Norðri - 19.04.1913, Blaðsíða 2
40
NORÐRl.
Nr. 11
kynið hefur hugsað sér guð á þann hátt?
Og það sem fuilkomið er eða fullkomn-
unina nálgast, giidir jafnt, hvernig sem
það hefur orðið tii. Fagurt fjall og til-
komumikið er jafn fagurt og tilkomu-
mikið fyrir því, þó það hafi orðið til
ósjálfrátt. Og tilkomumikill maður verð-
ur engu tilkomuminni, þótt það komi í
ljós, að hann jhafi fremur náð þroska
sínum við langvinn náttúrulög, eða hand-
leiðslu guðs, en fyrir eigin tilverknað.
Líkt má segja um ábyrgðina, sem Guðm.
og fl. virðast álíta svo fasttengda við
frjálsræðið, að það er að minsta kosti
efamál að svo sé. Má þar t. d. benda á
að dýrið verður að bera afleiðingar at-
hafna sinna, eins fyrir því þó þær séu
ósjálfráðar. Sú hugsun að ábyrgð geti
eigi verið til án frjálsræðis, mun stafa
frá hugmynd trúarbragðanna um óend-
anlega ábyrgð og óendanlega hegningu.
En sú hugmynd er vitanlega ósönnuð
og ósannanleg; enda gagnstætt öllu þektu
lögmáli, að endanleg orsök geti haft
þesskonar óendanlegar afleiðingar, sem
ekkert annað getur haft áhrif á. Ressi
hugmynd trúarbragðanna hefir því ætíð
verið og mun jafnan verða veikur fótur
undir frjálsræðiskenningunni. Og það,
sem G. F. «finst« um þetta efni er held-
ur ekki á séilega marga fiska.
ber hann þó víða vott um sjálfstæða
eftirtekt og hugsun og gerir skýra grein
fyrir ýmsum viðfangsefnum. En fyrir
hvað sem það er, vantar<þó seinni part-
inn — og framleiðslu höf. alla — heim-
sþekilega þungamiðju.
í raun og veru benda skoðanir þær,
sem höf. er að fikta við í fyrri hlutan-
um, til þess, að hann hafi ætlað sér að
leiða andann og frjálsræði viljans til há-
sætis í heimspekinni. Og mér kom til
hugar um skeið, undir lestri bókarinnar,
að hann ætlaði einmitt að nota eftirlfk-
ingargáfuna (»innlífanina«) til þessara
hluta. En hafi svo verið, hefur höf. þá
uppgefist við þetta; máske vegna þess,
að hann hafi órað fyrir að eftirlíkingar-
gáfan og frjálsræði viljans séu ekki endi-
lega af sania sauðahúsi. Og hvað sem
þessu líður, og hvað sem Guðm. kann
að hafa ætlað sér, þá tekst honum ó-
höndulega, eða öllu heldur alls ekki,
að koma andanum í hásætið; og hafur
hann þó og heimspekingar nútímans
yfirleitt töluverð »tromp« á hendi til
þeirra hluta. Og það ekki einungis í
þeim tæplega viðurkendu vísindum, sem
fást við dularfull fyrirbrigði sálarlífsins
(Spiritisme og Theosophi), heldur einn-
ig í hlutum, sem viðurkendari eru og
efnislegri. Einmitt efnafræðin sjálf, aðal-
í hinum mikla samhljómi tilverunnar®.
Til svona tilþrifa ætti Guðm. Finn-
bogason að vanda betur en hann gerir;
vefja um þau minna af hugsunarþoku-
lopa og koma þeim betur upp í hugs-
anaheiðríkju afburðamannsins. Mættu
þessar línur styðja að þvf væri vel að
verið, þó sumum kunni að sýnast hvat-
skeytlega ritað og hlífðarlaust.
Alþýðumaður.
Foringi Grikkja.
(Rar sem Balkanskagaþjóðirnar hafa
vakið mikla eftirtekt í vetur, mun mörg-
um þykja fróðlegt að lesa grein þessa,
sem tekin er úr Lögbergi.)
Sá sem nú stjórnar Grikklandi heitir
Elentherios Venizelos, og segja blöð á
Englandi, að hann hafi verið mestur
fyrir sér allra fulltrúa Balkanþjóðanna á
friðarfundinum í London. Hann er að-
eins fimtugur að aldri, en hefir þó unn-
ið svo mikið afrek fyrir fósturjörð sína,
að hann er kallaður höfundur að við-
reisn hennar, sem byrjaði þegar hann
tók við völdum fyrir tveim árum síðan.
Venizelos fæddist árið 1864 á lítilli
ey í Grikklandshafi; hann er af göfugu
og er óhætt að segja að Venizelos olli
því. — En starf hans að undanförnu var
ekki nema undirbúningur að öðru meira.
Jafnskjótt og Krít var orðin sjállfstæð,
þá réð hann af að skerast í leikinn á
Grikklandi, þar var þá flokkadráttur svo
mikill, að fullkomin óstjórn mátti kall-
ast, er lauk með uppreisn árið 1910,
og mátti þá með sanni segja, að mál-
um Grikkja var komið í óvænt efni er
illir og ósvífnir foringjár og flokkar
börðust um völd, til þess að auðga sig
á landssjóðnum. Theodotókis var foringi
afturhaldsmanna, Ralli hinna svokölluðu
framfaramanna, báðir hvor öðrum óær-
legri og ekki voru aðrir betri. Herinn
skarst þá í leikinn, og horfði til vand-
ræða, er konungur hafði við orð að
fara úr landi, en eitt stórveldanna ætlaði
að taka Grikkland undir sinn væng og
stjórna því. Heragi var enginn, dómar-
ar tóku mútur, skattar voru ekki greiddir
af fylgismönnum þeirra, er við völdin
voru, þingmenn voru ósjálfstæðir tagl-
hnýtingar ráðherranna.
Rannig var ástatt, þegar Venizelos
tók í taumana í september 1910. Allur
almenningur varð stórfeginn komu hans,
en forsprakkarnir á þingi ýfðust við
honum og spáðu skömmum völdum
»skrílhöfðingjanum frá KríU. Konungur
MIKIÐ af nýjum varningi er nýkomið í Brauns verzlun á Akureyri og er seldur með hinu góðkunna og viðurkenda
ágætis verði. Meðal annars skal bent á t. d.: tilbúinn aifatnað, frakka, stórtreyjur á kr. 5.00, 7,50, 9,25
og upp að kr. 20.00 ; taubuxur, verkamannaföt mjög vönduð og ódýr, birgðirnar af þeim eru afarmiklar,
-----= FERMINGARFÖT :----------------=-------
fást, sem óefað eru þau beztu og ódýrustu, sem hér er hægt að fá, regnkápur (Waterproofs,) nærföt og peysur
mjög stórt úrval. Vort mjög eftir spurða alklæði og dömuklæði er og komsð. Tilbúnar svuntur arð efni og sniði
eftír nýjustu týzku. Sængurdúkarnir okkar eru og komnir, sem viðurkendir eru um alt land fyrir_' gott verð og
gæði. Pá er og mjög stórt úrval af margskonar fataefnum góðum og ddýrum. Tvíbreitt, blátt fatatau á kr. 1.75 met.
(kr. 1.10 al.) o. m. fl. Gardínutau, af mörgum tegundum, afarfallegt og ódýrt.
Brauns verzlun.
Baldv. Ryel.
Ekki gengur höf. vel að skilja þann
hugsunarhátt eða ankanna sumra manna
(bls. 148), að vilja endilega fá að vita,
hvernig hlutirnir eru »1 sjálfu sér*.
Honum finst það óþarfi t. d. að gera
sér rellu út af því, þó nef sé »í sjálfu
sér« 10 rasta langt, ef eigandanum og
þeim sem á hann horfa, sýnist það að-
eins fárra sentimetra (bls. 149) og fara
vel, enda reki það sig hvergi á. — Vel
get eg trúað því að höf. segi þetta satt,
að því er sjálfan hann snertir, því hann
virðist hafa furðulítið af þeirri gáfu, sem
frumleiki nefnist, og altaf keppir eftir að
fá að vita, hvernig umhorfs er utan og
innan við það sem »sýnist«. Honum
hefði að líkindum þótt það óþarfa tor-
trygni hér á árunum, að efast um það,
að sólin gengi kringum jörðina, eins og
mör.num hafði sýnst og sýnist raunar
enn í dag — og óþarfi að grenslast eftir
hvernig slíku væri háttað »í sjálfu sér«.
En líklega losnar ekki mannkynið við
þennan forvitnisankanna, þrátt fyrir pré-
dikanir höf. ug meira að segja: jafn-
vel höf sjálfur er eigi laus við forvitnis-
órana þegar á herðir. Pví á bls. 167t.
d. kemst hann að þeirri niðurstöðu, að
»fyrsta stigið« til að skilja lífið, sé að
»kasta gleraugunum« og horfa á hlut-
ina »eins og þeir eru«. En þá er hann
nú líka að komast í essið sitt: eftirlfk-
ingar og eftirhermur.
Yfirleitt er síðari hluti bókarinnar miklu
betur gerður en hinn fyrri. Og þó ekki
sé hægt að segja að þar komi fram
neinar nýjar eða frumlegar hugsanir, þá
grundvöllur efnishyggjunnar, flytur nú
á síðustu tímum kenningar — svo sem
kenninguna um ummyndun frumefnanna,
sem menn héldu áður að væru óbreyti-
ieg, og kenninguna um rafmegnla (El-
ektroner) — sem mjög benda í sömu
átt og hin forna indverska speki og síðar
Kristindómurinn: í þá átt, að bak við
alt áþreifanlegt (eða þá í óleysanlegu
sambandi við það), sé annað óáþreifan-
legt og dularfult: það sem mannkynið
hefur kallað og kallar anda eða guð.—
Guðm. Finnbogason er miklu fremur
listafræðingur en heimspekingur. Hugs-
un hans er hvergi frumleg eða skörp,
það sem honum er bezt gefið er eftir-
líkingargáfan og skilningsgáfan. Það er
því engin tilviljun, að það er einmitt um
þesskonar efni að hann ritar bezt. Að
vísu fer hann stundum með furðanlegar
vitleysur um listirnar, eins og þegar hann
t. d. segir um sönglistina, að hún virð-
ist einna sízt allra lista eiga sér fyrirmynd í
náttúrunni (bls. 303) og það rétt á eftir
að hann fer með tvö falleg erindi eftir E.
B., þar sem ein tegund sönglistar eftir
aðra er látin minna á náttúruraddir. Að
það er E. B. sem þar sér betur og að
sönglistin einmitt á sterkar og aagljósar
rætur í náttúrunni, er ekki vafamál. Á
hinn bóginn segir Guðm. stundum ó-
vanalega hittandi og falleg orð um list-
irnar, eins og t. d. þar sem hann segir,
að í sál listamannsins Ijómi fyrst »árroði
framtíðarinnar«, og þar sem hann talar
um tilfundningu Guðr. Gjúkadóttur fyrir
því, að sorg hennar væri eins og »tónn
bergi brotinn, með því að forfeður hans
höfðu auð og völd á Grikklandi og
höfðu barist fræknlega fyrir frelsi ætt-
jarðar sinnar. Sá liður ættarinnar, sem
hann tilheyrði, var kominn í örbirgð,
og í útlegð er hann fæddur, með því
að faðir hans var riðinn við uppreisn
Krítarmanna árið 1860, og er það sögð
ástæðan til að sá ættleggur Venizelos
var orðinn fátækari en hinar greinar
ættarinnar. Pví varð hinn ungi maður
að vinna fyrir sér þegar á unga aldri,
og þar kom að hann náði því að verða
lögmaður. Hann hafði frá unga aldri
sett sér að vinna að því af allri orku,
að Krítey losnaði undan yfirráðum
Tyrkja, og síðan allir grískir þegnar
Hundtyrkjans. Hann náði háskólaprófi í
Aþenuborg, dvaldi síðan á Svisslandi
um stund, til frekari fullkomnunar, eink-
um í franskri tungu, gerðist síðan lög-
maður á Krít.
En lögstörfin voru ekki annað en
hjástörf hjá honum, því að stjórnmálin
voru honum fyrir öllu. Pað kom þeg-
ar fram, að hann var umfram aðra að
þreki og mælsku og djörfung. Hver
uppreisn og hvað eina sem gert var í
Krít til sjálfsforræðís var undir hans
forsögn og forustu. Hvenær sem til
vopnaviðskifta kom, var hann í broddi
fylkingar og komst oft í krappan dans.
Árið 1897 varð Georg Grikkjaprins
landstjóri á Krít fyrir atbeina stórveldanna
og var ærið ráðríkur; þoldu eyjarskeggj-
ar ekki stórlæti lians og lauk með því
að prinsinn sagði af sér og hélt burtu,
varð og feginn komu|hans, og Iét það
i engu finnast að hann erfði við hann
það sem farið hafði á milli hans og
Georgs konungssonar. Konungur fékk
honum þegar æðstu völd og tók hann
þegar til óspiltra málanna. Hann gerðist
jafnframt ráðgjafi her- og flotamála, setti
valda menn fyrir önnur ráðgjafaembætti
og eftir mánaðartíma var öllu hinu
gamla lagi gjörbreytt. Hann hafði kon
ung að bakhjarli og króprinsinn og
með þeim alla hina beztu menn í land-
inu. í móti honum stóðu allir, sem
vildu mata krókinn á landsins kostnað,
og engar framfarir né breytingar vildu
hafa. En við næstu kosningar sýndi
þjóðin vilja sinn mjög svo greinilega,
með því að Venizelos fekk níu tíundu
hluta allra atkvæða landsmanna.
Á einu misseri eftir þær breytti V.
öllum stjórnarhögum á Grikklandi. Hann
fékk hina beztu menn frá útlöndum til
að koma skipulagi á her og flota, stjórn-
arskránni lét hann breyta og öllu hinu
forna lagi í meðferð og stjórn lands-
mála; óþórf embætti voru afnumin, fjár-
hag landsins koinið í gott horf, skött-
um létt af almúganum og lagðir á herð-
ar hinna efnuðu sttétta, skólum, land-
búnaði og iðnaðarmálum var skipað sem
bezt, með forsjá og skörungskap. Hegn-
ingarlögum og meðferð dómsmála var
og breytt og sett í hið bezta horf, og
var þá sem nýtt og fegurra Grikkland
væri úr rústum risið.
Venizelos gerði það beint á móti
vilja flokksmanna sinna, að vingast við