Norðurland - 30.05.1903, Blaðsíða 4
Kl.
144
yfirdrepskaf) i frammi, og var orðin að
veikum, varnarlausum kvenmanni; en hug-
rökk var hún. Páll var alveg utan við sig
af þeim sökum, sem á hana höfðu verið
bornar. Þetta voru einmitt orðin, sem hún
hafði sjálf sagt í herbergi sínu, þegar hann
hafði icomist að leyndarmáli hennar. Nú
var hann alveg ráðaíaus. »Eg verð að segja
alla söguna, því að þeir vita alt«, sagði
hann við sjálfan sig. Og samt var með-
aumkvunin með henni sönn sálarþjáning
fyrir hann. Æska hennar, einstæðingsskap-
ur hennar og þrautirnar, sem hún áttí í
vændum, alt þetta var að knýja hann til
að Ieggja alt í hættu, til að taka hana í
faðm s’ér og beiðast þess, að hann fengi
að líða hörmungarnar mcð henni. Einu
augnabliki síðar heyrði hann nafn sitt
nefnt og hann varð að koma fram í birt-
una til þess að svara spurningum hers-
höfðingjans. Þá var eins og tunga hans
væri lömuð og útlimirnir afllausir; hann
var loðmæltur og gat ekki staðið kyr.
• Zassulic höfuðsmaður<, sagði Stefano-
vitch, »þér hafið heyrt sögusögn þessa
kvenmanns. Hafið þér nokkura athuga-
semd við hana að gera?«
Páll ypti öxlum. Hann þorði ekki að
Iíta á Marian. Mennirnir, sem hann sá
umhverfis sig, voru eins og skuggar í
augum hans.
»Eg hefi heyrt sögusögnina, hr. hers-
höfðingi«, mælti hann.
»Er hún sönn eða ósönn, hr. höfuðs-
maður.«
»Hún er ósönn, hr. hershöfðingi.*
»Ef þér vitið það með vissu, þá gerið
svo vel að segja okkur, hvað þér hafið
fyrir yður«.
Páll studdist við borðið og tók hend-
inni um háls sér, eins og hann væri að
neyða sjálfan sig til að tala.
»í gærkveldi senduð þér mig inn í her-
bergi yðar, hr. hershöfðingi, til þess að
Ieggja þar skeytin frá stórfurstanum. Klukk-
an var 8 — þér voruð búinn að borða
miðdegisverð — Kl. var 8, hr. hershöfð-
ingi.«
Hann þurkaði sér um ennið með hend-
inni og starði ráðaleysislega út í herberg-
ið. Eitt augnablik horfði hann í andlit
stúlkunnar. Hún horfði líka á hann, eins
og hún mundi hafa horft á mann, sem
risið hefði upp úr gröf sinni til þess að
bera sakir á hana.
>já-já«, sagði Stefanovitch, »við bíðum
eftir yður, hr. höfuðsmaður*.
Páll ypti aftur öxlum. Hann fór að átta
sig á því, að orðin, sem nú yrðu þessari
stúlku til falls, kynnu síðar að geta orðið
henni til bjargar.
»Þegar eg kom inn í ganginn«, mælti
hann og bar ört á, »var Ijós í herberginu,
hr. hershöfðingi, og enska stúlkan var
þar inni. Hún var að búa til cftirrit af
kortum, sem hún hafði tekið ofan úr hillu«.
»Til þess að skemta bróður sínum í Lund-
únum,« tautaði Bonzo illúðlcga; hann hafði
þangað til staðið við hlið yfirmanns síns
hreyfingarlaus og þegjandi.
En Marian heyrði ekki til hans. Yfir
hana hafði Iiðið og hún var borin með-
vitundarlaus inn í klefa sinn.
»Við eyðum tímanum til ónýtis,. hr.
hershöfðingi,* sagði Bonzo gamli og flýtti
sér að leggja skjölin saman. »Væri eg í
yðar sporum, mundi eg hýða sannleikann
út úr henni. Hún á ekki mesta sök á þessu;
þér getið reitt yður á, að hér eru fleiri
við riðnir.«
»Það skal verða yðar verk að fá vitn-
eskju um, hvað þeir heita, hr. hersir,«
sagði Stefanovitch og stóð upp. »Gerið
alt, sem skyldan býður yður. Og yður
ætla eg að segja það, hr. höfuðsmaður,
að keisaranum þykir vænt um slíka þjóna.
Gefið gætur að stúlkunni dag og nótt. Eg
reiði mig á ykkur, vinir mínir, á þessum
hættutíma, reiði mig á áhuga ykkar og
þagmælsku; hér er um æru okkar að tefla,
og við.skulnm gæta hennar«.
Hann kvaddi þá og fór í bát sinn. En
Bonzo staldraði við augnablik til þess að
hvísla ofurlitlu að Páli.
»Fangarnir voru tveir í morgun, sonur
sæll«, sagði hann og klappaði honum vin-
gjarnlega með stórri hendinni, »fangarnir
voru tveir, en annar þeirra hefir nú verið
dæmdur sýkn saka«.
»Við hvað eigið þér, hr. hersir?«
>Eg á við það, að vörður var hafður á
stúlkunni í gærkveldi, og að það, sem þér
hafið nú sagt, bjargaði lífi yðar.«
Hann fór leiðar sinnar, en Páll stóð
lengi við borðið, þar sem þessi voða-orð
höfðu verið sögð.
»Hún trúir mér aldrei,« sagði hann við
sjálfan sig; »eg hefi tapað ást hennar fyrir
fult og alt«.
„Velgjörðamennirnir,"
sein fást við hvalaveiðarnar hér við land,
hafa nú sýnt af sér þá nýja »velgjörð« að
koma í dag með hr. Hannes Hafstein hing-
að á einu af skipum sínum. Þeir telja ekki
á sig sporið, þegar vinir þeirra og stuðn-
ingsmenn eiga í hlut. Og yfirvald Isfirð-
inga telur heldur ekki á sig sporið, þó að
tvo kjörfundi eigi að halda í sýslum hans
í næstu viku; veit sem er, að vinir han s
í Reykjavík muni ekki um það fást, þó að
hann hafi nú öðru að sinna en sínum
helztu embættisverkum.
Smjör
fæst í Höepfners verzlun.
Föstudaginn þann 12. júní
verður OPINBERT UPP-
BOÐ haldið hjá verzlun-
arstjóra Jóh. Christensen
og þar seldir ýmsir munir,
svo sem borð, skápar, rúmstæði, síld-
arnet, trássur og ýmislegt fleira.
Nt/ff 1 bókaverzlun Frb. Steins-
ltiy.il sonar; Skáldrit Qests Páls-
sonar 2.50 og 3 kr. Skipið sekkur,
sjónleikur eftir Indriða Einarsson
1.75. Sálmabókin, ný útgáfa bundin
2.00. íslandskort eftir Thoroddsen
5.00.
Pprfpf'f u Hinn eini dtsölu'
^L maðurá Akureyri
fyrir skilvindur frá Burmeister &
Wain selur hina ágætu endurbættu
„Perfect" skilvindu ódýrar en nokk-
ur annar Nr. 00 á kr. 88.00, Nr. 0
á kr. 08.00, Nr. 1 á kr. 108.00.
1S/gva/di Pórsteinsson.
J 3 Kroner for Stykket af
tí y brugte eller ubrugte fejl-
beíaler trykte islandske 20 0res
blaa Tjenestefrimærker.
For brugte, rene, islandske Friatærker
betaler jeg 5 — 25 Kroner pr. 100; jeg
betaler ogsaa Porto for anbef. Brev,
hvis De benytter 16, 25 eller 50 0res
F rimærker.
Otto Sickel
Zehlendorf bei Berlin.
Gotí, íslenzk! saltkjöí
selur
Jóhann Vigfússon.
Sauðárkrók er til sölu nýtt
og vandað ÍBÚÐARHÚS;
stærð 10x12 ál. með mjög
góðri herbergjaskipun og
ágætum kjallara. Verð lágt
og borgunarskilmálar góðir. L.ysthaf-
endur snúi sér til Eggerts Kristjáns-
sonar söðlasiniðs á Sauðárkrók, sem
gefur írekari upplýsingar.
apast hefir í dag á leið frá
| vHotel Akureyri" útá Odd-
eyrartanga handtaska (vað-
sekkur) með fötum, blöðum
og bókum í. Finnandi skili á „Hotel
Akureyri", sern greiðir fundarlaun.
Akureyri 26. maí 1903.
/Ubert Jónssor),
frá Winnipeg.
Gullhringur hefir tapast í Fjör-
unni á Akureyri, merktur
M. F. Finnandi beðinn að
skila gegn fundarlaunum á skrifstofu
Norðurlands.
-HAFNARSTRÆTi -1718 192021 *KOLASUND 12
® REYKJAVIK®
8TÆR5TA VERZLUN Á ÍSLANDI-
VÖRUNUM SKIFT I SÉRBÚÐIR.
PAKKHÚSDEILD (7 pakkhús).
VINDLABÚÐ.
NÝLENDUVÖRUBÚÐ.
„ JÁRNVÖRUBÚÐ. £
Z GLERVARNINGSBÚÐ. D
2 BAZAR. §
m KLÆÐSKERADEILD. z
2 DÖMUBÚÐ (ferskift). £
- oí
^SAUMASTOFA. 3
XJ QOSDRYKKJAGERÐ. g
Ö BRJÓSTSYKURSVERKSMIÐJA.É
C VINDLAVERKSMIÐJA. J
2 AGENTAR MEÐ STRAND-g
FERÐABÁ TUNUM. ~~
ÚTIBÚ Á AKRANESI OG í
KA UPMANNAIIÖFN
VERZLUN
Gudmann3 Efterfl.8 á ýVkureyri
hefir nægar birgðir af: Matvöru, svo sem:
Rúgur, Hrísgrjón, Hveiti fleiri sortir.
Bygg, Baunir, Sagogrjón,
Rúgmjöl, Hafragrjón völsuð, Majsmjöl. —
Kringlur, Skonrok, Kaffibrauð, og margskonar
fínt Kex.
Kaffi, Export, Melis, Kandis, Púðursykur, Rúsínur,
Fíkjur, Sveskjur, Þurkuð epli, Chokolade, Creme
Brjóstsykur, Lemonadepulver, margskonar Krydd
o. fl.
Hnífar, Hnífapör, Skeiðar stórar og smáar, Skæri,
Hár — Hesta —og Sauðaklippur, Saumur allskonar,
Skrúfur, Lamir, Lásar, Smíðatól ýmiskonar o. m. fl.
Leir- og Qlervörum fáséðum og fallegum.
Vefnaðarvöru:
Brauðtegundu m:
Nýlenduvörum:
Járnvöru:
c:
'X
<e>
Heil- og hálf-klæði af ýmsum litum. Cheviot
Kamgarn, Moleskin margar tegundir, Léreft, bl.
og óbl., Strigi, Álna- og Stumpa-Sirz, Kjólatau,
Svuntutau, Bómullartau margar tegundir, Flonel
og Flauelet, Angola, Java, Klár tau, Oardínutau
hvít og mislit, Slörtau, Sumar- og Vetrarsjöl,
Herðaklútar 30 tegundir, Hálsklútar, Skinnkragar,
Rúmteppi, Nærklæðnaður karla og kvenna. Karl-
og kvenvesti, 'Millipils, [Barnakjólar, Kventreyjur,
Drengjafatnaður, Karlm.buxur, Hanskar, Hattar
og Húfur og ótal margt fl.
Alls konar Litur, Rúðugler, Stólar, Smíðabrenni, Mál, Síldarnet, Byssur
Eldfastur leir, Fernis, Rokkar, Rekur, Múrsteinn, Kitti, Strengjatau, Cement,
Kalk.
Hvergi í bænum fást fjölbreyttari og fallegri vörur og hvergi betri
kaup gegn peningum.
Cb
a
Hér með tilkynnist öllum, er
hafa til skuldar að telja hjá
mér undirrituðum, frá fyrri
árum, að eg hefi ákveðið
að halda fund á Eskifirði
þ. 14. júli n. k. til þess þar og þá
að semja um skuldir tnínar, ef unt
verður; eru þeir því allir vinsamleg-
ast beðnir um, annaðhvort að mæta
þar sjálfir, eða gefa einhverjum þar-
stöddum umboð til að semja um
skuldirnar.
Akureyri 26. maí 1903.
Carl F. Schiöth.
Ágœtt saltkjöt
í
fföepfners oerzlun.
„Norðurland" kemur út á hverjum laugardegi.
52 blöð um árið. Verð árg. 3 kr. á íslandi, 4 kr. í
öðrum Norðurálfulöndum, l>/2 dolar í Vesturheimi.
Ojalddagi fyrir miðjan júli «1 minsta kosti (erlendis
fyrir fram).
Uppsögn sé skrifleg og bundin við árgangamót;
ógild nema komin sé til ritstjóra fyrir 1. júlí.
Auglýsingar teknar f blaðið eftir samningi við rit-
stjóra. Afsláttur mikill fyrir þá, er auglýsa mikið.
Prentsmiðja Norðurlands.