Norðurland - 15.03.1902, Blaðsíða 2
lög um skólann og með þeirri
breytingu helztri frá fyrri lögun-
um, að skólastjóri þurfti ekki að
vera búfræðingur. — 1881, þegar
skólinn hafði staðið 1 ár, var lög-
unum enn breytt — búfræðin num-
in burt og þeirri skipun komið
á skólann, sem hann hefir haft
óbreyita nú um 20 ár. (I minning-
arriti Möðruvallaskólans, sem er
ný-útkomið, er nánar sögð saga
skólans.)
Hin volduga þjóðskólahug-
mynd Norðlinga varð þannig í
framkvæmdinni að 14 mánaða al-
þýðuskóla, raunar með allmörgum
skyldunámsgreinum, en óhæfilega
stuttum námstíma, svo kenslan
hlaut að verða kák eitt að meira
eða minna leyti. En við þetta hafa
Norðlingar unað fimtung aldar.
Norðlenzkir bændur hafa horft á
það þegjandi, að sonum þeirra
hefir fækkað ár frá ári í þessum
eina lærða skóla landsins, fyrir þá
sök, að þeir höfðu ekki eftii á að
kljúfa hinn sí-vaxandi skólakostnað
í Reykjavík. — Á síðustu árum hafa
að vísu heyrst raddir um það, að
bæta skólann, lengja námstímann
og koma honum í samband við
lærðaskólann. Þessu hefir hvað
eftir annað verið hreyft á fund-
um hér í Eyjafirði, í blöðunum
og jafnvel á alþingi, en hingað
til setið við orðin ein.
Þetta má ekki svo lengur ganga.
Skal eg síðar færa rök að því. —
Hér verður að geta skólastofn-
ana, þótt skammlífar yrðu, sem
skyldar voru Möðruvallaskóíanuin
að því leyti, að þær voru almennir
fræðsluskólar og kepþinautar hans
um liríð. 1883 hóf Guðmundur
Hjaltason kenslu í Laufási með
dönsku lýðháskólasniði og vetur-
inn eftir flutti hann sig til Akureyr-
ar með skóla sinn. Var danskur
lýðháskólamaður í félagi með hon-
um og aðstoðaði hann við kensl-
una. Var skólinn vel sóttur þann
vetur, enda fór nú aðsóknin að
Möðruvallaskólanum rénandi og
ýmsir þeirra manna, sem mest
höfðu gengist fyrir stofnun hans,
snerust nú algjörlega móti hon-
um. Um haustið 1886 kom eng-
inn á lýðháskóla Guðmundar og
féll sá skóli úr sögunni.
En nú voru Þingeyingar farnir
að hugsa um að koma upp hjá
sér alþýðuskóla. Veturinn 1885 —
86 fór kensla fram í Laufási og
haustið eftir var skólanum komið
á Iaggirnar mest fyrir forgöngu
Einars Ásmundssonar í Nesi, í
nýju húsi, sem honum hafði verið
reist í Hléskógum í Höfðahverfi.
Þetta og hið næsta ár fengu færri
en vildu aðgang að skólanum, en
á Möðruvallaskólanum stóð neðri-
bekkur tómur veturinn 1887 — 88.
Það var því alt útlit fyrir, að Hlé-
skógaskólinn ætlaði að ríða hón-
um að fullu, enda mun sá hafa
verið tilgangur sumra þeirra, er
að honum stóðu. En sú varð þó
ekki raunin á. Haustið 1888 kom
að eins 1 eða 2 á Hléskógaskól-
ann og næsta ár lagðist hann
niður.
En samtímis hófst aðsóknin að
Möðruvallaskólanum af nýju og
fór óðum vaxandi næstu ár á eftir.
Síðastliðin 10 ár hafa fleiri æskt
inngöngu árlega en húsrúmið hef-
ir leyft. —
Þegar búfræðiskenslan var af-
numin á Möðruvöllum, fóru Norð-
lingar að hugsa um, að koma
sér upp sérstökum búnaðarskóla.
Höfðu menn einkum augastað
á biskupssetrinu forna, Hólum
í Hjaltadal, sem nú var komið í
hina mestu niðurlæging og órækt.
Voru það einkum Skagfirðingar
og Húnvetningar, sem gengust
fyrir þessari skólastofnun og tókst
þeim að koma á búfræðiskenslu
joegar 1882. Llafði Jósep Björns-
son búfræðingur kensluna á hendi.
Árið eftir komu þeir skólanum
á fastan fót og gengu þá Ey-
firðingar í samband við þá um
skólann. — Seinna bættust Suður-
Þingeyingar við og stóð skólinn
undir yfirstjórn sýslunefndanna
í þessum fjórum sýslum, er kusu
sérstaka skólastjórn, þangað til
amtsráðið tók skólann að sér árið
18Q9. Síðastliðið vor ákvað amts-
ráðið að breyta skólanum í vetrar-
skóla með líku sniði og slíkir bú-
fræðiskólar eru bæði í Danmörku
og Noregi, þar sein bændaefni
geta fengið sem bezta og praktísk-
asta fræðslu í öllu, sem að bún-
aði lýtur. En hér er ekki rúm til
aðfjölyrðafrekarum þennan skóla;
en brýn nauðsyn er á að taka bún-
aðarskólamálið í heild sinni til
rækilegrar íhugunar. Stæði Bún-
aðarfélagi íslands næst að gangast
fyrir því, enda komu fram tillögur
í þá átt á síðasta búnaðarþingi.
X
Snepillinn úr Saurbæjarhreppi.
Það lítur út fyrir, að það ætli ekki
að ganga af fyrirhafnarlaust, að búa
sig undir þingkosninguna hér í Eyja-
firði á næsta vori, eftir því að dæma,
hve mikið er samið af áskorunum, skuld-
bindingum, yfirlýsingum o. fl. o. fl., sem
alt af er að heyrast meira og meira af.
Þessi ósköp dynja mest yfir úr einum
hreppi — Saurbæjarhreppi, — enda hefir
hann lengi verið fyrirmynd hvað félags-
skap og einingu snertir!
Hið síðasta, sem sést og heyrst hefir
frá Saurbæingum, er prentuð yfirlýsing
um, að J>eir, þ. e. a. s. tæpir % af
kjósendum hreppsins, ætli ekki að kjósa
Kl. sýslumann Jónsson til þings, á næsta
vori, og hafa þeir verið að dreifa þess-
um sk........miðum út um sýsluna,
líklega öðrum til eftirbreytni, ]>ví ann-
ars höfðu menn ekkert með snepla
þessa að gera.
Yfirlýsing þessi er annars dálítið
skrítin, og sumstaðar ekki meira en
svo sannleikanum samkvæm. — Það er
t. d. ekki satt, að þeir hafi ekki sent á-
skorun »út um sýsluna« —út úr hreppn-
um—,því þeir sendu þó mann með á-
skorun í Öngulstaðahrepp um, að fá
skrifleg loforð bænda þar, að kjósa þá
Guðmund á Þúfnavöllum og Stefán í
Fagraskógi; þar náðu þeir 4 eða 5 nöfn-
um, en leizt svo ekki að fara lengra,
enda mundi það, að sögn, hafa orðið
árangurslítið. í Hrafnagilshrepp kom
líka ein áskorunin, en þó hún ef til
vill hafi ekki komið þangað beint frá
Saurbæingum, mun hún hafa komið frá
þeim manni, er verið hefir þeirra stoð
og stytta og aðal-sendil! í þessu máli
í vetur.
Þá koma ástæðurnar fyrir því, að
þeir ætla að hafna Kl. J. við næstu
kosningar og eru þær 3.
Fyrsta ástæðan er sú, að þeir vilji
ekki missa hann frá embættinu »lengri
tíma af árinu«. Það er annaðhvort, að
þeir hafa öðlast »æðri og betri þekk-
ingu« síðan í fyrra, því þá kusu hann
allir, sem mættu á kjörfundi úr Saur-
bæjarhreppi, nema einn eða tveir, —
eða þeir eru ekki sjálfum sér vel sam-
kvæmir. Hann hefir þó sama embætti
nú cins og þá, og vonandi ekki farið
svo mikið aftur síðan, að hann. sé orð-
inn afkastaminni í embættinu nú, en
þá. — Að hann sem þingmaður, yrði í
burtu lengri en styttri tíma af árinu,
nær ekki nokkurri átt. —
Önnur ástæðan er sú, að þeir vilji
fjölga bændum á þingi, en fækka em-
bættismönnum. Þetta hefir oft verið
látið hljóma í eyrum manna, og er ekk-
ert á móti því, ef maður hefir völ á
nokkurn veginn eins hæfum bónda, eins
og embættismanni; en sé það ekki, geri
eg ekki svo mikið úr nafninu »bóndi«,
því menn hafa haft dæmin fyrir sér,
að sumir bændur á þingi hafa engan
veginn haldið taum bænda, meira en
embættjsmennirnir, og líka höfum við
haft menn á þingi, sem ekki hafa ver-
ið af bændaflokki, en enginn mundi hafa
viljað kasta frá þingmensku. — Aldrei
var Jón Sigurðsson skjalavörður bóndi,
og mundu fáir hafa viljað hafna hon-
um fyrir það, og svo mætti fleiri telja
Hvernig ætli annars að þingið yrði,
ef þar sætu eintómir bændur? Og
hvernig mundi lagasmíð þess þá verða?
Þá er þriðja ástæðan, sem Kl. J. á
að vera rækur fyrir af þingi, að hann
hafi ekki sömu skoðun og undirskrif-
endur á bankamálinu. Ætli þessir 44
undirskrifendur hafi nú getað fengið
svo fastan og staðgóðan skiluing á
bankamálinu yfir höfuð, að þeir geti
sagt við þingmenn sína: »Þetta skaltu
gera, þetta er hið eina rétta« ? — Mér
liggur við að efast um að þeir séu svo
bankafróðir,
Um valtýsku sýslumannsins segjast
þeir vilja sem fæst tala, og segja, að
sá »orðrómur« sé ekki fæddur né upp-
alinn hjá sér. — Það er líklega satt, að
hann er ekki »fæddur« þar, en að hann
(»orðrómurinn«) sé ekki uppalinn þar
að einhverju leyti, er ef til vill ekki
eins áreiðanlegt, og vfst mun hann hafa
komið fram á Saurbæjarfundinum í vet-
ur, og verið þá í góðum holdum.
Hvað sem þessum þremur »ástæðum«
1' yfirlýsingunni líður, sem nú eru gerð-
ar gildandi, mun þó »orðrómurinn« í
fyrstunni hafa koinið jábræðrunum í
Saurbæjarhreppi til að hefja þessa ein-
kennilegu baráttu gegn Kl. J., nema þá
ef vera skyldi eitthvað persónulegt f
þessu, þó ótrúlegt sé.
Hvernig sem á mál þetta er litið, þá
er öll aðferðin mjög óheppileg og ó-
makleg og getur haft illar afleiðingar,
bæði fyrir kjördæmið og landið alt, ef
hún gæti orðið til þess, að Kl. J. færi
eigi á þing. En það er vonandi, að hin-
ir aðrir kjósendur kjördæmisins láti
ekki þetta uppþot Saurbæinga blinda
svo augu sín, að þeir hafni Kl. J., ef
hann gefur kost á sér til þingfarar, —
að þeir hafni ekki manni, sem bæði af
flokksmönnum sínum og andstæðingum
á þingi hefir verið álitinn einhver fjöi-
hæfasti og duglegasti þingmaður. — Það
sem heyrst hefir, að Kl. J. væri helzt
fundið til foráttu á þingi, hefir verið
það, að hann væri fullharður með fjár-
kröfur úr landssjóði til kjördæmis síns,
t. d. til akbrautarinnar, spítalans, auka-
læknis og Hörgárbrúar; en það hélt eg
að kjósendum hans mundi í síðustu lög
verða að tilefni til að snúast gegn hon-
um, enda trúi eg ekki öðru, en að flest-
ir af þeim, sem léð hafa nöfn sín und-
ir áskorunina til bændanna tveggja, hafi
fundið og orðið að viðurkenna, að þær
fjárveitingar úr landssjóði hafi verið
héraðinu til mjög mikils gagns og prýði.
Það er óefað, að allar þessar fjárveit-
ingar til héraðs okkar eru mest dugn-
aði 1. þingmanns okkar að þakka, en
af því hefir leitt, að margur Eyfirðing-
ur hefir fengið aftur krónur sínar í
vasann, sem hann áður hefir verið bú-
inn að borga í Iandssjóð.
Geta nú þessir Saurbæjarhrepps-
áskorendur í raun og veru búist við
því, að þessir tveir menn, sem þeir
hafa skorað á að bjóða sig fram til
þingfarar, verði afkastameiri þingmenn
fyrir hérað sitt og þjóðhollari, en Klem-
ens sýslumaður? Að báðum þeim mönn-
um alveg ólöstuðum, gæti eg ekki lát-
ið mér koma til hugar, að taka þá fram
yfir hann, eftir framkomu hans á þingi
alt til þessa.
Kjósendur kjördæmis þessa ættu alls
eigi að láta neinar »læður« eða æsinga-
seggi ginna sig eða hræða til að lofa
atkvæðum sínum í því augnamiði, að
koma 1. þingm. okkar frá þinginensku.
Það er þegar nóg aðgert, og víst er um
það, að þetta kosningauppþot, sem byrj-
aði í Saurbæjarhreppi í vetur, hefir þeg-
ar sett þann blett á héraðið, sem óvíst
er að þvoist burtu á næstu misserum;
en komist þessi flokkur svo langt, eða
þeir, sem að honum standa, að Kl. J.
nái hér ekki kosningu í vor, — þó að
hann bjóði sig fram — þá verður það
kjördæminu öllu til skaða og stór-
minkunar.
H. H.
X
Tekið af skarið.
Eins og skýrt var frá í síðasta
blnði „Norðurl.11, hefir stjórn
Frainfaraflokksins tekið af skarið
svo sem frekast var unt í stjórn-
arskrármálinu, Rar sem hún hefir
ritað íslandsráðherranum og tjáð
honum afdráttarlaust, að tilboð
stjórnarinnar muni „hafa öflugt
fylgi flokksins, utan þings og inn-
an“, og að flokkstjórnin muni „af
fremsta megni leitast við að styðja
þau úrslit stjórnbótarmálsins1'.
Með engu öðru móti var betur
unt að kveða niður getsakirnar
og dylgjurnar um það, að flokk-
urinn mundi í raun og veru ætla
sér að samþykkja frumvarpið frá
síðasta þingi.
Vitanlega hafa slíkar getsakir
engri átt náð, þar sem stjórniri
býður allar þær miklu réttarbæt-
yr, sem fólgnar eru í frumvarþi
síðasta þings, og auk þess inn-