Norðri - 25.03.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 25.03.1909, Blaðsíða 3
NR. 12 NORÐRI. 47 í verzlun J. V. HAVSTEENS á Oddeyri! nýkomið: Sporthúfur á 60 au. og þar yfir. Mikið úrval af allskonar skófatnaði fyrir karla og konur, þar á tneðal utanyfirskór (Galoscher). Fataefni (Buchskin). Brennivínið góða og alþekta, Whisky og önnur vínföng. Vindlar >LaMaravilla» þeir beztu er flytjasl til bæjarins, svo og Havana og Java o. fl. Dalvík að Ólafsfjarðarhorni gaf því næst skýrslu um framkvæmdir sínar í þessu efni. Kostnaður við línuna er eftir reikn- ingum þeim, er nú liggja fyrir, kr. 11.517.34 (áætlun 12.000) en viðskiftin við landssímastjórnina út af vinnulaun- um og efniskaupum til línunnar eru ekki uppgerð til fulls. Nefndin telur að línunni sé um of færðar til gjalda nál. 400 kr. í efni og verkalaunum, en um þær athugasemdir nefndarinnar eru eigi ákveðin svör fengin. Tekjur línunnar frá 12. okt. —31. des. 1908 hafa verið netto 81. kr. 85 aurar. Línan er serlega vönduð og mjög vel frá henni gengið. Til línubyggingar hefir verið tekið lán að upphæð 4700 kr., en upphæð sú, sem sýslan hefir borgað út til hennar, nemur kr. 6,177,94, og á því sýslan að fá endurgoldið frá Þóroddstaðahreppi það, sem greitt er umfram helming af kostnaðinum. Við þessa skýrslu nefndarinnar hafði sýslunefndin ekki að athuga. Pá voru framlögð aftur bréf Hvann- eyrarhrepps viðvíkjandi byggingu á síma- Iínu til Siglufjarðar og hefir nefndin í talsímamálinu látið uppi álit sitt um þessi erindi. Sýslunefndin samþykti að veita Hvanneyrarhreppi heimild til að taka alt að 2500 kr. til að leggja fram tii símalínubyggingar til Siglufjarðar, hvort heldur hún verður lögð frá Ól- afsfirði eða vestur frá yfir Skagafjarðar- sýslu. (franih.) Sækýr. Sunnudaginn 14. þ. m. fanst rekin af sjó, vestur í Fljótum, skepna ein mjög ókennileg. Hún var á Iengd 5 — 6 álnir, afar- digur framan en mjó aftan, á henni var lítill sporður og hafði hún 2 framlimi; tennur hafði hún smáar. Húðin var að sögn líkust hvelju og vaxin gisnum hár- um. Spik mikið var á skepnunni og hún svo þung, að 3 eða 4 menn gátu ekki rótað henni. Höfuðið var brotið, en skepnan að öðru leyti ósködduð og leit svo út, sem hún væri nýdauð. Lýs- ing þessi virðist benda á, að þetta sé sækýr, og er mjög merkilegt, ef svo er því sækýrnar lifa, eins og kunnugt er, suður í höfum við Ameríku og Afríku, og vita menn þess engin dæmi, að þeirra hafi orðið vart hér við Iand. [Frásögnina um þetta hefir Hallgr. Kráksson póstur góðfúslega látið oss f té. Mannalái. Nýdáin er húsfrú Kristín Kristjánsdóttir á Illugastöðum í Fljótum. Banamein hennar var blóðspýtingur. Einnig er nýlátin Jón Sigurðsson á Illhugastöðum í Flókadal; roskinn merk- isbóndi. Slysfarir. Fyrir skömmu dó af slysförum Sig- urður Pétursson, vinnumaður á Mói í Fljótum, hjá Páli bónda Árnasyni. Hann var við fjárgeymslu þar niður við sjó- inn. Datt hann ofan úr húsasundi og rotaðist. Eftir nokkurn tíma raknaði liann þó við og hýsti féð. En er hann kom kom heim nm kvöldið var hann fár- veikur og lézt daginn eftir. Guðmundur skáld Friðjónsson hefir verið hér staddur undanfarna daga og haldið fyrirlestur í Good-Templ- arahúsinu. Símskeyti til Norðra. Reykjavík 24. marz kl.7e. h. Hið magnetiska Suöurheimskaut fundið. Englendingurinn Shackleton hef- ir fundið hið magnetiska Suð- urheimskaut og komist á 88. gr. og 12. mínútu suðurbreidd- ar. (Til ferðar þessarar var stofnað fyrir tveim árum. — Til skamms tíma hefir það verið talið miklu meiri erfiðleikum bundið að komast til Suðurheimskautsins heldur en Norðurheimskautsins, sakir þess að miklu meiri ísar eru við Suðurheimskautið en Norðurheimsskautið, enda hefir Suðurheim- skautaförum eigi orðið nándar nærri eins mikið ágengt og Norðurheimskautaförum. Sá er næst hefir komist Norðurheimsskaut- inu, er hinn frægi Ameríkumaður Peary; komst hann árið 1906 á 87. breiddar gr. og 6 mínútur. Enginn hefir því komist jafn- nálægt hvorugu heimskautinu og Shackleton hefir komist nú). Grænlandsför ráðgerð. Foringi Einar Mikkelsen, til þess að leita að dagbókum Myliuss Eriksens. Austurríki neitar afskiftum stór- veldanna. (Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, hefir um nokkurn tíma legið við ófriði á Balkanskaganum, einkum milli Austurríkis- manna og Serba. Var í ráði, að sendimenn frá stórveldunum héldu fund með sér til þess að ráða þessum málum til Iykta á frið- samlegan hátt, en því hefir Austurríki neit- að. Er því mjög hætt við, að Austurríkis- mönnum og Serbum lendi saman í ófriði.) Póstverkfall og ritsímaverkfall á Frakklandi. Englendingar og Þjóðverjar auka herflota sína. (Árangurinn af heimsókn Játvarðar Eng- landskonungs virðist því miður enginn hafa orðið, eins og gert var ráð fyn'r hér í blað- inu. Tók þó Vilhjálmur Þýzkalandskeisari honum og þeim hjónum báðum með hinum mestu virtum. Leiðrétting; í rímunni í síð. bl. hefir misprentast: Véldi vit, fyrir: vélti vit (um Hallvarð gullskó); og á 5. visu frá enda rím. leitið skjóls, f. leitið ráðs. Odd- verjar, átti að vera: Oddaverjar í athuga- semd minni. M. J. Alþingi. Talsímafréttir til Norðra. Fjárlögin. Annari umræðu fjárl. í n. d. verður að líkindum lokið f dag og þau síðan send upp í efri deild á laugardag eða mánudag. Fjárlaganefnd í e. d. Sig. Stefánsson Sig. Hjörleifsson, Gunnar Olafsson, Eiríkur Briem, Steingr. Jónsson. Helztu breytingar við 2. umræðu fjárlaganna: Feld fjárveiting til brúar á Rangá kr. 47.00; einnig fjárveiting til talsíma í Vestmanneyjar 34.000 kr. Fjárveiting til samgöngumála hækkuð upp í 134.000 kr. Veitt til akbrautar frá Blönduós að Laxá 11.000 kr.: til þjóðvegar fyrir Múlann að Hvammsþinga 5000 kr. Til tveggja brúa á Hölkná og Sandá í Þistil- firði í Norður-Þingeyjarsýslukr. lOOOOog 4500. Til talsíma á Siglufjörð kr. 25.000. Til brúar á Laxá í Austur-Skaftafellssýslu kr. 8000. Til að mæla upp Hvamms- fjörð kr. 10.000. Skáldastyrkur til þessara fjögra. Einar Hjörleifsson kr. 1.500 Þorsteinn Erlingsson — 1,500 Guðm. Magnússon — 600 Guðm. Guðmundsson — 600 Aðflutningsbannið. Nefndin í aðflutningsbannsmálinu hef- ir klofnað. Meirihluti hennar er aðflutningsbann- inu meðmæltur. En minni hlutann, sem á móti því er, skipa þessir: Jón í Múla, Jón á Hvanná, Jón Þorkelsson. Við atkvæðagreiðslu í e. d. á laugar- daginn, um það, hvort forsetarnir ættu að segja af sér voru 9 með því, en 4 Laugaxdaginn 3. apríl n. k. halda nemendurog kennarar Gagn- fræðaskólans á Akureyri — að forfalla- lausu — samkomu í Goodtemplarahúsi bæjarins. Ætlast er til að fram fari leikfimi, söngur, ræðuhöld og ef til vill fleira. Áðgangur kosta 75 au. fyrir fullorðna og 35 au. fyrir börn. Ágóðinn rennur í sjóð, sem varið verður til styrkar fátækum nemendum í skólanum. 8^* Nánar á götuauglýsingum síðar. á móti. Gaf þá forsetinn Kr. Jónsson þann úrskurð, að forsetarnir skyldu sitja úr því eigi hefði fengist einróma samþykt á því að þeir færu frá. Jón Þorbergsson sauðfjárræktarfræð- ingur sá, er ritaði greinina í Norðra 111. 45 til 46, biður að láta þess getið, að grein sín hafi verið nokkuð gömul er hún kom út og því á eftir tímanum, og getum vér þess, þó það skifti litlu eftir efni greinarinnar, sem jafnan getur verið tímabært. J. Þ. var í Noregi, er hann ritaði þá grein og hefir kynt sér alt er að sauðfjár- rækt lítur hjá Norðmönnum og ýmislegt fleira, er að gagni má koma hér heima. Nú er J. Þ. í Skotlandi og hefir dvalið þar um hríð og ferðast víða um, en ráð- gerir að koma heim í sumar. Hann hefir mjög mikinn áhuga á starfa sínum og er líklegur til góðra framkvæmda. FlyturNorðri síðar frásögn um ferðalag hans og athugan- ir og væntum vér að bændur og sauðfjár- eigendur taki því fegins hendi. Eftirmæli. Föstudaginn 21. ágúst s. 1., andaðist ekkjan Sigurrós Þorláksdóttir að heimili sínu Ási á Þelamörk, eftir 9 daga leguílungna- bólgu. Hún var fædd 21. ág. 1844 á Vöglum á Þelamörk. Varð hún þannig réttra 64 ára, Foreldrar hennar voru merkishjónin Þor- lákur hreppstjóri Þorláksson Hallgrímsson- ar i Skriðu og Guðrúnar Sigurðardóttur, síðast prests á Auðkúlu. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára og naut hins bezta uppeldis því að heimili þeirra hjóna var hið prýði- legasta. Um tvítugt giftast hún Bjarna Am- 28 en það sem mér gremst mest,« sagði Sofía frænka og beygði sig yfir vinnu sína, «er þessi lærdóms- svipur, sem hún setur upp, eins og henni væri nauða- kunnugt um alla leyndardóma ástarinnar og hjóna- bandsins.* «Já, hún hefir lika verið gift.» »Svei!« sagði Soffía frænka fyrirlitlega — »Það er þess vert að halda því á lofti. Hún gift! Nei, en aftur kona eins og þér, þó að maðurinn yðar væri svo mikið eldri.» — Frú Knudsen fór aftur að roðna, en til allrar hamingju kom stúlka inn í dyrnar og bað ungfrú Soffiu að koma fram í eldhúsið. Inni í stofunni var búið að kveikja á lömpum og kertum, eins og það væri von á fleiri gestum. Frú Knudsen sat róleg og alvarleg við handavinnu sína —, hún var alveg eins og heima hjá sér, þegar hún kom til Krögers. Það hafði aldrei verið nokkur verzlunar- samkepni milli þessara tveggja nábúa verzlana, enda þótt það atvikaðist svo smám saman að þær hefðu hér um bil alveg samskonar vörur á boðstólum. En Cornelius Knudsen hafði byrjað hjá Brandt gamla, og hann síðar meir hjálpað honúm til þess að koma áfót verzlun, af því að verzlun Brandts var fflfrln að brcyta til og l.afði að méslti leytt tfzkn- 23 Það hafði þannig lengi verið mjög kyrlátt í stofun- um hjá Brandt við torgið og gluggatjöldunum hleypt niður. Rykið safnaðist á ljósahjálmana og hin gömlu, svörtu mahónihúsgögnin. En nú var frúin dáin fyrir fáum árum, og jörðuð með mikilli hluttekningu og viðhöfn, sem fágætur meðlimur safnaðarins. Þegar móðirin dó var Júlia, einkadóttir þeirra orðin fulltíða, — hún var fremur veikbygð, blóðlítil og fölleit, með rauðleitt hár. í uppvextinum hneigðist hún mest að móður sinni; áhyggjur hennar og guð- hræðsluönuglyndi áttu bezt við skólaleiðindin, við hina bældu lund hinnar ungu stúlku um fermingar- skeiðið og við þjáningar hins byrjandi ltkamsþroska. En þegar fram liðu stundir leit út fyrir að lund- areinkenni föðursins kæmu betur og betur í ijós. Hún kom heim aftur af heimavistarskólanum, sem hún hafði verið á utanlands, hugprúð og hlát- urmild, til mikillar sorgar fyrir hinn stóra vina- skara móður hennar, sem alt af hafði haft svo mikla trú á Júlíu litlú, er alt af var svo súr á svipinn og snemma alvörugefin. Þar að auki, eignaðist Júlía uýja vinkonu; það var ung frú, sem hafði komið til bæjarins meðan hún var fjarverandi. Þessi nýja vinkona losaði Júlíu strnx við hinar 'OTgmæddu gönilu vinkönur hennar.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.