rök til: sífeldir afturkipp- ir til hins fyrri ójafnaðar, blótskapar og siðleysis, skortur fjárafla og fylgis ríkis- manna, óvissa í hinum nýja sið, hvað lög skyldi vera, vandræði í stjórn kirkna og skipulagi, vankunnáttu og fæð klerka ásamt víðáttu landsins. Og enu bættist við sá órói er stóð af hinum lausu og útlendu biskupum, er stundum ónýttu skipanir hins rétta biskups, og buðu vægara eða annað en vera bar. Þó mun Isleifi hafa tekist margt miklu betur en öll Iíkindi voru til; hefir til þess mest hjálpað stilling hans og vitsmunir til stjórnar. Guðrækni hans, þolinmæði og hógværð var viðbrugðið. Því sagði sonur hans, hinn eini maður, sem fær var til og líka kjörinn að leica til sig- urs lífsstríð föðrtr síns. «jarðið mig hvergi i nándir föður mínum, því eg em eigi þess verður að hvíla honum nærri.» Þegar ísleifur biskup lézt voru lið- in 80 ár frá falli Ólafs Tryggvason- ar (o: 1080); var hann jarðaður hjá föð- ur sínum, og kveðst Ari fróði hafa stað- ið yfir greftri hans 12 vetra gamall, það sumar varð engin biskupskosning eftir ísleif, enda var þá Gizur sonur haus er- lendis í förum, Á næsta alþingi kjöru menn Guttorm prest, er ísleifur hafði helzt á bent sér til eftirmanns. En fám dögum síðar kom Gizur á þingið og var jafnskjótt lagt að honum, að taka við biskupsdæmiiiu, enda sagði hinn sig frá er Gizur kom. Hann tók boðinu og þó með nauðung, enda hétu honum allir höfðingjar, að þeir skyldu vera honum hlýðnari en þeir höfðu ver- ið föður hans. Hann fór utan hið sama sumar og alt suður á páfafttnd, fékk þar virðingu mikla og var vígður í Magðeborg í Þýskaiandi, dvaldi í Dan- mörku veturinn eftir og kom svo út snemma sumars. Gizur var 36 ár að stóli og má með sanni segja, að hann einn af af öllum biskupum landsins, hafi jafnt verið biskup og konungur í senn yfir landinu. Hann var og allra manna bezt fallinn til að bera hvert tignarnafn sem skyldi, eins og Haraldur Sigurðsson mælti um hann, er hann var farmaður og kom í höll hans: Hann var manna tíguleg- astur sýnum, mikill og sterkur, blíður í máli og spekingur að viti, og öllum sögum ber saman um, að svo vildi hver maður sitja og standa sem hann vildi En þó sýnist, sem einn kostur hafi þeim mikla manni verið bezt gefinn og það var sá að geta unt öðrum tnönnum að vera sér jafnsnjalla, ef hann sá gildi þeirra. Því að allir landsins vitrustu og beztu menn voru honum ávaltfylgjandi að málum, og þess er hvergi getið, að nokkur byði honum mótþróa eðaóhlýðni. En vel kunni Gizur að bíða tækifær- anna og rasa hvergi fyrir ráð fram. Fyrst um allmörg ár bjó hann á hálfu landinu, því að Dalla var ríklunduð og bjó á sinni hálflendu meðan hún lifði. Eftir tíundarlögtmum beið hann 16 ár, enda var það hið mesta stórmál á þeim tímum, og þykir nálega undraverk, að einn maður mátti slíku orka hjá svo sund- urgreindri þjóð, hefði það og aldrei orðið, ef Gizur hefði ekki ráðið nálega einn öllu á þinginu eða í Lögréttunni. Skifting biskupsdæmisins mun og hafa átt langan aðdraganda, því ekki tókjón Ögmundsson vígslu fyr en 1106. Hús- freyja biskttps hét Steinunn Þorgríms- dóttir, austfirsk og stórættuð: hún hafði öll forráð fyrir inuan stokk, og akorti

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.