Norðurland


Norðurland - 29.03.1902, Síða 3

Norðurland - 29.03.1902, Síða 3
107 sveitunum. Margir, sem með engu móti geta nú sökum efnaleysis gengið í Reykjavíkurskóla, gætu á þennan hátt náð stúdentsprófi og Norðlingum mundi aftur fjölga á vísinda og embættaveginum. Eins og nú stendur, komast fáir inn á þá leið aðrir en Reykvík- ingar og menn úr nærhéruðun- um. — Breytingar þær og endurbætur, sem hér er bent á, hlytu auðvit- að að hafa talsverðan kostnaðar- auka í för með sér, bæði árlegan og þó sérstaklega eitt skifti fyrir öll. En þann kostnað fær landið óbein- línis margfalt borgaðan á þann hátt, að árangurinn af skólanum verður tiltölulega margfalt meiri en kostnaðaraukanum nemur, þar sem fé það, sem nú er til hans varið, gæti þá komið að fyllri not- um en hingað til. Oóður skóli, sem mannar nemendur sína og veitir þeim góða þekkingarundir- stöðu, getur tæplega verið of dýr, en kákskóli getur ekki kostað svo lítið, að hann se' ekki of dýr. Og það eru einmitt kákskólarnir, sem hafa eytt fyrir okkur fé, raunar ekki svo nrjög mikið, því þeir hafa átt flestir við þröngan kost að búa, en þeir hafa unnið okk- ur annað meira tjón, eytt trú fólks- ins á skólum og mentun, og ein- mitt þetta trúleysi verður versti þröskuldur allra unrbóta á tnenta- og skólamálum landsins. - En hvað á að gera við kvenna- skólana okkar? þurfa þeir ekki eins umbóta við, eða eru þeir full- góðir handa kvenfólkittu? — Jú vissulega þurfa þeir ekki síður umbóta við en gagnfræðaskólinn og kvenfólkið hefir ekki síður þörf á góðri mentun en karlntenn, og eiga fult eins tnikinn rétt á að heiinta það af þjóðfélaginu, að það styðji það til menningar. Hlut- verk þess í þjóðfélaginu er engu vandaminna né lítilfjörlegra. Einn aðalgallinn á kvennaskólanum hef- ir verið sá, hve námstíminn hefir verið stuttur, stunduni að eins nokkurar vikur. Á eyfirzka skól- anum var námstíminn ákveðinn 2 vetur, þegar reglugjörðinni var breytt síðast nú fyrir nokkurum árum, og ekki fá stúlkur að vera þar skemur en 1 vetur. Hvernig það er á húnvetnska skólanum nú, samkvæmt hinrt nýju reglu- gjörð hans, veit eg ekki. Þetta kann sumum að þykja nóg og væri það, ef barnafræðslan væri í lagi, svo stúlkurnar væru vel undirbúnar, þegar þær koma á skólann, en því er venjulegast ekki að heilsa fremur en með pilta, sem koma á Möðruvallaskól- ann. — Eigi kvenfólkið að geta fengið sama mentunargrundvöll og karl- menn, sem sjálfsagt er, verður að auka og bæta kensluna að mikl- utn mun á kvennaskólunum. Þeir eru fátækir að kensluáhöldum og brýn tiauðsyn að úr því sé bætt innan skatnms, bæði með því að leggja þeim mikið fé til áhalda- kaupa eitt skifti fyrir öll, og svo með því að hækka hið árlega á- haldatillag að rniklum mun. Þeir, sem álíta, að kensla geti farið í lagi með litlum eða engum áhöld- um, vita ekki, hvað kensla er, og þekkja ekki, hvaða kröfur nútím- inn gerir til skóla. Það verður því ekki hjá því komist, eigi skól- arnir að vera í lagi og ná þeim tilgangi sínum að gera ungmeyj- ar vorar að mentuðum og nýtum konum, að leggja þeim miklu meira fé en hingað til. Þegar svo hér við bætist, að annar skólinn er húsnæðislaus, en hinn stór- skuldugur fyrir hús sitt, þá liggur í augum uppi, að hér er ekki um neitt smáræðis fé að ræða, sem einhverstaðar verður frá að koma, ekki einungis eitt skifti fyrir öll, heldur árlega og hlýtur að fara sívaxandi eftir því, sent kröfurnar aukast. En þótt fé það, sem nú er varið til skólanna, nægi enganveginn til þess að gera þá viðunandi úr garði og það kotni því ekki að fullum notum, gæti það vel nægt einutn skóla, þó hann væri helm- ingi stærri en hver hinna. Skólinn yrði betri og árangurinn af fénu tneiri. Þetta hefir vakað fyrir okkur sameiningarmönnunum. - Þjóð, sem hefir eins lítið fé og vér og eins margar þarfir, ríður lífið á að fara hyggilega nieð fé sitt og gæta þess vandlega, að ekkert fari sökum ráðleysis til ónýtis eða komi ekki að svo miklutn notum, sem framast er unt. En það kalla eg hörmulegt ráðleysi að skifta fé, sem á einutn stað getur borið góðan ávöxt, í tvo staði til þess að það verði miklu rninna arð- berandi. — Hvernig sent eg því velti þessu fyrir tnér, get eg ekki betur séð, en víð eigum ekki og megum ekki halda uppi fyrst utn sinn nema einum kvennaskóla hér á Norðurlandi. Og eg vil ganga lengra, við eigum að sam- eina þennan skóla gagnfræðaskól- anum, eins og eg drap á á þingi í sumar. / stað hans og hinna tveggja kvennaskóla eigurn við að koma upp einum góðutn almennum menningar- skóla fyrir karla og konur, er rámi 100- 120 nemendur og í sambandi við hann vil cg að kornið sé á fót fullkomnum hússtjórnarskóla. Fjárhæð sú, sem nú er varið til skólanna þriggja, mundi fyllilega nægja til þess að gera þennan eina skóla vel úr garði og marg- falt betur, en hina þrjá, eins og þegar hefir verið bent á, í stað þess að óumflýjanlegt verður að auka stóruin fjárfratnlög til þeirra, ef þeim er haldið aðskiidum. Byggingarkostnaður verður Ú4—Ú3 minni, áhaldakostnaður 2h pörtuni minni, ketmararhelmingi færri,eftir- lit ekki að eins þrefalí heldur ntarg- falt hægra og kostnaðartninna og það er ekki hvað ininst um vert, eldsneyti, ljós, vatn, ræsting o. s. frv. hehningi ódýrara eða meira. Það fé, sem þannig sparast, má nota til þess að gera alt fullkomn- ara en annars væri unt, og tryggja um leið góðan árangur af skólanum. Skólinn ætti að öllu leyti að vera kostaður af land- sjóði. Námsgreinar yrðu að miklu leyti þær sömu og nú eru lög- boðnar f Möðruvallaskólanum, þó nteð nokkurum breytingum og auk þess nokkur verkleg kensla bæði fyrir karla og konur. Með þessu móti hefðu karlar og konur jafn-greiðan aðgang að æðri almennri mentun, enda á það svo að vera. Þeirri mótbáru mun verða hreyft, að ekki dugi, siðferðisins vegna, að hafa sanieig- inlegan skóla fyrir karla og konur. En þeir tnenn, sem þetta bera frain, hljóta annaðhvort að hafa mjög grunnsæjan skilning á mannlegu eðli, eða eitthvað er bogið við siðferði þeirra sjálfra. - Erlendis hefir sú reyndin orðið á, að santnám kvenna og karla hefir haft bætandi ájirif, piltarnir hafa orðið siðlegri og kurteisari í framgöngu, stúlkurnar frjálslegri og meira blátt áfram. « Skarlatssótt. Sökum þess, að grunur leiluir á, að tveir eða þrír sjúklingar hér í bænum liafi fengið snert af skarlatssótt, þá vil eg alvarlega áminna sveitamenn um það, að fara svo varlega, sem frekast þeir geta, í ferðum sínum hingað til bœjarins. Það niun verða miklum erfiðleikum bitndið, að hindra útbreiðslu skarlats- sóttar hér í bænum, en sveitamönnum er, að miklu leyti, í sjálfsvald sett, hvort þeir flytja hana heim til sín eða ekki. Kvilli sá, sem hér hefir gert vart við sig, er mjög frábrúgðinn venjulegri skarlats- sótt og hefir aðallega koinið fratn sem hálsbólga samfara hitaveihi og uppköst- um. Aftur hefir tnjög lítið borið á hinu einkennilega rauða skarlatsútþoti, eða það algjörlega vantað. Þetta er mjög villandi og verð eg því að biðja alla góða menn, að gera mér viðvart, hvar sem gransöm hálsbólga er á ferðinni og trcysta því ekki, að alt sé ugglaust, fyrst útþotið vanti. Þetta er ekki eingðngu nauðsyn- legt til þess, að hefta litbreiðslu veikinn- ar, heldur og vegna sjúklinganna sjálfra, því jafnvel hin vægásta skarlatssótt getur haft mjög alvarleg eftirköst. 25/3. Giiðm. Hannesson. þilskipaútgerðin. ísalögin og ótíðin valda stórtjóni fyrir þilskipaútgerðina á þessu vori. Skipin komast ekki út, eins og nærri má geta, og svo bætist það ofan á, að sumir útgerðarmenn verða að fara að borga mönnum sínum kaup löngu áður en þeir geta farið að taka til starfa. Hér er sýnilega um afarmikið íhugunar- efni að tefia, stórhættu fyrir þessa miklu atvinnu, ef slíkt ber oft að höndum, sem hina brýnustu nauðsyn ber til að reynt verði að afstýra með einhverjum ráðum. Náfregn. (Stælt eftir gömlum draugavísum.) Ut hjá dröngum dauðans vök dylur margt í leynuin; þung eru hafsins heljartök, hált á þarasteinum. Einn í þangi á ég ból undir bláum hjúpi; aldrei bjarta sér þar sól. Svalt er í heljar-djúpi. Grimm og blóðug græðis tönn gnagar hold af leggjum, sundur beinin sagar hrönn; sárt er á hvössum eggjum. Ef að liggur leiðin þín lágutn út hjá dröngum, berðu veslings beiniii mín burt úr skerjagöngum. Páll jónsson. 5» Almanaks-véfengingin. I tilefni af almanaks-véfengingunni í »Austra« vil eg gefa þessar skýringar: Jón Árnason, áður biskup í Skálholti, skráði »Lesrím« eftir nýja stíl, prentað á Hólum 1707. Þar gefur hann reglur fyrir páskakomu m. fl. Eftir þeim regl- um er páskakoman rétt í ár. bess utan ber páskunum \ ár, 1902, sarnan við almanök þau, sem á lengra og styttra tímabili eru samhljóða með páskakomu, þannig að sama tímatal kemur upp aftur; eru það árin: 1755, 1766, 1777, 1823, og 1834. Þegar páskar eru 30. marz, eru þeir fyrsta sunnudag í Einmánuði, eftir þeini almanökum, Góe- páskar verða 24. rnarz 1913. Karl frá........eyri. * « ' „Norðlenzkir skólar.“ Eins og lesendur »Norðurl.« sjálfsagt taka eftir, er öll ritgjörðin með þeirri fyrirsögn samin áður en tíðindin gjörð- ust á Möðruvöllum 22. þ. m. Samt hcíir ekki þótt ástæða til að breyta neinu í henni. Röksemdirnar viðvíkjandi um- bóta-þörfinni eru vitanlega hinar sömu, eftir er skólinn brann, eins og þær voru fyrir þann atburð, þó að málið horfi nú nokkuð annan veg við. En menn eru beðnir að hafa það*góðfúslega í huga við lestur þess katia, er nú birt- ist, og niðurlagskatlans, sem kemur i næsta blaði, að samningu ritgjörðarinn- ar var lokið í janúarmán. síðastliðnum. Hafis var að reka inn á Skjálfanda á laugar- daginn var, sögðu menn, sem þá lögðu upp þaðan. Hér úti á firðinum er tölu- verður hroði, ísjakar komnir inn að lag- isnum. 5»

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.