Norðurland - 07.03.1903, Page 4
Nl.
Þ. 5. jan. kusu þeir 7 menn í bæjarstjórn
eftir allmiklar æsingar. Bankastjóri Tr.
Gunnarsson og vinir hans voru óánægðir
með úrslitin, kærðu fyrir landshöfðingja
formgalla, sem þeim þótti vera á kosning-
unni og fengu hana ónýtta. Kosning fór
svo fram aftur; en þá fór enn ver frá sjónar-
miði kærenda. Eitt bæjarfulltrúaefni var á
atkvæðaseðlum beggja flokka (H. J.); um
alla hina var deilt. 5 af atkvæðaseðli ísa-
foldar náðu kosningu og 1 (Tr. G.) af hinu
liðinu. Þessir voru kosnir: Björn Kristjáns-
son kauþm., Hannes Hafliðason skipst.,
Halldór Jónsson bankagjaldkeri, Kristján
Þorgrímsson kaupm., Magnús Einarsson
dýralæknir, Ólafur Ólafsson dbrm. og Tr.
Gunnarsson bankastjóri.
Frá embæffi
hefir síra Filippus Magnússon á Stað á
Reykjanesi verið settur án eftirlanna. Hann
hafði játað á sig legorðsbrot það, er hann
var sakaður um.
„Skipið sekkur".
Leikrit Indriða Einarssonar með því nafni
hafði verið leikið nokkurum sinnum í Reykja-
vík, þegar póstur fór þaðan, fyrir húsfylli,
og bezti rómur gerður að leikriti og leik-
endum.
Sfefán Sfefánsson
kennari hefir verið veikur þessa viku, en
er í afturbata. Cand. Ólafur Daviðsson hefir
kent hér í skólanum í hans stað.
Rifsf. Norðurlands
hefir verið rúmfastur nær þvf samfleyttar
4 vikur, en er nú í afturbata.
„Skiffar skoðanir."
Við þá ritgjörð Guðmundar skálds Frið-
jónssonar verða gerðar nokkurar athuga-
semdir við hentugleika.
Úr Svarfaöadal
er skrifað 28. f. m.: »Skepnuhöld hér í
sveit munu nú vera í betra lagi. - Hér er
hvorki síldar- né þorskafli nú og hefir ekki
verið síðan í haust í nóvember. Mjög
þungt kvef hefir gengið hér að undanförnu,
en engir hafa dáið úr því það eg til veit.
Þann 9. jan. síðastliðinn andaðist að heim-
ili sínu Jóhann Ouðmundsson í Hamarkoti,
ráðvandur maður, hniginn á efri aldur.
Heilablóðfall var honuni að bana.
Einnig er dáinn Bergur Bergsson á Hær-
ingsstöðum, faðir Páls kaupmanns í Ólafs-
firði.
Skarlafssóff
er töluverð í Reykjavík og allskæð, segir
ísaf. Um næstsíðustu mánaðamót dó kven-
maður úr henni þar eftir 6 daga legu á
þann hátt, að hálsbólga kæfði hana. — í
hötuðstaðnum var líka taugaveiki, kíghcsti
og illkynjuð hálsbólga (difteri).
Hákarlaveiði.
Yfir 100 hákarlar voru veiddir hér á Poll-
inum upp um ís síðastliðinn mánudag og
þriðjudag. Sjómaður Jón Friðfinnsson veiddi
með öðrum manni 47 hákarla, mest á einum
sólarhring. Flestir voru hákarlarnir smáir,
hinn stærsti þó nálægt 6 álnum. Til jafn-
aðar mun hver hákarl ekki gera meira en
1 krónu. Mjög Iítið fanst af fiski í maga
hákarlanna, en mikið af sel, í einum var
heill kópur. Til beitu hafa veiðimenn einkum
notað hrossakjöt og selstykkín úr maga há-
karlanna.
Annars er hér aflalaust á öllum Eyjafirði
og hefir verið það síðan í haust.
Tíðarfar.
Frostalítið hefir oftast verið þessa viku, þó
aldrei hláka, loft oftast þykt og drungalegt en
snjókoina lítil. Þó féll talsverður lognsnjór
á miðvikudagsnóttina.
96
Kvillasamf
mjög hefir verið á Norðurlandi í vetur.
Kíghósti, eða einhver annar vondur hósti
hefir gengið og gengur enn um allar sýslur
norðanlands. Faraldur er og að kvefsótt og
magaveiki.
Æfiminning.
Jóhannes Jónsson frá Hranastöðum and-
aðist 10. dag febrúarmánaðar, svo sem áður
er getið í „Nl." Hann var albróðir síra
Magnúsar heitins í Laufási og frú Sigríðar,
konu Jóns rektors Þorkelssonar í Reykjavík,
og var fæddur á Kroppi í Eyjafirði 27. júlí
1820. Hann ólst upp með foreldrum sínum
í Kristnesi, og fór með þeim vestur að
Víðimýri í Skagafirði 1839. Þaðan fór hann
að Brenniborg 1847, og reisti þar bú
um vorið, en um haustið gekk hann að
eiga heitmey sína, Þorgerði Kristjánsdóttur
frá Teigi. Vorið 1849 fluttu þau norður að
Kristnesi, og bjuggu þar 4 ár, og þaðan að
Hranastöðum 1853. Þar bjuggu þau góðu
búi í 44 ár, og urðu allvel efnuð, og er þó
jörðin heySkaparlítil harðbalajörð uppi í
fjalli. 4. febr. 1897 misti hann konu sína,
brá þá búi um vorið og fór út að Laufási
til frændfólks síns, og var þar um 3 ár. Þá
leitaði hann aftur fornra stöðva, og fór að
Hranastöðum, og var þar til dauðadags. Af
börnum þeirra hjóna, 6 að tölu, komust að
eins tvö á fullorðins ár, Sigríður, fyrri kona
Árna heitins Jónssonar læknis, er dó á Vopna-
firði fyrir fáum árum, og Jóhannes, nú til
heimilis á Kroppi.
Jóhannes heitinn var einstakur dugnaðar-
maður, greindur vel, og fróður um margt,
hafði einkennilegar gáfur eins og margt í
þeirri ætt, unni mjög mentun, og las margt.
Hann var mjög vel látinn, manna ráðabezt-
ur og hjálpfúsastur, þegar hans var leitað,
og ein hin öflugasta sveitarstoð; nokkur
börn vandalaus ólu þau upp jafnt og sín
eigin. Allir lúka upp um það sama munni
að Hranastaðir hafi verið eitt af þeim skemti-
legri heimilum, sem þeir hafi komið á, því
að gestrisni og glaðlyndi var þar ætíð hverj-
um búið er að garði bar.
J.J:
Veðurathusranlr
á Möðruvö llum í Hörgárdal. Eftir Ólaf Davtösson.
1903. Febr. Um miðjan dag (kl 2). Minstur h. (C)ásólar- hringnum
Loftvog (þuml.) Hiti (C.) -3 lO Skýmagn j I Úrkoma |
Sd. 22. 73.8 -f- 4.8 0 1 -7- 11.8
Md.23. 73.3 -f- 3.0 N 1 10 s -f- 11.2
Þd. 24. 71.5 2.5 NV 1 10 -4- 5.o
Md.25. 71.o 4.2 0 10 1.0
Fd. 26. 72.9 -P- 2.0 0 6 -f- 4.1
Fd. 27. 73.4 -f- 3.0 N 1 10 s ■4- 8.3
Ld. 28. 74.o -r- 4.o 0 5 s -f- 8.5
X
Spæjarinn.
Skáldsaga eftir Max Pemberton.
[Framhald.]
Bonzo nam alt í einu stað.
»Þér vitið, að það er satt, höfuðsmaður.«
»Eg, hr. hersir? hvernig ætti eg að vita
það?«
»Þér stóðuð í dyrunum hjá yður, meðan
við fórum burt með hana«.
Páll beit í vörina á sér.
»Já, auðvitað sá eg það; en eg vissi ekki,
í hverju skyni það var gert. Þið grunið
hana þá, hr. hersir?«
»Við grunum hana á þá leið, að við
vitum, að það er hún, sem hefir búið til
uppdráttinn af víginu nr. 3.«
»Hún hr. hersir? kvenmaður! En hún er
eins fáfróð eins og barn!«
Páll ætlaði að setja upp undrunarsvip,
en honum tókst það illa, og það var eins
og tómhljóð í rödd hans. Bonzo virti hann
fyrir sér, drap titlinga, og las eins greini-
lega í hug hans, eins og hann hefði haft
bók fyrir framan sig.
»Þér komist að raun um, hvað fáfróð
hún er, sonur sæll, þegar sakir verða born-
ar á hana, sem verður nú bráðum. Sagði
eg yður ekki, að eg mundi sýna yður spæj-
arann í dag? Jæja — ef þér farið upp á
kastalavegginn, þá getið þér séð hann í
bátnum, sem er á leiðinni með hann til
Alexanders-vígisins. Við förum á eftir
henni, höfuðsmaður, þegar hershöfðinginn
er ferðbúinn. Við fáum ekki á hverjum
degi að borða morgunmat með stúlku í
Krónstað.«
»Eg get ekki trúað því«, sagði Páll, »eg
get ekki trúað því að hún —«
• Getið ekki trúað því! Bon Dieu, þetta
segið þér mér, þó að þér vitið, að þetta
er satt, þó að þér vitið — en eg ætla að
lofa yður sjálfum að segja okkur, hvað þér
vitið, sonur sæll. Eg ætla yður að minn-
ast þess sjálfur, að þér eruð þjónn keisar-
ans! Þér gleymið því vonandi ekki, Páll
höfuðsmaður?«
Rödd Bonzos var mjög breytileg; stund-
um talaði hann í háum ásökunar-róm,
stundum hægt og lokkandi. Páll varð ná-
fölur í framan, meðan hinn var að tala.
Hann var ákaflega hræddur við þennan
mann, sem gat jafnvel lesið hugsanir hans.
Hann fór að spyrja sjálfan sig: um hvað
hefir hann fengið vitneskju, hvað hefir
hann séð? En Bonzo hugsaði ekki um
annað en það markmið, sem hann hafði
fyrir augum með hverju orði, sem hann
talaði; hann lagði nú höndina á öxl hins
unga manns og gerði það vingjarnlega.
Kartöflur
ágætar
við Gudm. Efterfl.s verzlun.
HáHarl.
Ágætur Sigluneshákarl selst hjá
Jóh. Vigfússyni.
Perfekt Skilvindan.
Þær einu egta frá Burmeister &
Wain hvergi ódýrari en við Gudm.
Efterfl. verzlun.
Jóhann Vigfússon.
Þrjú naut, vel feit,
verða keypt um miðjan marzmánuð
næstkom. og eftir pann tíma verða
naut keypt öðru hvoru í alt sumar.
Geta þeir, sem kynnu að vilja
selja, samið við undirritaðan.
Akureyri 27. jan. 1903.
Jóh. Vigfússon.
NÝKOMIÐ
með s/s „Egil" í verzlan Þorv. Davíðs-
sonar:
Rúgur,Bankabygg,Hrísgrjón,Flour-
mél ágætt, hveiti Nr. 2.
Kaffi, Melís, Púðursykur, Rúsínur,
Sveskjur og Gráfíkjur.
Vörurnar seljast með svo lágu
verði sem unt er, gegn borgun
strax, en útlán eiga sér alls ekki stað.
Hér með þökkum vér öllum þeim Akur-
eyrarbúum, er réttu okkur hjálparhönd og
sýndu okkur hluttekning, er við urðum fyrir
því óhappi, að missa nær því allar eigur
okkar, er brauðgerðarhús Höepfners verzlun-
ar brann í f- m. Sérstaklega þökkum vér
herra bæjarfógeta Kl. Jónssyni, sem gekst
fyrir peninga samskotum handa okkur og
sem menn brugðust mjög drengilega við.
Akureyri 6. marz 1903.
Metúsalem Jóhannsson. Ágúst Benediktsson.
Sojía Gísladóttir. Kongordía Magnúsdóttir.
Krístbjörg Magnúsdóttir.
Trosfiskur
fæst hjá Jóhanni Vigfússyni.
Samskot
frá íslendingum f Minnesótanýlendunni
íslenzku í Bandaríkjunum til sjúkra-
skýlis Höfðahverfishéraðs. Hr. Sig-
mundur Jónatansson safnaði. Síra B.
B. Jónsson sendi »N1.« (í dollurum.)
Síra B. B. Jónsson i; G. A. Dal-
mann I; G. S. Sigurðsson i; Björn
B. Gíslason i; Dr. Thor. Thorðarson
i; B. Jones i; Eyólfur Björnson i;
John S. Anderson i; Otto Anderson
i; W. B. Gíslason i ; G. B. Björn-
son I; Þ. G. Þorsteinsson i; 'Gísli
Hansson i; J. B. Gíslason i; J. S.
Gilbertson i; S. Gilbertson I; S. A.
Anderson I; M. Niocklson I; Thor-
arinn Thorsteinson i; Jóhannes Pét-
ursson I ; C. M. Gíslason I; A. B.
Gíslason i; O. G. Anderson i; John
Gunnlaugsson i ; S. Gunnlaugsson I;
A. G. Vestdal i; Joseph Josephsson i;
Björn Gíslason i; John Snedal i; P.
V. Peterson I; H. J. Nicholson i ; J.
P. Guðmundsson i; Jóseph Arngríms-
son i; S. V. Jósephsson i; Sigurður
Sigurðsson i; Jónas Olsen I; Oddur
Ólafsson i; Arngrímur Johnsson I ;
P. P. Jökull i; Mrs. H. Jónatansson
i; Miss M. Vestdal i; Ell Hardal 0.50;
Dora Kleven 0.50; Hannah Högnason
O.50; Córa Easman 0.50; Hannah Nels-
son 0.50; Anna Anderson 0.50; Lena
Severson 0.50; Tea Sigurðsson 0.50;
John Vestdal 0.50; S. J. Hoff 0.50;
Elís Jóhannsson 0.50; G. Rafnsson
0.50; S. Magnússon 0.50; A. Svans-
son O.50; Jón Guðmundsson 0.50;
Gustaf Andersson 0.50; Carl Anders-
son 0.50; V. Andersson 0.50; B. B.
Thorláksson 0.50; Jón H. Jónatansson
0.50; Jóhann A. Jósepsson 0.50; Jón
ísfeld 0.50; Friðjón Andersson 0.50;
F. M. Arnason 0.50; Jón Davíðsson
0.50; Ole Peterson 0.50; Einar Sig-
urðsson 0.50; Lúðvík A. Vestdal 0.50;
Hermann Jósepsson 0.50; Jón A. Vest-
dal O.50; Frank A. Vestdal O.50; S.
J. Holm 0.50; Alfreð Snedal 0.50;
Guðjón Stone O.50; Thorstein Stone
0.50; C. D. Johnson 0.50; H. Thor-
láksson 0.50; Stefan Bjarnason 0.50;
Mrs. Guðrún Sigvaldason 0.50; Metu-
salem Johnson 0.50; G. O. Olson
0.50; John Isfeld 0.50; S. Sigurðssou
0.50; Þorbjörg Skúladóttir 0.50; Johni
F. Stone 0.50; Hall Benson 0.50;.
S. M. S. Askdal 0.50; Walter Jónas-
son 0.50; Stefan Hofteig 0.50; Benn
J. Hoff 0.50; S. S. Hofteig 0.50;
J. H. Frost 0.50; Magnús Foss 0.25;
Sever J. Seversson 0.25; Joseph John-
son 0.25; Albert Johnson 0.25; Ing-
jaldur Arnason 0.25 ; John Benjamfnsson
0.25 ; John Johnsson 0.25; Ben Christ-
jánsson 0.25; Geo Benson O.25; Þor-
bergur Guðbrandsson 0.25 ; John Willi-
amsson 0.25; F. Guðmundsson O.25;
Iver Ousman 0.25; Frank Peterson
0.25; O. J. Rafnsson 0.25; Runólfur
A. Westdal 0.25; S. G. Peterson 0.25;,
O. Ericksson 0.25; J. O. Johnsson
0.25; Edizard Th. Friðriksson 0.25;
C. J. Vopnfjörð 0.25; Jón S. Jónsson
0.25: Halldóra Jónsdóttir 0.25; S. E.
Sigurðsson 0.25; Skúli Th. Guðmunds-
son 0.25; St. Johnson 0.25; Adolf
Johnsson 0.25; Stefán Zeuthen 0.25;
Christján Pétursson 0.25; S. Högnason
0.25; Albert E. Fjeldstað 0.25; Jóhannes
G. Johnson 0.25; C. Edwards 0.75; A.
R. Johnson 0.35; Albert Guðmundsson
0.30; Jóhann Severson 0.10; Sigmundur
Jónatansson 6.10.
Samtals $ 82.50 = Kr. 302.00.
„Norðurland" kemur út á hverjum Iaugardegi.
52 blðð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í
öðruin Norðurálfulöndum, li/j dollar í Vesturheimi.
Qjalddagi fyrir miðjan júlí að minsta kosti (erlendis
fyrir fram).
Uppsðgn sé skrifleg og bundin við árgangamót;
ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí.
Auglýsingar teknar f blaðið eftir samningi við rit-
stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið.
Prentsmiðja Norðurlands.