Norðri - 15.12.1913, Side 4

Norðri - 15.12.1913, Side 4
144 NORÐRI. Nr. 42 Vegna vörukönnunar verður Sölubúð Gránu- félagsverzlunar á Odd- eyri LOKUÐ frá 1.-15. jan. næstkomandi. Oddeyri 10. des. 1913. Pétur Pétursson. eq undirritaður tek upp ættarnafn mitt, Buch og bið menn að nefna og skrifa mig Jens Kr. Buch. Kljáströnd 13. des. 1913. Jens Kristjánsson. S0KUM vörukönnunar verður S0LUBÚÐ Kaupfélags Eyflrðinga lokuð frá 1. til 14. janúar næstkomandi. Félagsstjórnin. Útgefandi og prentari Björn Jónsson. 1 Til Jólanna ? í Kjötbúdinni: Schweiserostur. Niðursoðið kál: Sardiner. Rödbeder. Rús. Steppeostur. Blómkál. Ansjoser. Asier. Dansk Steppeostur. Grænkál. Stuet krabbe Agurker. Dansk Holl. ostur. Brúnkál. Hummer. Pickles. Taffelostur Rauðkál. Caviar. Piccalille. Goudeostur. Carotter. Lax í dósum. Soya 4 teg. Eidamerostur. Spinat. Fiskibollur. Sósulitur. Backsteinerostur. Gulrödder. Tomatoes. Sennep. Mejeriostur. Kjörvel. Heilagfiski. Carry. Mysuostur. Celleri. Laukur í glösum. Capres. Orænar baunir Súputeningar. Avaxtalitur. Krydddropar. Baierske pylsur s m Laukur. Wiener pylsur í dósum. Jarðepli. Medister pylsur Mjólk í dósum. Reyktar pylsur 3 teg. Kæfa. Scotsh Marmelade. Rúllupylsur. SmjÖI*. Heilir ávextir í dósum margar teg. SyItetöj í dósum margar teg. o. fl. o. fl. Gjörið svo vel að panta vörurnar með nægilegum fyrirvara. 78 hann »og að ástæðan fyrir því að eg ekki dansa er einungis sjálfsálit.* »Gjarnan«, sagði hún. »En eg veit fyrirfram hvaða ástæður þér ætlið að koma með. Rað er náttúrlega eitthvert heilagt loforð, eitthvert fast áform eða ákvörðun í lífinu hjá yður.« »Pér farið alveg villur vegar, ungfrú. Fyrst er nú það, að eg hef ekkert gaman af því að dansa og í annan stað kann eg ekki að dansa. Rað flýtur nú hvert af öðru.» í því bar barón B, þar að, sem segir við Konstönsu: ^Rennan dans á eg.« Og undir eins voru þau flogin út í dansleika-þvöguna. Lange studdist upp við vegginn og horfði á. Hann tók ekkert eftir því, að tvenn augu gættu stöðugt vandlega að honum. 0nnur átti Hel- fríður; hún starði fast á andlitsdrætti hans, eins og að hún hefði gert einhverja óþægilega uppgötvun. Hin augun, voru Everts, sem stóð þar við glugga og í þeim lá reiði- og öfundssvipur. Evert hafði sem sé alt í einu fengið brennandi ást á Konstönsu. Og það fylgir því ætíð í fyrsta sinn hjá ungum mönnum, að þeir álíla það eins ogsjálfsagt, að sú sem þeir hafa fest'hugann á, hafi líka feng- ið ást á sér. Það var því í hans augum auðvitað að Konstansa myndi fljótt taka honum, og spegillinn sagði honum líka að hann væri fallegur maður og kynni vel kurteisissiði. Alla'seinustu vikuna hafði hann því í huga sínnm álitið það svo sjálfsagt.^að hún yrði konan sín. Og svo mikinn áhuga hafði hann á því efni, að hatrið til ívars og öfundin til Lange, ásamt óhepninni tneð verkfallið, hvarf og gleymdist fyrir ástarhugsun til Konstönsu. Hún hafði verið mikið þægileg við hann og það skildi hann á sina vísu, sem ást. Hann kom til Kóngsberg þegar hann komat höndunum frá verksmiðj- unni, og þessa kvelds hafði hann hlakkað mikið til. En svo hafði þá kvöldið ekki orðið honum nema til angurs og óánægju. Fyrst haiði nú Konstansa ekki dansað éinn einasta dans við hann og svo sá hann hana sitja löngum á eintali við Lange. Ef hann hefði getað drepið hann með augunum, þá hefði hann gert það. Pað var þó alls engin ástæða fyrir Evert að vera öfundssjúkur við 79 Lange; því hann — sem af öllum mönnum var virtur meira en nokkur annar — var bálreiður með sjálfum sér við Konstönsu fyrir það, að hún hefði kallað sig ímynduuarfullan sjálfbyrging. Dansinn hélt áfram. En þegar Konstansa einusinni í hvíldinni kom út á svalirnar, sá hún Lange standa þar á sama stað, sem hún fór frá honum. Hún segir því við hann: »Viljið þér ekki viðurkenna það, að þér séuð bálreiður?« »Ut af hverju?* sagði hann. »Út af orðum mínum,« sagði hún. »Jú, þér skuluð ekki vera að neita því. Það er býsna djarft af ungri stúlku, sem mér, að segja við 30 ára gamlan mann, sem hefir alment álit um að vera afbragðs mað- ur, að hann sé bæði egingjarn og hégómafullur. Það er náttúrlegt að þér séuð reiður út af því,« »þér farið enn þá villur vegar, ungfrú góð,« sagði hann. »Eg get ekki reiðst út af orðum yðar af þeirri einföldu ástæðu, að enginn reið- ist nema að það sé færð rök fyrir því sem sagt er.« »Vitið þér nú hvað þetta sannar?* spurði hún. »Gamlan sannleika,* sagði haun, »sem ekki er vinveittur í yðar garð.« sRað er nú þvert á móti,« sagði hún. «Pér sýnið með því að alt hjá yður er köld skynsemisskoðun. Rér álítið það líta svo út, eins og þér hafið heyrt rólegur á orð mín, svo það sjáist ekki að eg hafi hitt yður þar sem þér voruð veikur fyrir.« »F*ér notið vel réttindi æskunnar,« sagði hann. »Og hver eru þau réttindi?* spurði hún. »Að fella fljóta og óhugsaða sleggjudóma.« »Þessi galli finst ekki hjá yður,» sagði hún, »því skal eg fúslega játa. Ó hvað álitið á yður skyldi vaxa hjá mér, ef eg sæi yður rjúka upp eins og funa, af einhverjum sinnishreyfingum, sama hverjar þær væru, vondar eða góðar. Eg er viss um það að undir þeirri rólegu réttlætisgrímu, sem þér hafið á andliti yðar, býr t djúpinu ef til vill ein- hverjar ólgandi ástríður, eða einn eða a. <ar mannlegur veikleiki.«

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.