Norðri - 18.06.1910, Blaðsíða 1

Norðri - 18.06.1910, Blaðsíða 1
V. 23. Akureyri, laugardaginn 18. júní. I Handelsselskabet „ISAFOLD“ selur allar íslenzkar afurðir með hæsta verði. Skrifstófa í Kaupmannahöfn Kvæsthusgade, 3 í Hamburg Klosterstrasse 24 — 26. Símnefni: FJALLKONAN Kaupmannahöfn. RICKSIEVERS Hamburg. GEYSIR Reykjavík. ► Hrossamarkaðir Undirritaður kaupir hesta gegn peningaborgun út í hönd: Á Víðímýri í Skagafirði 2. júlí n. k. kl. 12 á h. Á Stóru-Ökrum 4 júlí n. k. kl. 12 á h. Skagfirðingar! Seljið eigi nokkurn hest yðar fyr en þér fáið að vita hvaða verð þér getið fengið fyrir þá hjá mér. Söve Svíþjóð. Hilmar Erikson. hestakaupmaður. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—6 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6. Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8 l’ósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7 helgid. 10—llf. h, Utbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard. þriðjud.kv. kl.8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Visur. (Lausþýddar úr dönsku). I. Vertu hress, ef velur þú vegu þá, sem guð má þekkja, þó að stundum bresti brú, bregðist gæftir eða laskist snekkja. Fylgdu því sem fremst þú ant fram í hel, ef á þarf halda. Pá er lífið vart svo vant, víst ei heldur\ dauðans skuld að gjalda. II. Lát ei víl þér veginn þyngja, vertu œ til taks að syngja. Lát þér vera langt til tára. létt um bros til hinstu ára, Svo má lifsins sólskin fanga, silfurhœrur, rjóða vanga. III. (Úr þýzku). Hugleysissturlan, hræðsla og hvarflan, kvartan og kveinan, kveifarleg veinan ver þig ei volceði, veitir ei frið.— Hvað sem ágengur duga sem drengur, uppgefasí ekki, harðna við hnekki, það eitt knýr guð til að leggja þér lið. H. H. Ymisiegt um fjárstjórn Dani og eyðslusemi. II. í síðasta blaði skýrðum vér frá ýmsu, er þessi danski höfnndur hafði að at- huga við fjárhagsstjórn ríkisins. Því næst ritar hann um fjárhagsástand borga, kaupstaða og héraða landsins. Hann kemur fram með þásetningu eftir dansk- an hagfræðing og gáfumann: að þeir borgarar ríkisins, sem umfram aðra séu í hættu og þurfi vernd- ar við séu hinir hærri gjaldendur og efnamenn framtíðarinnar. Þess- um hagfræðingi hefir verið það Ijóst, að þegar héraða og borgarstjórnir, sem oft að miklu leyti eru fulltrúar snauðra manna, eru að hlaða ábyrgðum og skuldakröfum fyrirhyggjulítið á héruðin (Kommunerne), eru það efnamennirnir, eða hinir hærri gjaldendur, sem verða að súpa seiðið af þeim ráðstöfunum, ef þær baka héruðunum byrgðar, og að þeir verða að borga meiri hlutann af skuldinni eða ábyrðinni, sem ef til vill eignalausir menn hafa stofnað til. Höf. tekur fram, að skuldir bæja og héraða hafi vaxið mikið í Danmörku á síðari árum, það kunui þó að þykja dálítil af- sökun, að sama hafi orðið ofan á víða um lönd. En víðast hafi menn þó ver- ið nærgætnari við eftirkomendurna en i Danmörku, fyrst og fremst með því að hafa strangar gætur á, að lánsfénu yrði aðeins varið til endingargóðra og arð- vænnlegra fyrirtækja, sem og með því að taka lánin til styttri tíma, svo byrðun- um yrði ekki hleypt fram á eftirkom- endurna til langframa, og að þeir, sem stofna til lánanna fái að borga sem mest af þeim. Höf. skiftir borga og héraðsstjórnum í þrent: 1. Kaupmannahöfn, 2. aðrir kaup- staðir landsins og 3. hreppana eða sókn- irnar. Um Kaupmannahöfn segir hann: Borg þessi skuldaði með Friðriksbergi 1890 um 30 miljónir, en á þeim 19. árum, sem síðan eru liðin og jafnaðar- menn hafa haft mest áhrif á stjórn borg- arinnar, hafa skuldirnar stigið geysi- mikið, svo þær 1907-1908 eru komn- ar upp í 267 miljónir. Pað cr því eng- inn efi á því, að borgin hefir eitt fram- yfir efni og að skattgreiðendur hennar fái að kenna á því í framtíðinni. Mikið af fekjum borgarinnar hvílir á húseign- unum og þessu er aftur skipt niður á Ieigjendur húsanna. Beri menn skuld.r Kaupmannahafnar saman við skuldir ýmsra borga, þá höfum vér skýrslu um það frá 1904, þá skuldaði Khofn 22 kr. á nef hvert í borginni, Kristjama 262 kr. á nef, Stokkhólmur 286, Ed- inborg 396 o. s. frv. Þá sýnaoghag- fræðisskýrslur að Khöfn er meðal þeir borga, þar sem skuldirnar hafa stign örast á síðari árum. Það hefir að þessu verið hægðarleikur fyrir borgina að fa lán og menn hafa eigi athugað nógu vel afleiðingarnar er greiðsla lánanna hefði í för með sér, kemur þetta með- al annars fram í því, að Khöfn hefir tekið lánin með lengri gjaldfresti en flestar aðrar stórborgir venjulega gera- Margar borgir mega auk þess ekki taka lán nema' með samþykki ríkisins og hafa þær því meira aðhald í þessu efni eti Kaupmannahöfn. F*að er og mjög athugavert, að útgjöld borgarinnar uxu frá því 1887-1907 um 160 prc. enda þótt fólksfjöldinn ykist ekki nema »m 35 prc. á sama tíma. Annarsstaðar í Dan mörku hefir og það sama brunnið vi og í höfuðstaðnum. Kaupstaðirnir skuk uðu allir til samans 1890 um 23 miljón en 1907 eru skuldirnar komnar upp í 55r/a miljón kr. Hreppaskuldirnar höfðu á sama tíma farið úr rúmum 5 miljónum upp í rrrm- ar 13. milíónir. Fróðir menn og hagsýnir eru á þeini skoðun að kaupstaðirnir hafi tekið sig nokkuð geyst á framfarabrautmm. Það hafa verið settar upp gasstoðvar og raf- magnsframleiðslutól og vatnsleiðslur sem á fæstum stöðum svara kostnaði. Pað hefir víða ekkert hóf verið á kostnaði alþýðubarnaskólanna. jafnvel byggingar, áhöld og og útbúnaður kostað 1000 kr. á hvert barn. þetta er alt blessað og gott þegar fólkið hefir efni á slíku. En það hefir það eigi, og þegar eigi var hægt að leggja meira á fólkið hefir af gangur gjaldanna verið borgaður með nýjurn lánum, og sem alls eigi hafa ver- jð notuð til nýrra fyrirtækja, heldur tjl þess að nokkru leyti að halda þeim gömlu við, sem eigi hafa borið sig. þegar öllu er á botninn hvolft eru það aðeins landbúnaðarhrepparnir, sem staðist hafa freistinguna að eyða fé yfir efni, bæði hagfræðingum og stjórnmála- mönnum ber saman um, að þar hafi ráðið einlægur vilji um að sníða sér stakk eftir vexti og forðast ónauðsynleg út- gjöld. og mun þetta stafa af því, að landbændur eru sparsamari og nægju- samari en kaupstaðarbúar. Vondi að hreppastjórnirnar haldi áfram að gæta hófs og láta ekki eyðslusemi og fjár- málabruðl kaupstaðanna glepja sig. Til frekari skýringa má geta þess að Khöfn með Friðriksbergi var 1909 tal- in að eiga 213^/a milión, en skulda 163 miljónir. Kaupstaðirnir til sam- ans töldust að eiga 101 miljón, en skulda 61. Hrepparnir áttu samanlagt rúmar 65 miljónir, en sknlduðu rúmar 35 miljónir. Amtsjóðirnir áttu nær 23 miljónir en skulduðu rúmar 13 milj. [Framh.] H. S. Bardal bóksali frá Vinnipeg hefir verið her á ferð þessa dagana. Ferðast hann um Þingeyjarsýslu, og fer svo heimleiðis í næsta mánuði. Viðskiftaráðnautur „Norðurlands“ um Hamborgarferðir o. fl. Nýr vaðall. Ávarp. Ísíðasta tölubl. Norðurlands er Ólafur Friðriksson enn á ferðinni, sem eyðufyllir blaðsins og berst mikið á. Byrjar hann guðspjallið með því að segjast hafa ætlað «að skrifa um við- skifti vor við Pýzkalandf!!) Og seg- ist geta svarað mér í því sambandi. Er þetta þegar «forsmekkur« af hugs- unargangi Ólafs og krabbavaðli og verður hann að afsaka þó eg nenni ekk að elta hann allar þær koppagötur, en láta sér nægja að eg tek niður í bak honum hér og þar af handahófi. Voga-Bjarni II. Ekki getur maður varist þeirri hugsun að vel hefði farið á því, að þeir Voga-Bjarni »Dauða- stundarskáld« og Ólafur þessi hefðu slegið sér saman og sett á stofn leið- beiningaskrifstofu fyrir kaupmenn og verzlunírlýð. Hugmyndir þeirra um verzlun og þekking í þeim efnum virð- fst á svo afarsvipuðu/jstigi. Er það ekki hjartnæmt t. d. að sjá skyldleikann með þeim þegar Voga-Bjarni er að bulla um stóðhestasölu til Rómaborgar. og Ólafur skapar í skýjunum saltíiskmarkað á Suð- urþýzkalandi. Hálfverkaður saltfiskur í stnábitum vafinn innan í smérpappír! — Rað er annars klaufaleg gleymska hjá Ólafi að taka ekki fram hvað bitarnir megi eða eigi að vera stórir því tæp- lega er nóg að taka fram að fiskurinn þurfi að vera í 10 og 20 punda köss- um. Hann verður að bæta því inn í ritgerðina sem hann segist ætla að skrifa utn «stóra félagið« og væntanlega birt- ist áður en langt líður í Norðurlandi.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.