Norðri - 18.02.1913, Side 3

Norðri - 18.02.1913, Side 3
Nr. 4 NORÐRI. 51 Vesta strönduð. Þær fregnir bárust hing- að gegnum símann að Vesta hafi strandað kl. 5 í gærkvöldi framundan Hnífsdal við Isafjarð- ardjúp. Skipið hafði lokið sér af á Isafirði og var á útleið, jel skall yfir svo eigi sást land, rakst þá Vesta á sker fyrir innan Hnífsdal og brotnaði svo að hún varð ósjó- fær. Var svo hleypt þar upp í fjöruna og stendur skipið þar. »Botnia« fer í dag frá Reykja- vík norður eftir til þess að sækja pcst, og farþegja og vita hvernig ástandið er. Björgunarskipið »Oeir er og á leið þangað. Efasamt þykir að skipinu verði aftur náð út. Scott suðurheimskautsfari og förunautarhans fjórir fundust dauðir f nóvb. síðastl. — Scott og félagar hans lögðu af stað til pólsins 1910. Skip hans »Terra Nowa« er flutti þá svo langt er farið varð sjó- leiðis, sneri þá heim. en ætlaði svo að sækja þá Scott aftur í fyrrahaust til á- kveðins staðar. Þegar Scott var þar ekki fóru skipverjar að leita hans, og fundu ioks þá félaga á réttri leið, 17 rastir frá forðabúri einu. Af dagbókum þeirra sást að þeir höfðu komist á suðurpól- inn 18. jan. 1912 og gert þar ýmsar vísindalegar* athuganir, snúið svo heim- leiðis og voru kornnir þetta, er þeir hafa látið líf sitt úr hungri og kulda í marz s. I. »(NI.)« Pierpont Morgan heitir einn af stóreignamönuum Ame- ríku. Hann varð 75 ára núna um ára- mótin og var þá mikið skrifað um hátta- lag hans, venjur og afstöðu í stóreigna- veltunni í Ameríku. Fyrir 20 árum átti hann að sögn rúmar 500 milionir doll- ara í bönkum, járnbrautum og hlutafé- lögum, en nú kváðu eignir hans í slík- um stofnunum orðnar nær þvi 27 þús. miliónir dollara. Nýlega hafði Morgan sagt við blaðamann sem var að spyrja hann um meginreglur sínar í fjármálum: »Hér í Ameríku halda menn sér því aðeins uppi í fjárrnálum að menn njóti trausts þeirra er menn skifta við. Sá sem einu sinni hefir mist traust á pen- ingamarkaðinum vinnur það aldrei aftur. Fyrir mitt leyti byggi eg traust mitt á öðrum aldrei á því sem viðkomandi segir sjálfur um sig, heldur á lyndis- einkennum (karakter) hans. Sumir hafa fengið lánaða hjá mér milión sem enga tryggingu hafa haft, en öðrum sem hafa komið með heilan bunka af verðbréfum hefi eg neitað, jafnvel um smálán.« Ameríkublöðin segja að maður þessi lifi mjög útaf fyrír sig og eyði mest tímanum við bókasafn sitt og mikið safn af listaverkum, sem hann hefir safnað um æfina. Hvað er ölíð? Seyðið af korntegundum og stundum sett saman við það vínandi svo það geymist betur og svífi á neytendur, sem vilja fá áfengi. 0lgerðarhúsið »Oamli Carlsberg« í Khöfn, sem grætt hefir offjár á ölgerð og náð tangarhaldi á smekk al- mennings, víða um heim hefir nú orðið að aka seglum eftir vindi hvað íslands ertir, nú fæst eigi þeirra gamla öl flutt hing- að, en öl með minni vínanda fæst flutt, og nú er þetta milióna ölgerðarhús að láta breyta til og búa til öl, sem flytja má til íslands, kraftmikið af kornseyð en svo snautt af áfengi, að eigi má minna vera svo það þoli nokkra geymslu. Viðskiftin vill þetta hús ekki tnissa, og það hefir bæði efni og kunnáttu til að bjóða okkur eitthvað sem óhætt er að drekka oggeðjast muu smekk manna, með- anskyrblanda ogsýrublanda hafa eigi lagt undir sig sjávarþorp landsins. Byggingarráðagerð. Bæjarstjórn Khafnar hefir sett nefnd til þess að gera tillögur um bygging á húsum, þar sem einar 160 fjölskyldur eiga að geta fengið húsnæði, og var ætlast til þess að efnalitlar fjölskyldur, sem flest eiga börnin fengju þessi hús- næði. Nefndin hefur lagt fram kostn- aðaráætlunina. Hugmynd þessi hefir mætt töluv. mót- spyrnu. Telja margir óráðlegt að bæjar- stjórnin sé að vasast í þessu, enda sé húsaleiga handa þessum barnafjölskyld- um áælluð nokkuð hátt, eigi annað fært til þess að fyrirtækið gæti borið sig. telja og enga þörf að borgrafélagið fari að keppa við einstaklingana á þessu svæði, húsnæðisskortur eigi tilfinnanleg- ur, þótt sum séu léleg. Málið er enn í þófi. Stærsta skip heimsins. Eimskipafélag í Hamborg hefir í vet- ur boðið mönnum far til Ameríku í maí í vor með stærsta skipi heimsins, sem þá fer sína fyrstu ferð. Skipið heitir »Imperator« og er 50,000 ton, 5,000 tonum stærra en «Titanic« sem fórst í fyrra. Bókasöfn í hávegum höfð. Ung kona í Kaupmannahöfn, Vetfred Munch-Petersen að nafni, sem tekið hefir heimspekispróf og unnið doktors- nafnbót, sænsk að ætt, og hefir ferðast um Ameríku hélt nýlega fyrirlestur í Höfn um bókasöfnin þar vestra. Hún sagði meðal annars: »Ameríkumenn skoða bókasöfnin eins mikil menningarineðöl og skólana, og styrkja þau því og styðja eigi síður, enda halda sumir því fram að bóka- söfnin geri meira gagn en skólarnir. Og hinir ameríkönsku dollaraveiðimenn og hagsýnu fyrirtækjarekendur eru svo trú- aðir á þetta, að engin fjárframiög vaxa þeim í augum, þegar reisa þarf eða styrkja bókasafn. Frúin hafði komið í bæi þar vestra, sem ekki þóttust hafa ráð til að steinleggja stræti sín, en sem Sýningar: í kvöld og fimtudagskvöldið kemur kl. 9. Kappsel hefir tínst. Finnandi beð- inn að skili í verzlun Sig. Sigurðssonar Margarine nýkomið í verzlun Sig. Sigurðssori" höfðu þó stórt og vel útbið bókasafn. Stærstu og skrautlegustu byggingar í borgum og bæjum þar vestra eru ávalt bókasöfnin. Raflýsingar. komst nú óðum á í Danmörku, ekki einasta í stórbæjum, heldur og í sveita- þorpum þar sem þéttbýlt er. Svonefndir Díselmótorar eru hafðir til að framleiða kraftinn, og er ýmist viðhöfð svo nefnd háspenna eða láspenna, telja Danir að 10°/onægitil viðhalds og vaxta af upphaf- legum kostnaði. — Pess verður naumast langt að bíða>ð raflýsingar komist á í öllum þorpum á íslandi, sem hafa yfir tvöhundruð íbúa, því reynsla er að fást fyrir því að sú lýsing er eigi dýrari en steinolíulýsing en miklu betri og hollari og fyrirhafnarminni. Flugufregnir um gull á Hofi í Skagafjarðardölum, segja að þar sé stór klettur sem mikið sé af gulli í og eins í inýri þar rett við. Árni Haf- sted kvað hafa keypt þar námurétt og hafa látið ransaka þetta gullgrjót erlendis. 296 ugmannlega svipinn á tali við háan mann dökkklæddan, sem sneri að þeim baki. Um leið og þau gengu framhjá snéri hái maðurinn sér við Hann heilsaði mjög kurteilega en viðhafnarlaust. »Eg bið yður að fyrir- gefa greifafrú,« mælti hann, »að eg ónáða yður. Eg hef tekið að mér að færa yður þetta bréf frá manni, sem eg þó má ekki nefna.« Hann rétti Elínu bréfið og kvaddi síðan. Kuldahrollur og kvíði fór um Elínu alla um leið og hún leit á bréfið. Hún þekti hönd^föður síns á því. Bréfið hljóðaði þannig. »Eg vona að þér munið það framvegis, að greifafrú Rómarhjarta er mér óþekt og hvorki erum vér tengd vináttu mér skyldleika höndum. Talsmaður yðar, — konan mín— sem þér áður áttuð er nú dáinn, svo eg er nú einn og einmana. En heldur vil eg vera það, en að kalla þá stúlku dóttur mína, sem hefur troðið nafn mitt og heiður fótum. Pegar maður yðar hefur opinberlega viðurkent yður sem eiginkonu sfna, þá megið þér kalla mig föður en fyr ekki. Þegar þér fáið þetta bréf verð eg farinn héðan svo vér mætumst ekki framar. Pétur Mortensen.« »Sama dagnm .rca. cun lát föður yðar. Og skömmu síðar lagði hún af stað til Svíarlkis. Þegar hún kom til Stokkhólms, ætlaði hún að hitta gamla vin sinn Troberg, en þá var hann dáinn. Skrifaði hún þá frænku sinni og fékk að vita gegnum hana, að faðir hennar væri heima á Ljungstforsi, en mjög veikur. Elín fór þá þegar til Hillesta. Og nú reyndi hún með öllu móti fyrir meðalgöngu frænku sinnar, að fá að sjá föður sinn, en jafnan var sama svarið. »Þegar hún kemur við hlið manns síns, tek eg tveim höndum á móti henni.« Þá skrifaði hún til yðar, og bað yður að fórna sér aðeins nokkrum klukkutímum af æfi yðar, til þess að hún fengi að sjá föður sinn og öðlast fyrirgefningu hans, en þér senduð bréfið til baka óupprifið.« »Eg!« sagði Hermann og undrpn og gremju lýsti sér í málrómnum. 293 henni. Eftir tvo mánuði var Elín orðin nokkurnveginn frísk aftur. Hún skrifaði hvort bréfið eftir annað til föður síns, og bað hann fyrirgefn- ingar. Læknarnir höfðu ráðlagt henni að ferðast til útlanda, en henni var ómögulegt að fara af landi burt, nema að fá fyrirgefning föður síns. Hún skrifaði, en öll bréfin komu óopnuð til baka. Þessa fyrirlitning, þessa ómiskunsemi föður síns gat hún ekki borið. Hún var nærri orðin vitskert aftur. En þá kom faðir yðar. Hann hafði heyrt að Elín vær veik, — faðir hennar hafði skipað að halda því leyndu, að hún væri vit- skert — og það með að læknarnir hefðu ráðið henni til utanfara. Hann kom til Elínar vafði hana örmnm og hét að halda verndarvæng yfir henni, þrátt fyrir það, að móðir yðar hafði bannfært hana, og innrætt yður fyrirlitning fyrir henni. Faðir yðar gat talið Elínu á að fara með sér og héldu þau til Þýskalands. Alstaðar þar sem þan komu gjörði hann það heyrum kunnugt, að hún væri tengdadóttir sín, og hann breytti við hana eins og hún væri einka dóttir hans. Svo komu þau til Paris. Þegar þau höfðu dvalið þar í nokkra daga, ætlaði Elín einusinni inn til föður yðar, en þegar hún ætlaði að ljúka upp hurðinni, heyrði hún málróm inni fyrir. Hún þekti hann vel. Höndin seig máttlaus af hurðarhananum, það var eins og svérð stæði í hjarta hennar. Hún reikaði á fótunum, en hún vildi ekki detta, hún studdi sig við dyrastafinn. Hún heyrði að faðir yðar sagði. »Þú heldur það hafi verið rétt, að smána og fyrirlíta opinberlega saklaust barn, og verða til þess að vekja á því hatur og reiði miskunnarlauss og harðlunda föðurs?« >,Elín átti sannarlega ekki meira hjá mér, en krafist var og eg lét í té við hana,« var svarað kuldalega. »Að gefa henni nafnið mitt var sannarlega nóg borgun. Ánnars hef eg lofað mömmu því, að viðurkenna aldrei dóttir skipstjóra Morténsen sem konu mína. Eg hef svívirt bæði mig og ætt mína nóg með því, að kasta nafni voru fyrir fætur hennar, þó að eg kóróni ekki skömmina með því, að viðurkenna hana opinber- lega sem konu mína. Annars hlýtur þú að játf’ það pabbi, að móðirin hefur svo mikið vald yfir syni sínum, að hún geti heimtað það, að hann standi orðum sínum tíl við hana.« *Þú hugsar þér þá að halda uppteknum hætti?«

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.