Norðurland


Norðurland - 22.11.1902, Blaðsíða 1

Norðurland - 22.11.1902, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 9. blað. j Akureyri, 22. nóvember 1902. j n. ár. ‘Búnaðarframfaragrein SSjörns Jenssonar í ,,Jsafo/d“. Eftir Stefán Stefánsson kennara. III. Hvaða vit væri nú í því að stein- hætta alt í einu við jarðabætur, sem orðið hafa að miklu gagni, og byrja á nýrri jarðabótaaðferð, sem lítil sem engin reynsla er fyrir hér á landi, enn sem komið er? Tilraunir Jóns Jónatanssonar hafa ekki sýnt annað en það, að hægt er að plægja miklu ódýrar en áður hefir verið gert, og er það mikils vert; en þær sýna ekki og geta enn ekki hafa sýnt, hvort grasfræsáning er arðvænlegri en þaksléttunin. Tilraunirnar eru svo nýbyrjaðar og ýms skilyrði vantar, til þess að nolckuð sé á þeim að byggja. í hæsta lagi má segja um þær, að þær gefi góðar vonir. Hinn háttvirti höf. skorar á lands- menn í heild sinni, að hætta þak- sléttuninni og hefjast handa á kom- anda vori og byrja að breyta jörð- unni í sáðland. það sé þrefalt ódýr- ara og margfalt arðmeira. Fyrri staðhæfingin er röng, hin síðari út í bláinn. Ef hægt er að tvíplægja dagslátt- una undir sáningu, fyrir 45 kr., sem víða er auðvitað ekki hægt, má plægja hana fyrir sama verð undir þökur; en þar við bætist svo ofanafristan og þakningin, sem má gera 75 kr. = 120 kr. Sé sléttan hæfilega þur, vel umvönduð að öllu leyti og vel hirt, endist hún að minsta kosti 20 ár og sprettur vel, gefur af sér, að jafnaði, að minsta kosti 15 hesta á ári. Á sama tímabili er sána dag- sláttan sex sinnum tvíplægð, sem kostar 270 kr., eða að minsta kosti alt að því; þar við bætist svo sán- ing og fræ, sem hlýtur að nema allmiklu fé. En þótt vinnan við sánu dagslátt- una sé dýrari, getur vel verið, að hún borgi það með þeim mun meiri arði; en úr því verður reynslan að skera. En hverjir eiga svo að vinna að þessum nýju jarðabótum? Höf. játar, að „enginn hafi kunnað að plægja til þessa." Petta er auðvitað of djúpt tekið í árinni, en sárfáir hafa þeir verið og sárfáir eru þeir enn. Enn færri eru þó þeir, sem nokkuð kunna til þess að sá eða fara með sáðland. „Án kunnáttu er ekki við því að búast, að grassáningin hepnist", seg- ir höf. En hann bendir á ráðið til þess „að bæta úr kunnáttuleysinu að plægingu og annari sáðland- yrkju." — Hann segir, að „vér verð- um að fá vana landyrkjumenn frá Danmörku eða Noregi, eða báðum þessum stöðum, meðan vér erum að komast í stöfunina." En hvar fáum vér fræið? Eigum vér að sá útlendu fræi? — Ætlast höf. til, að bændur alment verði sér út um slíka verkamenn í vetur? Að öllum líkindum, því í vor á „að hefjast handa" með nýju aðferðina. Að vísu segir hann, að þeir þurfi ekki að vera ýkja margir, þessir verkamenn. En hvernig eiga þá bændur að láta vinna? Eru nokkur líkindi til, að margir slíkir menn liggi á lausum kili? Má búast við, að þeir ílengd- ust hér? Er ekki öllu líklegra, að þeir vildu hverfa heim til átthag- anna á haustin og vér þyrftum svo að greiða þeim ferðakostnað árlega fram og aftur? Allar þessar spurn- ingar hljóta að vekjast upp fyrir manni, þegar maður fer að athuga þessa ráðleggingu höf. - Hvernig sem þeim verður svarað, er enginn efi á því, að dýrir verða þeir oss, þessir útlendu verkmenn, og tæp- lega fáum vér dagsláttuna tvíplægða með þeim vinnukröftum fyrir 45 kr. „En ekki tjáir að horfa í það," segir höf. — Nei, engan veginn, ef vér erum vissir um mikinn og góðan árangur; en þessa vissu vantar því miður, þótt hinn háttvirti höf. full- yrði, að hún sé þegar fengin. Hér verður honum nákvæmlega hið sama á, eins og með hina undantekningarlausu fullyrðing um einskisvirði þúfnasléttunarinnar. Þegar höf. hefir skorað á lands- menn í heild sinni að breyta tún- unum í sáðland, og kalla það eitt ræktaða jörð, og þegar hann hefir leyft sér að telja reynslu fengna fyrir því, að grassáning hepnist hér á landi, verður honum að spyrja sjálfan sig: Er nú þessi reynsla svo áreiðanleg, að eg geti með góðri samvizku skorað á íslenzka bændur yfirleitt, að taka upp þessu nýju ræktunar-aðferð ? Þessari spurningu finnur hann sig knúðan til að svara neitandi. Á Vesturlandi suður að Snæfells- nesi, Norðurlandi, og þá sjálfsagt Austurlandi líka, alstaðar „þar sem hafískuldinn nær fullum tökum" býst hann við í niðurlagi greinarinnar, að grassáningin geti mishepnast. — En hvað verður þá eftir af landinu? Suðurland eitt. Með öðruin orðum, grassáningar- áskorunin nær, samkvæmt niðurlag- inu, eitigöngu til Suðurlands, en er þó afdráttarlaust beint til landsins í heild sinni, og svo munu flestir líta á, sem greinina lesa. Þetta er annar stærsti galli grein- arinnar. Það er engan veginn glæsilegt fyrir norðlenzka bændur að horfa fratn í tímann, eftir kenningu höf., ef svo skyldi fara, sem hann býst hálft í hvoru við, að grassáning hepnist hér ekki. Þeir eru þá dæmd- ir til að lifa á „óræktuðu" landi um aldur og æfi, beita á það sauðfé og reyta af því hey handa kindunum að vetrinum! — En, sem betur fer, getutn við huggað oss við það, að sú getgáta hins háttvirta höf., að grassáning hepnist máske eigi hér á Norð^r- landi, á við jafnlítil og nærri minni rök að styðjast en sú staðhæfing hans, „að hún lánist á Suðurlandi." Eg skal svo ekki fara fleirum orð- um um þessa merkilegu grein, og vænti þess að hinn háttvirti höf. taki mér ekki til meins, það sem eg hefi sagt. Má enginn ætla, að þetta sé ritað til þess að varpa rýrð á höf., sem mér er hlýtt til, og eg virði mjög fyrir margra hluta sakir. IV. (Síðasti kafli.) Nú get eg búist við, að einhverjir verði til að spyrja mig eitthvað á þessa leið: Álítur þú, að þúfnasléttunaraðferð- in okkar sé hin heppilegasta jarð- yrkju-aðferð, og að við eigum að halda henni áfram? Álítur þú ekki rétt, að vér reyn- unr grassáningu á þann hátt, sem Björn Jenson bendir á? Fyrri spurningunni svara eg því, að þessi aðferð er sú eina túnr^ekt- unar-aðferð, sem fullkomin reynsla er fengin fyrir að gefur góðan og vissan arð. Þess vegna eigum vér að viðhafa hana franrvegis, þangað til reynsla er fengin fyrir því, að aðrar aðferðir séu arðvænlegri. En auðvitað verðum vér að kosta kapps um að gera slétturnar sem varan- legastar og beztar, með vandlegri plæging, góðum undirburði og fram- ræslu, þar sem þess er þörf, og um leið sem ódýrastar. Það getum við bæði tneð því að nota meira hest- aflið og afla okkur betri verkfæra. í stað þess að stinga upp flögin, ættum við jafnan að plægja þau og herfa, þar sem það annars er hægt. Þegar við förum að rífa upp görnlu slétturnar okkar, ættum við að rista ofan af þeim með undirristuplógi; mundi það verða margfalt fljótlegra og ódýrara en með spöðum. Við verðum að koma oss upp góðum plægingamönnum, með því að senda svo og svo marga menn úr hverju héraði til Jóns Jónatanssonar, Torfa í Ólafsdal eða annara þeirra manna, sem kunna til fullnustu að plægja, og láta þá vinna hjá þeim, þar til þeir eru fullnuma. Unga, greinda og lagvirka menn ættum við einnig að senda sem flesta til nágranna- landanna og láta þá vinna hjá góð- um bænduin árlangt, svo þeir vend- ust öllurri jarðyrkjustörfum. Fyrir milligöngu Búnaðarfélagsstjórnarinn- ar geta menn fengið slíkar vistir í Danmörku fyrir alt að 100 kr. kaupi um árið. Auk þess, sem þessir menn lærðu að vinna, mundu þeir sjá og heyra margt lærdómsríkt, vakna til uinhugsunar um margt, seni þeim hefði annars ekki hugkvæmst og snúa heim margfalt betri en þeir fóru. En jafnframt því sem vér höld- um áfram vorum gömlu jarðabót- um, eigum við að gera alvarlegar tilraunir með grasfræsáning og gras- frærækt, fóðurrófnarækt, og tilbú- in áburðarefni o. fl. En þeir einir, sem vanist hafa slíkum tilraunum og hafa góða þekkingu á öllu, sem hér að lýtur, eru færir um að gera slíkar tilraunir, en langt er frá því, að bændur séu það alment. Það væri meira að segja skaðlegt, ef bændur færu að leggja út í slíkar tilraunir að nokkuru ráði. Ekkert er líklegra en þær mishepnuðust sök- urn kunnáttuleysis, féð eyddist og það sem meira er um vert, áræðið og trúin á alla nýbreytni lamaðist. Lang-skynsamlegast væri, að tveim tilraunastöðvum væri komið á fót, annari á Suðurlandi og hinni á Norðurlandi, og fengnir vel hæfir áhugamenn til þess að veita þeim forstöðu. Við þessar tilraunastöðvar ættu svo fleiri eða færri ungir menn að geta notið tilsagnar í öllu, sem að jarðyrkju og garðyrkju lýtur. Jafnótt og eitthvað væri fullreynt á tilraunastöðvunum ætti að kenna bændunuin að hagnýta sér það. Með þessu móti efast eg ekki um, að vér myndum finna ýmislegt nýtt, ýmsar nýjar aðferðir miklu betri en þær gömlu, til ómetanlegs gagns fyrir landbúnað vorn. Ef vér svo auk þessa kæmum okkur upp efnafræðisverkstofu, þá og ekki fyrri hefðum við fengið hin nauðsynlegustu tæki til þess að leggja trausta íslenzka undirstöðu undir land- búnað vorn, og önnur undirstaða dugar ekki. Við megum ekki ein- göngu byggja á útlendri reynslu, útlendum kenningum. Við getum lært mikið af þeim og haft hliðsjón á þeim, en vitum aldrei að óreyndu, hve mikið er hér á þeim að byggja. Náttúruskilyrðin eru hér svo frá- brugðin því, sem þau eru í ná- grannalöndunum. Jafnhliða þeim stofnunum, sem þegar eru taldar, ættum við að koma upp kynbótastöðvum fyrir búpening vorn á einum eða tveim stöðum fyrir hverja tegund. Það er enginn efi á því, að við eigum góða alidýrastofna, en þeir þurfa endurbóta við, og geta óefað tekið miklum bótum. Fé það, sem varið væri til alls þessa, mundi koma margfaldað í vasa okkar aftur, og það er stórtjón fyrir okkur að fresta því lengur, að koma öllu þessu á fót og í gott lag, svo stórt, að við megum ekki við því til lengdar. Úr Suður-þingeyjarsýslu fréttist í gær, að jörð væri hvervetna annaðhvort góð eða talsverð, nema í parti af Bárðardal og efstu bæjurn í Reykjadal. Afli var talsverður á Húsavík fyrir viku; síðan hefir ekki paðan frézt.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.