Norðri - 25.10.1913, Page 2
112
NORÐRI.
Nr. 34
umboðsstjórn og dömaskipun landsins
í annað eða betra horf en nú er og
til sparnaðar; og komi þá jafnframt til
rannsóknar launakjör embœttismanna
yfirleitt og afnám eftirlauna. Ennfrem-
ur hvernig framkvæma megi aðskilnað
ríkis og kirkju.
Auk þess viljum vér, að Alþingi geri
ráðstafanir til þess að gera landið og
þjóðina kunnugt öðrum þjóðum, t. d.
með því að gefa út á aðaltungumálum
heimsins fræðandi rit um land og þjóð,
sjá um að ritað sé um landið í erlend-
um blöðum o. s. frv.
Að lokum viljum vér taka það fram,
að vér væntum þess, að þjóðin sé oss
samdóma um það, að eigi séu þeir öðr-
um ólíklegri til þess að vilja yfirleitt
vinna að viðreisn þjóðarinnar í öllum
greinum, sem sýnt hafa það, að þeir
öðrum fremur bera sjálfstæðismál henn-
ar fyrir brjósti.
Vinnum nú við kosningarnar með
eindrægni og ötulleik að sameiginlegu
markmiði allra sjálfstæðismanna: fullu
sjálfstæði Islands í efnahag og
stjórnmálum,«
Um ávarp þetta mun Norðri fara
nokkrum orðum í næsta blaði.
Annáll nítjándu aldar
heitir ritverk sem Hallgrímur Pétursson
bókbindari á Akureyri er byrjaður að gefa
út í 6 arka heftum. Verk þetta á að verða
safn af frásögnum um viðburði 19. ald-
arinnar eftir síra Pétur heitinn Guð-
mundsson sem lengi var prestur f Gríms-
ey\
Útgefandi skýrir svo frá tildrögum
útgáfu þessarar:
»Eftir að faðir minn, séra Pétur Guð-
mundsson, sem Iengi var prestur í Gríms-
ey, fékk lausn frá prestsskap 1805, tók
hann að safna öllu því saman, sem hann
náði til um það er gerst hafði á landi
hér á 19. öld; varði hann til þessa öll-
um stundum, og safnaði öllu því sem
hann gat til náð, bæði eftir prentuðum
og skrifuðum heimildarritum. Árbækur
Espólíns urðu auðvitað aðalritið, svo
langt sem þær náðu, en mikið hefur
hann aukið þær, bæði eftir tíðavísum,
dagbókum, bréfasöfnum og frásögnum,
sem hanu var sér úti unrúr ýmsum átt-
um. Rit þetta hafði hann 'fullgért að
mestu fram að 1850, og safnað miklum
drögum til síðari hluta aldarinnar alt
fram að aldamótum. Efninu raðaði
hann eftir árum, og skifti því síðan
niður í ákveðna kafla á ári hverju, eftir
því sem árið iá fyrir. Ma gar sögur og
frásagnir eru í safni þessu, sem áður
eru lítt kunnar og eru mjög fróðlegar
um ástand þjóðarinnar á þeim árum.
Safnið nefndi hann »Annál nítjándu ald-
ar«, og var það orðið mikið verk er
hann féll frá.
Nú vildi eg ekki láta þetta stórvirki
föður míns falla í gleymsku og hef því
ráðist í að gefa út til reynslu eitt hefti
af annál þessum, til þess að sjá, hverj-
ar viðtökur ritið fær hjá íslendingum.
Eg hef reynt að afla mér þeirra upp-
Iýsinga úr söfnum að sunnan sem mér
hefur verið unt, og sömuleiðis úr heim-
ildarritum, sem síðan hafa komið út, til
þess að leiðrétta og fylla út í frumrit
hans, þár sem vantaði í eða ónákvæmt
var. Samt efast eg ekki um að margt
mégi ennþá fylla með tímanum, þegar
aðgangur fæst betri að heimildum. En
hægast er með samanburð við Árbækur
Espólíns að sjá, hvað annáll þessi er
miklum mun fyllri en þær.«
2 hefti eru komin út af ritinu og ná
frásagnirnar í þeim til 1815. Líklega
hugsar útgefandinn til að gefa út 1
hefti á ári. Rit þetta verður mjög fróð-
legt. í því er skýrt frá árferði, slysför-
um, embættaveitingum,|láti merkra manna
víða gerð að nokkru grein fyrir ættum
og afkomendum sumra þeirra. Skýrt er
og frá ýmsum glæpum og óknyttum.
Málið á annálnum er látlaust og einfalt.
Setjum vér hér til sýnis frásögn um
Snorra prest Björnsson á Húsafelli, sem
andaðist 15. júlí 1803 93 ára:
»Snorri prestur vígðist að Stað í Að-
alvík 1741, fékk Húsafell 1757 og slepti
brauði 1796. Kona hans var Hildur
Jónsdóttir prests að Stað í Aðalvík (f
1737) Einarssonar prests sama staðar,
Olafssonar. Snorri prestur var meðal-
maður á hæð, fagurlega á fót kominn,
riðvaxinn, beinagildur og mikill í lið-
um, hærður vel með slétta kinn. Hár-
skúfur lítill var honum sprottinn á nefi,
rauðeygur varð hann við aldur, grá-
hærður mjög og loðbrýnn. Hann var
atgervismaður hinn mesti, rammur að
afli og sundmaður mikill, góður smið-
ur, á þeim tíma talinn skáld gott. [Svo
var mikill hvatleikur hans, að mælt var
að hann hlypi yfir Hvítá í gljúfrum 12
álna stökk, og er það síðan kallað
Snorrahlaup. Pað var eitt sinn, er hann
kom úr Reykjavík, að hann ætlaði við
þriðja mann inn í Hvalfjörð, fengu þeir
veður hvast og því næst kafaldshríð, og
kom svo, að bátnum hvolfdi. Prestur
náði öðrum háseta sinna og gat borg-
ið sér og honum til lands á sundi, en
annar hásetinn týndist; var frost svo
mikið, að alt sýldi, en er á land kom,
bar hann þenna félaga sinn í hríðinni
neðan frá sjó upp að Ferstiklu á Hval-
fjarðarströnd, er hann rataði á; var þá
önd nærri gengin úr manni þessum sök-
um kulda. lifnaði þó við og varð al-
heill, en sjálfur var prestur hress, sem
ekkert hefði ískorist. Snorri prestur hafði
steina þrjá mikla við garð á Húsafelli,
er hann kallaði: Fullsterk, Hálfsterk og
Aumingja eða Amlóða, til þess að reyna
með afl manna. Hafði hann aldrei tek-
ið Fullsterk hærra en á hné, en Hálf-
sterk kom hann upp á garðinn, en
hraustir meðalmenn komu Aumingja á
hné. Jón Espólín hafði fengið Borgar-
fjarðarsýslu 1796 og bjó nú í Pingnesi.
Hann var manna mestur og sterkastur,
og var honum mikil fýsn á að sjá
Snorra prest og vita um aflraunir hans.
Reið hann upp að Húsafelli að finna
prest og fást við steinana, mun það
hafa verið árið 1799. Prestur tók vel
á móti honum og féll vel á með þeim.
Er þeir höfðu margt saman rætt, beidd-
ist Espólín að sjá steintökin. Eigi lézt
prestur ætla, að mikið þrek þætti ung-
um mönnum og hraustum að reyna
steintök við sig afgamlan. En er til
kom, fékk Espólín með engum hætti
komið Hálfsterk upp á garðinn, en alt
kom hann honum upp í veggjarbrún-
ína. Sagði prestur þá, að lag við stein-
?nn mundi Espólín skorta; tók hann
síðan steininn og lagði upp ágarðinn;
furðaði Espólín það, þótt prestur væri
vanur við steininn, er hann var þá nær
níræður að aldri en sýslumaður á létt-
asta skeiði. Allfróður þótti Espólín hann
vera í fornfræðum og mikils fanst hon-
um vert um hann. Börn Snorra prests
og Hildar voru: 1. Jakob, fæddur 1756,
hann var steinhöggvari mikill og smið-
ur, svo að margir legsteinar eru eftir
hann víða komnir og sumir norður um
land, margir dökkrauðir að lit; fékk
hann grjót það í Okinu. Hann varð
gamall maður, en heyrnarsljór síðari
hluta æfi sinnar. Hann var drengur góð-
ur, og bjó að Húsafelli eftir föður sinn.«
Vatnslelðslumálið.
Bæjarstjórn Akureyrar hefir tekið til-
boði eiganda Höepfnersverslunar um
lán til vatnsleiðslunnar og gengið að
því skilyrði að byggja bryggju fyrir alt
að 20 þús. kr. norðan við innri hafn-
arbryggjuna fyrir lánsfé frá Höepfner.
Jafnhliða mun og hugsað til bryggju-
gerðar, tii hlýfðar skipakvíarinnar við
Torfunef og fleiri endurbóta á bryggj-
unni þar.
Skipaferðir.
»Ingólfur« fór frá Húsavík á laugar-
daginn, lá úti í garðinum í þrjá daga,
brotnaði eitthvað ofandekks, fór svo á
Pórshöfn, kom á Vopnafjörð í gær.
»Kong-Helgi« er á Breiðafirði og á
leið hingað. Ask liggur í Engiandi og
er væntanlegur hingað eftir viku. Vesta
kom hingað i gær á útleið.
30
Lange hneigði lítið eitt höfuðið til Bengt; en þó ekki eins vingjarn-
lega eins og vant var.
»Mér þykir leitt hafi eg gert forstjórann óánægðan með bersögli
minni. Pér vitið það að eg skyldi ganga í eldinn fyrir yður, ef yður
lægi á. Hafi eg þess vegna sagt einhverja heimsku, sem........«
»Eg er vanur við!« greip Lange fram í. »Pú ert annars í seinni
tfð orðinn nokkuð opinskár. Jæja, farðu vel!«
A veginum til verkstofu sinnar, var Bengt að tauta við sjálfan sig:
»Bannsettur asni get eg verið, að hafa ekki betri taum á tungu
minni en þetta. Það er meira en meðal heimska að tala svona við mann,
sem ekki á sinn Iíka á öllu landinu. Hann er bæði réttlátur og góður
og eiskaður af öllum.«
Samtímis að þessi vandaði maður Bengt, var að tala svona við
sjálfan sig, hafði barón Axelhjelm, svolátandi samtal við sjálfan sig á
leiðinni heim í hinum skrautlega vagni Rómarhjarta:
»Pvílíkur stoltnarri! Pessi bolti í þeim leik að græða! Hann hefir
af engu að stæra sig nema gullinu sínu; að hann skuli þora að tala
svona við mig, greifa Axelhjelm, Eg á líklega að verða lagsmaður allra
verkamannanna hans.«
Baróninn grét af reiði út af því, hvað hann hefði mátt auðmýkja
sig og að líkindum mætti framvegis, þegar hann færi að vinna undir
stjórn þessa smámennis, sem honum fanst kominn vera af skrílnum.
»Eg dey af gremju út af því, að mega auðmýkja mig svona. En
hverjum er þetta að kenna? Altsaman honum frænda. Að sönnu átti eg
ekkért til og ekkert fékk eg eftir foreldrana. En hann er ríkur þessi frændi
og því er hann skyldur til að forsorga mig. Eg þakka honum það ekki.
En eg var vitlaus að halda að eg gæti orðið ríkur á því að vinna. Eg
ætlaði að hefja þessa verksmiðjuvinnu með mínu aðalsnafni, en í staðin
fyrir að þakka mér, líta þeir á mig eins og jafningja sinn og hafa ekkert
við mig, eins og mínu standi og stöðu hæfir. Petta er alveg óþolandi!!«
35
VI.
Daginn eftir komu þeir báðir, Evert Axelhjelm og ívar á verksmiðju
Jakob Langes og voru látnir byrja á þjala-vélunum.
Hinn unga aðalsmann var öllum forvitni á að sjá, og ekki örgrant
um að þeir hentu gaman að hans stoltlega fasi. ívar vakti einnig all-
mikla eftirtekt.
»Hvaða lagsmaður er þetta, sem þú kemur með?« spurðu svein-
arnir Bengt.
»Og það er unglingur,« svaraði Bengt, »sem húsbóndinn hefir tek-
ið til kenslu, og eg á að hafa umsjón yfir.«
»Hann er fölleitur í framan, greyið. Heldurðu að hann geti orðið
smiður að nokkru gagni? Hvaðan er hann?«
»Frá Stokkhólmi.*
»Nú, nú, drengir þaðan eru allra mestu villudýr. Pað kváðu líka vera
morðingjar þar. Hvaða hegningu skyldi hann nú fá, sá sem myrti hana
fósturmóður sína?«
»Hann var dæmdur sýkn saka,« svaraði Bengt.
»Dæmdur sýkn?« sögðu hinir undrandi.
»Pað er þó ekki mögulegt,« sagði einn af eldri sveinunum. »Ef
það hefir verið gert, þá er lög og réttur ekki lengur til í landinu. Til
hvers fj.......er þá að vera ærlegur, ef að slík þrælmenni eru dæmd
sýkn saka?«
Meðan á þessu samtali stóð, hafði ívar snúið sér við og brugðið Iit-
>Kærðu þig ekkert um það,« segir Bengt. »Farðu bara að vinnu
þinni. Þeim aumingja dreng var haldið í fangelsinu nærri heilt ár fyrir
ósannar líkur, svo þú ættir heldur að kenna í brjóst um hann, heldur
en að verá að dæma hann. »Dæmið ekki, svo þið verðið ekki sjálfir
dæmdir«, stendur í ritningunni einhversstaðar.«
Bengt var »meistara«-sveinn, sem kallað er, efstur allra hinna og
hafði talsverð áhrif á þá og naut álits og virðingar hvers manns, bæði
yfir og undirgefinna.
Pessar athugasemdir sveinanna gjörðu ívar svo niðurlútan, að hann
þorði valla að horfa framan I nokkurn mann.