Norðri - 09.07.1912, Side 1
VII., 20.
Akureyri, 9. júlí.
1912
Theodore Roosevelt.
Forsetaefni
Bandaríkjanna.
Forsetakosningin í Bandaríkjunum er
nú í undirbúningi. í flokki samveldis-
manna (Republikana) var hörð rimma
um Það hvort flokkurinn skyldi styðja
Roosevelt eða Taft til forsetatignar. Sóttu
báðir þessir garpar hart fram. Endirinn
á þeirri rimmu varð að álítlegur meiri
hluti þeirra manna er slíku ráða mælti
með Taft. Ottast nú margir að sam-
veldisflokkurinn klofni og að Roosevelt
myndi nýjan flokk, en þó þykir ólík-
legt að hann nái kosningu þótt hann
hafi enn rnarga áhangendur og sé bæði
William Jennings Bryan.
kappgjarn og ötull að hafa sig áfram.
Bandaríkjamenn hafa heldur ekki nú
slíka trölla trú á honum og fyrir fjór-
um árum. Svo spillir það fyrir honum
að það hefir verið föst venja Banda-
manna að velja aldrei sama forseta nema
tvö tímabil. Washington fysti forseti
Bandaríkjanna hélt þessari reglu fram
þótt eigi væri hún lögbundin, og allir
forsetar hafa beigt sig fyrir henni nema
Orant, sem bauð sig fram eftir að hafa
verið tvö tímabil forseti, en þá náði hann
eigi kosningu. Fyrir fjórum árum fylgdi
Roosevelt þessari reglu og gaf eigi kost á
sér sem forseti í þriðja sinn þótt kosn-
ingu hans hefði mátt telja vísa. Sérveldis-
menn (Demokratar) og fylgismenn Tafts
nota þetta atriði óspart gegn Roosevelt,
og benda á að vald forseta sé meira
en flestra ríkisráðenda, og að gera hann
of fastan í sessi geti orðið hættulegt
og leitt til stjórnarbyltingar.
Allt var í írafári og ósamkomulagi
um forsetaefnið í sérveldismannaflokn-
um í Bandaríkjunum, og þeim skærum
veitti hið gamla forsetaefni þess flokks
Bryan, engu minni eftirtekt, heldur en
forsetaefni samveldismanna ósamkomu-
laginu í þeirra flokk. Bryan hefir þrisvar
verið forsetaefni sérveldismanna og þris-
var fallið, mörgum þykir því að hann
eiga það skilið að flokkurinn komi hon-
um að, fyrir hve oft honum hefir verið
tefl fram til fals. Hann hefir haft hljótt
um sig enn, þótt hann sé flestum betur
málifarinn. »Eg er einungis fregnritari
fyrir blöð,« sagði hann við blaðamennina
sem hópuðust utanum hann til að for-
vitnast um skoðanir hans. Pessa dagana
stendur samkoma þeirra sérveldismanna,
sem sker úr hver verður forsetaefni
þeirra, og þeir sem bezt þykjast þekkja
hugi ráðandi manna í flokknum telja
líkur til að Bryan verði enn teflt fram.
Hann er enn á bezta aldri. Fæddur
1860. Hefir lengi gefið sig að stjórn-
málum og blaðamensku. Er mælskumað-
ur með afbrygð'um. Margir sérveldis-
menn segja. Hann er okkar flokks fremsti
maður og mundi verða góður forseti.
Vesta
kom hingað 6. þ. m. á leið til útlanda.
Vatnajökulsferð.
Kock, foringi úr landher Dana, sem
verið hefir við landmælingar á íslandi
og á Grænlandi, hefir, eins og skýrt
hefir verið frá í blöðunum, áformað að
fara yfir Grænlandsjökla næsta sumar,
ætlar að leggja upp frá austurströndinni
og þvert yfir landið, þar sem það er
einna breiðast, til vesturstrandarinnar.
Hefir Kock haft mikinn útbúnað til far-
arinnar og ætlar að hafa íslenzka hesta
til ferðarinnar yfir Grænland. Lét hann
kaupa 16 hesta hér (Eyjafirði í vor, og
fór með þá yfir Vatnajökul fyrir skömmu
til að reyna þá.
Kock kafteinn kom hingað með Flóru
12. f. m. með tveimur félögum sínum.
Annar þeirra var þýzkur stjörnu og veð-
urfræðingur, en hinn danskur grasafræð-
ingur. Ferðinni var heitið héðan suð-
austur að Vatnajökli og yfir hann. í þá
ferð var lagt 14. f. m., og fóru í hana,
auk þessara þriggja útlendu manna,
Vigfús Sigurðsson fyrverandi póstur,
sem búið var að ráða til Grænlandsfar-
arinnar, Sigurður Símonarson úr Rangár-
vallasýslu, sem verið hafði áður í mæl-
ingaferðum með Kock í Skaftafellssýsl-
um, og sem fylgdarmenn suður undir
jökulinn Sigurður Sumarliðason og Jón
Þorkellsson frá Jarlstöðum í Bárðardal.
Segir eigi af ferðum þeirra fyr en kom-
ið var austur undir jökul fyrir austan
Jökulsá, þar sem heitir »Hvannalindir.«
136
Tíminn er æfinlega nógur, ef vér notum hann réttilega, en gallinn
er, að vér sóum í hugsunarleysi burtu frá oss þessari dýrmætu gjöf, í
Amenku lærum vér að nota tímann réttilega, þar verðum vér að viður-
kenna að tíminn sé gull.
“En v,tlð Ijer hvað mest hefur vakið undrun mína hér í Svíþjóð,
síðan eg kom og fór að kynnast hér. Það er, hve lítið Svíar hugsa
um að nota timann ser t.l gagns og framfara, og færa sér í nyt gæði
landsins.*
»Rað getur vel verið að þetta sé rétt. En Svíar eru ekki eins fé-
gírugir og Ameríkanar, sem leggja alt í sölurnar til þess að eins að
fullnægja sínum tímanlegu kröfum.«
»En einmitt með þessum sífeldu heilabrotum, um hvernig þess
verði aflað fljótast og þægilegast, þá þroskast sálin og sjónarsvið skyn-
seminnar verður víðtækara. F*ér þurfið ekki annað en að bera saman
ameríkanska og svenska konu, og þér munuð undrast hve hin Ame-
ríkanska hefur víðtækari skilning og grundvallaðri skoðanir í öllu hag-
fræðislegu.«
»F*ér eruð ekki mildur í dómum yðar við oss Svíana,« sagði
Helfríður hlægjandi.
»Eg hlýfi aldrei neinum við sannleikanum.*
»Þér álítið þá, að vér séum heldur vitgrannar?«
»Pað segi eg ekki beinlínis. En fyrir gjörvöllu uppeldi hinna
sænsku kvenna liggur það vanalega til grundvallar að þær giftist þegar
á unSa alcíri °g þurfi síðan ekki annað en vagga sér í veltistól og fitla
eitthvað við nálina sér til dægrastyttingar. Rað er álitið nóg að þær kunni
hinar nauðsynlegustu húsreglur. En ameríska stúlkan er þar á móti alin
upp til sjálfstæðis; að hún geti sjálf rutt sér braut og aflað síns brauðs
án nokkurrar aðstoðar, það er þeirra mark og mið«.
»Rað er líka þannig hér, einkum meðal hínna fátækari; hinar auð-
ugri þurfa ekki að berjast fyrir framfærslu lífsins.«
»Það er satt, þeir auðugu þurfa ekki að að berjast fyrir nauðsynj-
um lífsins, en þeir gjöra heldur ekkert þarflegt, og það er það, sem ame-
n'ska konan hreint ekki leyfir sér. Hún veit að henni hefir verið gefin
129
um sig. Hún virti alt fyrir sér, og alt var í sömu röð og reglu eins og
þegar hún skildi við það. Hún þekti alt og henni fanst eins og hún nú
vera komin heim til sín eftir langa ferð, en gleðibjarmi sá. sem hjúpaði
andlit hennar við þessa tilfinning, hvarf bráðlega. Hún var að eins gest-
ur í þessu herbergi, sem hún hafði lifað í svo marga ánæjustund Hún
hleypti brúnum og beit á vörina og svipurinn varð kaldur og alvarlegur.
Helfríður sat í hægindastól fyrir framan rúmið og var auðséð á henni
að hún hafði grátið.
»F*ú hefur grátið, elsku Helfríður mín,« sagði móðir hennnar með
skjálfandi rödd. Eg vildi að eg gæti gjört það líka en lindin er
þornuð.*
»Elsku mamma,« sagði Helfríður grátandi og greip hönd móður
sinnar »reyndu að vera róleg á meðan þú ert svona ve.k. Pað eina og
kærasta, sem vesalings dóttir þín á í þessum heimi, er líf þitt.
»Helfríðui! Móðir þín hefur lifað alt of lengi og óskaðu þess ekki
að hún enn þá dragi fram líf sitt sannfærð um óhjákvæmilega eyðilegg-
ingu ættar vorrar; óskaðu heldur að hún losni sem fyrst úr þessum
eymdardal.«
Hún þagnaði. - En eftir litla þögn sagði hún:
»Veit Hermann ekkert um þetta?«
»Nei, hann er ekki heima.«
»Retta verður honum beiski bikarinn,« hélt hún áfram og stundi við.
Nú var Stefanía orðin talsvert frískari.
»Er greifinn kominn heim?« spurði hún Jakob um leið og hann
kom inn til hennar.
»Nei, hann kemur ekki fyr en á morgun, eftir því sem eg hefi
komist næst,« svaraði Jakob og settist hjá Stefaníu.
»F*ú hafðir mikið óráð í gærkveldi.«
»Og um hvað talaði eg?<
»Um alt.«
Stefanía strauk hendinni um ennið.
»En það var í gær eins og þegar þú varst veik í Boston, það hefur
enginn heyrt eitt einasta orð nema eg.«