Norðri - 03.10.1911, Síða 2

Norðri - 03.10.1911, Síða 2
134 NORÐRI. Nr. 40 Með síðustu skipum höfum við fengið mjög rnikið úrval af ýmsum vör- um, og biðjum því háttvirta við- skiptamenn okkar, að líta sem fyrst inn í sölubúðina. * * * Af varningi, sem sérstaklega má mæla með til haustsins og vetrarins, skal hér aðeins nefna: Karlmannaföt af ódýrustu tegundum upp til hins vönduðustu og fínustu. Yfirfrakka sem eru landsþektir fyrir hvað þeir fara vel. Stórtreyjur frá 8—22 kr. Taubuxur frá kr. 3,20. Regnkápur mjög fallegar og góðar. Silki- »plyds«-vesti og - UUartauvesti. Unglinga og drengjaföt og Stórtreyjur handa unglingum. Drengja yfirfrakkar. Vetrarhúfur úr skinni og ull. Mjög mikið úrval. Regnkápur handa kvennfólki. Silkisvuntuefni. Kjóla- og svuntuefni úr ull. Um 250 falleg MILLIPILS frá kr. 1,25—11,00. Um 2000 al. efni í morgunkjóla, treyjur, telpukjóla o. fl. Sængurdúkar fiðurheltléreft flónel. milliskyrtutau og margt fleira. Ódýrast verðlag. Fljót afgreiðsla. Virðingarfylst. Braunsverzlun. Baldnin Ryel. urðssonar fái að rætast, það kjördæmi stuðlar til þess, að þjóðin verði á þessu sama ári t v í s a g a í dómi sínum um þennan leiðtoga sinn og verði sér þar með til minkunar, sem seint mun fyrn- ast. Ekki skal eg fara bónarveg að lönd- um mínum um að þeir geri sér ekki þá minkun; en til þess skal eg gera mitt með eftirfarandi línum, að e f þeir gera það, þá geri þeir það s j á a n d i, og að ef þeir láta árið líða svo að þeir veiti ekki minningu Jóns Sigurðssonar þá uppreisu, sem þeim er skylt að veita henni, þá skuli þá ekki vanta ann- að en v i 1 j a n n. Ég veit vel að lands- lýðurinn hér, sem unir svo vel eitrinu sem honum er gefið inn ár eftir ár, þykist hneykslast á því og kallar það öfgar, ef einhver segir sannleikann af- dráttarlaust; en það skal ekki aftra mér frá að velja hlutunum þau heiti, sem eg álþ að þeim beri með réttu,« Regar höf. hefir ritað alllangt mál um kosti þess fyrirkomulags á sambandi Dana og íslendinga sem fólst í upp- kastinu segir hann : »F*að ætti nú að vera kominn tími til að menn gætu farið að rneta rétti- lega hvílíkt happaverk það var, sem Skúli Thoroddsen vann í millilanda- nefndinni. í 70 ár hafa leiðtogar íslend- inga, að Skúla Thoroddsen meðtöldum, verið að keppa að því takmarki, sem hér var náð, og þráfaldlega sýni bæði hann og aðrir, að þeir vildu til fram- búðar sætta sig við fyrirkotnulag, sem fór skemmra en farið er í frumvarpinu. Skúli Thoroddsen skrifaði undir hið svo nefnda »Ávarp blaðamanna« 1906, sem setur fram þessar kröfur: »ísland skal vera frjálst sambandsland við Danmörku, og skal með sambandílögum er ísland tekur óháðan þátt í, kveðið á um það, hver málefni íslands hljóta, eftir ástæð- um landsins, að vera sameiginleg þess og ríkisins, — í öllum öðrutn málum skulu íslenditagar vera einráðir með kon- ungi um löggjöf sína og stjórn, og verða þau mál ekki borin upp í ríkisráði Dana.« Hér er gert ráð fyrir því sem ætíð hef- ur veriðtalið sjálfsagt, að ástæður lands- ins útheimti að sum málefni hljóti að vera sameiginleg mál fslands og ríkis- ins. Það er tekið fram, að ísland skuli vera frjálst sambandsland Danmerkur, en frekara ekki, og einmitt talað um sameiginleg mál þess og »ríkisins«, og sýnir það, að ekki var þá ætlun þeirra sem undir ávarpið rituðu, að ríkin yrðu tvö, því annars hefði verið talað um sameiginleg mál íslands og hins rík- isins eða sameiginleg mál »ríkjanna«. því er líka beint iýst yfir í ísafold 14. nóv. 1906 að orðið sambands-1 an d eigi að merkja »að vér viljum ekki vera ríki sér.« En þegar hinir íslenzku nefnd- armennirnir höfðu áunnið" það að ís- lendingar skyldu ekki einungis hafa ó- skorað fullveldi yfir öllum þeim málum, sem ekki er ákveðið að skuli vera sam- eiginleg, heldur er beint tekið fram að landið skuli að þessu leyti vera sérstakt ríki, þá er Skúli Thoroddsen ekki hlessa á að stryka yfir það sem hann hefir áð- ur sagt, og lætur ekki standa á sér með yfirboðið. í stað þess að hann vildi ekki 1907 að ísland yrði nefnt ríki, þá má uú ekki minna vera en : »ísland er frjálst og fullveðja ríki«. í Pjóðviljanum 19. jan. 1907 tekur Skúli Thoroddsen fram, að í blaðamannaávarpinu sé ekki um neinar nýjar kröfur að ræða, er stefni í skilnaðaráttina, heldur sé þetta sama krafan er íslendingar hafi áður fylgt fram í þá átt, að löggjöf og stjórn s é r m á I a þeirra skuli vera óháð dönsku ráðherra stjórninni og afskiftum danska ríkisráðs- ins. En þegar hinir nefndarmennirnir voru búnir að ávinna það, að öll önnur mál en utanríkismál og hermál skuli hverfa undir ótakmörkuð yfirráð íslend- inga sjálfra, þá er Skúli Thoroddsen enn ekki seinn til að snúa við blaðinu og lætur ekki standa á yfirboðinu. í stað þess að hann sagði 1907 að kröfur ís- lendinga færu ekki í skilnaðaráttina og gerði ráð fyrir því að vér hlytum að hafa sameiginleg mál við Dani, þá segir hann nú: »Eg tel það nauðsynlegt til að fullnægja hinni íslenzku þjóð, að ís- land sé að eins í sambandi við Dan- mörku um sameiginlegan konung« og gerir þá kröfu að sambandinu skuli slit- ið að 30 árum liðnum, að konungs- sambandinu undanskildu, ef íslendingar óski þess. F*ó að meinlaust kunni að hafa verið að fara fram á þessa upp- sögn að því er kom til utanríkismála og hermála, þá var frá íslenzku sjónarmiði fásinna að haida þeirri kröfu til streitu, þegar Danir voru ófáanlegir til að ganga að henni, og leggja þar með í hættu alt annað, sem búið var að ávinna. En það ætti að vera óþarfi að fjöl- yrða um þetta. F*að er hreint og beint skrípaleikur, sem í hverju siðuðu landi hefði haft þá einu afleiðingu að gera leikarann ómögulegan. En á svo lágu stigi stöndum vér, að þegar maðurinn kemur út hingað eftir þessar brellur, þá er honum tekið með kostum og kynjum og veizluhöldum, ekki einasta af fávita unglingum og kvenfólki, heldur og af mönnum sem voru orðnir gráir í bar- áttunni fyrir þeim feng, sem nú var dreginn að borði, og sem hugsuðu sér nú að gera brellurnar að alvöru og telja landsmenn á að skera af sér sig- urinn; og, það sem kórónar alt, æðsti dómari landsins fer úr sæti sínu og tekur höndum saman við leikarana til að stíga þann dans, sem í augum sið- aðra manna er búinn að gera sögu- þjóðina að æfintýraþjóð.* A einum stað segir höfundurinn: »Að stjórnmálaflokkar leitist við að ríða hvern annan ofan og beiti til þess misjöfnum ráðum, viðgengst auðvitað í öllum löndum. En að flokkur láti af- stöðu og réttindi þjóðar sinnar gagn- vart annari þjóð Iúta í lægra haldi fyr- ir flokksþörfum sínum, sem Pjóðræðis- flokkurinn íslenzki hefir gert, til þess eru sennilega fá dæmi eða engin. Víst er um þeð, að ekkert slíkt hefur áður komið fyrir í sögu þessa lands — og kynni þá að þykja langt til jafnað. Eng- an þarf að undra, þótt ómentaðir og siðlausir ribbaldar á 13. öld, aldir upp við vígaferlij og hnefarétt, kæmu hag landsmanna í það óefni, að þeir sáu sér einn kost nauðugan að taka þá hönd sem útrétt var að þeim og sem var nógu sterk til að ráða við þá, þótt nauð- ugir væru, og kaupa sér með því þann frið, sem enginn innlendur kraftur gat á komið. Óstandið á 13. öld átt líka meðfram rót sína í óheppilegu stjórn- arfyrirkomulagi. En að mentaðir íslend- ingar á tuttugustu öldinni, með allan sögulesturinn og dýrkeypta reynslu þjóð- ar sinnar að baki sér, skyldu geta feng- ið af sér að nota sér það, að þessi þjóð þeirra var komin upp á leiðsögu þeirra og æðri þekkingu, til að hrinda henni frá því takmarki, sem hún hafði verið að stritast við að ná í tvo manns- aldra, út í óvissuna aftur, það bendir á þá veilu í íslenzku Iunderni, sem er meira en ískyggileg.* Síðan fer höf. mörgum orðnm um af hverju þetta eindæma glapræði stafi og er að leita aðorsökum þess, sem valdið hinni makalausii framkomu meiri- hlutans eftir 1908. Bæklingurinn endar með eftirfarandi yfirliti: »F>jóðræðisflokkurinn og bandamenn þeirra, landvarnarskilnaðarmennirnir kom- ust til valdanna á þann hátt og með þeim ráðum, sem sennilega eru ekki dæmi til meðal siðaðra þjóða. F*eir slá því fyrir að þeir hafi fengið þjóðina til að hafna því sem í boði var 1908, af því að þeir vilji alls ekki þiggja handa henni minna en ómengað sjálf- stæði, sem á að vera fólgið í hinu svonefnda konungssambandi við Dan- mörku. F*að, sem í boði var 1908 og sem var miklu ríflegsa en þessir sömu menn höfðu búist við áður en það kom fram, má nú ekki einu sinni nota sem tröppustig upp í hið ómengaða sjálfstæði. Ef þetta stórlæti þeirra fyrir þjóðarinnar hönd er þeim alvara, þá hefðu athafnir þeirra eftir að þeir kom- ust til valdanna ekk einungis þurft að vera órækur vottur um að landsmenn væru vaxnir því sjálfstæði, sem nú á að vera einasta markmið þeirra, heldur líka einlæg viðleitni á að færa þjóðina , þó ekki væri nema hænufeti nær taki markinu. En hvernig hefir þetta orðið í reyndinni? Hvert einasta spor, sem meir- hlutinn á alþingi hefir stigið þessi ár er órækur vottur um að þ e i r menn að minsta kosti eru ekki vaxnir því sjálfstæði, sem vér n ú höfum, hvað þá meira. F*að er líka vitanlegt um merka menn, sem voru mótfallnir frumvarpinu 1908 af sannfæringu, en ekki af strák- skap eða flokksfylgi, en eru nú farnir að líta öðruvísi á málið, að þeir hugga sig með því að þjóðin væri ekki fær um að nota sér réttilega það sem henni stóð til boða þá. Og hvað hafa í öðru lagi meirihlutamennirnir gert til að færa þjóðina nær því sjálfstæðistakmarki, sem þeir þykjast hafa sett henni? Frá þeirra hendi hefir ekki komið, svo eg viti til, ein einasta ritgerð, já, ekki ein blaða- grein (að minsta kosti ekki í helztu blöðunum) til að sýna fram á ágæti eða möglegleika þessarar spánýu stefnu í sjálfstæðismálinu, eða til að benda á aðferðina til að hafa hana fram. Hið óumflýanlega fyrsta spor að þessu tak- marki ætti þó að vera einlæg viðleitni á að sannfæra sem flesta landsmenn um réttmæt hinnar nýju stefnu og gera að öðru leyti sem flestum mögulegt að fylgja þeim leiðtogum eftir sem þykjast vera að vinna henni. En það ér svo langt frá því að meiri hlutinn hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að sannfæra menn, að hann hefir miklu fremur sjá- . andi og vísvitandi r e y n t að staðfesta djúp milli sín og þeirra manna, sem urðu í minnihluta við kosningarnar 1908 Sumir meirihlutamennirnir hafa að stað- aldri nefnt þá menn Danaþjóna, sem vildu taka frumvarpinu 1908 og ekki sáu neina ástæðu til að fara að yfirgefa stefnu þá, sem til þessa hafði verið fylgt, þegar hún var að leiða til glæsi- legs sigurs. En með þessu hafa þeir nefnt alla viðleitni landsmanna til að ávinnu sér sjálfsforræði og alt lífsstarf Jóns Sigurðssonar, Danaþjónkun. Eng- inn meirihlutamaður hefur haft þor eða drengskap til að mótmæla þessari ó- svinnu, svo að þeir eru aliir orðnir sekir þessara orða. Eindrægni hefir þessi sjálfstæðisflokk- ur ekki verið að leitast við að skapa meðal landsmanna síðan hann kom til valdanna. Og þeir hafa ekki látið lenda við það að glæða fjandskapinn við minnihlutann. F*að má vera minnisstætt hvað áfjáðir þeir voru með að komast að völdunum eftir kosningarnar 1908. Peir heimtuðu af Hannesi Hafstein að hann færi frá stjórninni þá þegar, áður en alþingi kom saman og áður en unt var að benda á eftirmann hans, enda sýndi það sig þeSar þingið kom sam- an hve greiðiega þeim gekk að verða ásáttir um hver hann skyldi vera. En það var ekki furða þó að þeim Iægi á að komast að tii að geta byrjað hið mikla sjálfstæðlsverk. Og með hverju byrjuðu þeir það? Ekki voru þeir fyr komnir til valda, en þeir fóru að fljúg- ast á sjálfír. þegar loksins var marin A fram niðurstaða um það hver þeirra skyldi verða ráðherra, þá kom Skúli Thóroddsen fram opinberlega, rétt einsog líflæknir þjóðhöfðingja, og vottaði ótii- kvaddur, að hans hágöfgi þjáðist af einhverju öðru en valdalystarleysi. Og þar með varpaði h a n n af sér þeirri grímu sem var orðin of þunn til þess að hún væri ekki gagnsæ hverjum manni, sem ekki er bllndur á báðum augnm.

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.