Norðurland


Norðurland - 15.03.1902, Blaðsíða 1

Norðurland - 15.03.1902, Blaðsíða 1
JVORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 25. blað. j Akureyri, 15. marz 1902. J I. ár. Föí fásf saumuð fyrir 7-8 kr. f | ■ hja }(■ Qebensee, Oddeyri. Steindór Jónasson verzlunarmaður lézt hér í sjúkrahúsinu aðfaranótt þ. 9. þ. m. kl. 2'/2. — Alt síðastliðið ár hafði hann þjáðst meira og minna af botn- langabóigu. Síðan um jól í vetur lá hann rúmfastur, en virt- ist heldur á batavegi nú upp á síðkastið, pangað til seinustu vikuna, sem hann lifði, pá fekk hann garnastíflu, er leiddi hann til bana. Steindór heitinn var í blóma lífsins, nærri þrítugur, f. 27. maí 1872 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sonur merkishjón- anna Jónasar hreppstjóra Gunnlögssonar dbrm. og Þórdísar Jóhannsdóttur. Vorið 1888, eða réttra 16, ára útskrifaðist hann af Möðruvallaskólanum með fyrstu einkunn, réðst svo til consúls J. V. Havsteens á Oddeyri og fekst upp frá pví við verzlunarstörf hér í kaupstaðnum, þó ekki væri það að staðaldri, nema tvö síðustu árin áður en hann sýktist; þá var hann við verzlun Þorvalds Davíðssonar mágs síns, er hann átti nokkura hlutdeild í að stofna og þeir unnu að í félagi. Verzlunarstörf fórust honum mjög vel úr hendi og var hann jafnan talinn einn hinn liprasti verzlunarmaður í bænum. Einn vetrartíma dvaldi hann í Höfn til þess að frama sig í verzlunarfræði. Stundum var hann heima hjá foreldrum sínum tíma og tíma og gekk þá að allri al- mennri vinnu eða sagði til unglingum. Steindór heitinn var fríður sýnurn, vel vaxinn og vask- legur í allri framgöngu, enda hinn ötulasti að hverju sem hann gekk og fylginn sér,|og brast hvorki áræði né úrræði, þegar eitthvað lá við. Hann var fjörmaður hinn mesti og gleðimaður, örgeðja og viðkvæmur, mátti ekkert aumt sjá og vildi allstaðar koma fram til góðs og vera mönnum til þægðar, ávann sér því fljótt hylli og velvild allra, sem unt- gengust hann eða kyntust honum nokkuð til muna. Allra manna var hann örlátari á fé og sást oft ekki fyrir. Hann var sérstaklega barngóður og tnjög laginn að segja til börn- um. Þau elskuðu hann og skoðuðu hann fremur sem leik- bróður en kennara, enda þreyttist hann aldrei á að finna upp á ýmsu þeim til gamans og tók innilegan þátt í allri gleði þeirra og sorg. Vinum sínum var hann hinn hollasti og trúasti og hættulaust að trúa honum, fyrir hverju sem var, því þagmælska hans var óbrigðul. í einu orði inunu allir kunningjar hans og vinir hiklaust fullyrða að betri dreng geti ekki en hann var. 5. Norðlenzkir skólar. Eftir Stefán Stefánsson. I. Einn af þeim fjörkippum, sem þjóðlíf vort tók við þjóðhátíðina og stjórnarbótina 1874, var skóla- hreyfingin norðlenzka. Hún átti eftir því, sem eg frek- ast veit, upptök sín hér í Eyjafirði, en færðist skjótt vestur á bóginn. Á fundutn, sem haldnir voru hér í firðinum veturinn 1874 — 75, »var það sameiginlegt álit fund- armanna, að til þess að hrinda í lag hinu fjölmarga, sem ábótavant er hjá oss og efla altnanna fram- för og hagsæld fósturjarðar vorrar, væri nauðsynlegt að efla almenna þekkingu og mentun." Kom fund- armönnum ásamt um, að hina brýnustu nauðsyn bæri til, að sem fyrst yrði komið á fót barnaskól- am, kvennaskólum og gagnfrœða- skólum. Að því, er barnakensluna snertir, álitu fundarmenn, að umgangs- kensla ætti víða vel við og betur en fastir skólar og var henni þegar komið á í héraðinu næsta vetur. Síðan hefir hún farið í vöxt ár frá ári. Árið 1900 voru rútnir 50 umgangskennarar í amtinu, flestir (18) í Eyjafjarðarsýslu, og svo hefir oftast verið, þótt þar séu 2 barna- skólarutan Akureyrar. Fastir barna- skólar hafa ekki, mér vitanlega, komist á, netna á 5 stöðum í amtinu og það ekki fyr ett nokk- uru síðar. Skólar þessir eru á Siglu- firði, Sauðárkrók, Húsavík, Blöndu- ós pg í Ólafsfirði. Á Akureyri var kontinn upp barnaskóli fyrir alllöngu. Hefir hann á síðustu árum tekið nokk- urum framförum og í fyrra var honum reist nýtt hús, sem mun vera hin fyrsta viðunandi barna- skólabygging hér á Norðurlandi. Nú síðustu árin hefir allmikið verið rætt um stofnun barna- eða unglingaskóla á Grund í Eyjafirði fyrir 3 innhreppa sýslunnar. Er Magnús Sigurðsson á Grund frumkvöðull þess máls, og hefir gefið 1000 kr. til stofnunarinnar og jafnvel lofað öðru þús., ef menn gætu komið sér saman um að stofna skólann; en það hefir enn ekki orðið. Ef margir efna- mennirnir okkar legðu svo drjúg- an skerf til skólamálanna, mundi þeim brátt þoka í betra horf. i.Stofnuu og fyrirkotnulag gagti- fræðaskóla var falið alþingi" og tók það málitiu vel. Voru þegar veittar 10 þús. krónur til þess að byrja að reisa skólahús. Allir voru einhuga á því, að hafa skóla þenn- an á Möðruvöllum og reisa skóla- húsið á brunarústum amtmanns- stofunnar Friðriksgáfu, en mjög greindi menn á um það, hvernig skólinn ætti að vera. Arnljótur Ólafsson, er ritaði langa, hvassyrta grein í Norðlingi um málið, eins konar lögeggjan til Norðlinga, hélt því frant, að skólinn ætti bæði að vera gagnfrœðaskóli og stúdentaskóli og rúma 60 sveitta; 4 fyrstu veturna skyldu gagnfræðingar og stúd- entaefni verða samferða, en síðan skildist þeir. Stúdentaefnin lærðti etm 3 vetur, einkutn latínu og grísku, en hinir lærðu 1 vetur til að framast enn betur í ýmsum sérstökum greinum. Sýnir þetta hve hann og sjálfsagt fleiri hinna vitrustu og beztu ntanna hér norð- anlatids voru þá stórhuga. Þegar á þing kom, urðu norð-' letizku skólamennirnir að lækka seglin. Nefnd sú, er skipuð hafði verið til að íhuga skólatnál lands- ins, lagði til, að skólinn yrði að- allega búnaðarskóli. Skólastjóri skyldi vera búfræðingur, en þó skyldi þar kend bæði enska og danska; nántsskeiðið 2 ár full. Félst þingið 1877 á þessa tillögu og urðu Norðlingar að láta sér það lynda. — 1879 voru á ný samþykt

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.