Norðri - 25.10.1913, Page 4
114
NORÐRl.
Nr. 34
Heimsfrægt
er hið ameríska ankergangs
vasaúr í 14 kar. gullblend-
ingsumgerð. Það gengur
eftir hvern uppdrátt í 36 tíma
og er ábyrgð tekin á réttum
gangi í 4 ár. Það er með
svissnesku gangverki og
merkt »Speciose« og er með
rafvél yfirdregið með 18 kar.
gulli svo það þekkist ekki
frá 100 kr. gnllúri, en kostar
þó ekki uema 4 kr. 80 aura,
tvö keypt saman kosta 9 kr. 30 aura. Þessi
úrategund er margsinnis verðlaunuð. Hverju
úri fylgir gylt keðja. Kvennúr af sömu
gerð kosta 5 kr. 70 au.
Engin áhætta að panta. Skifti eru leyfi-
leg og séu úrin send óskemd aftur verður
andvirðið endursent
Úrin sendast með eftirkröfu af H. Sping-
arn Krakau úraverksmiðju 528 Austurríki.
Veðrátta
um síðustu helgi brá til norðanáttar
með fannkomu. A mánudaginn var all-
hart veður, brotnuðu þá 8 símastólpar
í Skagafirði, bátur brotnaði á Dalvík
við Svarfaðardal.
Skautafélagið
er ekki að bíða eftir ísnum, til að
skemta sér. Það kann ósköp vel, að
gera dálítið að gamni sínu, þó að
Tjörnin sé auð og Esjan blá. Gjörið
þið svo vel — það er dansað í kvöld
á Hótel Reykjavík! Þið megið koma
rennandi og fara rennandi — en bara
ekki á skautum.
Svo ritar blaðið Reykjavík um skauta-
félag höfuðstaðarins. Eitthvað líkt er
með skautafélag Akureyrar.
Botnvörpungurinn
héðan »Ear! Monmauth«, hefir tví-
vegis selt afla sinn í Englandi; í fyrra
skiftið fyrir 480 pd. sterl., en í síðara
skiftið fyrir 500 pd. Skipið var hér inni
á dögunum; hafði víða reynt fyrir fiski,
en alstaðar mjög tregt um hann. Botn-
vörpungarnir syðra afla og mjög illa.
Vestri.
D.F.
„DODRO" aukaskip frá sameinaðafélaginu
fer 2. nóv. frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur, þaðan til Akureyrar
og svo austur um til Kaupmannahafnar.
Búist við að skipið verði hér um miðjan nóvember.
Áfgreiðsla D. F. D. S. á Ákureyri
22. október 1913.
Eggert Lasdal.
Islandsk Kompagni
Aktieselskab.
Direktör Jörgen Hansen
Brolæggerstræde 14. Köbenhavn.
Köb og salg af Islandske Produkter.
»Flóra«
kom hingað í gær á austurleið. Skip-
ið hafði legið veðurtept í tvo daga á
Patreksfirði.
Chocolade og Cacaos verksmiðjan
„sirius;“
í Fríhöfninni í Kaupamnnahöfn búa til hið ágæta
CONSUM CHOCOLADE
Það er efalaust nr. 1
gætið þess að vörumerki vort«standi á pökkunum sem er
Lögskráð vörumerki.
Útgefandi og prentari Björn Jónsson.
32
»Og stoltið að beigjast,* segir greifinn alvarlegur. »Það er betra
að Axelhjelm læri það í tíma, að það er engin skömm að því að vinna,
heldur en finna það ofseint eins og eg. Hann hefir einkar gott af þvíi
að læra hjá þér. Hann myndi aldrei fá nærgætnari kennara.*
»Það er mikið hrós, sem þér berið á mig,« sagði Lange, »En þrátt
fyrir alla nærgætni held eg, að eg fái mörg óþægindi af þessum læri-
sveini.t
»Hvað gerir það,« sagði greifafrúin. »Bara að þér getið gert úr
honum duglegan mann.«
Lange snýr sér að Helfríði og segir:
»Þetta eru skrítnir vinir! Annar fær mig til þess, að taka ti! kenslu,
stoltan og stærilátan mann, og eg held heimskan. Hinn segir að það sé
sama hvaða óþægindum hann valdi mér, bara að eg geri úr honum
duglegan mann!«
»Eg kenni í brjóst um yður,« segir Helfríður hlæjandi, en bætir
svo við alvarlegri:. »en eg kenni líka í brjósti um barón Axelhjelm.*
»Yður finst það líklega ekki rétt af bróður yðar, að vilja breyta
baróninum í iðnaðarmann?*
»Eftir minni hyggju var það réttara, að velja annan veg í lífinu fyr-
ir Axelhjelm heldur en þennan.«
Greifinn sneri sér að systir sinni og segir:
»ViItu þá ekki segja mér hvaða vegur það er? Evert á engar eigur
Hann hefir enga löngun til þess, að ganga lærða veginn, en hefir snef-
il af verkfræði og hagleiksnáttúru. Og eg er viss um, að hann á þann
hátt gæti fengið sjálfstæða stöðu, fremur en á nokkurn annan hátt. Því
eg geng út frá því, að það sé fremur lúðubakalegt fyrir ungan og
hraustan mann að borða »náðar-brauð« hjá ættingjum sínum.«
»Það er alveg rétt,« segir hún. »En fyrir það ætti hann þó ekki
að þurfa að vera að vinna á iðnaðarmanna verkstoíu.«
»Og hversvegna?« segir Lange og leit á Helfríði, svo hún roðnaði.
»Maður verður þó að kunna vinnuna, áður en maður fer að segja öðr-
um til, hvernig þeir eiga að vinna.«
»Þegar farið er að mæla á móti yður,« sagði hún hlæjandi, »þá
verður maður ávalt að hætta því fyrir skort á röksemdum.*
33
Hinn ungi barón kom nú inn.
»Þarna kemur þá sakamaðurinn,* sagði Helfríður.
Lange heilsaði vinsamlega Evert og segir:
»Á morgun koma 2 kenslupiltar á verksmiðju mína, þér og annar
ungur maður, sem eg lofaði í dag að|taka. Eg vil vona að báðir þess-
ir verkamenn verði mér til sóma.«
Hann lagði áherzlu á orðið »verkamenn« svo að Evert blóðroðnaði.
Þegar Lange var sestur niður aftur hjá ungfrúnni, hvíslaði hún að
honum:
»Þér eruð alt of harðbrjósta.*
»Harðbrjósta?«
»Já, því þá að viðhafa það orð, sem þér vissuð, að hlaut að særa
hann?«
»Nú! þér meinið orðið verkamenn? Eg get ekki séð, að það liggi
neitt særandi í því orði. Sá sem finnur sig særðan af þv' er heimskingi,
sem ekki hefir hugmynd um hvað lífið er.«
Greifafrúin var gengin til þeirra og hafði heyrt síðustu orð Langes.
Hún segir því:
»Það er ekki til neins fyrir yður að reyna það, að gera Helfríði
lýðstjórnarsinnaða. Hjá henni er aðalshugmyndin, þýðing höfðingja
veldisins svo rótgróin, að hún getur ekki hugsað sér heiminn öðruvísi
en með því.«
»Nú hittist svo vel á,« sagði Jakob, »að eg ber ætíð stærstu virð-
ingu fyrir annara skoðunum og vil heyra þær.«
Svo fór hann þangað sem greifi Hermann stóð; en Helfríður horfði
á eftir honum með undarlega, innilegu augnaráði.
Greifafrúin tók eftir öllu og segir við sjálfa sig:
»HvíIík heimska af Helfríði, að halda að hún geti kæft ást sína,
með þessu aðals-ættarstolti.«
»Eg liefi merkilega nýung að segja ykkur; fyrir hönd ungfrú[Kall-
enstjerna hef eg keypt í dag hina eldgömlu stóreign Stúrisjö, sem
liggur hérna rétt hjá. Eg held hún ætli sér að flytja þangað í
vor.«