Norðurland - 15.03.1902, Blaðsíða 4
oo
»Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir
konungsboðskapnum og því fyrirheiti,
sem þar er gefið um að stjórnin muni
styðja málið með því, að leggja fyrir
aukaþingið að sumri frumvarp til stjórn-
arskipunarlaga, er hafi inni að halda
hin sömu nýmæli og frumvarp það, er
samþykt var á síðasta þingi, og þar
að auki ákvæði um að stjórnarráðið
hafi aðsetur í Reykjavík, eins og farið
var fram á í ályktunum, er samþyktar
voru af báðum deildum alþingis 1895.
Fundurinn verður að telja tilboð
stjómarinnar aðgengilegt og vel við-
unandi, og treystir því, að hið vænt-
anlega stjórnarfrumvarp verði yfirleitt
þannig úr garði gert, að það geti náð
eindregnu samþykki þings og þjóðar,
svo að hin langvinna stjórnardeila sé
þar með til lykta leidd farsæliega og
allur hinn skaðlegi ágreiningur í því
máli megi hætta.«
F'leiri mál voru ekki tekin til um-
ræðu. Fundi slitið.
Eggert Bríem. Jósef J. Björnsson.
X
Presthóla-hjáleigan.
Ut af fréttakafia úr Presthólasókn,
er stóð í »Norðurl.« í vetur, þar sem
komist var svo að orði, að fjandskap-
urinn milli síra Halldórs og sóknar-
manna virðist »fremur hafa eflst við
það, að síra Halldór hafi bygt út af
kirkjujörðinni Katastöðum Sigurði nokk-
urum Asmundssyni, nær áttræðu örvasa
gamalmenni, sem þar hafi búið alla sína
búskapartíð og verið mjög ófús á að
fara« — biður hr. Skúli Þorsteinsson í
Kílsnesi fyrir eftirfarandi leiðrétting:
»Síra H. hefir ekki bygt neinum út
eða losað nokkura jörð úr byggingu.
Katastaðir, sem minst er á, eru ekki
kirkjujörð, heldur staðarhjáleiga og
hefir vitaskuld verið laus úr ábúð á-
samt staðnum, síðan brauðið var endur-
veitt. Afskifti síra H. af hjáleigunni
hafa ekki verið önnur en þau, að hann
lét Sigurð þennan vita, að honum yrði
ekki veitt ábúð á hjáleigunni í fardög-
um næstkomandi, þegar hann tæki aft-
ur við staðnum, og er orsökin til þess
sú, að Sigurður tók upp á því síðustu
árin, sem síra H. bjó á Presthólum, að
sýna honum ýmis konar meinbægni í
sambúðinni. Þá má Iíka geta þess, að
þetta »nær áttræða, örvasa gamalmenni*
þarf ekki lengur á jörð að halda, því
hann er fyrir löngu hættur að búa og
sonur hans tekinn við, þó karlinn sé
talinn fyrir; en þessum syni hans bauð
síra H. hjáleiguna með öllum sömu kjör-
um og faðir hans hafði haft, að því einu
við bættu, að honum yrði stranglega
bannað að setja inn gripi fyrir staðar-
haldara, reka þá eða fé til óþektar fyrir
honum eða sýna honum meinbægni í
nokkuru. Sigurðarsonur vildi ekki ganga
að þessu, og eftir því að dæma er þeim
feðgum víst ekki sérlega óljúft að fara.
Að nokkur hafi þykt þetta við prest
eða láð honum það, er staðlaust rugl,
sem nærri má geta.«
%
Veðurathuganir
á Mööruvöllum í Hörgárdal
eftir Stefán Stefánsson.
1902. Marz. Um miðjan dag (kl. 2). Minstur hiti (C.) á sólar-1 hringnum.
Loftvog (þml.). Hiti (C.). *< ró H 1 S | Skýmagn. 1 C k. •D
Sd. 2. 75.4 1.8 Au Snu í 7 - 12.o
Md. 3. 74.8 2.o Au 2 10 R 8.o
Þd. 4. 74.5 4.o 0 8 5.o
Md. 5. 75.3 -0.1 0 8 8.o
Fd. 6. 76.3 -8.7 N 1 10 - 9.2
Fd. 7. 75.8 -3.7 0 1 - 10.8
Ld. 8. 74.8 1.5 0 6 - lO.o
Sd. 9. 75.o 2.o Au 1 10 S - 7.0
Md. 10. 76.o 2.5 V 1 9 - 3.o
r
Ný lög.
Þessi lög frá síðasta alþingi
hafa hlotið konungsstaðfestingu,
um fram áðurnefnd 32, — öll 20.
des. f. á.
33. Lög um almannafrið á helgi-
dögum þjóðkirkjunnar;
34. Lög um að umsjón og fjárhald
nokkura landsjóðskirkna skuli
fengin hlutaðeigandi söfnuðum
í hendur;
35. Lög um samþyktir til varnar
skemdum af vatnaágangi, um
vatnsveitingar og um skurði;
36. Lög um samþyktir um ábyrgð-
arsjóði fyrir nautgriþi;
37. Viðaukalög við lög 11. desbr.
1891 um samþyktir um kyn-
bætur hesta;
38. Lög um breyting á lögum.nr,
28, 14. des. 1877, er snerta fiski-
veiðar á opnum skipum;
39. Lög um viðauka við tilskip-
un fyrir ísland 12. febr. 1872 um
síldar- og upsaveiðar með nót;
40. Lögum sölu þjóðjarðar (Horns).
Egill
var frosinn inni á Bakkafirði, þegar
síðast fréttist þaðan, 6. þ. m. Þá lögðtt
þeir bræður Jörundssynir úr Hrísey á
stað frá honunt, höfðu yfirgefið hann
hér á firðinum, eins og áður er sagt í
„Norðurl.11, en séð sig um hönd og lagt
á stað tneð honum aftur. Skipið hafði
komist til Vopnafjarðar, en svo hörfað
norður með aftur undan ís og inn á
Bakkafjörð og þar fraus utan að því. Is
sagður fyrir öllum Austfjörðum og suð-
ttr á Berufjörð. Sigtr. Jónsson snikkari
hafði ætlað að leita fyrir sér á fjörðunum
suður undan, hvort ekki fengist þar far
tii útlanda, ef ísinn skyldi færast burt.
(shroða
töluverðan á Skagafirði sagði ntaður,
sem kont þaðan vestan að á ntiðviku-
daginn.
Leiðréffing. í síðasta kafla fyrirlestr-
arins „Fraintíð landbúnaðarins* eru þess-
ar villur:
í 1. d. á I. bls. 4. 1. a. n.: „hvort
ætlast má til þess að frjáls samtök geti
komið að verulegu liði", á að vera: hvur
ætlast iná til o. s. frv.
í 1. línu stökunnar eftir Bólu-Hjáltn-
ar: „ Félagslíkamur, fæðður af síðu", á
að vera: l élagslíkamur, fæddur of síð.
X
Fyrsti sjúklingurinn minrþ
Ensk saga.
IV.
Þegar eg kom inn í herbergið, voru
það þessar tvær konur, sem fyrst vöktu
athygli mína, en þegar eg sneri mér að
rúminu, gleymdi eg þeim alyeg.
Ofurlítill drengur, fjögra til fimm ára
gamall, sat uppi í rúminu. Hann hafði
mikið hár, hrokkið og ljósleitt og glamp-
aði á það í kertaljósinu. Hann sperti
upp augun, svo að þau urðu eins og
óeðlilega stór; varirnar hafði hann lok-
aðar, svo að þær urðu að beinni línu.
Hann leit á mig, óhræddur, en eins
og hann ætlaði að bjóða mér byrginn,
rétti þriflega höndina út frá sér og
lagði hana ástúðlega á höfuðið á sjúku
konunni.
»Barnið ætti að fara að hátta.« sagði
eg við dr. Roper.
»Ó, það gerir ekkert til um hann,«
svaraði hann fjörlega. »Hér er hann
einstaklega ánægður, og hann er ráð-
inn í að vera hér kyr. Ef við hreyfum
nokkuð við honum, fer hann að skæla.«
Eg sagði ekkert frekara, en laut yfir
rúmið til þess að skoða sjúklinginn.
Konan var ung, ekki nema tuttugu og
tveggja til þriggja ára gömul. Hárið var
mikið og liturinn sem á barnshárinu.
Augun voru að nokkuru leyti lokuð og
andlitið var gráleitt og dauðalegt. Hún
hefir víst verið fríð, þegar hún var heil-
brigð, en nú var eitthvað það í útliti
hennar, sem olli því, að eg fann til
sama óstyrksins, sem eg hafði fundið til
einu sinni eða tvisvar áður um kvöldið.
Eg byrjaði tafarlaust á hinni venju-
legu skoðun á sjúkiingnum. Hörundið
var volgt og hafði slegið miklum svita
út um það. Andardrátturinn var dauf-
legur og fylgdi honum hrygla. Lífæðin
sló mjög dauft.
Eg lyfti frá augnalokunum og leit
inn i augun. Eins og eg átti von á,
voru augasteinarnir töluvert saman-
dregnir. Eg tók kerti og færði það til
fram og aftur yfir andlitinu á sjúklingn-
um. Eins og eg vissi fyrir fram, varð
hún ljóssins alls ekki vör.
Dr. Roper tók nú til máls, talaði hratt
og var auðheyrt, að honum var mikið
niðri fyrir.
»Eg segi það satt, eg vildi, að rnað-
urinn hennar væri kominn heim,« mælti
hann. »Eg hefi gert alt, sem mér hefir
verið unt, til þess að vekja hana; en
það hefir alt orðið árangurslaust. Þetta
dá, sem hún liggur í, verður alt af
meira og meira með hverri stundinni,
hverju augnabliki. Eg hefi í stuttu máli
fulla ástæðu til að búast við hinu versta.«
Meðan læknirinn var að tala, komu
mér til hugar eiturefnin, sem eg hafði
verið að lesa um í bök Taylors.
»Mig langar til að tala við yður inni
í annari stofu,« sagði eg; »komið þér
með mér tafarlaust.«
Við fórum inn í búningsklefann.
Dr. Roper sá á látbragði mínu, að
mér var mjög órótt, og vandræðasvip-
urinn á sjálfum honum fór vaxandi.
»Það er voðaleg ábyrgð, sem á manni
hvílir, að hafa konuna svona á sig
komna, og maðurinn hennar fjarverandi,
án þess maður geti gert sér grein fyrir,
hvernig á því stendur,« sagði hann.
»Við skulum nú ekkert kæra okkur
um manninn hennar,« mælti eg. »Nú
er um það að tefla að bjarga henni,
og við megum ekkert augnablik missa.« ;
»Við hvað eigið þér? hvað getum
við gert annað en gert hefir verið?«
»Þér haldið, að það sé æðastýfla, sem
að henni gengur?« sagði eg.
>Auðvitað; öll sjúkdómseinkennin
benda á það. Það er blóðstýfla í einni
af slagæðunum í heilanum.«
»Alls ekki,« sagði eg. »Sjúklingurl n
yðar hefir fengið ofmikla inntöku af
ópíum — enginn minsti vafi á því.«
Þó að sagt væri, að dr. Roper hefði;
fölnað, þá fengju menn mjög óljósa
hugmynd um, hvernig honum varð við
að heyra þetta.
Verzlunarmaður.
Maður, sem er þaulvanur verzl- í
unar- og bókhaldarastörfum við
stórar verzlanir á suður- og vestur-
landi, skrifar jafnt dönsku sem ís-
lenzku, er reglusamur og hefir á-;
gæt meðmæli, óskar eftir stöðu
við verzlun, helzt bókhaldarastöðu,
á Norðurlandi, helzt á Akureyri.
Lysthafendur snúi sér til ritstjóra
„Norðurlands", sem gefur frekari
upplýsingar. —
/^ullbrjóstnál hefir týnst á
va leiðinni frá leikhúsinu suður
að Skaftahúsi. Afhendist ritstjóra
blaðsins gegn fundarlaunum.
Tí bókaverzlun
Frb. Steinssonar:
JMinningarrit Möðruvallaskólans
1880 1900.
Rit þetta er mjög vandað að öllum
frágangi; — í því eru myndir: 1. al
Minningarsamkomunni á Möðruvöllum
2. af öllum kennurum skólans og 3. af
forstöðunefnd samkomunnar. — í ritinu
eru fjögur lcvæði tónsett af síra Bjarna
Þorsteinssyni. — Verðið er að eins 1,50
menn duglegir geta
fengið jarðabótavinnti
hjá Framfarafélagi Arn-
arneshrepps í allt vor.
— Stefán kennari Stef-*
ánsson á Möðruvöll-
um ræður mennina.
Smjör keypt háu verði í allan
vetur við Höepfners verzlun.
Við Höepfners verzlun er ýmis-
konar eldri varningur seldur með
miklum afslætti gegn borgun út í
hönd.
Höepfners verzlun kaupir síld
einkum stóra hafsíld — við hæsta
verði.
Norðurland kemur út á hverjum laugardegi-
52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kn
í öðrum Norðurálfulöndum, IV2 dollar í Vestur'
heimi. Gjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kost’
(erlendis fyrir fram)
Uppsögn sé skriflegog bundin við árgangamót!
ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí. »
Auglýsingar teknar í blaðið eftir samningi vi*
ritstjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýs*
inikið.
^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^
Prentsmiðja Norðurlands.
JNI Ý T