Norðurland


Norðurland - 22.11.1902, Blaðsíða 2

Norðurland - 22.11.1902, Blaðsíða 2
Nl. 34 Ufflutningur á kjöti. í fjáraukalögum síðasta aukaþings voru veittar 20,000 krónur til tilrauna til að flytja kjöt í kældu skipi til út- landa haustið 1903. »Styrkur þessi útborgast eftir til- lögum Búnaðarfélags íslands og að eins sem uppbót fyrir hvert það pund af fyrnefndu kjöti, er selst lægra verði en svo, að seljandi fái fyrir það 18 aura í kroppum undir 45 pd., en 20 aura í þyngri kroppum, að frádregn- um kostnaði. Skal þá greiða seljanda það, sem á vantar í 18 eða 20 aura, þó ekki meira en 5 aura á hvert pund.t f fjáraukalagaumræðunum tók fram- sögumaður verzlunarmálanefndarinnar, Þórh. Bjarnarson lektor, það fram, að tillagan væri bygð á bendingum stór- kaupmanns Zöllners, er hann hefði gefið Landsbúnaðarfélaginu, og er svo til ætlað, að hann verði forvígismaður fyrirtækisins á Englandi. »Tilraunin er fólgin í því, að senda alfermi af kjöti í kældu skipi, og þar sem tilraunin verður að gerast í svo stórum stíl, sem er talið óhjákvæmilegt til þess hún geti borgað sig, þá er ekki von á þvf, að nokkurt einstakt hérað fari að taka að sér alla áhættuna, nema landssjóður vilji hlaupa undir bagga með, ef salan tekst illa«, sagði þing- maðurinn. Og helzt bjóst hann við því, að tilraunin yrði gerð frá Seyðis- firði, það er »einmitt staðurinn, sem bæði Zöllner og nefndin hafði hugsað sér líklegastan fyrir útflutninginn á kjötinu.* Kaupfélögin í Þingeyjarsýslu hafa, fyrir forgöngu alþingismanns Péturs Jónssonar, tekið að sér að stuðla að því, að þessi útflutningstilraun kom- ist á næsta haust. Og á fundi, sem fulltrúar félaganna áttu með sér í síð- asta mánuði, kom þeim saman um, að yrði tilraunin ekki gerð frá Seyðis- firði, þá yrði að gera hana frá Akur- eyri. Fari nú svo, að ráðist yrði í til- raunirnar hér, þyrftu sjálfsagt kaup- félög og kaupmenn hér að taka hönd- um saman, og Akureyrarbær þyrfti að styðja málið. Vitanlega er tilraunin töluverðum örðugleikum bundin, einkum í byrjun- inni, meðan vanséð er, hvernig fyrir- tækinu reiðir af, og hvert framhald verður á því. Skýli þarf að koma upp, þar sem unt er að slátra nægilega vel nægi- lega mörgu fé á nægilega stuttum tíma. Sennilega mætti nota þetta skýli til geymslu mestan tíma ársins og með því móti fá nokkuð upp í kostn- aðinn. En meðan ekki er trygging fyrir því, að fyrirtækið verði til fram- búðar, verður húsið samt of mikil byrði á þeim, sem tilraunina ábyrgj- ast að öðru leyti. Annar örðugleikinn er sá, að hafa nógu marga hæfa menn til verka, ef slátra þarf 1—2 þús. fjár á dag. Sennilega þyrfti að fá mann frá öðr- um löndum til þess að segja fyrir verkum, með því að svo mikið er undir því komið, að slátrunin sé svo af hendi leyst, að hún spilli ekki fyrir sölunni, — eða að minsta kosti senda mann til útlanda til þess að kynna sér slátrun og kjötflutning. En jafnframt því sem örðugleikarnir eru miklir, er líka stórlega mikilvægt fyrir þjóðina, ef tilraunin hepnast, svo að sannarlega er einhverju til hennar kostandi. Og svo framarlega sem ekki verður úr henni á Seyðisfirði, er mikil- lega vonandi, að málinu verði komið í framkvæmd í höfuðstað Norðurlands, með röggsemi og góðri samvinnu. « Fjárkláðinn. 3 hrepparí Suður-Múlasýslu neita að baða. Málshöfðun væntanleg. Allur þorri bænda í Breiðdals-, Valla- og Eiðahreppum í Suðurmúlasýslu hafa sent amtmanni neitun um að baða sauð- fé sitt í vetur samkvæmt fyrirmælum amtsins frá 4. ágúst þ. á. Þrír menn úr Vallahreppi, síra Magnús Bl. Jóns- son í Vallanesi, Sigurður Einarsson í Mjóanesi og umboðsmaður Björgvin Vigfússon á Hallormstað, hafa í um- boði sveitunga sinna skrifað amtmanni ástæðurnar fyrir því ráði, er þeir hafa horfið að, og hefir »Norðurl.« verið gerður kostur á að sjá bréf þeirra. Astæðurnar eru í stuttu máli þessar: 1. Þörfin tiltölulega lítil, »þar sem það er sannfæring manna, að hér sé enginn fjárkláði til í Múlasýslum sunnan Lagarfljóts.« 2. »Ein böðun þykir ekki nægileg trygging, til að útrýma fjárkláða, ef hann virkilega væri til staðar.« Skoð- unar 'þurfi eftir á, hvort sem er, »og svo lækningar á sjúku og grunuðu fé, sem kann að finnast við þá skoðun,« og fyrir því kveðast bréfritararnir ekki sjá, »að hin fyrirskipaða almenna böð- un hafi neina verulega þýðingu, því síður, að hún gjöri gagn tiltölulega við þau vandkvæði, er henni fylgja*. 3. Ómögulegt »að afstýra samgöng- um fjárins, nema með því að geyma það innilukt í húsum.« »Fari nú bað- anir fram í tveim slíkum hreppum, sem engar skorður eru við reistar, að geti orðið, þá er það eitt nóg til að gjöra hina fyrirhuguðu böðun árang- urslausa.« 4. »Menn eru mjög hræddir við baðanir þessar, að þær muni hafa ill áhrif á heilsu sauðfjárins«. . . . »Eitt af meinum landbúnaðarins hér á Fljóts- dalshéraði hefir verið lungnaveiki í sauðfé, með mesta móti síðastliðinn vetur, og hafa hinir hygnustu bændur og nærfærnustu fjármenn þózt taka eftir því, að mest beri á veiki þessari, ef féð verður fyrir hrakningum, blotn- ar mjög mikið, og það jafnvel þó féð sé hýst og svo vel meðfarið sem hægt er. Einmitt vegna þessa telja þeir böðunina mjög hættulega fyrir alt úti- göngufé — og hér er alt fé útigöngu- fé nema hrútar —, því að hún er mikill hrakningur og féð er lengi að þorna — enda undir skafti og blaði komið, hvort féð yrði ekki að standa inni í köldum og óhreinum húsum, eftir að það kæmi úr heitum baðleg- inum, og þar af leiðandi hætt við of- kælingu alllangan tíma á eftir. Auk þess þykjast menn sannfærðir um, að féð verði allan veturinn út móttæki- legra fyrir áhrifum og sýkingarhætt- ara, eru enda hræddir um, að baðlyf þetta sé mjög vandmeðfarið og jafn- vel skaðlegt fyrir hörundið, ef nokkru munar frá réttri þynningu«. 5. Kostnaðurinn við böðunina þykir þeim alt of mikill; þeim telst svo til sem hún kosti smæsta bóndann um 53 kr. og hinn stærsta um 172 kr. »Auk þess er það skoðun manna, að féð verði kulvísara eftir baðanir og eyði meira heyi veturinn út.« Þessar eru í stuttu máli ástæður þær, er fram eru færðar fyrir neitun- inni. Amtmaður hefir tilkynt sýslumanni Sunnmýlinga, »að þar sem tími sá, er tiltekinn er í auglýsingunni frá 4. á- gúst þ. á. til baðananna, er enn þá ekki útrunninn, svo að mögulegleiki er fyrir því, að bændur í nefndum hreppum hlýði fyrirskipuninni enn þá, áður en miður vetur er kominn, þá virðist ekki að svo stöddu vera full ástæða til að skipa málshöfðun gegn bændum þessum, en hafi þeir ekki fyrir tilsettan tíma hlýtt nefndri skip- un amtsins, þá ber yður að höfða mál gegn öllum þeim bændum og fjáreig- endum, sem óhlýðnast hafa, fyrir brot á nefndri auglýsingu samkvæmt 6. gr. laga nr. 40 frá 8. nóv. 1901.« Frá öðrum löndum. Vesfurindversku eyjarnar verða ekki seldar. Sala vesturindversku eyjanna féll í landsþinginu danska 21. okt. með jöfnum atkvæðum, 32: 32. Einn þing- maður greiddi ekki atkvæði. Þegar er þessi landsþingsfundur var um garð genginn, áttu ráðgjaf- arnir fund með sér og urðu allir sammála um, að stjórnin ætti ekki að segja af sér, þrátt fyrir þennan ósigur í landsþinginu. Og forsætis- ráðherrann, Deuntzer, gerði grein fyr- ir því ráði stjórnarinnar daginn eftir í fólksþinginu, sagði, að þetta væri ekki málefni vinstrimanna, heldur hefði verið unnið að málinu sífelt um 40 ár. Þetta málefni, sem hægri- menn hefðu nú ónýtt, væri þeirra eigið málefni, og því ekki ástæða fyrir vinstrimenn til þess að víkja úr sæti þess vegna. En gersamlega neitaði ráðaneytisforsetinn að bera nokkura ábyrgð á því, að stjórn og framfarir eyjanna yrði í lagi. Hann hafði ekki von um, að neitt verulegt væri unt að gera eyjunum ti! fram- fara, né að löggjafarvaldið vildi neitt leggja að mörkurn til þess, sem neinu nemi. —Að hinu leytinu ætlar stjórn- in sýnilega að sætta sig við úrslitin, enga nýja baráttu að hefja, til þess að fá annan enda bundinn á málið. Ný skólalög. Ný skólalög hefir danska stjórnin lagt fyrir ríkisþingið. Orískunám á að afnema, og draga úr latínunámi til stórra muna, kenna latínu að eins dálítið í þrem efri bekkjunum, en auka í þess stað kenslu í nýju mál- unum, náttúrusögu, efnafræði o. s. frv. Loks er því von um, að vér förum að sjá fyrir endann á því ó- hæfilega fyrirkomulagi á latínuskóla vorum, sem vér höfum hingað til átt við að búa. Chamberlain og Suður-Afríka. Nýlenduráðherra Breta, Joseph Chamberlain, sem mest er hataður af holl. mönnum í Suður-Afríku, enda verið af mörgum gefin einna mest sök í Búaófriðinum, ætlar að leggja á stað í vetur til Suður-Afríku, til þess að sjá með eigin augum, hvern- ig þar er ástatt. Þessi fyrirætlun, sem gerð er í samráði við alla ensku stjórn- ina, þykir bera vitni um, hve afarmik- ils brezku stjórninni þykir um það vert, að komið verði verulega góðu skipulagi á mál manna í Suður-Afríku og að sáttum verði komið á. Aldrei hefir það fyr komið fyrir í stjórnar- sögu Englands, að stjórnin hafi sent einn af ráðherrunum til nýlendnanna, í stað þess að taka trúanlegar frá- sagnir fulltrúa sinna þar og byggja ráðstafanir sínar á þeim frásögnum. Óeirðir í Tyrklandi. í Makedóniu á Tyrklandi eiga sér stað allmiklar óeirðir og virðist þar vera um verulega uppreisn að tefla. Tyrkir hafa gersamlega eytt tveim- ur þorpuin, sem kristnir menn áttu heima í og hundruðum saman höfðu karlar, konur og börn flúið norður yfir landamærin. Verkföllin. Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, tókst um miðjan síðasta mánuð að leiðatil lykta verkfall kolanámamanna í Bandaríkjunum, fekk námaeigendur og verkamenn til þess að fallast á að gjörðarnefnd væri skipuð af óvilhöll- um mönnum, er geri um deilumál- in. — Á Frakklandi var aftur tekið til starfa í ýmsum námum um síð- ustu mánaðarnót og horfur á, að alt mundi komast í lag. Hallæri í Svíþjóð. í norðurhluta Svíþjóðar hefir sum- arið síðastliðna verið svo vont, að til hallæris horfir sumstaðar. Talað er um ýmsar ráðstafanir til að bjarga efnahag manna. Sendiherra Svía og Norðmanna í Khöfn hefir skorað á Svía og Norðmenn, sem dvelja í Danmörk, að skjóta saman fé. „Friður í landinu." Á leiðarþingi, sem alþingismenn Norð- mýlinga héldu á Vopnafirði 1. nóv., bar síra Sig. P. Sívertsen upp svo iátandi til- lögu til fundarsamþyktar: „Með því að fundurinn er sannfærður um, að eindrægni og samheldni sé nauð- synleg fyrir þjóð vora í framfarabaráttu komandi tíma og að brýna nauðsyn beri til að Iandsmál séu rædd með stillingu og gætni með sannleikann fyrir augum, þá skorar hann á íslenzku blöðin að hætta að vekja tortrygni og kala á milli hinna pólitisku flokka í landinu, sleppa öll- um getsökum í garð einstakra manna, en láti bæði flokkana og einstaka menn úr þeim njóta sannmælis, um leið og þau láta niður falla allar deilur út af þeim málum, sem alþingi þegar hefir ráðið til lykta." Annar alþingismaður kjördæmisins, Ólaf- ur Davíðsson, talaði móti tillögunni. Hinn alþingismaðurinn, Jón Jónsson, greiddi at- kvæði með henni. Tillagan var samþykt með öllum greidd- um atkv. gegn þremur. Hvalaveiðarnar. Skafti Jósepsson ritstjóri á Seyðisfirði kom hingað með i,Mjölni" sem fulltrúi Austfirð- inga, til þess að koma á samtökum austan- lands og norðan gegn hvalaveiðum Norð- manna hér við land. Hann stofnaði til fund- ar hér í bænum á þriðjudagskvöldið, til þess að ræða málið og gera samþyktir í því. Eggert Laxdal kaupmaður var fundarstjóri og Friðrik Kristjánsson kaupmaður ritari. Umræður urðu fjörugar og stóðu um 3 Va klstund. Allir voru sammála um það, þeii

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.