Norðurland - 15.03.1902, Blaðsíða 3
99
lenda stjórn í nákvæmu samræmi
við ávarp það, er efri deild sam-
þykti að undirlagi flokksins.
En stjórnmálaumræðunum hér
á landi er nú einu sinni svo háttað,
að við fleira verður að berjast en
það, sem nokkurri átt nær eða
nokkurt vit er í. Mörgum ímynd-
unum, sem á engu eru bygðar,
verður að feykja burt. Þess vegna
er þetta bréf flokkstjórnarinnar síð-
Ur en ekki óþarft frá þjóðarinnar
hlið skoðað, auk jpess sem það
er sjálfsögð kurteisi við fyrsta ís-
landsráðgjafann, sem orðið hefir
að stórmiklu leyti við landsrétt-
inda- og stjórnfrelsiskröfum Is-
lendinga.
Verði nokkur mótsþyrna gegn
því að þiggja tilboð stjórnarinnar,
þá kemur hún frá þeim mönnum,
sem hingað til hafa risið öndverðir
gegn þeim stjórnarumbótum, sem
fáanlegar hafa verið. Frá fram-
faraflokkinum kemur hún ekki.
Fyrir því er margföld trygging,
og einn þátturinn í þeirri trygg-
ing — að líkindum sá, er mörgum
verður auðsæjastur er þetta bréf
flokkstjórnarinnar.
%
„Áskorun“ Snæbjörnsdóttir.
Föðurlandsvinurinn og landsmála-
garpurinn Snæbjörn Arnljótsson, faktor
4 Þórshöfn, eignaðist um næstliðin ára-
mót andlegt afkvæmi, sem hann ment-
aður, sigldur og nokkuð geistlegur,
skírði sjálfur, og þar sem afkvæmið er
kvenkyns, nefnir hann það »Askorun«.
begar er hún var í heiminn borin, leyndi
það sér ekki, að hún mundi verða af-
bragð sinna jafnaldra, einkum til að
leiða íslenzka alþýðu út úr því pólitíska
vanþekkingar og villumyrkri, sem hún
úndanfarin ár hefir í ratað; pabbanum
þótti vandfarið með vænan grip, og
kom henni því sem snarast í fóstur til
híns þjóðfræga ritstjóra Skafta Jósefs-
Sonar, sem er »gamall vinur og sam-
Verkamaður Jóns Sigurðssonar«, nú orð-
Inn grár af elli og áreynslu í stríðinu
fyrir frelsi fósturlandsins; sjálfsagt er
þetta sannleikur, þó enginn viti af því,
áema Skafti sjálfur; hann einn hefir
sagt það og honum er líka kunnugast
ttra það. Ritstjórinn tók tveim höndum
i móti »Áskorun« vinar síns, og lét
hana strax í föðurfaðminn á »Austra«,
‘sannorðasta«, »kurteisasta«, »þjóðleg-
&sta«, »friðsamasta«, »stærsta«, »ódýr-
lsta«, »bezta blaði landsins«.
í öðru tbl. »Austra«, 16, jan. þ. á„
stendur þessi ágæta, óviðjafnanlega
*Askorun«; með mikilli orðprýði, góð-
girni og stjórnfræði gefur hún alþýðu
°g blaðakaupendum stórmiklar nýjar
skýringar, og skal hér að eins drepið
4 nokkurar þeirra.
1. Af stjórnarskrárbreytingu síðasta
þings leiðir aukaþing með sýnum kostn-
ttði; þetta mun flestum hafa verið hul-
'ð, nema þeim vitra Snæbirni.
2. »Af stjórnarinnar hálfu verður ekki
bgt fram á aukaþinginu hennar frjáls-
'ynda stjórnarskrárfrumvarp, beint of-
an í valtýska þingfrumvarpið.« Svo nú
Setur allur landsins lýður séð, hvílík
^æmalaus markleysa konungsboðskap-
'lrinn frá io. janúar þ. á. er; það er
sVo sem óhætt að trúa því og treysta,
sem Snæbjörn segir; hann veit margt
það, sem oss smælingjum er hulið.
3. Menn sýna vitleysu og óþjóðrækni
í því, að kaupa og lesa framsóknar-
blöðin, málgögn stjórnarbótarmanna;
enginn maður á að lesa eða hugsa um
mikilsverð landsmál nema frá einni hlið;
það er heimska tóm að leggja málstað
á móti málstað og ástæður á móti á-
stæðum undir dóm heilbrigðrar skyn-
semi þjóðarinnar; það er fengin reynsla
fyrir þessu, því ef andvaltýsku blöðin
hefðu fengið að vera ein um sína hitu,
eru líkur til, að þjóðin hefði trúað þeim
og treyst; en nú lítur helzt út fyrir
það gagnstœða, og það hefir vakið
megnasta viðbjóð Snæbjarnar, og þá
náttúrlega allra manna í allri Norður-
Þingeyjarsýslu um leið, því »eftir höfð-
inu dansa limirnir«.
4. Mikil er fjölfræði »Áskorunar« og
pabba hennar; hann hefir heyrt getið
um »ráðgjafaefni«, og hann hefir »heyrt
getið um 6000 kr.«; hann hefir heyrt
»margt« sem hann skammast sín fyrir
að láta í Ijósi, ekki um sig eða sinn
fiokk. Nei, Valtýingar eru þeir seku,
og þá ekki sízt Valtýr sjálfur. Það er
reyndar ekki hægt að neita því — þing-
tíðindin eru vitni — að hann er einn
mikilhœfasti fulltrúi þjóðarinnar á al-
þingi. En hvað er að geta þess, þegar
hins er gætt, að hann hefir sem þjóð-
hollur þingmaður bent á galla stjórn-
arfarsins, og stundum sett út á gjörð-
ir landstjórnarinnar og vina hennar.
Og svo ef hann yrði nú ráðgjafi! hann,
sem upphaflega var fátækur alþýðu-
drengur, og hefir komist það, sem hann
er kominn, af eigin rammleik. Er ekki
von að mönnum ógni slíkur uppgangur?
Mikil er blíðan, kurteisin og kær-
leikurinn í orðum »Áskorunar« og er
þar fagurt samræmi við orðfæri and-
valtýsku blaðanna; t. d. má benda á
orðin »föðurlandssvikari«, »þjóðníðing-
ur« o. fl. því lík. Þetta orðbragð virð-
ist vera nokkurs konar eyrnamark
Snæbjarnar og fleiri stórmenna úr and-
valtýska flokknum, og má segja, að
stórt hæfir stórum.
Margt og mikið fleira, en komið er,
mætti segja »Áskoruninni« til lofs og
dýrðar. En hér skal þó staðar numið
að þessu sinni. Að eins ætla eg að
bæta hér við þeirri hugvekju til allra
þeirra, sem álíta »Austra«, »Þjóðólf«,
»Stefni« og »Vestra« miður holla og
lítt geðslega andlega fæðu fyrir þjóð-
ina, að þeir Iáti orð »Áskorunar« leiða
sig í allan sannleika, og sýni Snæbirni
Arnljótssyni alla þá ást og virðingu,
sem honum nú sjáanlega tilheyrir, fyr-
ir alla þá rækt og umönnun, sem fram
hefir komið hjá honum við land og lýð.
Skeggstöðum, 20. febr. 1902.
Sigvatdi Björnsson.
Menn en ekki málefni.
Það er allmerkilegt alment mál,
sem hr. H. H. minnist á hér í hlað-
inu, þar sem hann talar utn til-
lmeiginguna til að kjósa bændur
á ping.
Því fer nú mjög fjarri, að „Norð-
url." vilji við jðví ainast að mikil-
hæfir bændur sitji á þingi. (Ijá
bændaþjóð, eins og oss, á það
vitanlega vel við, að þeir séu sem
flestir. Én þeir, setn eingöngu eða
aðallega hafa það fyrir auguin, þeir
kjósa eftir mönnum en ekki mál-
efnum.
Aðalatriðið á auðvitað ekki að
vera það, hver þingmaðurinn er,
heldur hvað hann gerír á þingi.
Vinni bóndinn aiveg það sama
á þingi, sem annarrar stéttar mað-
ur mundi vinna, þá er ekki annað
en fordild að vera að gera greinar-
mun á þeinr. Séu líkindi til að
hann vinni betur að því, sem
kjósendur vilja fá framgengt, þá
er sjálfsagt að kjósa hann. Sé hitt
aftur á móti líklegt, að minna lið
sé að bónda á þingi en öðrum,
sern gerir kost á sér, þá liggur í
augum uppi, að það er tjón að
því að kjósa bóndann. Eða hnýti
bóndinn sér á þingi aftan í ein-
hvern embættismanninn, geri ekk-
ert annað- en fyrir hann er lagt
af annarrar stéttar manni — hvaða
gagn er þá að bóndanafninu?
Fyrst er fyrir skynsaina kjósend-
ur að gera sér grein fyrir, hvernig
þeir vilja láta taka í þau mál, sem
á dagskrá eru með þjóðitmi, og
hverjum ínálum þeir vilja fá fram-
gengt. Svo verða þeir að gera ráð
fyrir, að ýms mál koini til úrslita
á þingi, önnur en þau, er þeir
hafa sérstaklega íliugað.
Eftir þessu á að kjósa þing-
mann, en ekki eftir þeirri stöðu,
er þingmannsefnið er í. Þann á
að kjósa fyrir þingmann, sem er
sammála kjósendutn um lands-
mál, er svo mikilhæfur maður,
að kjósendum geti orðið verulegt
lið að honum til að koma fram
áhugamálum sínum og hefir til
að bera þá mentun, greind og
samvizkusemi, að fullar líkur séu
til þess, að hann líti vel og vitur-
lega á þau mál, senyórædd kunna
að vera í liéraði. í samanburði
við þetta á hitt að vera mjög létt
á metunum, hverrar stéttar mað-
urinn er.
Qerum ráð fyrif, að húsmenn
hér á landi hefðu allir kosningar-
rétt og kjörgengi. Væri hyggilegt
af þeim að leggja alt kapp á að
koma húsmanni á þing, jafnvel
þótt þeir hefðu engan öðrum
fremri í sínum hóp, og jafnvel
þótt þeir ættu kost á tnikilhæf-
um manni, sem vildi taka að sér
áhugamál þeirra? Það væri auð-
vitað hin mesta glópska. Og al-
veg eins er um allar aðrar stéttir.
Mjög mikill misskilningur er
líka að halda, að það sé sómi
fyrir bændur að senda á þing
stéttarbræður sína, þó að þeir
standi öðrmn þingmönnum á baki
að mentun og skörungsskap. Oll-
, um ætti að vera ljóst, að við það
rýrnar vegur bænda, en vex ekki.
Alt þetta skraf um, að bænd-
um verði menn fyrir hvern mun
að koma á þing, án allrar hlið-
sjónar á því, hvort nokkur bóndi,
sem lið er í, er fáanlegur til þing-
farar, bendir ótvíræðlega á, að
mönnum er ekki Ijóst, hve mik-
ið þarf til þess að vera nýtur
þingmaður. Og kjósendur lmg-
leiða ekki, hve mikið getur ver-
ið í húfi fyrir sjálfa þá, ef þeir
senda mentunarlitla og ósjálfstæða
menn á þing. Né heldur, hver
bjarnargreiði það er fyrir þing-
flokk þann, er menn vilja styðja,
að senda honum liðléttinga - að
það er beinasta ráðið til að kippa
undan honum fótunum, svifta
hann valdi og áliti, en efla and-
stæðingana.
Þegar á þing er komið, er
ekki um það spurt, hvort mað-
urinn, sem er að tala, maðurinn,
sem samið hefir nefndarálit, mað-
urinn, sem er að leitast við að
sannfæra aðra, maðurinn, sem er
að vinna að heill síns kjördæmis,
sé bóndi eða eitthvað annað.
Hitt kemur þar til greina, hvern-
ig honum fer starfið úr hendi
og hve mikið honum verður á-
gengt.
Hvers vegna ættu menn að
leggja amnan mælikvarða á þing-
inenn í sveitum en lagður er á
þá þar, sem þeir eiga að vinna
verk sitt. ?
Stjórnarmálsfundur á SauðárKróK-
Ár 1902, 27. febrúar, var á Sauðár-
króki haldinn almennur fundur, sam-
kvæmt fundarboði nokkurra manna hér
í sýslu, til að ræða um stjórnarskrár-
málið.
Einti af fundarboðendum, Þorvaklur
óðalsbóndi Arasen á Víðimýri, setti
fundinn og stakk upp á, að kosinn yrði
fundarstjóri Eggert Briem sýslumaður,
og var hann í einu hljóði kosinn fund-
arstjóri. Síðan var skrifari kosinn fyrir
fundinn Jósef J. Björnsson skólasljóri
á Hólum.
Fjöldi manna var mættur á fundin-
um úr ýmsum hreppuni sýslunnar.
Fundarstjóri skýrði frá, að til fundarins
hefði verið boðað í tilefni af undirskrift-
aráskorun samkomulagsnefndarinnar á
Akureyri. En hann tók jafnframt fram,
að það tilefni væri nú orðið þýðingar-
laust eftir að boðskapur konungs um
málið væri kominn fram, sem sýndi, að
nú væri kominn sá tími, að Jijóð vor
fengi óskir sínar um alinnienda stjórn
uppfyltar og hlyti því þjóðin í heild
sinni að gleðjast yfir horfum málsins
og hver góður föðurlandsvinur sérstak-
lega, og sjálfsagt væri að láta sér nú
nægja það, er fá mætti samkvæmt kon-
ungsboðskapnum.
Las svo fundarstjóri upp boðskap
konungs vors. — En að því loknu las
hann og upp erindi um stjórnarskrár-
málið frá aljiingismanni Stef. Stefáns-
syni á Möðruvöllum, sem hann hafði
skrifað til fundarins.
Umræður um málið voru þvínæst
hafnar af alþingismanni Olafi Briem
með ítarlegri ræðu um gang stjórnar-
skrármálsins undanfarið og tildrög til
Jiess, hvernig horfurnar nú væri orðnar
svo góðar, sem þær eru. Eftir allmikl-
ar umræður var samþvkt með öllum
atkvæðum svolátandi tillaga til fundar-
ályktunav frá alþingism. Oiafi Briem: