Norðurland


Norðurland - 29.03.1902, Blaðsíða 2

Norðurland - 29.03.1902, Blaðsíða 2
múrvegg, er hlaðið hafði verið um- hverfis eldstóna í eldhúsinu, viðlaust. Bruninn sást út í Brekkutorfu og þar ofan eftir, út að Lóni, og yfir á Þelamörk, og komu menn úr öllum þessum áttum til hjálpar, en þá er þeir komu að Möðruvöll- um, hafði öllu verið bjargað, er nokkur kostur var á að bjarga, enda má fullyrða, að allir, bæði heimamenn og skólapiltar hafi gert alt, er í þeirra valdi stóð, til þess að bjarga, og bar ekki á ofsa- hræðslu hjá neinum manni. Aðkomu- lýðurinn gat því ekki annað gert til gagns en hlaðið snjónum sunn- an að íbúðarhúsinu og leikhúsinu og hjálpað til þess að draga hálf- brunna branda úr eldinum, en auð- séð var, að hann var allur af vilja gerður. III. Um upptök eldsins er það að segja, að enginn vafi er á, að eld- urinn hefir komið upp uppi á efsta lofti í skólanum (hanabjálkalofti) ná- lafegt kvistinum. Þá er Stefán kenn- ari sprengdi upp dyrnar á kompu þeirri, sem áður er getið um, var hún full af reyk ög eldglæringum, og þaðan barst eldurinn til kvists- ins. Líkindi eru til, að kviknað hafi á loftinu yfir kompunni, og hafi eld- urinn breiðst þaðan til beggja handa. Efsta loftinu var ávalt lokað, nema þá er ofninn var hreinsaður á kvist- inum, og hafði enginn maður komið þangað upp, hvorki daginn, sem brann, né næstu daga á undan. Það mun því aldrei verða ljóst með nokkurri vissu, hverninn kvikn- aði í, en telja má víst, að kviknað hafi í sóti í ofnpípu, eða ofnpípa hafi bilað á einhvern annan hátt. IV. Möðrúvallaskóli var eign land- sjóðs, og var vátrygður fyrir 30,000 krónur, en 1' þeirri vátryggingu hefir leikhús skólans efiaust verið fólgið og að öllum líkindum bókasafn hans og aðrir munir. Mestu af því, sem piltar áttu í skólanum, varð bjargað, eins og áður er sagt, en þó mistu fáeinir piltar bækur sínar og hirzl- ur. Auk þess skemdust föt á all- mörgum piltum við það að eldsíur féllu ofan á þau og brendu á þau göt. Auk pilta áttu þessir menn eigur í skólanum að mun: Jón Hjaltalín skólastjóri, Halldór Briem kennari, Ólafur Davíðsson og Stef- án kennari. Að því, er snertir bækur skólans og Jóns Iljaltalíns, þá er ekki hægt að meta skaðann að fullu í svipinn. Bókum þeim, sem bjargað var, er hrúgað saman úti í kirkju, og eng- in tök á að kanna, hvað til er, og hvað týnt er, sem stendur, vegna kulda og veðurhörku. Hjaltalín skóla- stjóri mun samt hafa mist meginið af bókum sínum og skólinn tæpan helming af sínum bókum. Að vísu varð bjargað tveimur dýrustu rit- söfnum, er skólinn átti, sem eru nálægt 400 kr. virði hvort um sig, en margt brann þó og merkilegt, meðal annars meginið af norræn- um fræðibókum, er skólinn átti, og var það ágætt safn að sínu leyti. Eigur Halldórs kennara Briems voru óvátrygðar, og má telja, að hann hafi mist aleigu sína hérnorðan- lands við bruna þennan. Það, sem Ólafur Davíðsson miisti við brun- ann, var og óvátrygt, og sumt óbætanlegt, svo sem handrit, er hann hafði að láni frá ýmsum mönn- um og ýms handrit, er hann hafði ritað sjálfur. Stefán kennari misti talsvert af bókum og tvö handrit merkileg. ITann varð og fyrir tals- verðum halla að því leyti, að margt af munum þeim skemdist, er bornir voru út úr húsi hans. Sama er að segja um muni þá, er bjargað varð úr eigu Hjaltalíns skólastjóra. Hann misti og vandað skrifborð með öllu’ því sem í því var. Eigur Hjaltalíns voru vátrygðar, en menn vita ekki hve mikið. Manntjón varð ekkert við brun- ann, og enginn meiddist að marki, því að smárispur og smábrunasár eru varla teljandi. V. Efrabekkingar að Möðruvöllum áttu að eins eftir örfáa daga til þess, er upplestrarfrí þeirra byrjaði. Aftur áttu neðrabekkingar ekki að fara að búa sig undir vorpróí fyr en í miðjum aprílmánuði. Eftir því, sem húsum er háttað að Möðru- völlum, eru ekki tiltök til þess, að kensla geti haldið áfram, en aftur þótti vert að reyna til þess að sjá svo til, að þeir piltar, sem vildu, gætu átt kost á að taka próf í vor. Amtmanni og Stefáni umboðsmanni Stephensen, sem er settur sýslu- maður í fjarvist Klemens sýslu- manns Jónssonar, var gert viðvart um brunann sama dag og skólinn brann, og komu þeir út eftir sunnu- daginn. Stephensen hélt rannsókn í brunamálinu eftir því, sein frekast var unt, en Páli amtmanni og Ste- fáni kennara, sem er skólastjóri f fjarvist Hjaltalíns, kom saman um, að piltar skyldu fá leyfi til þess að sofa á kirkjuloftinu, en lesa undir prófið í tveimur herbergjum, er búa skyldi út til lestrar í geymsluhúsi Stefáns kennara, og svo skyidi próf verða haldið, eins og vant er, annað- hvort að Möðruvöllum, ef tíð leyfði, eða þá á Akureyri, ef ekki vildi betur til. Tvær fyrstu næturnar eftir brunann var 14—i6°frostC. og blindhríð, og þótti piltum því ekki lostsvæft í kirkjunni fyrir kulda sakir. Sumir hafa jafnvel orðið lasnir. Stefán kennari hefir því tek- ið það til bragðs, að rýma til í húsi sínu til þess að útvega svefn- rúm handa þeim piltum, sem veik- ari eru fyrir, en þeir, sem treysta sér betur, eiga að halda áfram að sofa úti á kirkjulofti, enda er það engin frágangssök, ef svo vel færi, að veður hlýnaði. Til þess, að breyt- ingum þeim verði framgengt að Möðruvöllum, sem á þarf að halda, þarf smiði og smíðatól innan af Akureyri, en ekki eru nein efni til að þeir komist út eftir í veðri því, sem nú er, þótt frost sé talsvert minna en verið hefir. VI. Bruni þessi er hinn fimti bruni að Möðruvöllum, er sögur fara af. 1316 brann klaustrið og kirkjan, og var því kent um, að munkarnir hefðu ekki verið vel gáðir. Nóttina milli 6. og 7. febrúar 1826 brann amtshúsið alt, og varð litlu bjargað, en menn komust nauðulega af. Frið- rik konungur sjötti gaf þá nýtt amtmannssetur, og var sú bygging kölluð Frederiksgave eða Friðriks- gáfa. Hún brann aftur aðfaranótt 21. marzmánaðar 1874. Sumarið 1880 var skólinn bygður í amt- mannsseturstóftunum, og nú er hann kominn veg allrar veraldar. Möðruvallakirkja brann 5. marz 1865, og má því með sanni segja, að Möðruvellir hafi verið sannkallað brunabæli eftir því, sem gerist hér á landi. jsiorðlenzkir skólar. Eftir Stefán Stefánsson. III. Satnkvæmt hinum gildandi lög- utn utn Möðruvallaskólann ber að kenna þar þessar námsgreinar: ís- lenzku, dönsku, ensku, sögu og landfræði, einkum þó landfræði og sögu landsins, ásamt yfirliti yfir löggjöf þess í landsrétti og landsstjórn; reiktiing, rúmfraíði og landtnæling, einfalda dráttlist og í náttúrufræði meginatriðin úr mannfræði, dýrafræði, grasafræði, steinafræði, jarðfræði, eðlisfræði og efnafræði; sörtg og leikfimi. Alt þetta eiga þrír tnenn að kenna alóundirbúnum mönnum á fjórtán mánuðum tæpum! Allir,sent nokk- ura hugmynd hafa um kenslu og skóla, hljóta að sjá, að þetta nær ettgri átt. Námstíminn er að vísu eftír lögunum samtals 15 mánuð- ir, en þar frá ganga hin lögboðnu leyfi, sem eru ekki minna en mán- uður bæði árin. Til þess unt væri að kenna eitthva^ af nátnsgrein- unutn uokkurn veginn, hefir svo verið gripið ti! þess óyndisúrræðis, að sleppa nokkurum af hinum lög- boðnu námsgreinutn. Pær greinar, sem aldrei hafa verið kendar að neitiu ráði eru lanámœling, drátt- list og leikfimi. Söngfræði hefir ekki verið kend nú í 8 ár og söngkenslan verið mjög af skorn- um skamti, að eins 1 tími í viku. Er þetta þeim mun bagalegra, sem sumar af þessum greinum, t. d. dráttlist, tná telja hinar sjálfsögð- ustu og nauðsynlegustu í hverj- urn almennum skóla. — En ein- hverju varð að sleppa og þá urðu þær greinar helzt fyrir því, sem kennararnir treystust sízt til að kenna. Eins og áður er ávikið, hafa fleiri æsk* inngöngu á skólann en rúm hefir verið fyrir svo mörg- utn hefir orðið að vísa frá. Sakir rúmleysis hefir skólinn því ekki getað fullnægt þörfinni. Án auk- ins kostnaðar hefði verið hægt að kenna 'U fleiri pilturn, ef rúmleysi hefði eigi hamlað. Vegna ónógs tfma og húsnæðis hafa þannig ekki orðið nánda nærri full not að fé því, sem til skólans ltefir verið varið. Pessu hefði átt að vera búið að kippa í lag fyrir löngu, en það hefir verið látið slarkast svona fram á þennan dag. Okkur hættir svo við »að láta slarkast'1 og kennutn efnaleysi oft um, þó að ólagið sé í rauninni margfalt dýrara en lagfæringin. —; En nú megum vér ekki láta það dragast lengur að bæta úr þessum brestum. Það verður að lengja skólatímann svo, að kensl- an geti komið að viðunandi not- um og það verður að auka svo húsrúmið, að þeir geti notið kensl- unnar, sem vilja, svo fé það, sem til skólans er varið árlega, notist svo vel, beri þattn arð, setn fram- ast er unt. En það þarf líka að bœta húsrúmið. Skólahúsið hefii' frá byrjun verið afar-óhentugt sem skólahús og mundi hvergi í hin- um mentaða heimi þykja við- unandi. Skal eg, hvenær setn þess er óskað, rökstyðja þetta, ett hér er ekki rúm til þess. Til þess skól- inn yrði Norðlingum og Austfirð- ingum, sem nú nota hann mest, að enn meira gagni, væri æskilegt, að hann stæði í því sambandí við latínuskólann, að piltar, sem útskrifuðust úr honutu, gætu hald- ið viðstöðulaust áfrarn í lærða- skólanum. Þó yrði þetta að vera aukaatriði og tnætti tneð engU móti hafa óholl áhrif á skólanu sent æðri alþýðutnenningarskola’ Eg sé heldur ekkert á rnóti því sem ýtnsir merkir menn hér norð- anlands hafa hreyft, að veita skól- anum rétt til að halda stúdenta- próf og jafnvel að veitt væþ eitthvert fé til þess að halda upp> kenslu í þeim greinum, sem lærði skólinn kendi fratn yfir þennan skóla. Væri þetta til hins mesta hagræðis fyrir menn hér í nær-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.