Norðurland


Norðurland - 13.09.1902, Qupperneq 3

Norðurland - 13.09.1902, Qupperneq 3
203 Nl. Fyrsta ástæðan er vanþekking. Fjöldi manna hér á landi veit ekki meira um heimatrúboð og hvað jrað er, heldur en Kínverjar vita um safnaðarlífið á íslandi. Sumir halda að heimatrúboð eða innri mission sé einhver sértrúarflokkur, sem hafi það aðalaugnamið að vinna sérkredd- um sínum áhangendur eins og sumar „sektir" virðast hafa. En þetta er fjarri öllum sanni, því að heimatrúboð verður að byggja á sömu trúarjátningu og sú kirkjudeild hefir, sem hreyfing þessi er hjá, til þess að geta borið nafn með rentu. Sumir halda, að þeir, sem heimatrúboði sinna, séu sí og æ að prédika um eilífa útskúfun og vinni mönnum stórtjón með því að hræða menn á helvíti. Flér er það sannleiksatriði, að danskir prestar yfir höf- uð og sérstaklega sumir þeirra, er fylgja heimatrúboði, tala bæði oftar og skýrar um fordæminguna en vér eigum að venjast, en mjög er þó logið í viðbót um það efni. Mér er ekki kunnugt um, hvernig þessu er varið í öðrum löndutu innan heimatrúboðs þar; en mönnum til hug- hægðar get eg bætt því við, að mér er sjálfum ógeðfelt að heyra mörgum orðum farið um fordæminguna, enda varasamt fyrir prédikarann að gera það nema með grátandi hjarta. Sumir halda að heimatrúboð sé hvergi nema í Danmörku. Sannleikurinn er, að hreyfing þessi hefjr fest rætur um öll prótestantisk lönd nema ísland. Menn halda ýmsar fleiri fjarstæður um heimatrúboðið, sem oflangt væri að telja. En hvað er þá heimatrúboð? Það er starf leikmanna og presta að því að efla guðsríki inn á við í kirkj- unni. í orðinu innri mission felst ekki annað en sending inn á við og er það stundum haft um alt mannúðar og kær- leiksstarf, sem kristnir menn framkvæma í Jesú nafni, en í þrengri merkingu sér- staklega um þær breytingar, sem komið hafa fram meðal prótestanta á síðustu öld, þegar leikmennirnir fara að prédika guðsorð með prestunum og styðja að því á ýmsan hátt, að svefninn og deyfðin hverfi. Ef menn vissu þetta, vissu að heima- trúboðið starfar fyrst og síðast að því sama og hver prestur, sem annars er ekki óhýtur ieiguþjónn, starfar að því, að vekja og glæða lifandi trú og veita mönnum blessun safnaðalífsins og sam- félags trúaðra, þá yrðu sjálfsagt fleiri með því. En svo eru aðrir, sem hata heimatrú- boðið af alt annari ástæðu. Þeir sjá, að kristna trúin eflist miklu betnr, þegar Ieikmennirnir fara verulega að vinna ineð prestunum, en þeir eru vantrúarmenn, sem er illa við allan kristindóm einkum starfsaman kristindóm. Meðan þeir þjóna heiminumogvantrú sinni,mávæntaaðþeir beiti lygi og róg gegn þeim, sem þeir telja ómaksins vert að höggva eftir, en last þeirra er lof fyrir þá, sem drotni þjóna. þriðja aðalástæðan gegn heimatrúboði er „hákirkjuleg" eða á því bygð, að prestum einutn sé trúandi til að boða guðsorð svo í lagi sé, og þess vegna sé leikmannahreyfingarnar injög viðsjárverð- ar. — Það þarf ekki annað en nefna Moody eða Fi. N. Hauge til að sanna, að drottinn getur notað óvígða menn í sína þjónustu. En satt er það, að leikmannahreyfingar og heimatrúboð geta farið afvega, það er svefninn einn og áhugaleysið, sem aldrei þarf að óttast að taki nein gönuskeið. Eg hefi áður talað, eins og staðið hefir i „Verði ljós", um kosti heimatrúboðsins hér á landi og hvaða gagn það geti gert og skal því hér slept. Að eins örfá orð um mína stefnu og hver ætlan mín er með starfi míuu. Eg vil starfa að vakningu. Þorri manna sefur, andlega talað, og margir prestar setja kröfuna alt of lágt, enda reyna söfnuðirnir trúlega að lama þá og draga þá niður, en ber þá ekki á bænarörmum upp á við. Eg vil starfa að samfélags kristindómi. Þessir fáu, sem þó þrátt fyrir alt vilja ekki annað vita sér til sáluhjálpar en Jesús Krist og hann krossfestan, sitja hver í sínu homi, styðja Iítið eða ekkert hver annan og vinna ekki í sameiningu, og því æði lítið að eflingu guðsríkis. Alt þetta mundi breytast, ef bænasam- komur og sameiginlegur rítningarlestur færi að tíðkast, ásamt öðru fleira í líka átt. Komist hreyflng hér á, þarf hún að vera íslenzk; mér hefir aldrei komið til hugar að koma hér á dönskum kristin- dómi og þætti það óheppilegt að ýmsu leyti, þvf að þjóðerni vort og landshætt- ir eru svo ólíkir. Kirkjtileg þarf hún og að vera. Leikmennirnir verða að vinna i sambandi við prestinn sinn svo lengi sem unt er, en prestarnir verða að skilja þá og leiðbeina þeim eins og eldri bræður. Seinni part vetrarins höfðum vér ritningarlestur og bænasamkomur í Reykjavík, sem hafa gert meira gagn en margar prédikanir, og ég vona að því fari fram. Það er lífsskilyrði þjóð vorri að eign- ast lifandi kristindóm, heilbrigða trúar- vakningu. Ef vér hefðum verið eins heppnir og Norðmenn að fá kirkjulega vakningu samhliða þjóðlegri vakningu, væri þjóðin vor komin lengra en hún er. Guð gefi að svefninn og kuldinn megi hverfa én ljósið og hitinn frá hæðum koma í staðinn. X Auðviíað flytur nú »Austri« þau ósannindi, að dr. Valtýr Guðmundsson hafi gengið í bandalag við Einar Benediktsson, til þess að fá þjóðina til að hafna stjórnar- bótinni. Hvers vegna hefði blaðið átt að neita sér um að fara með þau ósann- indi, jafn-mikið og það hefir við slíkan flutning fengist? Og auðvitað legst blaðið í djúpsettar og alvarlegar hugleiðingar út af því, hvernig farið hefði, ef dr. Valtýr og flokksbræður hans hefðu ráðið mestu á síðasta þingi. Hvers vegna ekki gera sér einhvern mat úr soðinu af ósann- inda-hnútunni, úr því að ekki er á róg að lifa. Auðvitað fyllast margir heilagri vand- lætingu — ekki út af því að logið skuli vera upp á saklausan mann og honum eignað það, sem honum er skapi fjærst — heldur út af því, að dr. Valtýr og hans vinir skuli vera svona miklir föð- urlandsfjendur! Þvi að auðvitað gerir það ekkert til, þó að ekki sé nokkur sannleiks- neisti í staðhæfinguin þeim, sem not- aðar eru til að sverta mann. Rógurinn hefir alveg sömu áhrif fyrir því. Það er svo margreynt í stjórnmálabaráttunni hér á landi. Og auðvitað verður sú raunin á, þangað til góðir menn í flokki rógber- anna taka í taumana. Vatnsveifingar. Áhöld til vatnsveitinga inn í hús á Oddeyri komu nú með »Agli«. Qanga má að því vísu, að vatni verði að vori veitt inn í hvert hús hér inni á Akureyri. Áður en sýslumaður Kl. Jóns- son fór suður á þing í sumar, hélt hann fund með húseigendum í miðbænum, til þess að hrinda málinu áleiðis, og bundust þeir þá samtöknm, kusu nefnd til þess að hafa rannsókn á hendi og skuldbinda sig til að bera þann kostnað, sem af rannsókninni leiddi. í nefndinni eru kaupmennirnir Magnús B. Blöndal og Sigv. Þorsteinsson og Sigtr. snikkari Jóns- son. Nokkuru síðar áttu húseigendur í suðurbænum fund með sér, tjáðu sig fúsa á að vera með í samtökum og fela sömu nefnd að annast framkvæmdir fyrir sitt leyti. Þessi nefnd er nú að láta búa til vatns- skál hér uppi í brekkunni að norðanverðu við Gilið. Allar líkur eru til þess að þar sé fáanlegt nægilegt vatn fyrir öll hús í miðbænum og suðurbænum. En reynist ekki svo, verður önnur skál búin til uppi á brekkunni sunnar og pípa lögð úr henni í vatnsveitiiigarpípuna norðan að. Áhöldin verða pöntuð að vori. Skemfisamkoma var haldin í þinghúsi Höfðhverfinga á sunnudaginn var til arðs fyrir hið væntanlega sjúkraskýli læknishéraðsins, og var húsfyllir. Sigurður héraðslæknir Hjörleifsson, sem fyrir samkomunni hafði gengist, setti hana með nokkurum orðum. Söngur var þar undir forustu Bjarna Aarasonar á Svalbarði og Friðbjarnar Bjarnasonar á Grýtubakka. Og Einar Hjörleifsson ritstjóri las töluvert af sögu- köflum og kvæðum. Til Hólaskóla hefir Sigurður skólastjóri Sigurðsson keypt bækur og kensluáhöld fyrir iooo kr. Kensluáhöldin eru valin eftir því, sem hann álítur hentast hér á landi, eftir að hafa skoðað söfn skólanna á Norðurlöndum. Nokkurar efnafræðis- rannsóknir verður unt að gera við skól- ann, t. d. að rannsaka fituefni í mjólk sterkju í kartöflum og svo ýmsar jarð- vegsrannsóknir. Svo hefir verið keypt töluvert af mótmyndum af verkfærum °g fl. og fjöldi af öðrum myndum. Á- höld eru til að sýna skuggamyndir til skýringar við fyrirlestrana. Vel flestar nýrri bækur um búnað, sem líkindi eru til að komi hér að haldi, hafa verið keyptar, og svo fær skólinn öll helztu tímarit um búfræði, sem komu út á Norðurlöndum. Af ísl. bókum verða meðal annars til flestar bækur, sem bókmentafélagið hefir gefið út. Auk þess, sem stórkaupmaður Fraen- kel gefur skólanum tilbúin áburðarefni, eins og getið var um í »N1.« í sumar, gefa og tveir stórkaupmenn í Khöfn tilbúin áburðarefni og tilbúin fóðurefni. Kensluáhöld verða eins góð og á sam- svarandi skólum erlendis, safnið vita- skuld ekki eins stórt, en alt hið nýj- asta, og það, sem nú er mest notað, verður við hendina. Þar sem nú svo mikið verður við skólann af nýjum búnaðarritum og kensluáhöldum, menn fá tækifæri til að kynnast efnafræði með tilraunnm, sem ekki hefir áður verið kostur hér á landi, og engin ástæða til að ætla annað en kenslan verði góð, þá verður sjálfsagt mikinn fróðleik að Hólum að sækja, bæði fyrir bændur alment, og eins fyrir menn, sem þegar hafa við búfræðisnám fengist. Ingólfur Gíslason héraðslæknir sýndist á batavegi, en er þó alvarlega veikur enn, svo allsend- is er óvíst, að hann sé úr hættu. Guðm. Hannessyni héraðslækni hefir batnað mikið sið- ustu dagana, en er þó til muna bólginn undir hendinni. Flest getur hann unnið, sem fyrir kemur. Síra Ásm. Gíslason á Bergstöðum kom hingað nú í vik- unni og er nýlega farinn heim aftur, var að finna bróður sinn Ingólf lækni, með því að hann hafði fengið þær fregn- ir af honum, að hann væri í mikilli hættu. Skilvindu-viðgerð. Vér vekjum athygli manna á auglýs- ing Búnaðarfélags Islands um þann kost, sem menn eiga nú á að læra að gera við skilvindur. Sigurður Jónsson er dverghagur maður, en eftir því sem oss er skrifað úr Reykjavík, hefði hann ekki getað fundið það af hyggjuviti sínu, sem hann hefir lært. Búnaðarfélög úti um landið ættu að sjá um að kenslu-tilboð- inu sé sint. Aflabrögð. Síld er lítil hér inst á firðinum. Tíu strokkar fengust í fyrradag í einar fiskikvíarnar (Jens Petersens). Höepfners verzlun og Hansen, sem *nú er í félagi um nótalag, köstuðu nót á miðvikudag- inn og fengu 50—100 strokka. Við Hjalt- eyri er lítill afli. Fram undan Höfða-

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.