Norðri - 09.12.1911, Blaðsíða 1

Norðri - 09.12.1911, Blaðsíða 1
VI. 49. NORÐRI Akureyri, 9. desember. 1. Tveggja alda afmælisdagur SKÚLA MAGNÚSSONAR landf ógeta er næsta þriðjudag. Verzlunarmannafélag Akureyrar hefir tekið að sér að minnast dagsins hér í bænum, og mun vera að safna í minningarsjóðs fyrir Skúla, og á að verja vöxtum af þeim sjóði til styrktar þarflegum framleiðslufyrirtækjum í landinu. Almenn samkoma á að vera í Temlarhúsinu þennan dag. F*ar verða ræðuhöld og nýtt kvæði sungið eftir séra Matth. Jochumsson. Inngangur kostar 50 aura og rennur til minningarsjóðsins. Samkoman hefst kl. 4 e. h. Um kvöldið ætla um 70 bæjarmenn að hafa samát hjá Vig- fúsi, og dansa og spila á eftir. Útburðavæl í síðustu blöðum Norðurlands. Pvættingur, ósannsögli og nautheimska kaupamannanna í »Norðurlandi«, sem þeir voru að flagga með í fyrravetur þar í blaðinu, var alt kveðið niður, bor- ið út og dæmt dautt og ómerkt við þingkosningarnar í haust, og kaupa- mennirnir og allur þeirra ósómi var dysjaður undir moldarbarðinu í »Landi«. En svoleiðis lýður Iiggur sjaldan kyr þótt í haug eða dys sé lagður, og all- reimt gerist nú í »Landinu«, er dagar styttast, því oflátarnir frá í fyrra vetur, sem illa una óförunum og ekki vilja kyrrir liggja, heldur brjótast um til að rísa upp til nýrra Hjaðningavíga, vilja sem fyrst komast á kreik, og hyggjast, ef til vill, fá í lið með sér illa þokkaða slæpingja, sem helzt geta látið eitthvað bera á sér í óaldarliði, og þjónað þar lund sinni. I fyrra vetur höfðu kaupamenn Nl. með mikilmenskugorgeir skotið þing- ræðisbrotsdellu sinni undir dóm alþýð- unnar, en allur sá ósómi, sem þeir í því máli suðu saman var af henni fyr- irlitinn og dæmdur ómerkur. En eigi að síður eru þó þessir útburðarkaupa- menn komnir á kreik í síðustu blöðum »N1.«, vitaskuld hvorki vitrari né frfni- legri en áður. Af því að það hafði orðið hlutskifti mitt að eiga við þessa Bölverka í sinni fyrri tilveru, nenni eg eigi að láta þá óhindrað ganga úr haug og ösla í skúma- skotum og myrkrakrókum Norðurlands með margskonar þvætting og ósann- sögli, án þess að reyna að bregða Ijós- týru inn í skúmaskotin, þar sem reim- leikinn er mestur, lygaöfgarnar magnað- astar og útburðarvælið ámáttlegast, ef vera mætti, að það kynni fremur að aftra hinum pólitísku draugamessum í »NI.«, sem flestum mönnum hljóta að vera kvumleiðar. Það er 25. nóvémber s. 1., sem drauga- messan byrjar fyrir alvöru í Landinu. Þar er talað um að Heimastjórnarmenn hafi unnið óheiðarlegan sigur við þing- kosningarnar í haust og sagt: »eða er það ekki að vinna óheiðarlegan sigur, að vera í ósamrými við meirihluta þjóð- arinnar í aðalmáli hennar, vita það en en láta sem minst á því bera, en rægja á hinn bóginn mótstöðuflokkinn og hafa áhrif á kosningarnar með því?« Heimastjórnarflokkurinn fór eigi dult með það fyíir kosningarnar, að hann héldi fram óbreyttri stefnu sinni f sam- bandsmálinu, hið sama gerðu líka flest þau blöð, sem þann flokk studdu; þessu til sönnunar má benda á, að mið- stjórn Heimastjórnarflokksins auglýsti það í flestum blöðum, að hún »teldi sjálfsagt, að flokkurinn haldi fram ó- breyttri stefnu um ■sambandsmálið« lýsti aðeins yfir, að hún vildi eigi að því máli væri ráðið til lykta án þess að bera það sérstaklega undir kjósendur. Eg ritaði um stefnu Heimastjórnar- manna fyrir kosningar í Norðra með samþykki blaðstjóra og fleiri flokksmanna hér meðal annars á þessa leið: »Við\íkjandi ummælum annars blaðs hér á Akureyri út af yfirlýsing Heima- stjórnarflokksins vil eg leyía mér að taka fram, að það er eigi rétt, að Heima- stjórnarmenn ætlist til að sambands- málið hafi ekki nein áhrif á kosningarnar. Eg er viss um að allur fjöldi þeirra vill einmitt að það hafi það, og á þing verði kosnir menn, sem hafa vilja á að leita samkomulags við Dani um ný satnbandslög, sem bygð verði á grund- velli millilandanefndaruppkastsins með þeim breytingum, sem minni hluti þings- ins 1909 vildi gera, en hvorki beinir skilnaðarmenn eða þeir, sem heldur vilja að alt sitji óbreytt, ef loforð fæst eigi fyrir fullu persónusambandi. Hitt er annað mál, þótt flokkurinn vilji leggja jafnmikilsvarðandi mál sér- staklega undir atkvæði þjóðarinnar, eins og hann hefir áður viljað og gert, og er í vændum að lögskipað verði.« Þessum ummælum í aðalmálgagni hins fjölmenna Heimastjórnarflokks á Norðurlandi er hvergi mótmælt, þau eru opinberlega borin fram, og eigi dult farið með að hverju þau stefna. Kaupamenn Nl. þorðu þá eigi að mótmæla þeim, þótt þau rækju þá of- an í þá frekjuleg ósannindi, og þau ein eru nægileg til að reka ofan í aft- urgöngurnar, að vér Heimastjórnarmenn höfum dregið í hlé og látið sem minst bera á því máli, sem talið er að mest skifti flokkum. Pá eru kaupamennirnir að bera það á Heimastjórnarmenn að þeir hafi rægt mótflokkinn, þessi sakaráburður er eigi á rökum bygður. Aftur veit eg ekki hvað rógur er, ef svo mætti ekki nefna sak- aráburð kaupamannanna sjálfra og ísaf. á núverandi ráðherra og Heimastjórn- armenn. Kaupamennirnir jöpluðu um þingræðisbrot o. fl„ þar til þeir voru orðnir að undri og athlæi í augum allra skynberandi manna, og ísafold stagað- ist á því og margföldu stjórnarskrárbroti í alt sumar fram að kosningum. Annars er það furða að afturgöngurnar skuli halda að rógur um mótflokkinn hafi á- hrif á kosningarnar rógberunum í vil, eftir útreiðina, sem þeir og ósanninda- vaðall þeirra hefir fengið í haust. Enn segja kaupam. 25. f. m. »En Norðri segir þingmenn meiri hlutans muni þess tiú albúnir að taka sambandsmálið fyrir á næsta þingi, ef þjóðin vilji það, og hægt sé að fá Dani til samninga á þeim grundvelli, sem meiri hluti nefndarinnar Iagði 1908. Hvílíkt blygðunarleysi.« Petta sýnir Ijóslega að kaupam. hafa al- veggleymt því, að flokkur þeirra hét þjóð- ræðisfl. fyrir nokkrnm árum, og að ýms- ir forkólfar hans hafa viljað láta líta svo út, sem þeir vildu að kjósendur réðu sem mest í stórmálum landsins. Nú kalla kaupar það blygðunarleysi, ef þing- menn vildu leyta samninga við danska fulltrúa um sambandsmálið á ákveðnum grundvelli, ef meiri hluti þjóðarinnar æskti þess (þ. e. komi áskoranir um það frá meiri hluta þjóðarinnar). Pað er auðskilið af ummælum Norðra, að blað- inu þykir þjóðin enn eigi hafa látið þann vilja í Ijós, hvenær hreyfa skuli málinu eða í hvaða formi, hitt er annað mál, þótt hún hafi valið í meiri hluta þá menn sem eigi hafa farið dult með, að þeir væru á sömu skoðun í sambandsmálinu og minnihlutinn 1909. Kaupam. Nl. ættu sem fæst að tala um þann nýja grundvöll, sem lagður hafi verið 1909. Sá grundvöllur var eigi * annað en óundirbúin og ótímabær krafa, sem fór langt um lengra en Jón Sig- urðsson og sporgöngumenn hans höfðu borið fram, og var eigi virt svars af þingi Dana eða stjórn konungs. Hins bæri fremur að minnast, að stefna Jóns Sigut'ðssonar liggur til grundvallar fyrir samþyktum millilandanefndarinnar, og mundi íslendingum háfa orðið það til meiri auðnu og sóma að kvika eigi frá stefnu forsetans mikla 1909, heldur en að flækjast inn á ókleifar brautir á eft- ir bráðónýtum forgöngumönnum, sem engin bjargráð kunnu í sambandsmálinu er í ófærurnar var komið, en klofnuðu þá í tvo flokka og rifust innbyrðis, og skriðu eigi saman fyr en þeir höfðu rek- ið sjálfa sig úr valdasætinu. Það þarf engan að undra, þótt meiri hluti þjóðarinnar hverfi aftur frá fylgi við slíka gasprara og sundrungarmenn, og kjósi heldur að fylkja að nýju und- ir merki Jóns Sigurðssonar, svo um það verði nú fylkingin þéttari en 1909, þeg- ar ofmargir góðir drengir yfirgáfu það merki af athugaleysi og flokksæsingu. Pá rangfæra kaupamennimir það fyr- ir Norðra, sem hann segir um stjórnar- skrána, hafa það eftir honum, að »ann- aðhvort eigi nú að breyta henni mikið eða fella hana algerlega.« Norðri hefir Blls eigi lagt til að stjórnarskrárfrumv. yrði felt, hann hefir aðeins sagt, að engan þyrfti að undra, þótt alþingi felti frumvarpið eða breytti því nokkuð, þeg- ar þess væri gætt, hvernig málið er undirbúið. En blaðið gerir miklu frem- ur ráð fyrir að frumvarpinu verði breytt og á efalaust eftir að koma ineð tillög- ur í þá átt. Það situr illaá útburðutn sjálfstæðis* manna að bregða Heimastjórnarmönn- um um, að þeir ætli að fella stjórnar- skrárfrv., því 6 garpar úr sjálfstæðisfl. sýndu frumvarpitiu banatilræði á síðasta þingi, og kunnugir menn og trúverð-- ugir hafa sagt, að menn úr sjálfstæðis- flokknum hafi reynt að koma á sam- tökum um að hefta framgang frum- varpsins. Kaupamennirnir spyrja hvernig menn uni því alment ef stjórnarskránni (á að vera stjórnarskrárfrumvarpinu) verði breytt. Eftir öllum horfum að dæma mun meiri hluti alþingiskjósenda í landinu una því vel, þótt frumvarpinu verði nokkuð breytt, t. d. í þá átt að kosn- ingarétturinn verði eigi aukinn jafnmik- ið í einu og gert er ráð fyrir heldur smátt og smátt, að allir þingmenn efri deildar verði kosnir með hlutfallskosn- ingu um land alt, og ef til vill að ráð- herrunum verði ekki fjölgað að svo komnu. Sjálfstæðismenn buðu sig fram í haust upp á að vinna á móti milliríkja- samningum á grundvelli milliríkjanefnd- arinnar frá 1908, og upp á óbreytt stjórnarskrárfrumvarp, en þeir lágu eins og skötur á þessum stefnuskrám, og bendir það á, eð meiri hluti kjósenda sé því eigi mótfallinn, að leitað verði samninga við danska fulltrúa á grund- velli milliríkjanefndarinnar og eftir stefnu Jóns Sigurðssonar, og að þeir muni og vera því fylgjandi að stjórnarskrárfrv. sé breytt. Um breytinguna á frv. segja kaupar: »Fyrst og fremst hefir það í för með sér aukinn kostnað og óþarfan, auk þess dráttar, sem á málinu verður.« Meðan flokkur Sjálfstæðismanna höfðu völdin tafði hann sem mest fyrir fram- gangi stjórnarskrárbreytingarinnar og stjórn þeirra vanrækti algerlega að und- irbúa málið, flokkurinn barðist gegn því að aukaþing yrði 1910, þótt þá hefði verið hægt að taka stj.br.málið fyrir, og Norðurland flutti þá kenningu með mik- illi mælgi, að réttast væri að útkljá mál- Ið elgl tll fttlls f frttmrarpsforml 1911

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.