Norðri - 10.06.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 10.06.1909, Blaðsíða 2
90 NORÐRI. NR. 23 m*^*^>.^mft Frá yg-u/íö/d' íslands. Eftir M. J. XI. Guðmundur góði Hólabiskup. (1201 - 1236). (Framh. frá nr. 21.) Kolbeinn þótti þá bezt skáld á ís- landi; eru ýmsar vísur tilfærðar eftir hann um Ouðm. biskup og deilur þeirra og eru allar merkilega hógværar og stillilegar, jafnvel biskupi til lofs, eins og þessi: Ouð hefir biskup gerfan glíkan Tóma*) at ríki, (nær liggr oss við eyra erfingi) höfðingja. Ræðr guðslaga greiðir geðbjartr snöru hjarta: hræðisk himna prýði hann, en vætki annat. Er svo að finna, sem samvizka Kol- beins hafi eitthvað viðkvæm verið út af viðskiftunum, þótt hann fengi ekki stöðvað metnað sinn eða eggjanir ann- ara. Loks flýði biskup af staðnum með lið sitt, og mælti þá Brúsi prest- ur til Kolbeins: >Þar ríður bisknp á brott með virðing ykkar beggja.« Þetta þoldi ekki Kolbeinn og reið í veg fyr- ir biskup, þar til orusta hófst. Biskup hafði 300 manna (stór); var þar fjöldi presta og svo einvalalið röskra manna, sem honum ávalt fylgdi, en margt voru stafkarlar og göngukonur, Kappar bisk- ugs gengu fast fram, og er minst varði fékk Kolbeinn steinshögg í ennið og féll, en náði þó þjónustu biskups áð- ur en hann lézt. Eftir þetta óx uppnámið enn meir, því hinir mótstöðumenn biskups flýðu víðsvegar. Kolbeinn var systursonur Þor- valdar Gizurarsonar í Hruna og í stór- metum um alt land. Páll biskup reyndi að stilla hinn mesta storminn, en kom engu til leiðar. Allir beztu höfðingjar landsins fóru með her manns norður, næsta sumar eftir, réðust á staðinn með ófriði, en biskup hafði þá fátt manna; drápu þeir af honum þá menn er þeim sýndist, en dreifðu hinum; Snorri Sturluson tók Guðmund biskup með sér suður í Reykholt. Tók nú Arnór Tumason við héraði í Skagafirði og var ekki mjúkhentari á biskupi en Kolbeinn hafði verið. En þó var Kolbeinn ungi, sonur Arnórs, verstur, því hann var hinn mesti ofstopamaður á íslandi á sinni tíð, þótt skörungur væri til herfara og héraðsstjórnar. Allir urðu þeir frænd- ur skammlífir og auðnulitlir að lokum. Byrjar nú hin síðari hrakningssaga Guð- mundar biskups, sem ekki linti úr því, þau 28 ár, sem hann átti eftir ólifuð. Átti hann í sífeidum erjum, enda lét aldrei hlut sinn viljugur, hélt sí og æ sínum háttum í blíðu og stríðu, hélt ávalt elsku og trúnaði vina sinna og á- sókn og eftirdrægju gustukafólksins, en hinsvegar bakaði hann sér staðfastrar óvildar og ofsókna allflestra ráðandi manna í biskupsdæmi hans, enda er er- fitt að segja, hverjir voru þrákelknari, þeir eða hann sjálfur. Lengst af átti þessi föru-preláti töluvert undir sér, því ekki voru allir piltar hans flökkukindur og kararfólk, heldur nokkrir mestu ofur- hugar og hreystimenn landsins, fyrst Ögmundur frændi hans, sneis o. fl., en síðan höfuðkapparnir, þeir Eyjólfur Kársson og Áron Hjörleifsson; marga fleiri fyrirtaks vaskleikamenn mætti telja, er allir lögðu sitt líf við hans og þoldu með honum hverskonar mannraunir. Af *) Tómas biskup aí Kantarabyrgi, setr dó pislaivættisdauða um miðja 12. öld. því gefst oss best að skilja hina góðu hlið þessa kynlega stórmennis, sem í guðs og kirkjunnar nafni reyndi að hafa endaskifti á landinu, fyrirleit lög og landsrétt og hataðist við flesta heims- lega hluti. En þessi er röð hrakn- inga hans eftir 1208. Sumarið eftir að hann var hjá Snorra, fór hann um Vest- firði, ætlaði svo heim og bannsöng á leiðinni alla þá presta, er honum og banni hans höfðu óhlýðnast, en Arnór bannar honum staðinn. Þá kom hið mikla bréf Þóris erkibiskups, sem stefndi til sín flestum höfðingjunum. Tveir einir gengdu því, þeir Þorv. í Hruna, sem átti erindi, sem sé, að fylgja frænda sínum.oger hanndó.syni sínunj Magnúsi til biskupsdæmis í Skálholti. Arnór fór, en Guðm. biskup ári síðar. Dvaldi hann þá nokkra veturí Noregi. Er mælt, að honum hafi þá verið vikið frá embætti, en að þá hafi hann sent fátækan klerk fótgangandi á páfagarð og fengið aft- ur það svar, að »hann mætti víkja ef hann vildi« (Si cedere vult, cedat). En slíkt gat Guðm. ekki komið til hug- ar að gera. Óðara en hann kom aftur til Hóla, tók Arnór aftur í taumana, lét draga hann nauðugan út úr húsunum og flytja síðan á börum suður til skips í Borgarfirði. Er svo sagt, að þá hafi einna verst verið með hann farið, hafi hann verið bundinn við hrosstagl og látinn dragast blár og blóðugur yfir hraun og hrjóstur; en Iíklega er það orðum aukið. Þá bjargaði Eyúlfur Kársson úr Flatey honum. Votviðri og stormar gengu, svo ekki var hægt út að leggja, var biskup geymdur í tjaldi. Eyúlfur kom um nótt, í foraðsveðri er varðmenn sváfu, spretti tjaldskörum og tók biskup í fang sér og bar hann á hvarf. Arnór saknaði þegar vinar í stað, og settist aftur, en nú byrjar ný og mikil hreðusaga af biskupi. Flæktist hann fyrst um Vestfjörðu, fór svo norður í Pingeyjarsýslu, því hvergi var honum frítt, en gott lið hafði hann þá. Pá varð Helgastaðabardaginn, er þeir Amór og Sighvatur Sturluson börðust við menn hans, er þeir síðan völdu úr, hengdu og hjuggu eða limlestu. Par var og bar- ist með þeim ósköpum, að jörðin þótti skjálfa; um það var kveðið: Klasi nam kalla þrisvar: Komi menn ok renni (jörð bifast öll of æðru) undan biskupsfundi! Guðmundur flýði suður fjöll og kom fram í Odda. Sumarið eftir er hann aftur í Vestfjörðum, og loks fylgir hon- um vinur hans, sem aldrei brást hon- um, Pórður Sturluson, heim til Hóla. Ár- ið eftir fer Arnór utan, og deyr íNor- egi. Er þá Tumi, elzti sonur Sighvatar, settur niður á Hólum, en biskup flýr til Málmeyjar. Um veturinn fara þeir Eyúlfur í land, taka hús á Tuma og drepa hann. Pá fer bískup til Gríms- eyjar. Pá verður hin fræga Grímseyjar- för um sumarið. Eyjúlfur fellur, en bisk- up er hraktur og menn hans svo sví- virðilega, að vart eru dæmi til. Nú tók Kolbeinn Arnórsson við. Enn ftekist biskup til Vestfjarða, og enn lendir hann hjá Pórði Sturlusyni, og enn sezt Guð- mundur að stóli og þó öllum nauð- ugt, verðíir enn rekinn á hrakning og kemur enn heim með allskonar ruslara- fólk, sem Kolbeinn rekur frá honum. Er hann nú haldinn um hríð sem fangi, unz tyllisætt er ger, eftir víg Jóns Birnu- sonar biskupsmanns. Næsta sumar ætl- ar hann að fara í sýslu sína, en er hver- vetna bönnuð yfirreið. Þá býður Brand- ur bóndi í Höfða biskupi til sín, og var hann þar tvo vetur. Pá flæktist hann enn vestur um sveitir og loks til Þórð- ar og sona hans. Og enn er ger sætt og þá fer hann heim. Næsta sinn för SKIFTAFUNDUR í þrotabúi Jósefs kaupm. Jónssonará Akureyri verður haldi miðvikudag 16, ' eignum búsins. • Bæjarfógetinn á Akureyri 4..jiíní 1909 proxaoui josers Kaupm. jonssonara /uaireyn verour naldinn á skrifstofu bæjarfógeta miðvikudag 16. þ. m. kl, 12 á hádegi og þar tekin ákvörðun um ráðstafanir á PÍoniim hilcínc Guðl. Guðmundsson. hann enn til þings og sat hjá Snorra með lið sitt, eins og hann hafði áður gert. Þá var þeim feðgum Sighvati stefnt utan fyrir Grímseyjarför, og fór Sturla. Úr þessu situr Guðm. í friði, orðinn blindur og öll ráð af honum tekin, og tveim árum síðar deyr hann 76 ára gam- all og, eg má segja, saddur lífdaga! Hvílík biskupsstjórn og hvílík landstjórn! Sannarlega var þá frelsi íslands gengið! Fór svo fyrir fjendum Guðmundar, sem hann hafði fyrir sagt, því hann var stak- lega forspár. Ári síðar féllu þeir Sig- hvatur og 4 synir. »Skírnis«. Þar næst varð hann skrif- stofustjóri alþingis. Síðan veitti þingið honum 1200 kr. árl. «fyrir frábæra hæfi- leika til að rita skáldsögur», og nú síð- ast hefir nýi ráðherrann gert hann að ritsjóra «ísafoldar«, líklega í launaskyni fyrir hinanafnfrægu! grein »Nýrráðgjafi» og aðra þjónustu, er hann hefir veitt B.J. /7. júní. Eins og almenningi er kunnugt, var ákveðið í vetur á fjórðungsþingi ung- mennafélaga Norðlendingafjórðungs, að haldið yrði íþróttamót hér á Akur- eyri 17. júní, fæðingardag Jóns Sig- urðssonar, Þar sem máli þessu hefir verið vel tekið af allflestum bæjarbúum, þá viljum við ekki láta hjálíða, að birta ágrip af tilhögunarskrá dagsins, eins og búist er við að hún verði (með fullum fyrirvara), svo allir hafi nægan tíma til að átta sig á henni og sérstaklega þeir, sem utan- bæjar eru og til sveita. Kl. 101/? f. h. hefst skrúðganga (tmd- ir stjórn bæjarfógeta) af Torfunefi inn Hafnarstræti, upp Eyrarlandsveg og inn á hátíðarsvæðið hjá gagnfræðaskólanum. Þá setur bæjarfógeti Guðl. Guðmunds- son samkomuna og talar um þýðingu og gildi þjóðhátíða og þjóðminningar- daga. Næstur honum talar St. Stefánsson skólameistari um Jón Sigurðsson. Síðan frjáls ræðuhöld til kl. 1. Þá hefjast bændaglfmur; verður minst glímt í 5 flokkum eftir þyngd, og eru þátttak- endur um 50. Þá stökk og fimleikar. Kl. 2 —3 verður þreytt kappsund; verða verðlaun veitt í flestum greinum sunds- ins. Þá verður einnar stundar hlé. Kl. 4 — 5 hefst kappglíma Orettisfé- lagsins um íslandsbeltið. Sækja hana 2 glímugarpar Reykjavíkur, þeir Guðmund- ur Stefánsson og Sigurjón Péturssón. Kl. 7 hefst fótboltaleikur; Akureyr- ingar og Húsvíkingar keppa að forfalla- lausu. Pá verður þreytt kapphlaup, kappganga og ýmsar fleiri íþróttir, ef tími leyfir. Meðan á íþróttunum stend- ur, við skrúðgönguna og öðru hvoru um daginn, spilar lúðraflokkur bæjarins. Jafnframt því, sem hér að framan er sagt, leyfum vér oss að skora á háttv. almenning að taka þátt í frídeginum og þá sérstaklega skrúðgöngunni. Það ætti ekki að vera neinum tilfinnanlegt, þar sem ákveðið er, að aðgangurinh að há- tíðahaldinu og íþróttunum verði seldur aðeins 25 aura, og óvanalega mikil og góð skemtun í aðra hönd. Enn fremur viljum vér skora á hin ýmsu félög hér í bæ, sem eiga fána, að' taka þátt í skrúðgöngunni undir sín- um eigin fána, og hvert félag fjölmenni sem frekast er kostur á. Ungmennafélagi. Óskabarn Islands! Vel launaður er Einar Hjörleifsson orðinn. Fyrst var hann gerður að ritstjóra Höfuðskáld Englendinga. Það hefur verið kyufylgja Angelsaxa frá öndverðu og löngu fyrir daga Elfráðs hins ríka, að eiga höfuðskáld og brag- listarmenn betri en flestar aðrar þjóðir. (Mundi eg vilja semja lítinn bókmenta- annál um skáldskap Engla og Skota, ef »Skírnir« eða aðrir bókmentavinir vildu bjóða mér kost á að semja slíkt rit. En nú hefur velnefndur »Skírnir« látið í salti liggja æfisögu W, Morrisar, er eg færði honum í hittið fyrra, þess skálds, er bezt þekti og mest unni vorri þjóð). — Tvær gullaldir teljast Stórbretar hafa átt á síðari öldum, hvað skáldskap snertir, og er hver sú öld fyrir sigkend við hinar tværfrægustu drottningarþeirra, það er öld Elisabetar (á 16. öld) og öld Victoríu (á 19. öld). Á dögum Elísa- betar voru uppi þeir Shakespeare, Ed. Spencer, Ben. Johnson og margir aðrir höfuðsnillingar. Þá var og Milton fæddur áður en Sh. lézt 1617. En á öridverðri æfi Victoríu lifðu eða voru í fersku minni skáldin: Walter Scott rómanaskáldið mikla, en R. Burns. ljóðaskáld Skota dó 1796. En á Englandi lifðu og létust flestir snemma á öldinni, þeir Keats, Shelley/, Byron, Southey, Tonias Moore (írskur), Coleride, Words — worth (f 1850). Hann einn varð háaldraður og var lengi hirðskáld Breta á undan Tennyson. Af höfuðskáidum síðari hluta aldarinnar skal eg einungis nefna 4 — 5 hina helztu. Fyrst skal nefna Robert Brovning og konu hans Elísabet. Hann var dulrænn og djúpvitur, þótti kveða þungt og ekki fyrir alþýðu, en kona hans var lipurt ljóðaskáld, og eru kvæði hennar full af guðleik og guðrækni. Dr. Jón Stefánsson samdi rit um Browning á dönsku og fékk doktors nafnbót fyrir, og er víða furða smellið, én fjörminna þó en Gríms Thomsens rit mu Byron þótti á sinni tíð. Þá komu til sögunn- ar (auk annara fleiri) þremenningarnir, þeirAlfredTennyson, W. Morris, Charl- es Algerno Swenburne (Sveinbjörn), sem nýlátinn er. Hefur um þá alla ver- ið nokkuð ritað í tímaritum vorum og blöðum, minst þó um Swinburne, er þó þykir frumlegastnr þeirra félaga. Hann var enn mýkri óðsnillingur en hvor hinna og «rauður víkingur« íanda, og svipa'Ji mjög til Byrons með ofstopa og stórhug, en miklu hreimþýðari og meiri bragsnillingur. Hann kvað mjög eftir grískum fyrirmyndum og skildi bví alþýða manna miklu síðtir hans Ijóð en hinna. Um hirðskáldið Tennyson má segja, að hann náði almennastri þjóðhylli landa sinna, en þó sér í lagi meðalstéttanna og hinna æðstu, en Morris bar mitt á milli, því hann orti mest söguljóð og stældi mál og skáld- skaparlag Elisabetar aldarinnar. Swin- burne kvað yfir höfuð þeim báðum og flest í byllingaráttina. (Framh.)

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.