Norðri - 15.12.1913, Side 1

Norðri - 15.12.1913, Side 1
VIII. 42. Akureyri, 15. desember. 1913. Arsrit Ræktunarfél. Norðurlands er nýkomið út og er 164 blaðsíður í stóru 8 blaða broti. Mikið er af fróð- ieik í ritinu um kartöplurækt, starfsemi félagsins o. fl. Efnisyfirlitið er þetta: Aðalfundargerð Ræktunarfélags Norð- urlnnds. Skipulagsskrá fyrir Gjafasjóð Magnúsar Jónssonar. Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð M. Fraenckels. Reikning- ur Ræktunarfélags Norðurlands 1912. Ræktunarfélagið tíu ára, eftir Stefán Stef-, ánsson skólameistara. Um jarðepli, eftir Sigurð Sigurðsson skólastjóra. Kartöflu- tilraunir, eftir Jakob H. Líndal fram- kvæmdarstjóra. Búnaðarathuganir, eftir sama. Yfirlit um starfsemi Ræktunarfé- lagsins, eftir sama. Æfifélagaskrá. Vér leyfum oss að taka hér upp það sem Jakob H. Líndal formaður tilrauna- stöðvarinnar við Akureyri segir um tvö ný verkfæri, sem hann hefir reynt hér, og er frásögn hans um sláttuvélina eink- um eftirtektaverð. Er enginn efi á, að sláttuvélum fer að smáfjölga hér norð- anlands. Ný verkfæri. Nýjar tegundir handverkfæra fær fé- lagið á hverju ári til reynslu. Mörg þeirra eru svo ekki pöntuð aftur, en önnur taka að einu eða öðru hinum eldri fram. Af stærri verkfærum skal nefna finskt spaðaherfi, er kalla mætti bíldherfi, sökum gerðar sinnar. Pað velt- ur á 4 lítið eitt skásettum ásum, með hvössum, íhvolfum spöðum, er saxa og mylja jarðveginn, er herfið er dregið. Umgjörðin er úr járni, en pallur yfir úr tré, með sæti ofan á. Einskonar járn- méiðar eru ofan á pallinum. Á þá er herfinu velt til flutninga, og er þá dreg- ið eins og sleði. Er það á þennan hátt þægast a'.lra stærri verkfæra í flutningi. Rað mun vega fast að 300 pd., en er þó ekki þungt í drætti tveimur hestum. Fyrir það eru notaðir vanalegir plóg- hemlar og útbúnaður allur mjög einfald- ur. Herfi þetta er sérstaklega lagað til að herfa seigan jarðveg, en má nota á allskonar jörð, sem ekki er mjög grýtt. Rað vinnur fult svo vel og diskherfi, en er rniklu þægilegra í allri meðferð. Eg vil því mæla hið bezta með herfi þessu fyrir búnaðarfélög og aðra, er gott herfi vilja eignast. Rykir mér vafasamt, að betra herfi fáist nú fyrst um sinn. Rað kostar hér um bil 110 kr. Er það að sönnu mikið verð, en gott herfi þurf- um vér aldrei að hugsa til að fá fyrir lítið verð. Sláttuvél hefir félagið eignast. Rað er Deering, með þunnri greiðu. Með henni var slegið tún félagsins og slóst vel. Einnig var slegið með henni hjá nokkr- um bændum í Eyjafirði, bæði á túni og engi. Á túni reyndist hún slá vonum betur. í miklu grasi jafnvel svo vel, að vafasamt er að betur verði slegið með ljá. Hvergi hefir hún komið í svo þétt gras, að þar reyndist nokkur fyrirstaða. Var þó slegið með henni hart grundar- tún á Hrafnagili. Á illa gerðum harð- lendum þaksléttum slær hún lakara, en kemur þó ekki mjög að sök sé grasið mikið. Yfirleitt slær vélin svo vel á tún- um, að enginn skaði er að fyrra slætti, og þar sem vel slétt er undir og all- gott gras, slær hún viðunandi, þótt ein- slegið skuli vera. Mikill halli á túnum er ókostur og smábletti borgar sig ekki að slá. Kyrt þarf helzt að vera, |þegar slegið er, og þurt veður. jA engjunum gekk slátturinn víðast vel. Slegnar voru starungsfitjar, slétt valllendi og flæðengi blautt og þurt. Sé gott gras, slétt og mjúk rót, slæst engu ver en með ljá. A snöggvum, störungsfitjum, með hnúsk- um og dældum, eins og víða vill verða, slær hún lakara en ljár, ekki þó svo illa, að ekki megi vel við una fyrir þá sem engjaráð hafa. A harðvelli, sem ekki er því grasgefnari, vill þéttasti þelinn verða eftir í rótinni. A þurrum flæðengjum sló vélin mjög vel ; sé smágresi í rót- inni, mun hún þó tæplega eins heydrjúg og Ijár. A blautum engjum er aftur á móti ýmsum vandkvæðum bundið. Ilt er að slá þar, sem hestarnir geta ekki gengið hiklaust. Sé leir t rótinni vill hey- ið atast út, og í mjög miklutn mosa og vatni hættir til að setjast í greiðuna. Mjög blaut engi verður því tæpast gerð ráð fyrir að verði slegin með sláttuvél. Engu að síður er reynsla sú sem feng- in er, betri en eg hafði búist við og alt önnur en alment er álitið um sláttu- vélar hér norðarlands. Pess mætti geta, að Eggert Davíðsson, bóndi á Möðru- völlum, fékk einnig sláttuvél í sumar; sló hann með henni mikið, bæði á túni og engi, og lætur hið bezta yfir. Segir að sláttuvélin hafi borgað mikið í verði sínu í sumar. Að því sem mér er kunn- ugt, hafa 8 sláttuvélar verið starfandi á Norðurlandi í sumar. Rað er nú fengin sú reynsla, að það er vafalaust, að á mörgum bæjum er mikið, bæði á túni og engi, sem má slá með sláttuvél. Og þar sem minna er með hana að gera, geta tveir eða fleiri bændur átt hana í félagi. Fyrir einn mann mun sláttuvél tæplega kaupandi á minna land en 15 dagsláttur. Vélin kostar nú hér um bil 240 kr. En auk þeas er mikið betra að hafa sérstakt brýnsluáhald sem kostar um 22 krónur. Sé slegið hiklaust í lOtíma, má ætla henni 5 — 6 dagsláttur á túni og nokkru meira á engi. Rægir hestar venjast vélinni fljótt. Sumir hesta, sem reyndir voru í sumar, drógu strax full- um fetum. Einstöku varð líka að sleppa sökum óþægðar, líka vegna þess að menn voru eðlilega sárir á tímanum að 68 »Jú. Pér þurfið sannarlega ekki að bæta við: »Unter der Linden« eða »Hotel de Rome,« því nafnið »Berlín« er nóg.« Nú varð þögn nokkra stund. »Syngið þér?«, segir Konstansa alt i einu við hann, eftir að hún var búin að ná sér aftur. »Nei.« sagði hann. sPað er slæmt,« sagði hún. »Hvernig eigum við að fá veturinn til að líða?« »Eg fæ tímann vel til að líða tneð byggingarumstanginu öllu á Stúrisjó, þér með veizluhöldum og dansleikjum. Eg er annars bygginga- meistari en ekki söngmaður.« »Herra Lange er líka verksmíðameistari,« segir hún »og þó syngur hann.« »Náttúran hefur gert hann svo úr garði að hann hefir söngrödd. Hefði hún gert mér hið sama, skyldi eg svo gjarnan syngja, þó ekki á Stúrisjó.« »Rér eruð ekki um of kurteis«, sagði hún. »Eg meinti bara,« sagði Kurt, »að eg hefði annað að gera á Stúri- sjó en að syngja.« Nú fór Kurt að kveðja. Stefanía spyr þá: »Ætlarðu að fara? Ætlarðu ekki að vera í kvöld?« »Ekki í kvöld,« sagði hann og kvaddi. Þegar hann var kominn á hestsbak og riðinn af stað, flaug margt í huga hans, svo sem það: »Hvað kemur til þess að eg er svona undarlegur við að sjá þessa stúlku aftur? Er það af því eg mundi eptir því heimskustriki, sem eg var búinn að gleyma? Eg gæti brotið alt og mölvað núna, mér er svo illa við fortíðina, þegar hún minnir mig á heimskupör mín.« Svo datt honum í hug greifafrú Stefanía og segir : »Er eg ekki svo ástfauginn í Stefaníu, sem aldrei fyr? Svei öllum þessum hugsunum. Ó, að eg skyldi nú aldrei hafa getað hitt aðra eins töfrandi fagra og kvenlega stúlku eins og hún er. Eg skyldi þá hafa 65 talsmaður þeirra, lét hann tilleiðast. Og brátt komst alt í samt lag aftur á Akaness verksmiðju. Eiríkur og Jónsson hurfu; enginn vissi hvort. X. •Sama dag sem sættin og samkomulagið var komið á í verksmiðj- unni, kom greifi Rómarhjarta þangað og heimsókd hann Lange mest til þess að vita hvað liði; því þær Stefanía og Helfríður höfðu sagt hon- um frá öllu þessu ólagi. Eftir að Lange hafði sagt honum alt og hvernig nú væri komið með þeim högum öllum, kveður Rómarhjarta hann með þessum orðum: »f*ú kemur vona eg yfir um til okkar í kvöld. Bæði konu mína og systur langar mikið til að tala við þig eftir að alt er afstaðið; eink- anlega hefir Helfríður verið mjög óróleg út af þessu. Pegar þú kem- ur skaltu fá að heilsa báðum yngisfrúnum Kallenstjerne, sém eru hjá mér núna, af þvi eg er fjárhaldsmaður þeirra beggja.« Lange lofaði því og fór þangað líka þegar vinnutíminn var búinn á verksmiðjunni. í gestastofunni á Kongsberg hitti hann fyrst þær systurnar Kallen- stjerne. Önnur þeirra stóð við pianóþ: hljóðfæri). Hún var óvanalega há vexti og eitthvað undur mannborlegt og tígulegt í fari hennar og fram- komu. Hún gat eiginlega ekki kallast fríð, en það var eitthvað svo frum- legt, aðlaðandi og skemtilegt við andli hennar, að það eins og dró mann að sér. Enda var hún alment nefnd »hin fagra ungfrú Kallenstjerne«. Við gluggann stóð önnur ung stúlka, eða réttara sagt stúlka á barns- aldri. Hún var ennþá ekki fullþroskuð og andlitsfall hennar var fremur ófrítt, en nún hafði greindarleg og fögur augu, sém skinu eins og perl- ur, og sýndu að hún mundi vera bráðgáfuð stúlka. Petta kvöld kom Evert Axnlhjelm jafnsnemma Lange til Kongsbergs. Pegar Lange kom inn, leiddi greifi Rómarhjarta hann þegar ti! Kon-

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.