Norðri - 19.04.1913, Blaðsíða 3
*Jr.ll
NORÐRl
41
konunginn, en þeirra á milli er traust
samband og vinátta. Hann var forsjáll,
gætti hófs í hvívetna, og er það eitt
dæmið, að hann hélt Kríteyingum frá
að segja skilið við Tyrkland, þartil hið
hentugasta færi væri til komið. Hann
lofaði konungi því, að innan þriggja
ára skyldi hann vera búinn að breyta
Grikklandi svo, að það þektist ekki; það
heit hefir hann haldið, með því hann
þurfti ekki nema tvö ár til þess að
hreinsa það af þjóðarmeinum svo þjóð-
in er sem endurborin. — F*að er haft
eftir tyrkneskum landstjórnarmanni þeg-
ar hann frétti að Venizelos hefði tekið
æðstu völd á Grikklandi, að nú væri
úti um ríki Tyrkja í Evrópu. Sá tyrk-
neski maður þekti hann vel, því að á
tveim árum var stofnað samband hinna
kristnu ríkja á Balkanskaga og ráð gerð
í sameiningu og samtök til hernaðar á
hendur Tyrkjum. fJau ráð eru framkom-
ín í vetur, en upphafsmaður þeirra var
enginn annar en Elevtheros Venizelos.
+
Kristján Jónsson
frá Úlfsbæ
varð nýlega bráðkvaddur nær því átt-
ræður að aldri. Hann hafði verið blind-
ur síðustu árin. Jón faðir Kristjáns bjó
á Úlfsbæ í Bárðardal og átti þá jörð.
Kristján fékk jörðina eftir föður sinn og
bjó þar síðan til elliára. Börn hans 5.
uppkomin eru á lífi: Jón bóndi í Glaum-
bæ í Reykjadal. Vigfús bóndi á Úifsbæ,
Gísli bóndi á Ingjaldsstöðum, Anna gift
kona á Veisu í Fnjóskadal og Elín gift
kona á Öxará í Bárðardal. Emil Tóm-
ásson barnakennara í Keyðarfirði ól
Kristján upp að mestu.
Kristján var mesti dugnaðarbóndi og
lengi talinn með efnuðustu bændum í
Ljósavatnshreppi, ráðsnjall og framsýnn
í öllum búskaparmálum, og svo mikill
eljumaður að hann átti vart sinn líka f
nálægum sveitum.
Honum var viðbrugðið fyrir hjálp-
semi og greiðvikni við. sveitunga sína.
Hafði hann bæði getu, vit og vilja að
bæta úr vandræðum þeirra er til hans
leituðu, og þeir voru margir öll þau ár
sem hann bjó á Úlfsbæ. Urðu ráð hans
og hjálpsemi ávalt notadrjúg, því Krist
ján var mjög hygginn maður.
Staka
á föstudaginn langa.
Alla eitt sínn fellir
Ellín rlk að velli
vill ei heimsins hallar
hnullung sjd úr gulli.
En hdtt spjöllum olli
ill og verstu kvillum —
fjöll sé eg há i hilling. —
hrellir mig lítt sú kerling.
M. J.
Vísa Björnstj. Björnsons:
„Jeg vœlger mig April.*
I apríl uni eg bezt,
því vetrarlokin vel eg,
og vœnsta árstíð tel eg;
þá leysist alt úr lœðing
við lífsins endurfœðing
með brak og storm og brest
—En veðrin eru ei verst.
Eg þoli brask og byl!
þvi dáð og drengskap vil
og dugnað á eg til!
M. J.
Mannvirki.
Hafnarnefnd Akureyrar hefir í vetur
Iátið fylla upp fram í sjó, spildu suður
og fram af brauðgerðarhúsi Höpfners,
sem lá undir sjó, er þetta eftir loforði
til Höpfners verzlunar fyrir tilhliðrun
með aðra lóð, þegar innri hafnarbrygg-
jan var bygð.
Etatsráð J. V. Havsteen er byrjaður
að láta fylla upp breiða spildu fram í
sjó, framundan íbúðar- og verzlunar-
húsi sínu á Oddeyri. Verður þetta mik-
ið verk og til prýði og gagns fyrir eig-
anda lóðarinnar.
Skoðun heybirgða
og ásigkomulags búpenings í sveitum
er nýlega um garð gegnar. Alment munu
heybirgðir í Eyjafirði og Pingeyjarsýslu
taldar í góðu lagi. Víða í þessum sýsl-
um verður vart við vakandi áhuga á
að fara vel með búpening. Það virðist
vaka fyrir mörgum bændum, að fóðra
ær sínar svo vel, að þeim verði vel ó-
hætt að koma upp tveim lömbum,
ef tvílembdar verða, og þeir kannast
líka við, að lömbin verði varla væn á
haustin, ef kirkingur kemst í þau að
vorinu af því ærnar fæða þau lélega.
„Flóra"
kom hingað 14. þ. m. Með henni
kom frá Noregi Sigurður Pórðarson
nótaformaður, frá Reykjavík V. Knudsen
verzlunarmaður, sem dvelur hér í sum-
ar vörusýnishorn fyrir einhverja Reykja-
víkurkaupmenn. Með Flóru var á heim-
leið Jón Sigfússon frá Halldórsstöðum
í Reykjadal. Með Flóru kom og frú
Sigríður Porláksdóttir frá Rauðará tengda-
móðir Stefáns Jónssonar á Munkaþverá,
og frú Pórunn Stefánsdóttir kona séra
Jónasar, sem farið hafði snöggva ferð
til Reykjavíkur.
Niðjatal
Þorvaldar Böðvarssonar prests á Holti
undir Eyjafjöllum, og Björns fónsson-
ar prests í Bölstaðahlið. Heitir ættar-
tölurit, sem Porvaldur Krabbe lands-
verkfræðingur hefir gefið út.
Fróðlegt rit og mun verða vel tekið
af öllum sem hafa skemtun af ættartöl-
um. Rit þetta fæst í ísafoldarprentsmiðju
og kostar 2 kr.
Nýlega er látinn
Jóhann Friðriksson tómthúsmaður á
Oddeyri.
Sfmfréttir frá Rvfk.
í dag.
Indriði Reinholt hefir sótt um 25 ára
einkaléyfi til að reka strætissporvagna-
ferðir í Reykjavíkurbæ, og ætlar að leggja
sporin næsta vetur ef hann fær það.
Bæjarstjórn Reykjavíkur setti nefnd í málið
til að semja við hann.
Sami maður hefir sótt um 25 engja-
dagsláttur á melnum og hyggst að setja
þar upp veiksmiðjur.
Nefndin fyrir Ingólfslotteríinu hefir
gefið út skýrslu og skýrir þar meðal
annars frá, að hún vilji láta draga um
Ingólfshúsið næsta nýjársdag ef hægt sé.
Landritari Kl. Jónsson fer í dag skemti-
ferð til útlanda, kona hans fer með hon-
um.
Slys varð á einum botnverpingi ný-
lega. Nótastrengurinn tók einn skipverja
sundur í miðju. Hann hét Jakob Sigur-
geirsson og var frá Bessastöðum.
Broberg skipstjóra á Ceres, sem nú
er hér í síðustu ferð var haldið skiln-
aðarsamsæti hér og á ísafirði.
Tveir íslendingar frá Winnipeg, Stef-
án og Friðrik Sveinssynir eru væntanl.
hingaðsem erindsrrekar Manitobastjórnar.
Bjarni frá Vogi hefir nýlega haldið
fyrirlestur um Rómverja og íslendinga.
Góður afli undanfarið við ísafjarðar-
djúp.
Alfons Spánarkonungur var nýlega á
ferð frá hermannaspítala, var þá skotið
á hann sex skammbyssuskotum, en hann
sakaði ekki.
PingmenskuL amboð.
Guðmundur Eggerz sýslumaður og
Pórarinn bóndi Benediktsson á Gilsár-
teigi í Eyðaþinghá bjóða sig fram til
þings í Suðurmúlasýslu. Þeir eru báð-
ir heimastjórnarmenn. Þórarinn hefur
lengi verið í miklu áliti á Fljótsdalshér-
aði og mjög þar við almenningsmál
riðinn.
324
urbróður míns Móðir hennar hafði áður verið bústýra hjá honum
og í erfðaskrá sinni bað móðurbróðir mig að sjá um hana. Eg
bauð henni að velja um hvort hún vildi heldur að eg legði út fjárstofn
handa henni, sem hún gæti lifað af vöxtunum af, eða hún vildi vera
hjá mér og starfa það eitt á heimilinu, sem hún hefði löngun til. Hún
valdi hið síðarnefnda. Fjórum árum eftir fráfall móðurbróður míns fékk
eg bréf frá Runa greifa, þar sem hann lætur mig vita að hann sé að
hugsa um að koma yfir til Ameríku, og biðja mig fyrir frænku sína El-
ínu, þar sem hann byggist ekki við að lifa lengi þar sem fjárkröggur
hans hefðu tekið mikið á hann. Eg brá þegar við og bað Jakob að fara
með mér til Frakklands, og var það áform mitt að rétta við efnahag
greifans. Petta hepnaðist mér að nokkru leyti, en greifinn andaðist skömmu
síðar. Áður en hann lézt lofaði eg honum að hafa eftirlit með Elínu,
og reyna til að sætta hana við móður hennar. Eg varð og að lofa
honum að kaupa Kongsberg, ef kringumstæðurnar neyddu þig til að
selja það, svo það gengi ekki úr Rómarhjartaættinni. Hann lagði fram-
tíð þína og Elínar í mínar hendur, og eg lofaði honum að gera það
sem mér fyndist vera réttast til að efla hamingju ykkar. — Eftir greftran greif-
ans fórum við Jakob aftur til Ameríku og hafði eg Elínu með mér.
Chorter lávarður slóst í förina, því að hann fylgdi Elínu eins og skuggi
hvert sem hún fór. Faðir þinn hafði sagt Runa greifa sögu mína og hana
hafði aftur sagt Elínu hana. A ferðinni til Ameríku sátu þau um kvöld-
tíma uppi á þiljum Jakob og Elín og ræddu um aðalinn. Hún sagði þá
Jakob frá því að eg væri gift aðalsmanni, sem hefði yfirgefið mig 0g
sýnt mér lítilsvirðingu. Eg hafði komið upp á þiljur án þess þau tækju
eftir og stóð að baki þeim, og heyrði hana segja sögu mína. Eg hafði
áður verið hrygg í huga og var eigi búin að ná mér eftir samtalið við
Runa greífa við banabeð hans. Og þegar eg hlustaði þarna á frásögn
Elínar, vöktu endurminningarnar upp sársauka og harma. Endurminn-
ingin um föður minn og þig og alt það sem eg hafði mist. Eg náði
mér ekki það sem eftir var ferðarinnar, og þegar eg komst heim veikt-
ist eg og fékk snert af sinnisveiki og óráði, og var eg í því ástandi
nokkra daga. Pegar eg náði mér aftur og komst á fætur lét eg Elínu
321
*Já,« svaraði frúin og horfði í augu manni sínum með kærleiksríku
augnaráði. »Látum okkur í kvöld greftra fortíðina með öllum sínum skugg-
um og sorgum, og hér eftir lifa fyrir framtíðina.«
»Munt þú einnig geta gleymt hinum löngu hörmungaárum?«
»Hvort eg muni geta gleymt þeim? Hermann, þú skilur ekki hve
heitt eg elska þig, fyrst þú veizt ekki, að eg þegar hefi gleymt öllu,
nema hinni núverandi hamingju minni.«
»En hvað eg má vera þér þakklátur,« sagði hann og kysti konu
sína innilega, sem. betur en orð báru vitni um þakklátssemi hans.
Skömmu síðar byrjaði Elín á hinni umbeðnu sögu á þessa leið:
»Pegar eg eftir andlát föður míns yfirgaf Svíþjóð, tók eg mér aftur
nafn föður míns með þeim fasta ásetningi aldrei að bera Rómarhjarta
nafnið fyr en þú hefðir viðurkent mig sem konuna þína. Eg fór til Par-
ísarborgar og hafði áformað að dvelja þar, en skömmu eftir komu mína
þangað fékk eg bréf frá móðurbróður mínum, kaftein Stefensen, sem átti
heima f Ameríku. Við höfðum ekki fengið bréf frá honum f mörg ár,
en eftir andlát föður míns hafði eg ritað honum og sagt honum frá
missi mínum. Hann svaraði bréfi mínu til Parísar og bað mig að koma
til Boston og vera sér til léttis og ánægju í ellinni, því hann væri mjög
einmana og heilsulasinn. Hann bað mig, ef eg yrði við ósk hans, að
koma vestur, að skrifa þá manni í Lundúnaborg, sem héti Jakob Lange,
og væri ættingi konu hans og biðja hann að verða mér samferða vestur,
því hann ætlaði að koma vestur innan skamms. Par sem eg hafði ekkert
viðbundið í París varð eg við tilmælum hans, og hitti svo Jakob f Lund-
únaborg á vesturleið. Mér varð hverft við er eg sá hann, því eg sá að
hann var sami maðurinn, sem hafði fært mér bréf föður míns þegar eg
f fyrra sinni var í París. Á ieiðinni vestur sagði Jakob mér ýmislegt um
móðurbróður minn. Hann væri mjög einkennilegur, og kæmu fram hjá
honum margar mótsetningar. Hann hefði verið tvígiftur, en nú var ekkju-
maður, 6 börn hafði hann átt, en þau vóru öll dáin, og nú var hann
alveg einmana í heiminum. Hann væri ákaflega ríkur, en þar sem hann
væri mislyndur og tortrygginn, væru engir sem vildu annast hann í ell-
inni eða sem hann felti sig við, og þetta væri orsökin til þess, að hann