Norðri - 19.04.1913, Blaðsíða 1
VIII, 11
1913.
Akureyri, 19. apríl.
JÓN ÓLAFSSON
frá Einarsstöðum í Reykjadal.
fæddur 31. júlí 1832. — dáinn 18. marz. 1913.
(Macll yfir gröf hans 3. aprí!.)
Pegar sól tók að hækka á himinsins bug
og heimkynni vetrar að lýsa,
kom boðið og vakti þér heimþrá í hug;
í hilling fór vorland að rísa.
Og þig tók að dreyma á forn vina fund
og fornhelgir bárust þér ómar.
Þú sofnaðir hugrór ’inn síðasta blund
og sól yfir gröf þinni ljómar.
Enn man eg þá ferð er eg fyrst kyntist þér
og fró tók af lífstrúar brunni.
ccÞað liggur svo makalaust ljómandi’ á mér,»
var það ljóð er þér fyrst varð á munni.
Því bak við var fallegt og vel unnið verk
og viljinn til hverskonar þrifa,
og framtíðin glóði í gullofnum serk;
svo gott var að sjást um og lifa.
En hver mun nú fara með táp þitt og trú
svo tilgangur ávöxtinn beri?
Ef einn væri’ af hundraði álíka og þú
mörg eyðimörk fríkkaði og greri.
1 áhuga’ og kærleik þeim aflmiðjum tveim
þitt æfi skeið hefurðu runnið,
Með velvilja fylgir hver hugur þér heim;
svo hefir þú sáð til og unnið.
Til dauðans hver vegur er valinn og beinn
þó í villu sé takmarka sporið.
Svo tínist úr hópnum hver einasti einn
sem ar, yfii' sjón hringinn borið.
En gegn um þann harm, sem að hér er að sjá
eg heyri svo vordjarfa hljóma.
1 svip þó vér göngum hér syrgjandi frá
mun sól yfir gröf þinni ljóma.
f Helgi Sigvaldason
Grímssonar úr Kræklingahlíð drukn-
aði í selaróðri nýlega undir Ólafsfjarð-
armúla. Hann hafði skotið Höfrung, en
bátnum hvolfdi við að innbyrða höfr-
unginn, tveir menn er með Helga voru
komust á kjöl og varð bjargað af öði-
um bát, en Helgi druknaði. Hann var
ungur að aldri og hinn efnilegasti mað-
ur.
Nýjar bækur.
Guðm. Finnbogason:
Hugur og heimur.
Rvík 1912.
F*egar eg hefi lesið þessa bók, furðar
mig fyrst og mest á einu: hversu Iítið
höf. virðist vita fram yfir það, sem al-
þýðumaður getur vitað og komist að
raun um, heima í efnakreppunni og ann-
ríkinu — ef hann hefur aðgang að sæmi-
legu bókasafni. Hitt er minni furða, þó
rökvísi höf. sé víða viðsjárverð; því svo
mun jafnan reynast, að skarpskygni sé
náttúra, eða guðsgjöf, fremur enáreynslu-
árangur, þó því bc-ri alls eigi að neita
að áreynsla, eða æfing hafi jafnframt
mikið að segja í þeim efnum. Og ætti
eg að gefa höf. leiðbeir.ingu, mundi hún
að efni verða á þá leið, að hann mundi
einkis í missa við að breiða ögn minna
úr sjálfum sér, en hann gerir, og gefa
þeim öflum meira af dýrðinni, sem hafa
skapað hann.
Einna nýnæmislegust kenning í bók-
inni, er sú kenning (þeirra Bergsens og)
Guðm,, að spegilmyndir fortíðarinnar
geymist ekki í heila mannsins (sem hug-
myndir) eða í honum sjálfum, heldur
utan við hann sem »einskonar svipir, er
hverfa inn í rökrið og biriast oss þegar
færi gefst« (bls. 133). Að þessi kenning
er alveg ósamþýdd, og jafnvel í mót-
sögn við aðalhugsun bókarinnar, kenn-
inguna um eftirlíkinguna og »innlífan-
ina.« sem nauðsynlegt skilyrði fyrir Ijós-
um skilningi, virðist höf. ekki hafa grun
um. — Raunar er hugmyndin um speg-
ilmyndir fortíðarinnar í umheiminum alls
ekki ný, né heldur álveg fráleit. Hún
kemur t. d, Ijóst fram í svipatrúnni; og
ef eg man rétt, er svipuð hugmynd (að
því er hljóðið snertir) ein af rótunum
að hljóðgeymi Edisons. Hið nýja við
hugmyndina hjá (þeim Bergsen? og)
Guðm., er hugsunin um að slíkar myndir
flytjist með einstaklingnum (sem fyrst
hefur séð þær,) eða umhverfi hans —
og eru þá einnig til rætur að þeirri hugs-
un í svipatrúnni. Engin grein er gerð
fyrir því, hvernig á endurþekkingunni
stendur (þegar myndirnar birtast aftur)
né heldur því, hversvegna þær koma
fremur til vitundar þeirra, er hafa séð
þær áður, heldur en einhverra annara.
Rví er miður að hugsun Guðmundar
og framsetning — bæði í þessu efni og
f|. — á töluvert skylt við þokuna. Um
hugtökin segir hann þannig t. d.: að
»því samsettara sem hugtak er, því færri
hluti getur það átt við, og því einfald-
ara sem það er, því víðtækara verður
það« (bls. 31). Petta skýrir hann með
hugtakinu »fáni«. Orðið «Frakklandsfáni«
telur hann samsett hugtak, »því Frakk-
landsfáninn hafi meira en eitt einkenni,«
t. d. þrjá liti o. fl. Á hinn bóginn virð-
ist hann, eftir rökfærslunni, álíta orðið
»ríkisfáni« einfalt hugtak, af því hægt er
að beita því við alla rfkisfána. Og á
þennan hátt fær hann út, að hið ein-
falda sé hinu samsetta víðtækara, eða
yfirgripsmeira. En ef nú orðið ríkisfáni
er einfalt hugtak, af þeirri ástæðu að
undir þá má færa í eitt alla ríkisfána —
er þá ekki orðið Frakklandsfáni sömu-
leiðis einfalt hugtak, þar sem hægt er
að færa undir þá alla franska fána? Og
ef orðið Frakklandsfáni er samsett hug-
tak, af því það telur í sér fleiri en einn
lit, eða fleira en eitt einkenni — er þá
ekki orðið ríkisfáni líka samsett hugtak,
þar sem það tekur yfir marga ríkisfána,
er hver um sig hefur fleira en eitt ein-
kenni? — I raun og veru hafa hugtök-
in einatt fleiri hliðar, og Guðm. tekur
hliðarnar þarna og víðar á víxl sér til
aðstoðar. En auk þess sem slík rök-
semdafærsla er afarveil, er aðalhugsunin,
sem hér er um að ræða, röng, eða að
minsta kosti skilyrðum bundin og vafa-
söm. Hið vanaiega mmr vera að hið
samsetta sé hinu ósamsetta yfirgripsmeira,
eins óg t. d. orðið þjóð er hvorutveggja
í senn, samsettara hugtak og yfirgrips-
meira en hugtakið einstaklingur.
Einkennilega segir höf. í VI. kafla frá
heimspeki þeirri, sem hann kveður hald-
ið fram af »mörgum sálarfræðingum og
heimspekingum síðari tíma.« Lýsir höf.
henni svo, að samkvæmt henni sé and-
inn í líku sambandi og skugginn við
líkamann (bls. 97) og lagi sig eftir hreyf-
ingum hans, án þess að hafa nokkur
áhrif á þær. Pó eg sé ekki fróður í heim-
spekissögunni, leyfi eg mér að efast stór-
lega um að þetta sé rétt flutt. Að lík-
indum á höf. þarna við efnishyggjumenn
(materialista). En þeirra kenning er í
stuttumáli: að andinn þekkist ekki öðru
vfsi en í nánu sambandi við efnið (ekki
utan við það eins og skugginn), og að
hann virðist spretta af því, eða koma
fram við starfsemi þess. Að andinn geti
samt sem áður haft áhrif á efnið og
geri það margvíslega, munu samt fáir
eða engir neita. — Pað er mikil furða,
að maður, sem verið hefur um mörg
ár brjóstmylkingur heimspekinnar, skuli
fara jafn skilningslaust eða þá hirðu-
lauslega með hugsanastefnur, eins og
G. F. gerir á þessum stað.
Pá er það ekki sérlega beisið, sem
höf. segir um frjálsræði viljans. Par
ruglar hann saman hugtökunum afl og
áreynsla (bls. 113^114) og virðist hugsa
á þá leið: að því meiri sem áreynsla sé,
þvi meiri verði árangurinn, og með því
sé frjálsræði viljans gefið; því yfir á-
reynslunni »finnist« manni hann geta
ráðið. En auðvitað er áreynslan notkun
aflsins en ekki aflið sjálft; eða hefur
Guðm. aldrei heyrt getið um vélar, sem
hefðu svo og svo margra hesta afl, án
lillits til hvort það alt er notað eða ekki?
Og hvert barnið veit, að í ýmsum til-
fellum getur sterkur maður það áreynslu-
lítið, sem það getur ekki sjálft, enda
þótt það reyni á sig af fremsta megni.
Og því fróðari sem menn verða og víð-
skygnari, því fleiri verða þau tilfelli,
sem hann sér að þetta gildir um. Á
hinn bóginn er það vitaskuld, að aflið
þroskast við áreynsluna og viljinn hefur
mikið að segja, hvað sem frjálsræðinu
líður. — Ekki er það heldur rétt, að
gildi manna sé fyrst og fremst dæmt
eftir áreynslunni eins og Guðm. segir.
Æðsta hugsjónin er það, sem svo er
fullkomið, að það er hafið yfir áreynsl-
una. Eða man Guðm, akki að mann'