Norðri - 28.10.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 28.10.1909, Blaðsíða 2
170 NORÐRI NR 43 veikri yfirstjórn. Séu hin æðstu völd laus í sessi og á hvörfum, hvarflar múg- urinn ávalt milli óstjórnar og ánauðar. En hinsvegar á íhaldsandinn djúpa rót hjá múginum. Einatt gerir hann æðis- gengnar uppreistir og verður efri í þeim viðskiftum, en endirinn lendir í því einu, að breytt er til um nöfn stofn- ana og stjórnarhátta, og þar við er lát- ið sitja. Múgurinn trúir í rauninni á hið gamla, hið arfgenga. Væri fjöld- anum ekki svo farið, væri örðugt að skilja»uppreistarsögu þjóðanna. — —« »Óðara en einhver læt ur múginn stjórna sér fellur hann niður um fleiri en eitt haft í stiga menningar sinnar, verður siðieysingi, sem ekki ræður sér fyrir ofsa og glapráðum, og fer svo oft, að ýmist lendir múgurinn í stórræðum eða ódáðaverkum. — « »Sannfæringar- ofsi múgsins ' Iíkist oft trúarofsan. m. Eins og trúboðarnir reynir múgurinn að útbreiða sínar skoðanir, og eins og þeir sýnir hann*og vottar átrúnaðarlotn- ing foringjum sínum. Og eins og trú- arofsamenn, níðir hann og dómfellir bæði kenningar og kennendurallraannara skoðana.— —.« «F*að sem helzt ræður skoðunum fjöldans er þjóðarlundernið og þjóð- metnaðurinn, og þar næst tíminn sjálfur, sem lagt hefir fyrir í lög svo margar steinrunnar hugmyndir, er nú sýnast nýjar. En aftur ristir múgurinn ekki djúpt í sögulegum skilningi, hvorki á eðli manna eða þýðingu sjálfra þjóðmálanna, sem liggja fyrir, né skilur hvernig skoð- anir skiftast í sögunni. Ekkert stjórnar- eða félagsfyrirkomulag er gott eða ilt í sjálfu sér, alt er undir því komið, hvern- ig það er skilið og því beitt. Rað er lunderni þjóðarinnar, sem spinnur henn- ar örlagaþætti, en ekki hennar stjórnar- form. Að jafnaði stýra múginum laus orðtök, dæmi, fullyrðingar og ófsjónir. Heimspekinni hefir ekki tekist að gefa alþýðunni neinar gyllandi fyrirmyndir, en þær eru það sem fjöldinn heimtar framar öllu, og fyrir því flykkist hann að þeim mælskumönnum, sem gera bezt- ar gyllingarnar. Fyrir gyllingarnar o'g á þeim lifir hin mikla auðsjafnaðarkenning (socialisminn.)-----» «Sá sem ætlar að leiða múginn, má aldrei tala röklega. Rað þreytir, en vekur ekki eða æsir. Hann á að tala í líkingum og orðskviðum, gleyma ekki »stóru orðunum* né þeim staðhæfing- um sem sí og æ má endurtaka. Retta dáleiðir, og með þeirri aðferð á hann hægra með að ná öllum atkvæðum og fullu fylgi til hvers, sem vera skal» Enn eina stutta klausu úr höf. merg- jaða betur: »Atkvæðaréttur múgsins er múgsins forræði eða miðlungsmannanna. Það forræði hefir oftar en einu, sinni hleypt óvinasæg inn á Frakkland, og óðara en jafnaðarliðið verður hlutskarpara, verður lýðræðið enn þá dýrara þjóð vorri. Þegar hugtök múgsins eru orð- in hans átrúnaður, stoða engin rök, að cíeila við hann um trú hans er sviplík fávizka og deila við hvirfilstorma. Rað mun þykja nóg komið í einu af svo góðu. En víst er margt gott og íhugunarvert í þessari bölsýnu,frönsku kenningu. En einu gleyma þessir góðu höfuudar. Reir gleyma því, að lýðvalds- stjórnin getur orðið góð og til bless- unar — þegar hún á við, (og hvert einasta stjórnarform á einhverntíma við og tekur við völdum, hvort menn vilja eða ekki, að því er sagan sýnir.) Og öðru gleyma þeir. Rað er siðmenn- ingin. Eftir því sem henni fer fram hlýtur lýðveldinu að fara fram, eftir því sem fleiri næntast, vex gildi cg rétt- mæti atkvæðagrelðslunnar, Retta sann- ar og sagan — saga Svisslands, Hol- lands, Englands og Bandaríkjanna! En hvert stjórnarform er hvor- fyeggja 1 senn: nauðsyn og — hugsjón. Ekkert er fullkomið, né nær hugsjón- inni: Oangurinn er þessi — eins og kunnugt er —: Frá einveldi eða harð- stjórn til þjóðstjórnar, og svo aftur gegnum óstjórn og róstur til einveldis, unz enn er snúið við. Þjóðveldi Orykkja og Rómverja komst svo langt að verða fyrirmynd bæði á miðöldum og æ síðan. En það sem varð þeim til falls, var framar öllu það, að allur þorri manna í hverri lýðvaldsborg voru ánauðugir, réttlausir mansmenn. Rrældómsmúg- urinn, eða hans líkar, urðu að vinna fyrir hina frjálsu borgara, er svo spilt- ust sakir hóglífis og þráttana, unz þeir urðu dugmeiri þjóðum að bráð. — Hvert stjórnarform fær aldrei að bless- ast til lengdar, því veldur breiskleiki bæði þeirra, sem fyrirskipa og hinna, sem eiga að hlýða. En sumu valda styr- jaldirnar. Svona er veraldarsagan. En svo eg að endingu nefni aftur þá Friðrik 6- og þann konung, sem vér nú þjónum, þá býður oss hinn fyrnefndi að athuga ástand vort undir hans ein- veldi, og bera það saman við þjóðar- Og þingræðisstjórn þá, seni vér nú eig- um við að búa. Munu allir skynsamir menn skjótt komast að þeirri niður- stöðu, að hversu vel og ráðvandlega, sem Friðrik 6. reyndi til að stjórna oss, þá var það hvorttveggja, að það tókst misjafnlega, enda þótti vorri vaknandi þjóð sú stjórn æði ófullkomin og ónóg fyrir tímann, þótt friður héldist og vilji konutigsins væri betri og meiri, en sum- ir kölluðu vitsmuni hans. Nú er sú ógnarbreyting á komin, sem óhætt mun að segja, að ekki hafi fengið nógu langan vaxtartíma — þrátt fyrir nreira en hálfrar aldar undirbúning. Enda reynist hvert stjórnarform því varanlegra og farsælla sem það er eðlilegar tilorð- ið. Englendingar hafa lofað tímannm að skapa sitt. Og svo gerðu feður vor- ir. Nú er ný stjórnar- og þjóðlífsöld runnin og alt á tjá og tundri; þjóðin glaðvakandi, og vinnur nú ’ hvort stór- virkið — en líka glapræðið (eins og bannlögin!) á fætur öðru. Ressari stór- breyting ber nú að taka með ráðdeild og stillingu; tíðin er ínáttug, og stór, og á meðöl og tækifæri í framtíðinni fyrir höndum, sem alt getur jafnað. Lofum mönnum að brjóta af sér horn- int það er ekki víst að þar vaxi aftur hættuleg horn! En förum gætilega með lýðveldíð, að ekki verði það frakkneskt einveldi! Trú- um miður hinu háttiofaða <þingræði» en skynsamlegum kosningum! Á því ríður lífið, að senda ekki «hrossakaup- menn» á þing, heldur gætna, guðrækna vitsmunamenn, sem hvorki láta dáleið- ast utan þings né innan, og fylgja þeim einum skoðunum, sem hrein sannfær- ing sjálfra þeirra og skyldan við Guð og ættjörðina fyrirskipar. Ráðvendnin þarf ekkert tál að óttast. Honesty is the best polity (o: Ráðvendni er hin bezta pólitfk— þjóðstjórn og þingræði), segja enskir menn. M. J. Forspá. Merkilega-vel segja sögur vorar frá draumspökum mönnum, forspáum og framsýnum. Frá Landnámu og niður í gegn um allar helztu fornsögurnar er mikill og margvíslegur fróðleikur gefinn í þeim efnum, þar sem flestar aðrar þjóðir eiga ekki annað að bjóða en lausar sagnír og alþýðusögur. Drauma Quð- lúnar Ósvífursdóttir' kannast allir við, og eins draum Rorsteins Egilssonar fyr- ir forlögum annarar merkiskonu sögu- tímans, Helgu hinnar fögru, enda fyrir- myndar sá draumur nákvæmlega alla sögu Gunnlögs og Hrafns. ÞeirGestur spaki og Njáll eru þó langfremstir allra vorra framsýnu fornmanna. Forspá var mjög tíð hér á landi —■ og hefir ávalt verið, og eflaust tíðari en í flestum öðrum löndum; mætti rita alllanga og fróðlega bók um þá list eða andagift. Væri og full þörf á slíku riti — fúll þörf fyrir alþýðu vora, jafnt því sem henni býðst slík kynstur af þjóðsögum og allskonar dulrænum æfintýrum. Síð- an spíritíska hreyfingin fór að aukast og útbreiðast, ber meir og meir á fram- sýnis- og forspársögum í útlöndum, enda er þeim hlutum líkt varið og spiri- tískum fyrirbrigðum, að þá má ekki vísindalega þýða. í hinu fróðlega enska vikublaði «Light« birtast annað veifið framsýnissögur sem fullkomlega líkjast íslenskum frásögum samskonar efnis — líkjast svo vel, að nálega virðist óþarfi að útbreiða þær hjá oss, þar sem við eigum samkyns forspár- eða fyrirbrigða sögur hundruðum saman. Alveg sama gildir um draumsögur. Eða hvað geta náttúruvísindin, með ailri þeirra vizku, frætt oss nieira um þá, en önn- ur hver amma eða fóstra kann og veit? Rað eitt vita nú sálfræðingar vorra tíma, að vitundarlíf manna er ótal sinnum auðugra og dýpra en áður og alt fram á þessa daga var ætlað. Nú sjá slíkir fræðimenn að hin hversdagsiega vitundeða «ég», manna, yfirtekur ekki helming — kannske ekki nema lítinn part af því, sem niðri fyrir býr og sjaldan nær yf- irborðinu. Og svo dirfast merin að fullyrða, að engin sál sé til. Enskur prestur sagði nýlega í ræðu sinni: »Ó þér lítiltrúaðir«! það ávarp þarf oftlega að minna þá menn á, sem sí og æ aftra öðrum með hugleysi sínu frá að hlýðaboðinu: «Leitið og þá mun- ið þér finna;< eða trúa orðum Páls postula: «Vitið þér ekki, að ótal þjón- ustusamir andar eru ávalt umhverfis yð- ur? Eða er hann (d: postulinn) að meina illa anda. — Nú þegar höfum vér öðlasttrú, grundvallaðaá nýrri reynslu og þekkingu, að tilvera fjandans sé hjá- trú og markleysa, en trúin á alvaldan guð sé alsönn og að neisti hans guð- dóms búi í oss. Og ennfremur, að sál- ir vorra framliðnu vina, séu ekki fjarri oss, og megni að gefa oss margar vísbendingar, einkum ef vér sjálfir trú- um því og leitum þess. Vér vitum, að þessi trú hefir þegar orðið þúsundum manna til huggunar og blessunar og frelsað marga sárpínda sál frá æði eða sjálfsmorði«. En svo vér hverfum aftur að for- spánni, má fullyrða, að sú gáfa sé enn til og töluvert almenn, einkum samfara fyrirbrigðum, hvort heldur menn verða þeirra varir inn á við eða út á við. Fátt hefir til borið, það sem sætt hefir stórtíðindum í heiminum, að engir fyr- irboðar hafi á undan því farið. Eða hve margt mætti ekki nefna, ef fróðleik skorti ekki? Nálega alla jarðskjálfta, kon- unga og stórmennamorð (eins og Am- eríkuforsetanna), svo og stóislys og ó- farir, hafa menn, fleiri eða færri, dreymt eða sagt fyrir. Líklegt er — segja marg- ir sálfræðingar — aðgervöll tilveran og geymarnir, sé alt fult af vitandi verum, er vorar eigin vitundir sé eitthvað í sam- bandi við, enda sameinist í nýju gerfi eftir svonefndan dauða og renni saman til stærri eða minni heilda. Sbr. rit W. James. M. J. Sfmfréttir til Norðra. Ráðaneytið Holstein-Ledreborg í Danmörku er farið frá og nýtt ráðaneyti myndað af róttækum vinstri mönnum (radikale Venstre). Zahle, forsætisráðherra og dómsmálaráðherra, Kr. Krabbe, bæjarfógeti. hermálaráðherra. Nilsen Vennelev, prófessor, kirkjumálaráðherra. P. Munck, sagnfræðingur, innanríkisráðherra. Schavenius, skrifstofustjóri, utanríkisráðherra. Jensen Ougtved samgöngumálaráðherra. Weimann, konsúll frá Hamborg, verzlunarmálaráðherra. Edvard Brandes, fyrv. ritstjóri, fjármálaráðherra. Paul Christensen, landbúnaðarráðherra. Ráðaneyti Holstein-Ledreborgs varð það að falli, að hann fór mjög hörðum orðum um hægri- menn í fólksþinginu danska fyr- ir skömmu. Urðu hægrimenn af- arreiðir og fengu hina aðra póli- tísku flokka í þinginu er á móti stjórninni voru, (róttæka vinstri menn og jafnaðarmenn) til þess að ganga í lið rneð sér, til þess að gefa ráðaneytinu vantrausts- yfirlýsingu. Ath. Hinn nýi stjórnarflokkur er tiltölulega mjög fáliðaður á þinginu; hafaþeireigi fleiri en 15 eindregna flokksmenn í fólksþinginu en munu eiga víst fylgi jafnaðarmanna, er þar eiga sæti 24, og sennilega einhverra af flokksleysingjum og hinum gömlu vinstri mönnum (Christensensmönnum) Óhugsandi er þó að þetta ráðaneyti muni eiga langa lífdaga fyrir höndum, nema það leysi fólksþingið upp og sigri við kósning- arnar. Lombroso er látinn. Hann var ítali og nijög merkur rit- höfundur. Frægustu rit hans eru sálar- fræðisleg, einkum um áhrif sálarsjúk- dóma á framferði manna og samband þeirra og glæpa. Heldur hann því jafn- vel fram, að allir glæpir eigi að meiru eða minna leyti rót sína að rekja til slíkra sjúkdóma. Hefir hann haft mjög mikil áhrif á meðferð sakamála og hegn- ingarlöggjöf síðari tíma. Ráðgert er að koma á stöð- ugum loftferðum milli Kaup- mannahafnar og Hamborgar á næsta vori. Jóni Gunnarssyni verzlunar- stjóra er veitt forstaða samá- byrgðarinnar (laun 3500 kr.). Flóra kom í dag eftir 44 klukkustunda ferð frá Rvík og hafði þó komið á 3 hafnir. Meðal farþegja: Páll Jónsson yfirréttar- málafærslumaður í Khöfn, stórkaupm. R. N. Braun o. fl.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.