Norðri - 28.10.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 28.10.1909, Blaðsíða 1
 Ritstjóri Björn Líndal Brjekkugata 19, IV. 43, Akureyri, Fimtudaginn 28, október, 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskriístofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—.7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h, helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimttrd. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10—llf.h. Utbú Islandsbanka 11-2 Utbú Landsbankans 11 —12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafoíd Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. ["rúföst mánudagskv. kl. 8. NORÐRI, eitt hið hreinskilnasta blað lands- ins, segir hispurslaust skoðun sína, hvort sem vinir eða ó- vinir eiga í hlut, og færir rök fyrir henni. — Eindregið minni- hlutablað. — Ef þér hafið eigi keypt blaðið hingað til, þá fáið nokkur tölublöð af því lánuð, lesið þau með gaumgæfni og hugsið yður vel um, hvort blað- ið sé ekki þess vert að kaupa það. Arg. kostar 3 kr.. Nýir kaupendur, sem borga næsta árg. fyrirfram, fá í kaupbæti það sem út verður kornið af skáld- sögunni »Jakob«, eftir norska skáldið Alex. Kjelland, einni af hans beztu sögum. Einnig fá nýir kaupendur ókeypis það sem út kemur af þessum árg. eftir að pöntun þeirra er komin ritstjór- anum í hendur. Óskapnaður. Síðasta blað «Norðurlands« flylur langa ritstjórnargrein um hið nýja hefti Eimreiðarinnar, sem minnst er á ann- arstaðar hér í blaðinu. Notar blaðið skilnaðarstefnugreinar Eiinreiðarinnar til þess að ráðast á þá stefnu, telur hana, eins og rétt er, eiga, »fáa fylgjendur ennþá í Iandinu« og er því mjög mót- fallið, að Dönum sé ögrað með henni. Blaðið talar um «stjórnmálaóskapn- aðinn íslenzka.« Bragð er að þá barn- ið finnur. Petta er sá mesti sannleikur er staðið hefir í Norðurlandi, frá rit- stjórans hendi, í langan tíma. Hafi blaðið þetta viljandi mælt og af ásettu ráði, þá er það annaðhvort orð- ið hreinlyndara en það hefir verið til þessa, eða augu þess eru loks tekin að opnast fyrir því, hvílíkan óskapnað flokks- menn þess, og það sjálft af veikum mælti, hafa gcrt úr ís'.enzkri stjórnmálabaráttu. Ætla mætti því, að það vildi reyna að koma einhverjum skapnaði á þenn- an óskíipnað, nota tækifærið til þess að láta í Ijós, hvernig nú verði bezt ráð- in bót á þeim glappaskotum, er gerð hdfá ven'ð og körhist lir þeifti ógcuigtt m er út í er komið. Ef hér væri um ein- tæga yðrun og yfirbót að ræða, mætti eigi aðeins fyllilega gera ráð fyrir slíku heldur og jafnvel krefjast þess. En því miður: Hér kennir engra góðra grasa, fremur en vant er, heldur að eins sama, margtuggna moðsins, söinu fúnu synuþvælunnar, sömu snarrótarpuntstrá- anna og sömu horblöðkunnar. Hér er farið í geitarhús að leita sér ullar, eins og endranær. Með öðrum orðum, það verður ekk- ert af greininni ráðið um það, hvað blaðið vill og ekki einu sinni hvað það ekki vill. Að sönnu virðist greinilegt, að það sé nú eindregið á móti skiln- aðarstefnunni og ekki vill það lá'ta ögra Dönum með skilnaði. Þar stendur með- al annars: »Á meðan þeim samnings- tilraunum (d: um sambandsmálið) er ekki íokið, fást víst fáir menn með fullri á- byrgðartilfinningu til þess að takast á hendur ráðgjafastarfið, í því skyni að ögra Dönum, ekki sterkari bakhjarl en þeir hafa.» Á Þingvallafundinum fræga sumarið 1907 var Dönum ögrað með skilnaði, og sá er bezt gekk þar fram í því, var núverandi ráðherra með Norðurlands- ritstjórann aftan í sér eins og vant er. I deilunni um sambandslagafrumvarpið í fyrra létu þessir menn skilnaðinn alt af í veðri vaka og óbeinlínis hafa þeir hreint og beint að honum stefnt með því að krefjast sambandsins í því formi, sem er ómögulegt og ósamrýmanlegt við þingbundnar stjórnir. Allir, sem nokkurt vit hafa á stjórn- málum liljóta að viðurkenna að persónu- samband eitt er ósamrýmanlegt þing- bundinni stjórn. Lendi tveim slíkum ríkj- um í ófriði saman, sem hæglega getur komið fyrir, verður konungur þeirra í raun og veru að berjast við sjálfan sig, og á líkan hátt getur farið með mörg önnur mál. Meirihlutinn er því að leika hinn herfilegasta skollaleik, er hann set- ur í frumvarp sitt frá síðasta þingi á- kvæði um, að vér getum krafist per- sónusambands eins að 25 árum liðnum. Eins og margsinms hefir verið bent á, er þetta í raun og veru alveg sama sem skilnaðarkrafa. Hér er að eins ver- ið að blekkja þjóðina með því að uefna þeita eigi réttu nafni, því að þessum mönnum er kunnugt um, að þjóðin vill ekki skilnað, enda vilja þeir hann ekki sjálfir, þótt þeir í raun og veru séu að heimta hann. Leikurinn var gerður til þess að afla sér fylgis þeirra manna er ekki hafa næga þekkingu á því, hvað persónusamband er í raun og veru. Peim var talin trú um, að það væri bezta tirlausn niálsins, haganlegasta og frjálslegasta sambandsfyrirkomulagið. Hvers vegna var ritstjóri Norðurlands með til þess að ögra Dönum með skil- naði 1907, en telur það nú ótímabært, þangað til öllum samningatilraunum við þá sé lokið? Og hvers vegna ögrar hann sjálfur Dönum með skilnaði í þess- ari sömu grein, er hér ræðir um? Þar stendur: »Og óneitanlega eru ekki mikl- ar hórfur á að samningarnir takist, svo skilnaðarmeimiriiir ætítt að gefa beðið Aðalfundur NORÐRA. Honum verður haldið áfram á mánudaginn kemur kl. 8^/í e. h., í húsi Boga Daníelssonar veitingamanns. Mjög áríðandi að allir hluthafar mæti. Stjórnin. rólegir í svipinn. Þeir þurfa kannske, ekki að þreyja svo lengi úr þessu. Hvað ætli sé sennilegra, eftir því sem við- skiptum Dana og Islendinga hefir áður verið varið, en að Danir dragi það að unna oss réttarins til konungssambands- ius, þangað til skilnaðarstefnan er orð- in svo rík í landinu, að meiri hluti þjóðarinnar vill skilnað og annað ekki.« Er þetta ekki einmitt ögrun um skilri- að? Blaðið hefir eigi trú á að Danir muni vilja samþykkja persónusamband, fyr en þjóðin «vill skilnað og annað ekki.« Af þessum kenningum blaðsins verður aðeins sú ályktun dregin, að skilnaðarvilji meiri hluti þjóðarinnar sé skilyrði fyrir því, að persónusamband fáist. Persónusamband er hið eina við- tinaniega og að dómi blaðsins, það sem róa á öllum árum að því að fá. Jafnframt fullyrðir það, að það sé > eigi annað en hégómamál, að svo stöddu, að ögra með skilnaðarstefnu, sem svo afarlítið ber á,» og þá má sennilega ekkert gera til þess að gefa þeirri stefnu vind í seglin. Með öðrum orðum: Per- sónusambandi eigum vér að sækjast eftir af öilum kröf'um, en jafnframt forðast af fremsta megni að láta í Ijós skilnað- aróskir, sem eru eina skilyrðið fyrir því, að takmarkinu verði náð. Og hvað gagnar það, þótt Danir vilji þá fyrst samþykkja persónusamband, er meiri hluti íslenzku þjóðarinnar «vill skilnað og annað ekki«? Verði hér um sannanvilja að tæða, þá kemst persónu- samband auðvitað aldreiáaf þeirrieinföldu ástæðu, að Islendingar vilja það ekki, þegar þekn loks gefst kostur á að fá það. Kenning >Norðurlands» verðurþáað síðustu sú, að skilyrðið fyrir því að Danir vilji persónusamband sé það, að íslendingar vilji það ekki. Og þó á að berjast fyrir því að fá persónu- samband en ekki skilnað!!! Hver skilur slíkan hugsanagang? Og hver getur annað 'en blygðast sín fyrir þann þingmann, er jafn vankalega snýst um sjálfan sig f því höfuðmáli, er hon- um var falið að ráða til lykta fyrir kjör- dæmisins hönd? Hann telur hégóma- mál að svo stöddu að ögra með skiln- aðarsfefnu, en hefir þó sjálfur margsinn- is gert það og gerir það enn um leið og hann telur það hégómamál. Getur nokkur hugsað sér hégómlegri blaða- mensku, hégómlegri ritstjóra, hégóm- legri alþingismann og hégómlegri póli- tík? Er ur.t að breyta alvarlegasta máli þjóðarinnar í hégómlegra fíflskaparmál, og óskaplegti ósíapuað? Undir Friðrik 6. og Friðrik 8. 2. Hinn einvaldi fjöldi. Le Bob lýsir fjölda-einveldinu heldur harkalega: »Pegar margir koma saman á mót eða þfng, er engu líkara en að hinir einstöku menn hverfi, en ein sál verði úr öllum eða meiri hlutanum, eins- konar félags- eða fundarsál, þannig að skoðanastefna allra fari í sömu átt. Að vísu er sú sál ekki varanlegs eðlis, en á þó allglögg sérkenni. Hún myndar heild. Talan má vera stór eða smá, því hún ræður miitstu; fáeinar sálir geta orðið eins og ein sál, en heil þjóð getur líka orðið það. Ekki ræður held- ur neinn stétta- eða vitsmuna munur. Fjöldinn (»massinn«) myndar ekki með- alverð allra meðalverða hjá félagsmönn- um, eins og Spencer álítur, heldur nýja útkomu út af fyrir sig, Með því menn með ólíkum vitsmunum eru hver öðrum líkir að frumhvötum, ástríðum og til- finningum, og þar eð einmitt þeir eig- irileikar snerta hvor annan hjá fjöldan- um, þá verður hver 'niðurstaða um al- menn efni, jafnvel þótt afburðamenn eigi í hlut, alveg eins og ályktun, sem gerð er á fundi fáfróðra manna, hvorki lakari né betri. Ems og limur fjöldans finnur hver einstakur, að hann á mikið undir sér vegna aflsmuna félaga sinna, og fyrir því fylgir hann öruggur frum- hvötum sínum, enda hverfnr ábyrgð hans, að honum finst, inn í ábyrgð hinna, ef þeir skyldu verða hennar var- ir; því fjöldinn á ekkert sérstakt nafn. En aðaleinkunn fjöldans er þó næm- leiki hans gagnvart innskotum (sug- gestion), því gáfa hvers einstaks í rök- leiðslu hverfur, en öll áhrif verða bráða sóttnæmi. En dáleiddir menn trúa ná- legajtverju sem vera skal, og er þetta alkunnug staðreynd, einkum á fjölda fundum og við sakaransóknir — —« »Fjöldinn efast aldrei um áreiðanleik skoðana sinna; hann gleymir og aldrei afli sínu og valdi, og við það glatast vægð hans og vorkunsemi. Einstakur maður þolir mótbárur og umræður, en fjöldinn aldrei. A stórfundum mætir hver ræðurnaður, sem byrjar mótmæli, óðara uppnámi og rokna-skömmum, er stundum endar í handalögmáli. Einkum er því svo varið í rómönsku löndunum. Í hinutn norðlægari löndunum lætur ein- staklingurinn meira til sín taka, en suð- urþjóðirnar deila ávalt um mál heild- anna, flokka, stétta og þjóða, og ann- að frelsi kannast þeir ekki við, Par sem múgurinn kemur saman, er hann ávalt gjarn til uþpréistar móti

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.