Norðurland


Norðurland - 22.11.1902, Blaðsíða 3

Norðurland - 22.11.1902, Blaðsíða 3
35 V Nl. er tóku til máls, að rétt væri að reisa þær skorður við þeim veiðum, sem menn sæju sér fært, en ástæðurnar, sem fyrir mönnum vöktu, voru nokkuð sundurleitar. Sumir töldu sannað með reynslu sjómanna, að hvalaveiðar séu niðurdrep fyrir síldar og þorskveiðar. Aðrir töldu enga áreiðanlega sönnun fyrir því fengna, en að hinu leyt- inu gæti verið viðsjárvert að láta Norðmenn eyða hvölum hér við land, svo að ekkert yrði eftir af þeim, þegar íslendingum yxi svo fiskur um hrygg, að þeir vildu sjálfir fara að stunda hvalaveiðar. Sumir héldu og því fram, að hvalaveiðamenn greiddu alt of lítinn skatt til landsþarfa í tiltölu við arðinn, er þeir hefðu af atvinnu sinni. Eðlilega kom mönnum þá ekki heldur sain- an um, hvað til bragðs skyldi taka. Sumir vildu ekkert annað en algerða friðun hvala, að minsta kosti um sumartímann, og á því máli virtist meiri hluti fundarinanna vera. Aðrir vildu leggja liáan útflutningstoll á afurðir hvala o. s. frv. Að lokum var sett nefnd í máiið, til þess að íhuga það og leggja tillögur sínar fyrir almennan fund hér í bænum: Eggert Laxdal, Klemens sýslu- maður Jónsson og Friðbjörn bóksali Steins- son. -,Jadars"-uppboðið. Bergsteinn Björnsson kaupmaður kom austan af Fáskrúðsfirði með „Mjölni" nú í vikunni, hafði farið austur til þess að vera á uppboði „Jadars", sem haldið var 27. og 28. f. m. Hr. B. B. keypti % úr skipinu með því, sem í því var og hr. Olgeir Frið- geirsson á Fáskrúðsfirði 'A fyrir samtals 590 kr. Sjálfu skipinu var ekki unt að ná, en ýmsu af því, svo sem siglutrjám og öðru lauslegu, og vörunum, sem eftir voru í því, 27 tn. af síld og 10 tn. af kjöti. Uppboðið nam ails 41 þús. kr. Þar voru seldar 1400 tn. af síld og mikið af saltfiski og ull. Alt fór það með fremur háu verði, sem óskemt var. Bæjarsfjórnarfundur. Þriðjud. 18. nóv. Rætt um stofnun sunnudagaskóla sam- kvæmt áskorun frá borgarafundi á Akur- eyri. Samþykt, að leggja til ljós, hús og hita og alt að 100 kr. styrk úr bæjarsjóði, ef einhverjir hæfir menr yilja koma sunnu- dagsskóla á stofn “nér og nemendur við hann, karlar og konur, yrðu stöðugt ekki færri en 30. Qilbúar báðu um veg upp í grafir og ljósker í Gilið. Beiðninni um veginn vísað til veganefndar. Beiðninni um ljóskerið neit- að að svo stöddu. Helga Guðmundssyni, Jóhanni Skúlasyni og Davíð Gíslasyni veitt aðsetursleyfi í bænum. Birni Jóhannssyni veitt sótarasýslan í bæn- um frá næsta nýári. Fyrirspurn lögð fram frá Kristjáni Ás- inundssyni á Glerá, hvort bæjarstjórnin vildi selja jörðina Dvergastaði í Hrafnagilshreppi, sein er bæjar-eign. Samþykt, að gera jörðina fala, og bæjarfógeta falið að auglýsa hana til sölu í blaði hér sem fyrst. Fjórum mönnum veitt ókeypis kensla fyrir börn sín. Út af erindi frá forstöðunefnd kvenfé- lagsins hér var skorað á fátækranefndina að sjá um að börn Benedikts Ólafssonar væru tekin og þeim komið fyrir á spítalan- um til lækninga, ef henni fyndist ástæða til þess, eftir að hafa grenslast eftir ásigkomu- lagi þeirra heima hjá foreldrunum. Beiðni um húsagrunna lagðar fram frá Matth. Jochumssyni, Halld. Briem, Ólafi Guðmundssyni og Matth. Matthíassyni. Mál- inu frestað, þar til er bæjarstjórnin hefði skoðað staðinn. Áætlun lögð fram eftir Bjarna smið Ein- arsson uin kostnað við hafnarbryggju hér og uppdráttur af henni. Sömuleiðis lögð fram áskorun frá nær 100 manna úr ytri hluta bæjarins um að gjöra bryggju á Torfu- nefi á næsta vori. Samþykt með 5 atkv. að skora á hafnarnefndina að láta gjöra upp- dráttinn og áætlun um kostnað við haf- skipabryggju á Torfunefi, sem sé að minsta kosti 30 álna breið, og að leggja hvorttveggja fyrir bæjarstjórnina sem fyrst eftir næstkom- andi nýár. Tíðarfar hefir verið mjög gott hér þessa viku. Sunnanátt, bjartviðri, stillur, stundum frost- laust, en oftast ofurlítill stirðningur. Amtmaður er enn ekki farinn að klæðast, en er samt á góðum batavegi. Sjúkir læknar. Ingólfur héraðslæknir Gíslason virðist nú vera kominn á góðan bataveg. Þessa viku hefir liann verið laus við alla hitaveiki og honum farið fram til muna. Sjúkdómur Sigurðar héraðslæknis Páls- sonar er líkur og verið hefir. Batinn er hægfara, en á fótum er læknirinn á degi hverjum. Slys á Seyðisfirði. Út af fjölförnustu götu þar í bænum datt maður í sjóinn seint í síðasta mánuði, Eitiar Björn Bjömsson póstur, og druknaði. Hann hafði ekki verið algáður, en vegurinn hættulegur þarna í myrkri. Maðurinn var á bezta aldri og dugnaðarmaður mesti, lét eftir sig konu og 5 börn ung, og var að jafnaði reglutnaður, þó að svona tækist til í þetta sinn. Siglingar. »Mjölnir«, gufuskip Tuliniuss, kom hing- að þ. 17. frá útlöndum og Austfjörðum- Með því komu Bergst. Björnsson kaupmað- ur, Skafti Jósepsson ritstjóri á Seyðisfirði, Stefán Steinholt kaupmaður á Seyðisfirði, Rolf Johansen verzlunarmaður af Seyðis- firði, sem ætlar að setjast hér að, taka við afgreiðslu á gufuskipum stórkaupmanns Th. E. Tuliniuss og umsjón yfir síldarveið- um og síldarkaupum hans hér, og Bened. Bjarnason, útgerðarmaður á Mjóafirði. Skipið kom með talsvert af vörum til ýmsra kaupmanna hér. Þar á meðal er sagt, að einn kaupmaður á Oddeyri hafi fengið með skipinu 40 tunnur af brenni- víni, auk annars áfengis, svo einhver getur fengið sér í staupinu. Mjölnir fór aftur þ. 19., mikið til fermdur af síld og kjöti. »Risöen« og »Leif«, síldarveiðaskip frá Haugasundi, sem verið hafa nokkurar vik- ur á Vestfjörðum í síldarleit, komu þaðan þ. 19. þ. m. aflalaus. Þegar þau fréttu um aflaleysið hér, lagði »Risöen« tafarlaust á stað til Noregs. En »Leif« bíður hér eftir afla, og sagt, að hann muni bíða fram und- ir jól. »St. 01af«, síldarveiðagufuskip, sem hér hefir verið við veiðar síðan í september, fór héðan þ. 21. alfarið heimleiðis til Hauga- sunds, hafði aflað um 800 tn. og keypt nokk- uð af netjasíld. Með honum fór fjöldi Norð- manna, sem hafa verið við veiði hjá út- gjörðunum hér. Síldarafli enginn hér í firðinum þessa viku. Og ekki nema lítill reytingur af öðrum fiski; beituleysi kent um. Hafnarbryggjan. Hafnarnefndin áætlar, að viðbótin við hafnarbryggjuna hér kosti 9,128 kr., en með viðgjörðum við þann partinn, sem nú er til, og festum í land fyrir skip, sem við bryggjuna leggjast, gerir hún ráð fyrir, að kostnaðurinn muni nema 10 þúsund krónum. Eins og áður hefir verið skýrt frá í »Norðurlandi«, á að nota skipið »La Glaneuse« fyrir bryggjuhöfuð. Ráðgert er að sökkva því niður, 28 álnir frá endanum á bryggjunni, eins og hún er nú, og leggja svo tvær brýr yfir- bygðar milli bryggjuendans og skips- ins, en meðfram báðum brúnum að innanverðu eiga að vera gangstéttir. Brýrnar verða 4 álna breiðar og gang- stéttirnar 2 álna breiðar. Milli brúanr.a verður 6 álna breitt op. Skip, sem liggja framan við bryggjuhöfuðið, verða á 22 feta dýpi undir kili. % Veðurathuganir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Eftir Ólaf Davíðsson. 1902. Nóvbr. Um miðjan dag (kl 2). Minstur h. (C) á sólar- hringnum Loftvog (þuml.) 1 Hiti (C.) ti '< 3 lO *o H >Æ & C3 E '>» cr> Úrkoma | Sd. 9. 74.8 4-6.6 NV 1 10 - 5.o Md.10. 75.0 -4-3.2 0 10 S - 6.0 Þd. 11. 75.2 4-4.5 0 0 - 6.0 Md.12. 73.5 3.1 0 9 R - 11.5 Fd. 13. 74.6 -f- 4.o SV 1 8 - 5.9 Fd. 14. 74.5 4-0.5 0 8 - 7.0 Ld. 15. 74.9 2.A SV 2 3 R - 7.5 Athgs. Aðfaranótt þ. 15. ofsarok á suðvestan. % Hjónavígslur á Akureyri. Stefán Björnsson, Guðrún Ólafsdóttir 24. júní. Jón Tómasson, Sigurlína Sigurgeirsdótt- ir 3. ágúst. Garðar Gislason, Þóra Sigfúsdóttir 13. ágúst. Jóhann Vigfússon, Anna Schiöth 20. septbr. Jón Gunnlögsson, Sigþrúður Pétursdóttir 27. septbr. Trausti Friðriksson, Ása Ásgrimsdóttir 4. oktbr. Jóhann Ragúelsson, Guðrún Davíðsdóttir 11. oktbr, Kristján Sigurðsson, Guðríður Jósepsdótt- ir 25. oktbr. Ólafur Guðmundsson, Guðbjörg Guð- mundsdóttir 1. nóvbr. Gísli Jónsson, Guðrún Finnsdóttir 8. nóvbr. Guðlögur Pálsson, Ingilína Jónasdóttir 14. nóvbr. I Spæjarinn. Skáldsaga eftir Max Pemberton. [Framhald.] »Þér hafið gert boð eftir mér, hr. hers- höfðingi«. Stefanovitch þótti vænt um Pál, eins og hann væri sonur hans. Hann virti hann vandlega fyrir sér, áður en hann tók til máls. »Já, Páll höfuðsmaður, eg hefi gert boð eftir yður. Hafið þér heyrt síðustu frétt- irnar?« »Fréttirnar, hr. hershöfðingi?* »Já, eins og eg segi, fréttirnar —til Lund- úna eru komnir uppdrættir af skotviginu nr. 3, og einhver hefir selt þá, sem þekkir vígin eins vel og þér og eg.« Stefanovitch lét sem hann væri rólegur, eins og hér væri ekki um annað en smá- ntuni að tefla. Hann var vanur að varast að láta menn sjá á sér nokkur reiðimerki, og menn óttuðust augnaráð hans meira en orð hans. Páll þekti vel þennan vana hans og var hræddur við hann, eins og glæpa- menn geta orðið við gamanyrði dómara síns. »Svo Englendingar eiga að hafa uppdrátt af skotvíginu nr. 3, herra hershöfðingi ? Þetta er ósatt!« sagði hann, sneri sér við vandræðalega og leit kringum sig spurn- araugum. »Eg segi, að það sé ósatt, og það skal eg segja Englendingunum; þeir geta ekki hafa fengið uppdráttinn, það er ómögulegt. Hver ætti að hafa látið þá fá hann? Er nokkur í Krónstað, sem mundi vilja selja leyndarmál ættjarðar sinnar? Hver gæti selt þau? Þér vitið, að það er ekki satt, herra hershöfðingi. Guð minn góður, að menn skuli geta borið annað eins á mig!« Með hverju augnabliki varð honum ljós- ara, hve mikilvæg ákæran var. Hann svitn- aði á enninu og tárin komu fram í augun á honum. Hann hafði verið svo óeigingjarn og einlægur i starfi sínu fyrir Krónstað, að honum fanst þetta rothögg fyrir sæmd sína. Þeir höfðu gefið í skyn, að hann ætti ekki skilið það traust, sem honum hafði verið sýnt—hann, Páll Zassulic, sem hefði verið fús á að leggja Iífið í sölurnar fyrir þenn- an kastala! Ekki hefði verið unt að mis- bjóða tilfinningum hans hroðalegar. »Það er lygi«, sagði hann aftur. Nikolaj Stefano- vitch leit á hann eins og hann samsinti, og Bonzó gamli deplaði augunum slægðar- lega. »Það er haugalygi, herra hershöfð- ingi. Enginn hefir komið í vígið, nema þeir, sem þar hafa starf með höndum, það vitna eg til guðs. Ef þér trúið mér ekki, þá skuluð þér senda eftir Seroff Ossinsky. Hann getur sagt yður það sama; hann hlær að þessari skröksögu, eins og eg mundi hlæja, ef sæmd mfn væri ekki í veði. Þeir geta ekki haft þennan uppdrátt í Lundúnum — þér vitið, að það geta þeir ekki«. Hann leit til þeirra á víxl bænaraugum, en hann sá ekkert í andlitum þeirra, hvorki hluttekning né hughreysting. Svipurinn á Bonzo var jafn-óbifanlegur og járnkaldur og vant var. Stefanovitch hallaði sér aftur í stól sinn og starði á hann, eins og hann mundi hafa starið á glæpamann, er leiða hafði átt út, eftir er dómur hans hefði ver- ið kveðinn upp. »Eg veit ekkert,« svaraði hann, »alls ekkert, nema það, sem mér er tilkynt frá Pétursborg. Þar er sagt, að uppdráttur af víginu hafi verið seldur Englendingum. Þér, sem hafið gengt embætti í víginu, þangað til nú fyrir mánuði, svarið, að þetta geti ekki verið, af því að enginn ókunnug- ur maður hafi inn í það komið. Er þetta rétt, hr. höfuðsmaður?« »Já, eg kalla guð til vitnis um það, hr. hershöfðingi, og það mun eftirmaður minn líka gera«. »Þið verðið báðir látnir vinna eið að því fyrir réttinum, sem rannsakar þessa skýrslu. Ef menn trúa yður, þá er málinu þar með lokið. Mér fyrir mitt leyti finst þetta vera hlægilegt. Uppdrátturinn, sem Englendingar hafa keypt, hefir verið fals- aður; á því getur ekki nokkur vafi leikið. Okkar verk er að sannfæra stórfurstann um þetta og að vera alt af jafn-árvakrir. Meira þarf eg ekki að segja, hr. höfuðs- maður. Eg er ekki hér til þess að kenna yður, hvað skyldan býður. Bænum er óhætt, meðan aðrir eins menn eru í þjónusti hans eins og Páll Zassulic*. Höfuðsmaðurinn leit upp; hann hafði bú- ist við því, að þeir mundu bera sakir á sig. Nú vissi hann, að þeir gerðu það ekki. Þá byrði hafði hann ekki getað borið, að vera grunaður, og nú fyltist hugur hans þakklæti og hiýleik, þegar þeirri byrði hafði verið létt af herðum hans. •Þakk’ yður fyrir, hr. hershöfðingi,« sagði hann stillilega; »meira get eg ekki fram á farið frá yðar hálfu«. Stefanovitch sló út hendinni til merkis um, að nú skyldi hann fara. Hann fór út úr herberginu og var glaður í bragði; hann ætlaði sér að finna liðþjálfa sinn tafarlaust og spyrja hann spjörunum úr. En áður en hann var kominn út úr garðinum, var komið við öxlina á honum. Hann sneri sér við snarlega og sá þá, að Bonzó hafði veitt honum eftirför. >Eigið þér samleið við mig, hr. hersir?« mælti hann. »Eg er á leiðinni til fangelsisins«, sagði hermaðurinn gamli harðneskjulega; »það þrengist í því, ef nokkuð er satt í þessari frétt«. »En það getur ekkert verið til í henni, hr. hersir — eg þori að vinna eið að því. Inn í vígið hefir enginn komið og —< Bonzo ypti öxlum; augun tindruðu eins og marðaraugu. >Enginn, segið þér?« »Já, eg vinn eið að því,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.