Norðurland


Norðurland - 30.05.1903, Qupperneq 1

Norðurland - 30.05.1903, Qupperneq 1
NORÐU Ritstjóri: Einar Hjörleifsson. 36. blað. Akureyri, 30. maí 1903. II. ár. Yindlar með verksmiðjuverði. Margar sortir, frá verksmiðju herra H. Th. A. Thomsens í Reykjavík eru til sölu á 'Apótekinu á Akureyri í i/i — 1/2 og 1/4 kössum, MEÐ VERK- SMIÐJU VERÐI. Til sýnis er verðlisti frá Thomsen því til sönnunar, að vindlarnir séu seld- ir með verksmiðjuverði . Vindlarnir verða AÐEINS SELDIR MÓT PENINGUM ÚT í HÖND, en ekki í viðskiftareikning neins manns. Akureyrar Apótek þ. 29. Maí 1903. O. C. Thorarensen. JCýr umboðsmaður fyrir „STAR“ í Þingeyjarsýslu, Helgi P. Hjálmarsson prestur að Helgastöðum. Hann hefir nóg eyðublöð, tekur á móti umsóknum manna og iðgjöldum, og gefur allar nauðsynlegar upplýs- ingar. Þingeyingar! Snúið yður til hans sem fyrst og trygg- ið líf yðar eftir einhverri af hinum á- gætu töflum félagsins. Sérstaklega vil eg mscla fram með töflunni nr. 4, a. B. Þorsteinsson. Skrifstofa og afgreiðsla „Norðurlands“ er í Aðalstrœti 8 (sama húsinu og að undanförnu) uppi á lofti. Siöfræöiskensla á Frakklandi. Eftir Steingrím Matthíasson. í flestum löndum er gott sam- komulag inilli ríkis og kirkju. Á Frakklandi er þessu öðruvísi farið, því þar hefir nú um langan tíma staðið barátta mikil milli stjórnar- innar og katólsku kirkjunnar. Hvorir- tveggja vilja ráða alþýðumentuninni þar í landi. Kirkjan er mjög auðug af löndum og lausafé og á skóla út um alt land; í þessum skólum hefir öll kenslan verið bygð á kat- ólsk-kristilegum grundvelli; klerkar og nunnur hafa ráðið öllu fyrir- komulagi kenslunnar og hagað henni eins og þeim hefir þótt bezt koma heim við kreddur kirkjunnar. En rikið á einnig skóla út um landið; þar er kenslunni öðru vísi fyrir- komið; en aðalmunurinn er sá, að þar fer engin trúbragða kensla fram, en í stað þess er kend borgaraleg siðfræði, sem ekki styðst við nein kristileg trúaratriði. Pannig hefir al- þýða manna fengið uppfræðingu í tvenss konar ólíkum skólum á síðustu 20 árum og hefir alt gengið nokk- urn veginn friðsamiega þangað til í fyrrasumar. Þá urðu ráðaneytisskifti á Frakk- landi; ráðaneytið, sem kent er við forseta þann er Combes heitir, kom til valda. Eitt af þeim málum, setn það setti efst á dagskrá og vildi styðja sem mest, var: að hnekkja klerkavaldinu. Því hefur líka orðið vel ágengt, þar sem bæði þing og stjórn hafa nú samþykt lög, er svifta kirkjuna öllum yfirráðum yfir kat- ólskum skólum, en heimila ríkinu alla skipun kennaraembætta, en hvorki nunnur né klerkar mega kenna, heldur veraldlegrar stéttar menn, sem stjórn- in samþykkir. Þetta hefir katólskum mönnum sviðið sárt og 2000 skólar hafa ekki viljað hlýðnast þessum lögum. Stjórn- in hefir því skipað að loka þeim fyrst um sinn. Ætlun stjórnarinnar og frjálslynda flokksins, sem orðinn er í meira hluta á þinginu, er sú, að bola öllum kristindómi burt sem undirstöðu undir siðferðis uppfræð- ingu í skólunum, en reyna að láta alstaðar komast á sama fyrirkomu- lag kenslunnar og áður var og er í skólum ríkisins, sein áður er um getið. Ástæðurnar fyrir þeim eru þessar: Hin franska þjóð hefir ýms trúar- brögð og mikill hluti hennar er skynsemistrúarmenn og trúleysingj- ar. Það er hlutdrægt af stjórninni, sem kappkostar að gera öllum jafnt undir höfði, að styðja fremur einn trúarflokk en annan. Þess vegna viljum vér afnema alla trúbragða- kenslu úr skólunum. Vér getum að eins boðið aukreitis tilsögn í hinum og þessum trúbrögðum, þeim, sem sérstaklega óska eftir því. Hinsveg- ar verður skólinn að veita börnun- um holl ráð og leiðbeiningar, er að gagni koma í hinu daglega lífi. Meginatriði þess siðferðis, sem öll mentuð ríki krefjast eða að minsta kosti óska eftir að allir þegnar sínir uppfylli í daglegri breytni, eru að miklu leyti sameiginleg eign allra í hinu þroskaða þjóðfélagi. í þessum siðferðislegu frumatriðum er fólgin sú lífsspeki, sem mannkynið með löngum tíma hefir aflað sér. Margra alda reynsla hefir sýnt, að með því að fylgja þeim varð líf manna far- sælast. En þau eru eigi bundin við nein trúarbrögð og breytast ekki, þó trúarskoðanirnar breytist. Trúarbrögð- in hafa tileinkað sér þessi atriði og fléttað þeim inn í sín boðorð, við það hefir siðfræðin orðið nátengd trúnni, en þessu veldur tilviljun ein. Það er nú skylda ríkisins að láta kenna börnunum að breyta rétt og vel, en þetta á að gerast á skyn- samlegan hátt, með því að sýna fram á með góðum og gildum rök- um, að það sé þeim fyrir beztu, en eigi með því að hóta þeim hegn- ingu í öðru lífi, ef þau óhlýðnast gömlum mannasetningum og biblíu- boðorðum. Með þessu móti verða siðgæðis- hugmyndir barnanna bygðar á fast- ara grundvelli, sem stendur stöðugri, þegar þau síðar meir kasta trúnni, eins og oft vill verða, en ásamt með trúnni sleppa þau einnig þeim sið- ferðisboðorðum, sem byggjast á trú eingöngu. Þetta eru nú skoðanir stjórnarinnar og fríþenkjaranna á Frakkiandi og má geta nærri að klerkarnir séu á öðru máli, enda reyna þeir setn mest rná vera að spilla fyrir hinni nýju siðfræðiskenslu. Margir franskir vísindarnenn hafa á seinni árum starfað að því, að koma hinni nýju siðfræðiskenslu í gott horf, en þetta er vandi mikill, því aðferðin er ný og þeir sjálfir verða að ríða á vaðið. Margar bæk- ur hafa verið sarndar í þessu efni, misjafnlega góðar. Eina af þeim, sem þótt hefir skara fram úr og nú er notuð í skólunum, hafa þeir Aulard og Bayet satnið. Eg býst við, að mörgum þyki gaman að heyra eitt- hvað úr efni þessa rits. Bókin byrjar á útskýringu á mis- muni góðra og illra gjörða. „Þau verk eru góð, sem oss eru rrytsam- leg þ. e., sem gera oss hamingju- sama. 111 þau, sem eru oss skaðleg, þ. e., sem gera oss óhamingjusama. Það má því segja, að siðfræðin kenni oss, hvernig vér skulunt breyta, til þess að verða hamingjusamir." Því næst er tekið frarn, að eins og þau eiturefni eru til, sem eru góð á bragðið, og eins og heilsulyf geta verið bragðvond, þannig geta þær gjörðir, sem í fyrstu virðast mjög hugnæmar, seinna reynst mjög ó- happasælar, aftur aðrar, sem virðast óviðfeldnar, orðið mjög nytsamleg- ar. Það er takmark siðfræðiskensl- unnar, að kenna mönnum að gera þennan greinarmun. Til frekari skýringar rnálinu eru sagðar ýmsar dæmisögur og innan um textann er fjöldi af myndum, er ganga í líka átt. Þannig tekur nú bókin áil íhug- unar hinar algengu dygðir og ó- dygðir í daglegri breytni, og tilfær- ir ýms dæmi; mörg þeirra eru tekin úr veraldarsögunni og æfisögum merkra manna. Víða er málið krydd- að hnyttilega orðuðum setningum frægra rithöfunda og heimspekinga, frá elztu tímum fram til vorra daga. Þar ægir mörgu saman; dæmisagan um týnda soninn stendur á sömu blaðsíðu og snrásaga eftir Maupas- sant; þar er vitnað til Tolstoy, Mar- cuss Aureliuss og Voltaires o. f. 1. Með þessu móti verður bókin mjög skemtileg og fróðleg. Einn kafli bókarinnar er um trúbrögð og trú- bragðafrelsi. Hann byrjar nreð því að fræða nrenn unr, að vísindin hafi enn þá ekki getað ráðið þá gátu, hvað um mann verði eftir dauðann; þess vegna hafi menn gert sér ýms- ar tilgátur þar að lútandi og bygt fjöldairrarga loftkastala. Surnir lrafa lraldið, að nreð dauðanunr dæju þeir, en aðrir hafa trúað, að þá mundu þeir standa augliti til auglitis eilífri og alfullkoininni veru, er þeir nefndu „guð". Þeir lrafa enn fremur trúað, að guð þessi launaði mönnununr ilt og gott og þess vegna ættu þeir að heiðra hann og tilbiðja. Helztu trúbrögðin eru þessi: Brairma- og Qyðingatrú 3000 ára gömul hvor- tveggja, Buddatrú 2500, Kristindóm- urinn 1900 og Múhameðstrú 1300 ára gömul. 500 miljónir manna eru Búddatrúar, 464 iniljónir kristnir, 208 miljónir Brahmatrúar og 200 miljónir Múhatneðstrúar. Öll þessi trúbrögð taka til íhugunar nrálefni, sem menn geta ekki haft neinn skilning á; þess vegna getur inaður annaðhvort valið á milli þeirra eða öldungis slept því að hallast að nokkurum sérstökum trúbrögðum. Því næst er talað um trúbragða- frelsi, og farið mörgum hörðum orðum um ofstæki í trúarmálum. Þessu til skýringar eru tilfærð dæmi úr sögunni, um ofsóknir kristinna mantra í fornöld og galdrabrennur á miðöldunum og hin mörgu trú- arbragðastríð. Auðvitað er margt í bókinni svipað og í öðrum eldri siðfræðiskenslubókum, svo sem um skyldurnar við foreidrana, föðurland- ið og náungann. Föðurlandsástin er lofuð rnjög, en þó er vel tekið fram, að ofar þjóðinni standi tillitið til alis mannkynsins. Bókin reynir að vekja óbeit á stríðum og styrjöld- um, reyndar sé þjóðin neydd til að verjast, og það duglega, ef á hana er ráðist að fyrra bragði, en annars eigi meirn ekki að sækjast eftir ó- friði, því í því sé engin fremd. Það er ekki laust við að bókin geri sumstaðar gys að hinum gamla vígahug og írægðargorgeir hinnar frönsku þjóðar. í kaflanuin um stríðin stendur þessi klausa: „Ef einhver segði yður þá sögu, að allir kettir í einhverju stóru landi heföu safnast þúsundum sarnan á stórri sléttu, því næst hefðu þeir tekið að mjálrna, eins og þeir væru af göfiutn gengnir og síðan ráðist hver á annan, en eftir bardagann hafi 9 — 10,000 kettir legið dauðir í valnunr, munduð þér þá ekki segja: „Hvaða bannsett uppátæki í köttunum." En ef nú hundar og kettir segðu oss, að þeir berðust vegna „ærunnar", munduð þér þá ekki skellihlæja að heimsku ves- lings dýranna. Og þó er munurinn á oss og þeim einungis sá, að dýrin beita tönnum og klóm, þar sem vér notum vígvélar, sem tilbúnar eru af miklu hugviti til þess að veita hver öðrum svo banvæn sár, að blæði til ólífis." I'il þess að vekja áhrif þessarar hugvekju, er bardagamynd eftir

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.