Norðurland - 14.02.1903, Page 2
Nl.
Humbertshjónln.
sem nokkurum sinnum hefir verið
minst á í ísl. blöðum fyrir ógur-
lega og sniðuga fjárpretti, voru loks
nýlega tekin höndum í Madrid, og
flutt síðan til París. Pau halda því
fram að þau séu alveg saklaus, og
hafa í hótunum að þau muni koma
upp um suma af ráðgjöfunum og
annað stórmenni Frakkah»ieyksli,sem
jafnist á við hið alkunna Panama-
hneyksli. Próf voru nýlega byrjuð,
en ekkert komið upp, því frú Hum-
bert neitaði að svara spurningum
dómarans.
Nýtt morð í Danmörku.
Á Jótlandi myrti unglingsþiltur,
liðugra 16 ára, stúlku, 18 ára gamla,
á þann þátt, að hann stakk hana í
hjartastað tvisvar með hnífi og skar
síðan á háls hennar, svo höfuðið
var nærri af. Þetta er þriðja morðið,
sem framið hefir verið í Danmörku
nú á örstuttum tíma.
s
Ríkisráðssetan.
Eftir Kl. Jónsson.
III.
(Síðasti kafli.)
Eg þykist nú hafa fært rök að
því, að það sé mikill, já stórmikill,
munur á ráðgjafasetunni fyrr og nú,
og að það sé engin mótsögn í því,
þó þeir, sem áður voru mótfallnir
ríkisráðsetunni á þann hátt, eins og
hún þá hlaut að vera, nú greiddu
atkvæði með henni. Hið stjórnskipu-
lega fyrirkomulag er orðið alt ann-
að, jafnvel gagnstætt því, sem áður
var.
En þó þetta sé svo, þá er hitt
alt annað mál, hvort það sé í raun-
inni nokkur nauðsyn á því, að ráð-
gjafinn beri málefni Islands upp í
ríkisráðinu. Menn geta spurt, hvort
ráðgjafinn geti ekki alveg eins borið
þau upp fyrir konungi, án þess hinir
ráðgjafarnir séu við, og hvort það
eigi ekki bezt við sérstöðu Islands
í ríkinu. Pessar spurningar geta
komið fram, þrátt fyrir það, þó búið
sé að sanna, að ríkisráðsetan sé nú
alveg óskaðleg; um þetta eru mjög
skiftar skoðanir manna á meðal,
eins og kunnugt er, þó það sé alls-
endis óþarft að vera að rífast um
hana.
Eg fyrir mitt leyti er ekki þeim
mönnum samdóma, sem álíta ríkis-
ráðssetuna nauðsynlega eða gagnlega
fyrir ísland, en hins vegar álít eg
hana skaðlausa, eins og henni er
nú fyrir komið, svo það væri að mínu
áliti mesta fjarstæða og fásinna að
fara nú að leggja út í alveg von-
lausa baráttu við þá frjálslyndustu
stjórn, sem setið hefir að völdum,
og öll líkindi eru til, að sitji lengi
við stjórnarstýrið í Danmörku. Það
er einungis eitt, sem hugsanlegt væri,
að gæti orðið þess valdandi, að lagt
yrði út í nýja baráttu, og það eru
hin hörðu og einveldislegu orð ráð-
gjafans í niðurlagi athugasemdanna
við frumvarpið í sumar, þar sem
hann segir, að þetta frumvarp „beri
eigi að skoða sem samningagrund-
völl, sem gera megi frekari breyt-
ingar á, heldur eins og tilboð, sem
alþingi sé í sjálfsvald sett, hvort það
82
vill þiggja eða hafna." Pessi orð
minna áþreifanlega á gömlu kon-
ungsboðskapina og svör stjórnarinn-
ar, þegar rammasta hægristjórn ríkti
í Danmörku, og þau verða til þess
að draga eigi alllítið úr því þakk-
læti, sem þjóðin yfirleitt bar til hinn-
ar nýju stjórnar eftir bi'rtingu kon-
ungsboðskaparins 10. janúar f. á.,
því frelsið er harla skert, þegar eigi
er nema um tvo kosti að velja, og
þá að margra áliti viðsjárverða báða.
En þó að þetta valdboð vinstristjórn-
arinnar óneitanlega freisti til mót-
spyrnu, þá er hér svo mikið í húfi,
að orðin réttlœta ekki nýja baráttu;
það verður heldur að líta á innihald
laganna og afleiðingarnar af neitun
þeirra; og innihaldið er, í því atriði,
sem um er deilt, eigi einungis skað-
laust, heldur einnig um leið dýr-
mæt viðurkenning á því, sem lengi
hefir veríð ágreiningur um, og af-
leiðingin yrði löng, vonlaus barátta,
að líkindum hatursfyllri en nokkuru
sinni áður.
Það er því mín hjartans sann-
færing, að engin ógæfa gæti rneiri
hent þetta land og þjóð, en ef
það tækist nú að rugla skoðun-
um hennar og hrekja hana út í
nýja baráttu, og það er að mínu
áliti heilög skylda allra þeirra, sem
áður hafa barist, en nú eru orðnir
sammála í stjórnarskrármálinu, að
gleyma öllu, sem á undan er geng-
ið, og taka nú höndum saman og
vinna að því í einingu, með still-
ingu og röksemdum, að þeir einir
verði kosnir til alþingis 1903, sern
skuldbinda sig til að samþykkja
frumvarpið frá í sumar óbreytt. Það
er engum réttindurn á glæ kastað,
þó það verði að lögum; bíðum svo
við og sjáurn, hvernig hin nýju
stjórnarlög reynast oss í framkvæmd-
inni; það er alt af nógu snemt að
hefjast þá handa á ný, og bæta úr
þeim göllum, sem reynslan sýnir oss,
að eru, því reynslan mun í þessu
efni eins og endranær verða ólygn-
ust, og gera að engu allar tilbúnar
stjórnmálakreddur og kenningar.
%
*
Jslenzk funga
viðurkend sem sérstök námsgrein
við Manitoba-háskólann.
(Eftir Lögbergi.)
A fimtudaginn þann 9. þ. m átti
háskólaráðið í Manitoba fund með sér
hér í Winnipeg.
A þeim fundi var meðal annars sam-
þykt, að hér eftir skyldi íslenzk tunga
vera gerð að sérstakri námsgrein á
þann hátt, að nemendum yrði gefinn
kostur á að velja um einhverjar tvær
af þeim námsgreinum, er nú skulu
taldar: Grísku, frönsku, þýzku, íslenzku
og frumatriði náttúruvísindanna.
Þetta verður nú þegar að lögum
fyrir þá, sem eru að byrja nám sitt.
Þeim er nií gefinn kostur á að velja
einhverjar tvær af þessum námsgrein-
um. Þeir geta kosið sér grísku og
íslenzku, frönsku og íslenzku, þýzku
og íslenzku eða náttúrufræði og fs-
lenzku.
Fyrst og fremst gildir þetta ákvæði
við undirbúningsdeildina, en heldur
sjálfsagt áfram gegnum allan skólann.
Það var búist við, að umsókn sú,
er skólanefnd kirkjufélagsins lagði fyr-
ir háskólaráðið, mundi mæta miklu
meiri mótspyrnu en raun hefir á orðið,
Það bar að sönnu ekki svo lítið á
mótspyrnu og alls konar vífilengjum,
einkum úr einni átt, í vor, þegar mál-
ið var tekið fyrir til meðferðar.
En sanngirnisástæður voru svo marg-
ar á hinn bóginn, að andmælin hafa
orðið að þagna, svo að nefnd sú, er
háskólaráðið lætur fjalla um tölu náms-
greina, sem kendar eru, og ákveður,
hvað mikið kent skuli í hverri, komst
vonum bráðar að þessari niðurstöðu.
Lagði hún álit sitt fyrir háskólaráðið
um öll þau mál, er henni höfðu feng-
in verið til meðferðar, og þar á meðal
þetta. Var það álit svo samþykt, hér
um bil umræðulaust í þetta skifti, að
því er séð verður.
Yfir þessu höfum vér íslendingar
allir hina mestu ástæðu til að fagna.
Það er ef til vill hin mesta þjóðernis-
lega viðurkenning, sem vér höfum
nokkurn tfma öðlast hjá erlendri þjóð.
Að sönnu er íslenzka kend að ofur-
litlu leyti við ýmsa skóla. En það er
hér um bil undantekningarlaust gamla
málið. Jafnvel við háskólann í Kaup-
mannahöfn hefir sú yfirlýsing verið
gerð, að fsl. nútíðarbókmentir hafi
eiginlega ekkert gildi og geti ekki
tekist til greina sem sjálfstætt þekk-
ingaratriði.
Hér ( Ameríku er ofurlftið kent í
íslenzku við ýmsa helztu ríkisháskólana
í Bandaríkjunum. En íslenzkan er þar
látin vera í sambandi við skand-
inavísku málin í heild sinni. Kennara-
embætti í skandinavískum málum og
bókmentum hefir verið stofnað við há-
skólana í þeim ríkjum, þar sem margt
er af Svíum og Norðmönnum, einungis
vegna þeirra og til þess með því móti
að draga þá að ríkisháskólunum. ICenn-
ararnir eru víðast hvar annaðhvort Norð-
menn eða Svíar og þekking margra
þeirra á íslenzku er mjög af skornum
skamti. Enda er hún eðlilega látin
sitja á hakanum og þeim mun meiri
áherzla lögð á að kenna nútíðarmálin
skandinavísku og nýjar bókmentir.
Það er óhætt að segja, að hver
meðallagi greindur íslenzkur piltur
fjórtán ára gamall kann meira í móður-
máli sfnu, þó hann hafi aldrei í skóla
gengið, en þeir, er notið hafa allrar
þeirrar kenslu í íslenzku, sem veitt
er við slíka ríkisháskóla, kunna að
loknu öllu námi sínu.
Og hvarvetna fer kenslan í fslenzku
fram á því tungumáli, sem talað er
í landinu þar sem skólinn er. í Kaup-
mannahöfn fer hún fram á dönsku, á
Þýzkalandi á þýzku, hjá enskumælandi
þjóðum á ensku. Hvergi nema á ís-
landi hafa Islendingar hingað til átt
þess kost að njóta kenslu í tungu
feðra sinna, er fram hafi farið á eigin
máli þeirra.
En með þessari samþykt háskólaráðs-
ins í Manitoba verður íslenzka kend
hér á íslenzku, öldungis á sama hátt
og enska, tungumál landsins, sem vér
búum í, er kend. íslenzkunni er gert
jafnhátt undir höfði og tungumáli
landsins sjálfs. Henni er gert hærra
undir höfði en t. d. þýzku, sem ávalt
er kend á ensku. Auðvitað læra menn
margfalt meira í málinu með því móti.
Enda er það hinn eini eðlilegi vegur
til að læra móðurmál sitt.
Að þessu leyti standa þá íslending-
ar jafnt að vígi við skólana hér í
Manitoba og þeir standa heima á ætt-
iörð vorri. Þeir ættu að geta numið
tungu sína eins vel hér eins og þar.
Þjóðerni þeirra og göfgi tungu þeirra
er viðurkent hér eins og þar.
Og það verður ekki að eins gamla
málið, sem reynt verður að kenna,
heldur nútíðarmálið ekki síður. Það
verður leitast við að koma mönnum í
skilning um nútíðar bókmentir vorar
ekki síður en fornaldarbókmentirnar.
Það er því vonandi, að sem allra-
flestir af þeim íslendingum, sem nú
eru að byrja nám sitt hér — helzt
allir — noti þann einkarétt, sem þeim
nú er veittur, og velji íslenzkuna,
móðurmál sitt, í stað einhvers annars.
Með því móti ættu þeir að geta stað-
ið betur að vígi við prófin. Og svo
er ekkert því til fyrirstöðu, að þeir
njóti kenslu í þeirri grein, sem þeir
hafna fyrir íslenzkuna, ef þeir hafa
tíma og löngun til, þó þeir taki ekki
próf í því framar en verkast vill.
Og með því móti sýna þeir, að þeir
meta heiðurinn, sem þjóðerni þeirra
og tungumáli hefir sýndur verið, og
eru þakklátir fyrir þann sigur, sem
með mikilli fyrirhöfn hefir unninn ver-
ið, — sigur í baráttunni fyrir að fá
þjóðerni vort og bókmentir viðurkent.
Winnipeg, Man., 15. okt. 1902.
F. J. Bergmann.
%
Úr bréfi frá Khöfn ,6/i 1903.
Nýlega léku íslenzkir stúdentar sjón-
leik, sem nýsaminn er af einhverjum
þeirra. Leikurinn heitir »1927« og fer
fram við Rauðavatn og í Reykjavík.
Eftir því, sem þar segir, á margt
að verða breytt á íslandi eftir 25 ár.
Öll öræfi landsins bygð, nema Sprengi-
sandur, járnbrautir og telegrafar um
landið þvert og endilangt og alt vafið
í skógi. Leikendurnir léku sjálfa sig
eins og þeir búast við að verða eftir
25 ár.
. . . Danir eru nú mjög mikið farnir
að hugsa um að hressa upp á hjálendur
sínar. Nefndir hafa verið kosnar til þess
að ferðast um þær og eiga þær sfðan
að gefa skýrslu um ástandið og leggja
á ráðin, hvernig þeim verði bezt við-
hjálpað. Vesturindíanefndin er komin
á stað, og hinar eiga að leggja upp
með vorinu. í sendinefndinni til íslands
er meðal annarra capt. Hovgaard, sem
íslendingum er áður að góðu kunnur.
11. þ. m. var ráðhúsið nýja vígt,
er það mikilfengleg bygging og skraut-
leg, hefir líka kostað 5—6 miljónir
króna. Ráðhústurninn er hæstur turn á
Norðurlöndum. Stundaklukkan í turn-
inum kostaði 22 þúsund krónur.
A jóladagskveldið gerði það mesta
veður hér, sem menn muna. Gerði það
mikinn skaða á byggingum, og ekki
var hættulaust að vera á götunum
vegna þaksteinahruns af húsunum.
Sporvagnarnir hættu að ganga um
tíma, af því þræðirnir sem rafmagnið
er leitt eftir, slitnuðu, svo fólk, sem
var á ferð, varð, hvort ljúft var eða leitt,
að hætta sér út í óveðrið gangandi.
Fyrir utan bæinn reif trén ýmist upp
með rótum eða þau þverbrotnuðu, og
kastaðist sumt af þeim yfir járnbraut-
arteinana, svo járnbrautarlestirnar varð
að stöðva, á meðan þessu var rýmt í
burtu. Fjöldi af telefonþráðum slitn-
uðu, og menn urðu í standandi vand-
ræðum að tala saman. Mann, sem var