Norðri - 18.06.1910, Blaðsíða 2
9
NORÐRI.
NR. 23
Sauðaketið frosið. Eg hefi aldrei
lastað nýbreytnistilraunir ef þær bygg-
jast á einhverju viti, svolíkurséu til að
þær geti orðið að gagni. Fimbulfainb
Olafs í þá átt er því vindhögg út í
loftið. Hinsvegar verð eg, enn sem
komið er, að telja tvísýnt hvað mikill
ágóði þrð verði fyrir okkur íslendinga
að leggja mikla áherzlu á útflutning á
frostnu sauðakéti. Og sé eg ekki bet-
ur en að dæmi það sem Ólaíur færir
til um verð á frosnu kéti sanni þar
frekar álit m.'tt en hans. Er ekkert eins-
dæmi þó svo leiðinlega vilji til fyrir
Ólafi, heldur á það sér oft stað, að
þegar gasparar eru að bulla um mál-
efni sem þeir bera ekkert skynbragð á,
að þeir rubba fram hinu og þessu er
verður tíl að slá sjálfa þá á munninn.—
Auðvitað veit Ólafur ekki hvað það
kostar að senda héðan sauðaket fros-
ið á útlendan markað. Og skal eg því
fræða hann lítilsháttar. Er þá fyrst að
telja, að auk allra áhalda og kostnaðar
við ketið, verður ís’iúsgjald hér, áður
en það kemst á skip, 5 aurar á pdnd-
ið þó ketið sé ekki geymt á íshúsi
nema einn eða tvo daga. En sá kostn-
aður er óumflýjanlegur, því allir heil-
vita menn sjá að ekki verður unt að
slátra sauðfénu samdægurs og ketinu
er «skipað um borð». Rá er flutnings-
gjald til skipanna fyrir vörur í ísklefa
eða þó ekki sé nema í kæligeymslu, 5
aurar fyrir pd., og svo annar auka-
kostnaður, umbúðir og fleira er þarftil
meðferðar á frosnu kjöti um fram salt-
ket og verður tæplega metið minna
en 4 aura fyrir pd. Oeta svo þeir sem
vilja reiknað út hagnaðinn, sé verðlag
Ólafs lagt til grundvallar. Er það þó
athugavert, því það er í fyrsta lagi nokk-
uð ofan við meðalverð á frosnu Astral-
íuketi (sbr. Danske Consulatberetninger)
og ennfremur varla líklegt að frosið
íslenzkt sauðakjöt geti kept við þá varn-
ingstegund sem seld hefir verið um
fjölda ára og er neytendunum kunn.
Verzlun við P*ýzkaland. Rað átú
að vera aðalefni greinar Ólafs, eftir því
að dæma, hvað mannalega hann tekur
til orða í upphafinu, en það áform
snýst alveg öfugt í höndum hans og
höfði og er afsakanlegt vegna þess að
Ólafur mun lítið vita til þýzkra við-
skifta og getur því ekkert um þau sagt.
Hefði honum verið betra að bulla
minna um þau og lofa Voga-Bjarna
einum að verða til athlægis í þeim efn-
um. Sýnist það vera nægilegt að einn
íslendingur sé erlendis í einu, handa
verzlunarfróðum mönnum að henda
gaman að, og er óþarfi af íslendingum
einum og öðrum að trana sér fram til
þess að «spila fávita» erlendis í verzl-
unarsökum meðan Voga-Bjarni dvelur
ytra fyrir landssjóðsfé. — Ólafur vitnar
mikið til manns er hannnefnirP. And-
resen og hefir sinn vísdóm frá hon-
um. Er það um það að segja, að þó
tilraunir hans á sölu íslenzkra afurða í
Rýzkalandi séu virðingarverðar þá munu
viðskiftafróðirmenn varla verjast brosi,
er Ólafur hefir ekkert annað að byggja
á vísdóm sinn í sölu á íslenskum af-
urðum t Pýzkalandi! — Pá er og al-
kunnugt, að ýmsar þýzkar iðnaðarvörur
verða keyptar ódýrara af heildsölu um-
boðsmönnum í Khöfn, en hægt er að
kaupa þær í Pýzkalandi hjá t. d. sjálf-
um framleiðendunum, og veldur því, að
Þjóðverjar gera þjóða mestan mun á
heildsölu og smásölu («Engros« og
«Detail«). Danskir heildsölu umboðs-
menn kaupa í gríðarstórum skömtum
og fá því mun betri kjör en t. d. ís-
lenzkir kaupmenn, jafnvel þó peninga
hafi og geti keypt «kontant« oger það
vegna þess að þeir geta aldrei keypt
eins mikið og umboðsmennirnir. —
Ólafur segir að «stærstu þýzk verzlunar
hús geti borgað bezt íslenzkar afurðir<
og efast víst enginn um að »miljóna-
firma» geti borgað hátt verð fyrir þær,
ef þau vilja, en það mun oftar verða,
að þau kæri sig ekki um að kaupa
vörurnar hærra verði en þau nauðsyn-
lega þurfa, og er nú Ólafur farinn að
gerast loftkendur í viðskifta fræðinni að
mér finst.
Pá er sú kenning Ólafs, að stór verzl-
unarhús vilja ekki kaupa vörur er þær
græða á eða verzla með, nema þær fái
svo og svo mikið af henni í stórum mæli
— er það sú firna fjarstæða að undr-
un sætir að hún sktali sjást á prenti.
Vita það allir sem nokkuð þekkja til
viðskifta, að það er ófrávíkjanleg regla
allra heilbrigða verzlunarhúsa, að þau
skifta svo lengi sem nokkur ágóði er í
aðra hönd á þeim varningi er þau
verzla með og taka alt með, smátt og
stórt. Nenni eg ekki að þræta frekar
við Ólaf um það enda væri það óþarfi.
Júlíus Júliníusson.
er einn þeirra landa vorra, sem með
atorku og elju hafa náð því takmarki
sem hann þráði í æsku og lagði kapp
á að ná, en það var skipstjórastaða.
Þessari ósk hans er fyrir skömmu ftsll-
nægt, því nú er hann skipstjóri strand-
ferðagufuskipsins »Austri.«
Júlíus er fæddur á Akureyri árið 1879
og því aðeins 31 árs gamall. Foreldr-
ar hans voru fremur fátæk en þó bjarg-
álna. Árið 1897 réðst hann sem há-
seti á »Skálholt« og var þar til 1901,
að hann gekk á sjómannaskólann á
Bogö, sem nú er talinn fremstur af
þesskonar skólum í Danmörku. Munu
þeir skipstjórarnir Oodtfredsen og Lar-
sen, sem hér eru flestum kunnir, frem-
ur hafa hvatt hann til þess en latt.
Samverkamenn hans og farþegar, sem
kynntust honum meðan hann dvaldi á
»Skálholt», ljúka allir loforði á lipurð
hans og ástundun meðan hans naut
þar við. Sjómannaprófi lauk hann með
ágætiseinkunn eftir 16 mánaða náms-
lil
TIL ÞEIRRA
SEM EKKI VERZLA
VIÐ
EDINBORG
ykkur inn
1
IS
J-|efir ykkur aldrei
komið til hug-
ar að þeir peningar,
sem þið sparið, haf-
ið þið unnið ykkur
inn, og því reynið
þið þá ekki að vinna
PENIN GA
Berið saman verð og gæði á vör-
unum hjá okkur og öðrum kaupmönn-
um hér í bæ og þið munuð sannfær-
ast, að við stingum töluverðu fé í
vasa ykkar í hvert sinn sem þið kaup-
ið eitthvað.
Auk þess getið þið líka sparað ykkur
tíma, og tíminn er líka peningar —
með því að senda pantanir ykkar með
símanum, því það er okkur ánægja að
flytja allar vörur — smáar og stór-
ar, hvert sem er í bæinn, heim til ykk-
ar alveg kostnaðarlaust.
Hikiðþví ekki að
hringja upp Tele-
fon nr. 12, næst
þegar ykkur van-
hagar um eitthvað
Virðingarfylst.
G. Jóhannesson.
MDNIÐ
AÐ MARGT SMÁTT
GJÖRIR EITT STÓRT.
Fleiri ritgerðir í vœndum! Ólafur
lýsir því yfir hátíðlega, að hann ætli
að semja ritgerðir um þetta og þetta
áður langt liði og geta þá lesendur
Norðurlands glaðst yfir því hvað þeir
eiga í vændum því þar birtast guð-
spjöllitt væntanl. Og svo kemur þar von-
andi löngromsa gegn þessum línum, en
Ólafur verður að virða mér til vorkun-
ar þó eg nenni nú ekki að fást við
hann oftar en í þetta sinn, og kveðji
hann fyrir fult og alt með þessum lín-
um. Pykist eg hafa vel gert að hafa
átt orðastað við hatin þetta sem orðið
er —ekki skemtilegri en rembingur hans
er viðfangs, enda hefi eg ritað línur
þessar fyrir Torfa gamla vin minn, sem
eigi var viðlátinn og bað mig í bráð-
ina að gagnrýna mestu lokleysurnar hjá
Lalla, þar til hann hefði tíma.
Einn af kunningjum Torfa gamla.
tíma við skólann á Bogö. Eftir það
sigldi hann nokkurn tíma með Pjóð-
verjum á stóru seglskipi og fór víða
um, var hann þá stýrimaður þar. Segl-
skipaferðirnar virtust honum tafsamar
og réði sig þess vegna sem fyrsta há-
seta(« Aspirant«)á stóru gufuskipi ,Palmö‘
sem er eign «Det Kjöbenhavnske
Dampskibs-Selskab: Skömmu síðar varð
hann þriðji stýrimaður á 3000 tonna
skipi «Gallia,» eign sama félags, síðan
annar og loks fyrsti stýrimaður á því
skipi eftir ótrúlega stuttan tíma; eru þó
til þess starfa ekki valdir aðrir en þeir
menn, sem áunnið hafa sér hylli yfir-
boðara sinna, og reyndir eru að dugn-
aði og stjórnsemi.
Síðastliðinn veturréðsthann til «Thore«
félagsins sem skipstjóri «Austra«: Atti
heimþrá til bernskustöðvanna talsverð-
an þátt í því. Hann hefir því óneitan-
lega náð þvf takmarki, sem hann setti
sér fyrir mörgum árum síðan, nðverða
fyrsti íslendingurinn til þess að takast
á hendur, lögum samkvæmt, að stjórna
millilanda-farþegjaskipi. Pað sem af er
ferðum hans með «Austra« hér við
land, er óhætt að fullyrða að honum
hafi farist ágætlega.
Júlíus er giftur danskri konu frá Bogö
og á með henni tvö börn. Hjónaband
það er hið ástúðlegasta.
Aldebaran.
Samtíningur.
Einteins járnbrautir
Hin nýja uppfynding að láta járn-
brautarlestir fara á einum brautarteini
er búist við að fyrst komi til verulegra
framkvæmda í Alaska. Par er áformað
að leggja slíkar brautir hið bráðasta
milli hinna ýmsu námustöðva. Amerískt
kaupmannafélag hefir fengið einkarétt
fyrir uppfyndingunni í Alaska, og hefir
skuldbundið sig að leggja 100 mílna
langa einteiningsbraut fyrsta árið.
Lífið á Marz
Þeir þræta um það, um þessar mund-
ir, stjörnuspekingarnir hvort það muni
vera lifandi verur á Marz. Sá heitir
Lowell og er prófersor, sem heldur því
öruggast frani að svo sé, og ver hann
skoðun sína með miklum sönnunalíkum.
Hann segir: Marz er hnöttur sem að
vísu er að deyja út, en sem þóenn er
byggður af stórvitrum verum, sem heyja
harða baráttu fyrir lífinu. Það er eink-
um vatnsleysið sem ætlar þá liíandi að
drepa, því ekkert haf er í Mirs. Vatn-
ið sem þar er hægt að ná í verður að
fra nleiða á þann hátt, að láti heim-
skautaísinn bráðna, og svo er það vatn
leitt í skurðum eftir endilöngum hnett-
imtm, þessir skurðir eru sjáanlegir í
góðum sjónpípum og ligga allir frá
skautunum, og nýr vottur um dugnað
Marzbúa í slíkri skurðagerð er, að í
fyrra bættust 4 nýjir skurðir, við sem
eigi voru sjáanlegir áður. Hann náði
Ijósmynd af þessum nýju skurðum í
september í fyrra, og að Jjcir eru sjá-
anlegir er einungis því að þakka að
þeir hafa verið fyltir með vatn.
Að mörgu leyti líkist Marz jörðunni,
svo sú spurning vaknar ósjálfrátt hjá
manni: Munu bau forlög bíða jarðar-
búanna langt fram í aldahvarfi að verða
að heyja harða og ef til vill á endan-
um vonlausa baráttu vi5 vatnsleysið og
þorstann. Prófessorinn hreyfir þessari
spurningu en svarar henni ekki.
Gamlir peningar
fundusl í vor nálægt Bergen, þar sem
verið var að grafa fyrir nýjum vegir
Það voru 900 silfurpeningar frá tímum
Magnúsar Eiríkssonar. Þeir voru send-
ir á forngripasafnið í Bergen.
Roald Amundssen,
nafnkunnur norskur heimskautafari er
um þessar mundir að leggja af stað
norður í höf á hinu fræga skipi Nan-
sens «Fram» skipið hefir verið nákvæm-
lega eftii litið og endurbætt og allur út-
búnaður svo góður sem föng eru á.
Lagt út með nesti til fjögra ára og
annað eftir því.
Stgurvinningar í loftinu.
Ný loftför.
Loftfaratilraunir standa efst á dagskrá
hjá öllum helztu þjóðuni; þeirra kann
að gæta lítið um stund og gleymast
vegna annara viðfangsefna; en þar kom-
ast stöðugt efst á baug aftur. Ekkert
er betur fallið til þess að gagntaka hugi
manna af öllum stéttum eins og atburð-