Norðri - 18.06.1910, Blaðsíða 3
NR 23
NORÐRl
Q1
irnir í loftinu og það sem er í sam-
bandi við þá, og aldrei eru menn ör-
látari á fé, en þegar einhver loftfars-
kappinn biður um hjálp. Til þess ber
yrst og fremst það, að loftferðir hafa
ætíð eitthvað hrikalegt við sig, og menn
finna til ánægju yfir að taka þátt í bar-
áttunni við að leggja undir sig loftið.
En í öndvegislöndunum sérstakl. stafar
hinn mikli áhugi manna fyrir lofterðum
að miklu leyti af því, að mönnum skilst
að hér er framtíðarvegurinn. Menn sjá
glögt, að öndvegislöndin mega ekki
dragast aftur úr er til þess viðfangs-
efnis kemur, vilji þau á annað borð
halda áliti sínu. Ressvegna leggja menn
fúslega alt í sölurnar til þess að ætt-
land sitt geti starfað með og þessvegna
gleðjast menn af sérhverjum framgangi.
Sakir framtakssemi Zeppelins greifa,
hefir Rýzkaland vafalaust staðið fremst
á þessu svæði hingað til, og að það
ætli ekki að láta sér nægja með til-
raunir Zeppelin og vilji halda forust-
unni sýnir meðal annars það, að ný-
lega hefir nýtt loftfar verið fullgert þar
sem kent er við Sæmens Schucert, og
sem menn vænta sér mikils af er það
flýgur um innan skams.
En einnig í öðrum Evropulöndum
er unnið að loftfarasmíði af miklu kappi.
A Frakklandi hafa menn eigi látið hug-
fallast þrátt fyrir öll óhöpp; á þessu
ári mun Frakkland að likindum eignast
afarstórt stýranlegt loftfar. Á Englandi
lætur flotamálastjórnin byggja loftfar,
með fyrirkomulagi, sem haldið hefir
verið leyndu hingað til; en nú, þegar
það er nærri fullgert, er skýrt frá, að
það verði með Zeppelins-lagi, dálítið
miima, en aftur á móti hraðskreiðara.
I Austrríki eru tvö loftför í smíðum á
einstakra manna kostnað. Einnig vita
menn, að loftför eru í smíðum á Ítalíu
og Rússlandi, en hve langt smíðinni er
þar komið er ókunnugt enn. Alstaðar
er unnið af kappi og er því fyrirsjáan-
legtað yfirstandandi sumar, eigi síður en
undanfarandi muni verða loftferðasum-
ar, það verður áhrifamikill atburður,
þegar hin nýju loftför fljúga í loft
næstu mánuði og gera á út um hvert
þeirra er fullkomnast.
Skattanefndin
Eins og getið er um í síðasta blaði,
hefir skattanefndin setið hér á fundi þessa
viku, þótt þá hafi vantað Flygenring
og Pétur Jónsson. Nefndin tók meðal
annars til yfirvegunar hver tolla eða
skattgjöld mundi vænlegast að leggja á
þjóðina, þegar aðflutningsbannslögin
kæmu í gildi, í staðinn fyrir vínfanga-
tollinri.
ToIIuf þessi með vínsöluleyfum er
búist við að nemi að meðaltali um 200
þús. kr. á ári, og eitthvað yrði þá til
að tína í skarðið þegar hann hverfur,
því eigi mun landssjóður vera svo á
vegi staddur að hann megi missa nokk-
uð úr aski sínum og mun heldur þurfa
að auka í en taka úr tekjukvöð hans
til landsmanna.
V-ér höfum átt tal um það við einn
nefndarmanna á hvað þeir vildu lata
le8gja og hann svaraði oss eitthvað á
þessa leið:
»Aðflutningsbannslögin mun þingið
hafa samþykt án þess að gera sér fulla
grein fyrir, hvernig landsjóði yrði bætt-
ur sátekjuhalli, sem hann bíður við það
að lögin koma í gildi. Rað hafa verið
nefndar þrjár eða fjórar skattalagaleiðir
til þess að ná upp vínfangatollinum.
1. vöruskattur, 2. farmgjaldsskattur, 3.
að tvöfalda kaffi og sykurtollinn. Nefnd-
armennirnir þrír er allir eindregið á móti
vöruskrátolli, enda mundi hann hafa í
för með sér kostnað til aukinnar toll-
gæzlu, hækkun á kaffi og sykurtollin-
um þykir nefndinni og varhugaverð, og
endirinn á bollaleggingunum varð, að
nefndarmenniruir allir þrír leggja til,
að þingið fresti aðflutningsbannslögun-
um og leggi það fyrir þjóðina hvaða
skatt hún vilji helzt á sig leggja í stað-
inn fyrir vínfangatollinn. Pykir oss þetta
viturlegt af nefndinni, og sýnir að þeir
eru þjóðræðismenn meira en í munn-
inum. Auðvitað fær þá þjóðin að greiða
atkvæði nm, hvort hún vilji ekki eins
vel vínfangatoll sem eitthvað annað og
hætta við aðflutningsbannið. Hún hef-
ir nú fengið að sjá framan í drauginn,
sem meirihluti henuar leyfði þinginu að
vekja upp, og getur vel verið, að marg-
ir séu því orðnir afhuga að leggja sig und-
ið ásókn og eltingaleik þessarar ófrelsis
kynfylgju miðaldanna. Menn sjá nú hvað
setur, en eigi kæmi oss óvart, þótt
bannlagamenn færi eigi að leggja þetta
mál aftur undir atkvæði þjóðarinnar,
af því þeir halda að hún muni hugsa
sig betur um en seinast, áður en hún
fer að greiða atkvæði með banninu, og
öllum vínflutningi innanlands bæja og
húsa milli, sem þingið tók sér bessa-
leyfi að lögleiða.
Búnaðarbálkur.
Fljótandi ræktunarstöð.
Hinn góðkunni íslandsvinur Moritz
Traenckul í Götaborg, sem árlega hefir
sent Ræktunarfélagi Norðurlands 300
kr. að gjöf og þannig styrkt og stutt
þær jarðræktartilraunir, sem gerðar hafa
verið hér síðustu árin, hefir heima í
Svíþjóð gert mikið tíl eflingar jarðrækt-
inni, og nú í sumar kostar hann skip
með ræktunarstöð. Pað kemur á flest-
ar hafnir í Sviþjóð og dvelur þar nokk-
urn tíma svo menn geti skoðað.
Svíar hafa ekki margar smáræktunar-
stöðvar til að sýna mönnum hinar beztu
ræktunaraðferðir eins og t. d. Danir,
og það er því enginn efi á því að
þessi »fljótandi ræktunarstöð» muni
gera gagn. Pað er »Útsædesforeningen»
í Svalöf, sem ræður hvað ræktað er á
skipinu, og ákveður hvaða ræktunarað-
ferðir eru þar sýndar. Félag það er
okkur einnig að góðu kunnugt, hefir
það sent R. F. N. fræ til reynslu og
þeir bræður Ingimar sál. og Sigurður
Sigurðssynir hafa báðir dvalið við til-
raunastöð þessa í Svalöf.
Sýslutilraunastöðvarnar eiga að gera
sama gagn hér og skip M. F. gerir í
Svíþjóð. Pær eiga að kenna bænduuum
hvaða ræktunaraðferðir séu beztar, hvern-
ig túnin verði bezt aukin og komið í
rækt, hvaða ræktunaraðferðir séu bezt-
ar við garðávexti o. fl. Þær eiga með
öðrum orðum að færa þá reynslu og
þá þekkingu, sem fæst við aðaltilrauua-
stöðina út á meðal bændanna og kenna
þeim að hagnýta sér þær.
Petta sama gerir skip M. F. og við
vonum og óskum að honum hepnist á
þenna hátt að útbreiða betri og hent-
ugri ræktunarsðferðir meðal landsmanna
sinna, þeim og landinu til gagns og
sóina.
Óskandi væri að sýslustöðvunum
okkar mætti takast það líka, takasí að
kenna mönnum að afla sér sem mest
fóðurs með sem minstum kostnaði svo
að búskapurinn blómgist og velmegun
ykist. P.
„Geysir"
söngfélag Glæsibæjarhrepps, hélt sam-
söng hér í leikhúsinu á sunnudaginn,
og stýrði Magnús organisti Einarsson
söngnum. Peir sungu 12 lög og tók-
ust flest þeiraa vel, sérstaklega var lag-
ið «Kvöldljóð» vel æft. »Vögguljóð»
féllu og áheyrendunu n vel í geð og
varð söngflokkurinn að margendurtaka
það. Af söngmönnunum hafa tvímæla-
laust bezta rödd þeir Kristján Jónsson
í Glæsibæ og Oddur sonur hans —
hreina, hljómmikla og viðfeldna rödd
hvor um sig.
Söngurinn var illa sóttur. Akureyr-
ingar þykjast ef til vill vera vanir svo
góðu heima fyrir að sveitasöngflokkur
geti ekki látið þann söng í té er heyrandi
sé fyrir þá, en þarna mistu þeir góða
skemtun! Áheyrandi.
Húsbruni á Grund.
Magnús bóndi þar bygði í fyrra stórt
fundarhús með steinsteypukjallara und-
ir. Stóð það skamt frá sölubúð hans og
íbúðarhúsi. Fundarhús þetta brann nú
í vikunni með því sem inni var. Úr
kjallaranum varð bjargað. Húsið var
óvátrygt og skiftir skaðinn þúsundnm.
Símfréttir.
(Rvik. 18. iúní.)
J. C. Christensen f. v. for-
sætisráðherr a Dana hefir verið
sýknaður í ríkisrétti. Sigurður
Berg f. v.* innanríkisráðherra var
dæmdur í 1000 kr. sekt í sama
rétti.
Qliickstadt forstjóri Land-
mandsbankans í K.höfn er lát-
inn.
Góðfiski
er nú á Eyjafjarðarmiðum milli Ól-
afsfjarðar og Siglufjarðar. Gangan kom
alt í einu um síðustu helgi. í gaer-
kvöldu voru mótorbátar af Dalvík, Hrísey
og Ólafsfirði búnir að fara 4 róðra,
og munu hafa fiskað 6 til 8 skpd í
róðri. Fiskurinn er allur stór.. Margir
árabátar róa nú af Dalvík og fá og
góðan afla. Næg síld aflast til beitu
hér inst á firðinum og er stöðugt send
út í veiðistöðvarnar á mótorbátum.
Fyrir síðustu helgi minkaði fiskiaflinn á
Austfjörðum en jókst aftur þessa viku
og má þar víða heita landburður.
Smærri fiskur var genginn á Reyðar-
fjörð og fiskast þar drjúgum á smábáta.
» Vesta»
kom f gær frá útlöndum. Hinn góð-
kunni skipstjóri Godfredsen hefir tekið
við því skipi aftur.
«Eljan« og «Austri«
komu í dag
KAUPFÉLAG AKUREYRAR
ofnkol snemma í sept n. k.
iTilboðin afhendiste
Sigtryggi Jónssyni
=fyrir lok þessa mánaðarl
EAkureyji, 13. júní 1910.Í
^Félagsstj’órnin.
244
biðja til Guðs að það ætti ekki fyrir sér að liggja
að komast lengra.
Ræða hans vakti mikla athygli af því hún hefði
verið flutt með slíkri djörfung, og menn undruðust
að þessi ungi maður sem safnað hafði auðlegð á
stuttum tíma skyldi jafnframt hafa sint svo mjög
Irúarbrögðunum. Og þótt hann talaði aldrei nokk&-
urt orð framar, var hann altaf taliii hin mesta stoð
hins veraldlegu og andlegu eftir þetta.
En heima í kaugstaðnum hans depluðu hægri
menn augunum til síra Opstads og tóku í hendina
á honum.
Vinstrimenn stóðu — eins og vant var _____ nög-
uðu sig í handarbökin og bölvuðu Törres í hljóði
eins og þeir voru vanir.
/r' Símon Varhoug hvíslaði að vini sínum og stall-
bróður Halvor Röidevaag:
«Hvað sagði eg? — Þessi maður er í sambandi
við djöfulinn!«
En mesta eftirtekt vakti það þó þegar þess var
látið getið í dagblaði höfuðstaðarins, - á þann
hátt að menn þóttust vita að það væri áreiðanleg
embættisráðsstofun — að herra stórþingismaður,
bankafulltrúi T. Wold stórkaupmaður mundi verða
útncfndur riddari af St. Ólafsorðuuni við fyrsta
241
gekk Törres einn dag niður að sjóhúsinu og sagð-
svo margir heyrðu: «Pú ert jafnaðarmaður Símon.» —
Aumingja Símon fór að bera á móti þessu; en
það barst þó út um bæinn, og stóð jafnvel í einu
af dagblöðunum að farið væri að bera á miklum
jafnaðarhreyfingum í «Verkamannahringnum;« og
þegar Símon Varhoug kom sárreiður á hinn ákveðna
fund, til þess að bera af sér og félögum sínum
þessa óttalegu ásökun, varð hinn kæri vinur hans
og félagsbróðir Halvor Röidevaag að tilkynna hon-
um, að hver einasti meðlimur hefði sagt sig úr
«Verkamannahringnum» og salurinn var alveg tóm-
ur; — svo — eins og stóð í sama dagblaðinu —
svo að morguninn eftir var ekki annað eftir af þess-
um skrautlega hring en tveir dýrmætir steinar: Sím-
on Varhoug og Halvor Röidevaag.
Svo var Törres kosinn með miklum meirihluta.
í fyrstu sá hann eftir því, og kunni mjög illa
við sig í Stórþinginu. Hann hélt lengi að þeir
drægju dár að sér. Hann fann til samskonar til
finningar og hann hafði fundið í æsku stéttaskipt-
ingunni í mannfélaginu, sem gerði hann órólegan
meðal þessara alvarlegu manna, er voru að spjalla
um hverjir ættu að komast í þingbókarnefnd og
rnargt annað sem hann skildi ekki.
I