Norðri - 02.09.1909, Síða 2

Norðri - 02.09.1909, Síða 2
138 NORÐRI. NR. 35 Verkfall. — o — Síðustu 5 vikurnar hefir ritsíminn við og við flutt oss fregnir ef hinni stóru verkteppu í Svíþjóð og af hinu afar- stóra verkafalli, er af verkteppunni leiddi, og vinnulýðurinn svaraði henni með. Þetta hvortveggja er algerlega óþekkt hér á landi, og alþýða manna skilur jafnvel naumast hin íslenzku nöfn, sem því hafa verið gefin. — Verkteppa hef- ir það verið kallað er vinnuveitendur fleiri eða færri verða samtaka í því að neita vinnulýð, er einhverjar ákveðnar atvinnugreinir stundar, um vinnu, t, d. öllum vélasmiðum, öllum skipasmiðum öllum vefurum o. s. f. En verkfall er það aftur kallað, er vinnulýðurinn hættir vinnu við eina eða fleiri atvinnugreinir. Orsök- in er næstum undantekningarlaust annað- hvort ósamkomulag um kaupgjöld eða ósamkomulag um vinnutímann. Hvor- tveggja er stríð milli vinnuveitenda og vinnuþyggjanda. Hér er í aðra hliðina barist með auðæfum og á hina hliðina með vinnukrafti eða framleiðsluafli líkamans. Verkfallið í Svíðþjóð er eitt hið stærsta, er sagnir fara af. Rúmar 200,000 manna hafa hætt að vinna. Alt það tjón, er af slíku verkfalli leiðir, er eigi unt að reikna út. Hvern virkan dag er unnið að minstakosti 200,000 dagsverk- um minna í Svíþjóð meðan verkfallið stendur yfir. Þetta er biinn tekjumissir fyrir allan þann verkalýð, er vinnunni hefir hætt. Og þar við bætist alt það stórtjón, er allir atvinnuveitendur bíða, bæði beinlínis og óbeinlínis. í hinum stærri borgum er naumast nokkur sá maður, að hann eigi á einhvern hátt bíði tjón við þetta stóra verkfall. Afar mörg verk er með öllu ómögulegt að fá unnin. Jafnvel flestallir grafararnir í Stokkhólmi hafa hætt að vinna, svo að naumast er hægt að fá nokkurt lík grafið. Svo víðtækt er tjónið, að jafn- vel hinir dauðu verða að vera án hinn- ar hinstu aðstoðar þeirra, er eftir lifa. Enginn getur enn þá sagt um það, hve alvarlegar afleiðingar þetta verkfall muni hafa, eða hvenær því muni linna. En hitt er flestum ljóst, að hættan, sem yfir vofir er eigi að eins fjárhagsleg, heldur vofir hún einnig yfir lífi og lim- um. Nokkrir menn hafa þegar orðið að láta lífið fyrir byssukúlum og bareflum heiftúðugra og hamstola verkamanna og eigi skortir stór orð um ofbeldi og hryðjuverk, ef sigurinn verði eigi unn- inn á annan hátt. Því lengur sem verkfallið varir, því hættara er við ofbeldisverkunum. Meðan eitthvað er í sjóðum verkamannafélag- anna verður því útbýtt meðal þeirra, til þess að þeir geti dregið fram lífið. En þegar þeir eru upp ausnir, og hungrið fer að sverfa að, þá eru að eins tveir kostir fyrir hendi, annaðhvort að gefast upp eða taka fæðuna með valdi, og þá er borgarastríðið skollið yfir. Vonandi er, að slíkt komi þó ekki fyrir að þessu sinni. Allir beztu og mæt- ustu menn þjóðarinnar gera alt sem unt er til þess að firra slíkum vandræðum, og sennilega mun það takast að gera báðum málsaðilum skiljanlegt, að sam- komulag verði að komast á. Aldrei hefir nokkur maður hér á landi, nema tugtbúsfangar og þrælar, orðið að búa við jafn mikið ófrelsi og sænskir verkamenn verða nú að þola. Rótt fjölskyldufaðírinn sitji eirðarlaus af iðjuleysi og hafi lítið sem ekkert að nærast á, sjái konu sína og börn tttegr- ast dag frá degi, og heyri þáu gráta af hungri og kulda, þá má hann ekki vinna, þótt honum bjóðist góð atvinna á hverjum degi. Hvers vegna? Sakir þess að hann verður að hlýða boði og banni félaga sinna. Rað sem verka- mannafélögin samþykkja og fyrirskipa með afli atkvæða, er hið helgasta og æðsta lagaboð. Láti hann hungrið og kuldann neyða sig til að brjóta það, er hann í augum félaga sinna verri en nokkur stórglæpamaður, vargur í véum, eiðrofi og svikari, er svikið hefir fé- laga sína í tryggðum þegar mest lá við. Ef unt er, þá er honum með valdi og ofbeldi hamlað frá að vinna, og hann á á hættu að féiagar sínir skirpi á sig, sparki sér, og jafnvel létti eigi fyr en hann þarf einkis með framar annars en hinnar hinstu hvílu, sem enginn fæst til að búa honum. Rví verður ekki neitað, að þessi samheldni verkamann- anna er að vissu leyti mjög virðingarverð, og með henni hafa þeir komið fram stórvægilegum breytingum til batnaðar á kjörum sínum. En þessi verkamanna- félög hafa einnig mjög alvarlegar skugga- hliðar. Alloft kann vinnulýðurinn sér ekkert hóf, en heimtar svo hátt kaup og stuttan vinnutíma, að sú og sú atvinnugrein þolir eigi slík útgjöld og verður því að leggjast niður að mestu eða öllu leyti. 'Rannig eyðileggja þeir sína eigin atvinnu með því að hugsa aðeins um það, að fá sem hæst kaup fyrir sem minsta vinnu. Einnig eru verkamannafélögin síðustu áratugina komin inn á þá afar skaðlegu villibraut að krefjast þess, að öllum mönnum í sömu iðnaðargrein sé goldið jafnhátt kaup. Unglingurirm, sem nýskeð hefir lokið iðnnámi sínu, heimtar sama kaup og roskinn maður, sem stundað hefir sömu iðn áratugnm saman og leysir helmingi meira verk af hendi. Við slíkt fyrirkomulag hverfur öll samkepni milli verkamanna sín á milli, allar hvat- ir til þess að skara fram úr félögum sínum að dugnaði og atorku, því fæst- ir eru svo óeigingjarnir að þeir slíti kröftum sínum og vinni alt sem þeir orka, þegar þeir eiga ekki hærri laun f vændum en letingjarnir og iðjuleysingj- arnir. Sambandinu tnilli verkamannafélag- anna er þannið varið, að eitt þeirra get- ur neytt annað til þess að hætta að vinna. Verði t. d. verksmiðju- vefarar einn góðan veðurdag ósáttir við vinnuveitendur sfna, og hætti þessvegna að vinna, geta þeir t. d. neytt alla skraddara til þess að gera hið sama, þótt þeir séu í raun og veru ánægðir með kjör sín; og jafnvel alveg óskyld- ar iðngreinir geta neyðst til þess að taka þátt í verkfallinu. Væri samskonar félagsskapur hér á landi, gætu þil- skipasjómenn við Faxaflóa neytt kaupa- menn í sveitum til þess að hætta að vinna, þótt þeir væru fyllilega ánægðir með kaupgjöld sín og vinnutíma. Til þess að siíkt sé unt, verður þó yfir- stjórn allra verkamannafélaganua að fallast á það, að verkfallið sé á rökum bygt. Oft höfum við íslendingar þózt eiga við þröngan kost að búa, bæði sakir pólitísks ófrelsis og harðinda og óblíðu náttúrunnar. En slík landplága og verk- teppur og verkföll eru, hefir þó hingað til eigi heimsótt oss, sem betur fer, því að meira þjóðarböl er naumast íil, ann- að en regluleg stríð og styrjaldir. Hér er lítið djúp staðfest milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, og þess vegna mjög litlar líkur til þess að siíkt komi fyrir hér á landi á þessari öld. Retta ættu allir hinir ungu menn að athuga og taka með í reikninginn, þeg- ár þeir eru að bera saman í httgatttitn sæluna f öðrum löndum og fátæktina hér á landi, og hyggja, að þar sé meiri hagsæld og hamingju að finna, en í skauti ættjarðarinnar. Símfréttir til Norðra. Norðurheimskautið fundið. Amerískur maður, Cook að nafni, hefir fundið norðurheim- skautið 21. apríl 1908. (f*essi fregn kemur mjög óvænt. Vér minn- umst þess eigi að hafa heyrt þess getið fyr, að þessi maður hafi lagt á stað í slíkan leið- angur. Hefir hann sennilega gert það í kyr- þei. Er hann auðvitað nýkominn til manna- bygða aftur og þess vegna kemur þessi fregn fyrst nií, næstuni hálfu öðru ári eftir að hann hefir komist alia leið að heimskaut- inu. Sé þessi fregn sönn, senr engin ástæða er til að efast um, kann þessi maður auðvit- að frá mjög merkilegum tíðindurn a3 seg- ja. — Mun »Norðri» leitast við að fræða lesendur sínar um ferðasögu hans eins greini- lega og eins fljótt og unt verður.) Zeppelin, hin frægi loftsiglingamaður, flaug í fyrra dag frá Bodenvatninu í Svisslandi til Berlínar. Mun það vera sú mesta vegalengd, sem mönnum hefir enn þá tekist að fljúga í loftinu. Kappflug héldu loftsiglingamenn í Parísar- borg 26. f. m. Fljótastur var Ladham; flaug hann 150 kilo- metra á 133 mínútum. Kólera hefir gert vart við sig á Hollandi. Ólafur Dan Daníelsson meistari, 'er nýlega farinn til Kaupmannahafnar til þess að á- vinna sér doktorsnafnbót. Árna Þorvaldssyni, málfræðing, er veitt 2. kennara- staðan við gagnfræðaskólanu hér bænum. Ólafur Björnsson, ráðherra Jónssonar, er nú tekinn við ritstjórn ísafoldar, og kemur fyrsta blaðið út undir ritstjórn hans á laugardaginn er kemur. Smjörverð á Englandi L Zöllner í Newcastle símaði til Reykjarvíkur 28 f. m. að smjör sem kom með Sterling síðast hafi selst á 106 til 109 shillings 100 pundin. J. Y. Faber í Newcastle símaði einnig31. f. m. að hann hafi selt smjör, sem hann fékk með Lauru og Vestu síðast, 86 til 91 kr. 100 pundin af því besta en 75 til 83 af því lakara. Nikulás Rússakeisari hefir verið að heimsækja aðra þjóð- höfðingja Norðurálfunnar í síðasta mán- tiði, og tóku þeir honum allir með hinum mesta fagurgala, eins og venja er til. A Englandi kom hann þó ekki á land, enda höfðu ensk blöð látið í Ijós, að enska þjóðin kærði sig lítið um heimsókn hans. Hefir honum því sennilega þótt tryggara að hætta sér ekki á land. Englakonungur tók á móti hontim á herskipaflota sínum, og hafði hann 150 skipa; heimsóttu þeir hvor attttan hvói- í anttats skip, við Cowes. Jón Porláksson, verkfræðingur frá Reykjavík, kom hitig- að til bæjarins í fyrrakvöld landveg að sunnan. Fer hann héðan á morgun til Húsavíkur. Ágætis þorskafli hefir verið á Miðfirði í Húnavatns- sýslu í hálfan mánuð. Sá fjörður og Hrútafjörður eru einir hinir einkenni- legustu fiskifirðir á öllu landinu. Rar verður árurn saman ekki fiskvart en svo koma aftur tímabil, er afli er þar all- góður árlega. Nú mun naumast hafa orðið vart þar við fisk síðan um alda- mótin, þangað til í sumar. Árið 1892 byrjaði þar ágætisafli eftir tuargra ára fiskileysi og var þar allgóður afli á hverju sumri og hausti frani undir alda- mótin. Samkvæmt venjunni má nú gera ráð fyrir þorskafla þar í nokkur ár. — Kemur þessi afli sér mjög vel fyrir Húuvetninga, sem annars eiga mjög örðugt með að draga að sér. fiskmeti. Verkafólk hér í bænum og áSiglufirði, er stund að hefir síldarvinnu í sumar, heiir haft mjög litla atvinnu sakir þess hve lítið hefir fiskast. Hefir það nú koniið í ljós, að varasamt getur verið að treysta þeirri atvinnu, þótt kaupið sé hátt og að kaupa- vinna er að öllu sanianlögðu eins hag- vænleg í flestum árum. Síldarafli hefir verið ó\enjulega lítill í sumar hér norðanlands. Erigar líkur til þess að hringnóta og reknetaaflinn verði öllu meiri en helmingtir á við það sem hann hefir verið tvö sfðustu árin. All- margir Norðmenn hafa nú hætt veiðum og haldið heimleiðis, enda hcfir verið ágætur síldarafli norðarlega í Noregi í nokkrar vikur. Síldarverð er ttú óvenjulega hátt sakir þess hve lítið hefir fiskast. Hefir ísiensk hring- nótasíld verið seld á 19 kr. f Kaup- mannahöfn síðustu daga og hér hefir verið hægt að selja fyrir tiltölulega jafn hátt verð. Tíðarfar hefir verið óvenjulega vætusamt rtú í lattg- an tíma. Hefir gengið nijög illa að þurka hey og er víða talsvert mikið,úti hér í Eyja- fjarðarsýslu en þó miklu meira í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, enda getur naumast liéitið, að þar liafi komið nokkur verulegur þurkdagur í samfleyttar5 vikúr. Síðustu dag- ana hefir þó verið allgóður þurkur hér og sennilega einnig vestur um sýslur, enda er nú komin sunnanátt. Vonandi er því að mestöll hey hér norðanlands náist inn þessa daga, en hrakin munu þau vera orðin all- víða. Hefir þessi óþurkatíð einnig tafið mjög heyskapinn, enda sumstaðar orðið að flytja hey til langan veg til þess að koma því á þurkvöll, því að víða hefir vatn flætt yfir engjar, sem vel má þurka á í meðal þutka- sumrum. Rætist nú úr tneð þurkinn mun þó heyfengurinn víðast livar verða nieð mesta móti, því að grasspretta er alstaðar ágæt og heyskapur var alment byrjaður óvana- lega snemma. Skip »Skálholt» kom 28. f. m. með allmargt farþegja. Þessa höfum vér heyrt nafngreinda Sigurð lækni Pálsson á Sauðárkrók, Sigur- jón lækni Jónssou á Dalvík; Þorstein kaupin. Hjálmarsson á Hvammstanga, St. Jónsson faktor Sauðárkrók o. fl. — »Ceres» kom 30 f. m; fór ttin kvöldið. Meðal farþega hingað voru Chr. Havsteen framkvæmdarstjóri, O. C. Thorarensen lyf- sali, Frb. Steínsson bóksali, Björn Jónsson prentari, og Ragnar Olafsson kaupm., er all- ir kom af aðalftíndi Oráimfélagsins er liald- inn var á Seyðisíirði 25 f. m. Lengraáleið- is vorn nieð skipinu nokkrir Þjóðverjar er vinna eiga að byggingu gasstöðvarinnar í Rvík, Ásiu.Jóhnsen verzlin. á leið til Ameríku. Héðan fóru, tii Ameríku bræðurnir Ounn- arogMagmis Matthíassynir skálds. — Til Reykjavíkur fóru stórkaupmerinirnir Copland og Rich. N. Rrauit, einnig frú Ragnheiðnr Benediksdóttir. Til Sauðárkróks kaupni. L.. Popp og frú hans, ogtil Blönduóss, Eðvarð Sfléhlttrtdísöti vét'zltti.

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.